Vísir - 28.03.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 28.03.1980, Blaðsíða 5
Guðmundur Pétursson skrifar VÍSIR Föstudagur 28. mars 1980 5 Mesta manntloni Norðmanna | friöartfmumi Litlar vonir þykja til þess, að nokkur sé lifs þeirra 120 manna, sem saknað er af ibúðapallinum Alexander Kielland. Pallurinn först i niu vindstiga veðri i gærkvöldi á Ekofisk-oliu- svæði Norömanna, eftir aö ein af hinum tröllvöxnu stálundir- stöðum pallsins iét sig. Að öllu eðlilegu átti pallurinn að þola miklu meira veður. Um borö i pallinum, sem tengdur var við oliuborpallinn Eddu, eru sagðir hafa verið um 225 menn, flestir Norömenn, en þö einnig 35 Bretar, 3 Finnar, 1 Spánverji og 1 Portúgali, og hugsanlega einhverjir ls- lendingar. Talsmaöur Phillips Petrole- um sagði i morgun, aö 102 heföi verið bjargað i umfangsmiklum björgunaraðgerðum, sem I töku þátt skip, þyrlur og flugvélar, en veður og sjógangur torveld- uðu allar aðgeröir og settu björgunarmenn sig i hinn mesta háska. Klukkan sjö I gærkvöldi sendi Alexander Kielland frá sér neyðarskeyti, eftir að ein undir- staðan fór að gefa sig. Fimmtán minútum siöar hafði honum hvolft. Pallurinn var um 150 mflur undan austurströnd Englands og 200 milur undan Noregs- strönd. Mennirnir, sem bjargað var, voru fluttir fyrst á næstu bor- palla, en þaðan siðan meö þyrl- um til Stavanger. Breskar og norskar björgunarþyrlur tóku þátt i björgunaraögerðunum og sömuleiðis nærstödd skip. Flugmenn, sem flugu yfir svæðið, sögðu, að ringulreiðin væri ægileg aö lita, og Ibúðar- pallurinn, sem hafi verið heimili mannanna, maraði i hálfu kafi og visuðu undirstöðurnar upp i loft. Vistarverur mannanna voru þvi 20 metra i kafi, og voru uppi ráðagerðir I nótt um að senda kafara þangaö niöur, ef sjógangur leyfði, þvi aö undir morgun var tekið aö hægja. Norska rfkisstjórnin efndi til skyndifundar um miðnæturbil til þess aö fara yfir björgunar- skýrslur, en þetta er sennilega mannskæðasta slys Norömanna á þessari öld — aö frátöldu mannfalli á striöstimum. Alexander Kielland var smiöaöur i Frakklandi 1976 og hafði ibúöir og matsali á þrem hæðum. Hannstóöá fimm stál- undirstööum. Pallurinn var út- búinn tveim björgunarbátum, átta gúmflekum og einum gúm- báti, en óliklegt þótti, að menn- irnir hefðu náð að sjósetja þá á svo skömmum tima, sem þeir höfðu til umráöa. Ætia að blarga ner- skipl Irá árlnu 1545 Senn á að hefjast handa við köfun niöur Iflakið afMaryRose, 700 smálesta herskipi Hinriks átt- unda, en þaö sökk i Solent skammt frá Eastney árið 1545. Standa vonir til þess, aö skrokknum verði náð upp áriö 1982. Til þessa hefur veriö bjargaö upp úr skipinu fjölda fornmuna, en þó aöallega vopnum, fatnaði og skipsáhöldum. 1978 voru stofn- uö samtök til þess að fjármagna björgun Mary Rose, sem var stolt breska flotans, en sökk vegna lé- legrar skipstjórnar og ofhleðslu. Svfar innlelða verðstððvun Verðstöðvun var innleidd i Svi- þjóö i gær i viöleitni til þess að rjúfa þá sjálfheldu, sem kjaravið- ræður viö launþegasamtök Svia voru komnar i. — Verðstöðvun- in á aö gilda til 9. mai, en kann aö verða framlengd. Sænska stjórnin hefur skipaö sérstaka sáttasemjaranefnd til þess aö reyna að hraða viðræðum milli launþegasamtakanna og vinnuveitenda, en þær strönduöu fyrr i þessum mánuði. Launþegasamtökin, sem hafa innan sinna vébanda um tvær milljónir manna, hafa krafist 11,3% kauphækkunar, en vinnu- veitendur segja atvinnuvegina ekki færa um aö veita neinar raunhæfar kjarabætur. Stjórnin hefur lagt fram til lausnar málinu tillögu, sem felur I sér framlengingu verð- stöövunarinnar, sem tók gildi I gær, og ennfremur, að verö- stöðvunin verði látin taka til lána- vaxta og leigugjalda. Jafnframt er lagt til, aö hækkaður verði ýmis