Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 2
Laugardagur 29. mars 1980 2 — þó enn sé páskahretið eftir Þaö er um aö gera aö hafa ekki áhyggjur af veröbólgunni eöa gisiunum f Teheran þegar maöur er i sói- baöi, bara siappa vel af. Vorsvipur yfir höfuðborginni Páskarnir meö sinu árvissa páskahreti nálgast nií óöum en samt leynir sér ekki aö ofurlitill vorsvipur er farinn aö færast yfir höfuöborgina meö hækk- andi sól. ÞegarVisismennflökkuöu um borgina i gærdag bar hvarvetna fyrir augu léttklætt fdlk sem reyndiaö ná sér i dálitla brúnku á skrokkinn. t læknum fræga var troöfullt og i sundlaugum sömuleiöis. Þó ekki væri sériega hlýtt, settu gestir Vesturbæjar- laugarinnar þaö ekki fyrir sig, heldur sátu eöa lágu i hrönnum á laugarbökkum og sleiktu sól- skiniö: I lauginni voru börn aö leik og börn aö læra aö synda. ISjórinn var spegilsléttur viö Ægisiöuna,þegar viö fórum þar framhjá og bátur aö leggja aö landi. Þar var á feröinni Björn Guöjónsson skipper á bátnum Guöjóni Bjarnasyni RE 324; hann var aö koma af rauömaga- veiöum. Bátnum var rennt upp á grind sem stóö á járnbrautar- teinum er lágu niörí sjd. Sföan var tekiö til viö aö afgreiöa viö- skiptavini. Þaö var einsog fólk fyndi þefinn af rauömaganum hans Björns, varla var báturinn kom- inn á land. þegar fyrsti viö- skiptavinurinn birtist: „Attu tvo handa mér i einum grænum hvelli?” „Já, ætli þaö ekki...’ „Láttu mig hafa þá tvo bestu.” Og Björn lét manninn hafa tvo þá bestu. Siöan fékk hver af öröum sinn skammt, ungt par á störum amriskum bil baö um nokkra: úr bilnum drynjandi diskó-tónlist, púturnar sem allt- af halda sig viö skúrana höföu sig snimhendis á brott... Björn tjáöi okkur aö fiskiri Guöjón Bjarnason RE 324 var aö koma aö landi á Ægislöunni meö rauömaga handa höfuöborgarbúum. „Áttu tvo handa mér í einum grænum hvelli?” (Timam. BG.) Báturinn var settur á sleöa sem rann á járnbrautarteinum og hlföur á land. væri litiö enn, „Þetta er rétt aö byrja.” En þaö er tæpast veiöi- vonin ein sem fær menn til aö róa eftir rauömaga og grásleppu, alla vega ekki þegar sólin skin og Faxaflóinn er spegilsléttur. — IJ ,/Nei, nei, það er f jarri því að ég gangi með þingmann- inn í maganum, þó maginn sé nokkuð stór", sagði Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri og fyrsti vara- alþingismaður Sjáifstæðisflokksins í Austurlands kjördæmi, í viðtali við Vísi. Tryggvi býr í Vopnafirði, kvæntur Heiðbjörtu Björnsdóttur, og eru börn þeirra fimm. Sjómennskan hefur verið lífsstarf Tryggva og skipstjóri hefur hann verið allt síðan 1951, nú á Brett- ingi skuttogara þeirra Vopnfirðinga. Nýverið sat Tryggvi hálfan mánuð á Alþingi í forföllum Sverris Hermannssonar og það var tilefni viðtaisins. L Aður en lengra er haldiö er þó rétt aökynna manninn ögn nánar. Tryggvi er fæddur aö Brettings- stööum á Flateyjardal, þar sem foreldrar hans, Emelia Sigurðar- dóttir og Gunnar Tryggvason, bjuggu. Menntun sina sótti Tryggvi til Lauga