skattafrádráttur og fyrir- tæki skylduð til þess að leggja 25% af öllum tekjuafgangi (þegar hann er kominn yfir ákveðið lág- mark) i sérstakan fjárfestingar- sjóð. Ætla að skatt- leggja sérstak- lega oliugróða BandarlklaDlng sampykkti nýjan olluskatt Carter Bandarikjaforseti fékk i gærkvöldi samþykkt og afgreitt á Bandarikjaþingi frumvarp sitt um sérsköttun á gróða oliufélag- anna, og skoraði á þingið að hraða einnig afgreiðslu annarra ráðstafana hans til orkusparnað- ar. Um er að ræða skatt, sem áætl- að er, aö færi rfkisjóöi 227,3 milljón dollara tekjur, en Carter hefur sagt, aö ráðageröir hans um a6 gera Bandarikin óháðari innfluttri ollu, stæöu og féllu með þessu frumvarpi. Þessi skattur veröur tekinn af hagnaði banda- riskra oliufélaga á næstu tiu ár- um, en honum veröur varið til þess að kosta þróun annarra orkugjafa og til þess að hjálpa lágtekjufólki til þess að geiða oliureikninga sina. Frumvarpið var samþykkt með 66 atkvæðum gegn 31, i öldunga- deild þingsins, og voru það helst fulltrúar úr oliuframleiöslufylkj- um, sem lögðust gegn þvi. Sögðu þeir, að það mundi draga úr áhuga til oliuframleiðslu heima i Bandarikjunum. PS feýsál Mngkosnlngarnar dragast I (ran Ólfklegt þykir, að hiö nýja þing trans taki gislana i bandariska sendiráðinu i Teheran á dagskrá fyrr en i byrjun júni — I fyrsta lagi. Seinni uinferö þingkosninganna seinkar unt mánuð, að minnsta kosti, vegna rannsóknar á kosningasvikum i íyrri umferð- inni. Bæturvegna slyssins I Sevoso Hinir svissncsku eigendur efna- verksmiðjúnnar I Seveso noröur af Milanó hafa sæst á aö greiða skaðabætur, sem nema samtals um 58 milijörðum króna. Sprenging varð i Ecmesa-verk- smiðjunni tð. júlí 1976, og stapp þá eiturgas út I andrúmsloflið, sem neyddi þúsundir manna tii þess að flytja heimili sin f ná- grenninu. — Margir hlutu húð- sjúkdóma af, en einhverjar kouur iétu fóstri og skepnur og fuglar drápust. Mýjar vlðræöur um Palestlnuaraba Nýjar viðræður eru hafnar miili Egyptalands, tsraels og Banda- rikjanna um sjálfstjórn til handa Palestinuaröbum á hernumdu svæðunum, en Egyptar scgjast vonlitlir um árangur úr þeim. í Camp David-samkomuiaginu miltt ísracla og Egypta var gert ráð fyrir, að um þetta atriöi yröi samið sérstaklega. Hófust samninga viöræður fyrir liu mán- uöum, en koniust fljótlega i sjáif- heldu og hefur hvorki gengið né rekið. Flnnsklr slómenn í verkfaill Finnsku sjómannasamtökin hafa framlcngt þriggja daga verkfali á kaupskipum, vegna deilunnar um kaup og vinnuaðstöðu. Verkfallið hefur m.a. leitt tíitstöðvunar á Is- brjótum, svo að um 30 skip, ýmissa þjóða, eru nú föst í Isn- um I finnska flóanum. Kviða menn þvi, aö skipin berist með Isnum á land, en áhafnir isbrjót- anna hafa heitið þvl aö gera undanþágu I verkfaliinu, ef skip lenda i háska. Tvlburlnn lagðl bað ill sem burftl Timothy Twomey, 33 ára lög- regiumaður i Kaliforniu, er orð- inn faðir, þrem árum eftir aö grætt var f hann eista úr eineggja tviburabróður hans. Læknar hans segja.aðþetta sé fyrsta aðgerðin, sem heppnast hafi á þessu sviði, og I fyrsta skipti, sem slíkt ber ávöxt. Timothy fæddist eistnalaus, og þegar hann kvæntist íyrir 4 árum bjuggust þau hjón við, að þau mundu aldrei eignast börn. Læknarnir segja, að líkami Timothy hefði hafnaö aðfengna hlutanum, ef hann hefði ekki verið fenglnn úr tviburabróður hans, sem er þriggja barna iaðir. Skókmóllð I Lone Pine Díindzihashvili, rússneski skákmeistarinn, scm flutti til israel, hreppti 1. verðlaunin á skákmótinu i Lone Pine, 15 þús- und doliara. Anthony Milés fékk 2. verölaun- in, 10 þúsund dollara, en fimm voru jafnir i 3. sæti: Bent Larsen, Florin Gheorghiu, Yuri Baíashov, Euflm Geúer og Lev Alhurt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.