og siðar Stýri- mannaskólans I Reykjavik, en þaöan útskrifaöist hann meö meira fiskimannapróf 1950. Ariö eftir tók Tryggvi viö skip- stjórn á Smára ÞH og bjó þá á Akureyri. Siðan tók hann viö Störnunni RE, sem Kristján P. Guömundsson á Akureyri gerði út, þá á Akraborginni EA fyrir Valtý Þorsteinsson,af henni fór Tryggvi á Sigurð Bjarnason fyrir Leo Sigurösson. Þá var Tryggvi fluttur til Hafnarfjaröar þar sem hann bjó i 5 ár. Þetta var á sildarárunum og 1967 fór Tryggvi 1 félag viö Sildar- bræösluna I Vopnafiröi um kaup á nýjum bát frá Noregi, sem hlaut nafniö Brettingur. 1969 flutti Tryggvi sföan til Vopnafjaröar og hefur búiö þar siöan. „Viö ætluöum aö gera út á sild- ina, en þaö var of seint I rassinn gripiö”, sagöi Tryggvi. „Þaö veiddist litiö af henni 1967 og 1968 hvarfhúnalveg.Viöbreyttum þá Brettingi fyrir troll og gengu veiöarnar bara vel. Sama ár keyptum viö 3ja ára bát frá Sand- geröi, Kristján Valgeir, og var hann einnig geröur út á trollveiö- ar.” „Megintilgangurinn meö þessari útgerö var aö skapa at- vinnu I Vopnafiröi, enda meöeig- andi minn I útgeröinni, Sildar- bræöslan, aö mestu i eigu hreppsins. Núverandi Bretting, skuttogara frá Japan, fengum viö 1973. Voru þá báðir bátarnir seld- ir”. Fékk mynd af mér í sjón- varpi og nafnið á prent En hvernig stóö á þvl aö þú fórst aö hafa afskipti af pólitlk? „Viö kosningarnar 1978 var ég beðinn aö fylla framboöslista Sjálfstæðisflokksins i Austur- landskjördæmi og taka 5. sætiö. Ég féllst á þaö, enda var þetta ró- legt sæti: maöur fékk þó alltaf mynd af sér i sjónvarpiö og nafniö sitt á prent”, sagöi Tryggvi og brosti við. „Þar meö var ég kom- inn I flokksráöiö þó ég veröi aö viöurkenna þaö aö aldrei nennti ég nú á flokksráösfundina”. „Slöan geröist þaö við upp- stillingu á framboöslista flokks- ins fyrir kosningarnar i vetur, að ákveöiö var aö viöhafa prófkjör. Ég var lengi tregur til aö gefa kost á mér I prófkjöriö, þar sem það kostaöi aö ég gat engu ráöiö um hvaöa sæti ég skipaöi. Ég lét þó til leiöast I þeirri trú aö ég færöist ekki mikiö ofar á listann. Ég hef lika veriö sjálfstæöismaö- ur allt frá unglingsárum og vildi ekki láta mitt eftir liggja ef ég gæti komiö aö einhverju gagni. Nú, ég lenti I 3. sæti og þaö var ekki um annaö aö ræöa en taka þvi, þaö dugöi ekki aö renna af hólmi.” Svindlaði svolítið í kosningaslagnum „Þar með var ég kominn I hringiöu kosningabaráttunnar. Aö visu svindlaöi ég örlitiö, þvi ég mætti ekki til leiks i upphafi og straukáöurenyfirlauk. Störfiná sjónum sáu fyrir þvi: ég er fyrst og fremst sjómaöur og hef aldrei gert neitt annaö. Ég kom mér hjá öllu pólitisku þrasi á þeim framboösfundum sem ég sótti. Ég talaði fyrstur af okkur fram bjóöendum Sjálfstæöisflokksins og f jallaöi um þaö sem ég tel mig þekkja best af eigin raun, sjávar- útveginn. Ég lét þá Egil og Sverri alveg um allt karp viö and- stæöingana.” Viö sjálfstæöismenn unnum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.