Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 8
Laugardagur 29. mars 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guómundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Glsli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmúndur Guövinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14, slmi 86611 7 linur. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Sama vfsan sf og æ Ar eftir ár er sama vlsa kveftin um þaö, sem aflaga fer f þjóölffinu og þær villigötur, sem menn úr öllum flokkum eru sammála um aö viö séum á. En raunhæfar ráöstafanir sjá ekki dagsins ljós. Það kom glöggt fram á árs- þingi iðnrekenda á dögunum, að þar hafa menn verið að kveða sömu vísuna aftur og aftur, ár eftir ár, ef svo má að orði komast. Forystumenn iðnrek- enda hafa sett fram kröfur og óskir fyrir hönd atvinnugreinar sinnar ár eftir ár þar sem megin- áhersla hefur verið lögð á bætt starfsskilyrði og aukningu fram- leiðninnar. Ráðamenn á hverjum tíma hafa tekið þessum óskum vel, og ekki hef ur verið annað að sjá, en flest af því, sem iðnrek- endur hafa nefnt hafi hlotið góðan hljómgrunn hjá bæði em- bættismönnum og kjörnum leið- togum þjóðarinnar. Máltækið segir, að sjaldan verði góð vísa of oft kveðin, en það er álitamál í þessu tilviki, hve oft og lengi er hægt að hamra á sömu kröfunum og vara við sömu villigötunum. Jafnframter athugunarefni, hvort eitthvað sé ekki að hjá stjórnvöldum, ef ekk- ert verði úr framkvæmd mála, sem þau hafa talið góð og gegn. Davíð Scheving Thorsteinsson, sem verið hefur leiðtogi íslenskra iðnrekenda undanfarin sex ár, er einn þeirra forystu- manna atvinnuveganna, sem segja álit sitt tæpitungulaust á 1 stöðu þjóðmála. Hann brá ekki vana sínum á ársþingi Félags islenskra iðnrek enda á dögunum. Þar nefndi hann nokkur atriði, sem sýna að við erum enn við sama heygarðs- hornið og undanfarin ár þrátt fyrir það að stjórnmálaflokkar og forystumenn þjóðarinnar hafi gef ið fögur fyrirheit um að taka í taumana. Enn höldum við uppi fölskum lífskjörum með síauknum er- lendum lántökum. Enn eyðir ríkisvaldið meiru en það af lar og greiðir hallann með prentun peningaseðla, sem fóðra hið sí- gráðuga bál verðbólgunnar. Enn er fjárfestingu og opinberri að- stoð fyrst og fremst beint þang- að, sem hún gefur flest atkvæði en ekki þangað sem hún gefur mestan arð. Enn höldum við á- fram aðf járfesta í landbúnaði og aukum þar með framleiðslu hans til útf lutnings á verði, sem er að- eins lítill hluti af því, sem það kostar okkur að f ramleiða þessar landbúnaðarvörur. Enn höldum við áf ram að kaupa togara, enda þótt stærð og ástand fiskistofn anna geri það að verkum, að bannað er að nota þessi dýru tæki til þorskveiða meira en fjórða hluta ársins. Enn stækkar ríkis- geirinn og er nú svo komið að á þessu ári er kostnaðurinn við hann orðinn um ein og hálf milljón króna á hvert mannsbarn á íslandi. Þess er reyndar að minnast er Vísir vekur nú athygli á þessari upptalningu Davíðs, að a.llt eru þetta baráttumál, sem við höfum tekið til umræðu í forystugrein- um blaðsins undanfarna mánuði og misseri, en það er eins með okkur og Davíð, að við höfum á tilf inningunni, að við séum í hlut- verki hrópandans í eyðimörkinni, vegna þess að orð okkar virðast fara inn um annað eyra stjórn- málamannanna og út um hitt. Á meðan þau hljóma þó í kollinum á þeim segjast flestir þeirra vera sammála um að grípa þurfi í taumana og gera ýmsar ráðstaf- anir en um leið og þeir komast í aðstöðu til þess að hafa áhrif á gang mála virðist eitthvað annað gagntaka hugi þeirra. Ýmsir benda á sértil málsbóta, að í landi samsteypustjórna og hrossakaupa byggist stjórnar- stefna á eilífum málamiðlunum, og má það til sanns vegar færa. Einnig greinir menn á um leiðir en það er eitthvert illviðráðan- legt tregðulögmál, sem virðist ríkja í stjórnsýslunni og koma í veg fyrir að skynsemin sé látin ráða ferðinni. Alvarlegast er þó dæmið um verðbólguna. Sí og æ ræða menn um þörfina á að kveða niður verðbólgu- drauginn. Fyrir kosningar hafa menn á þeim vanda margvís- legar patentlausnir, en eftir kosningar er verkefnið orðið erf iðara viðfangs og mun þyngra í vöf um, — og verðbólgan heldur áfram að setja ný met, íslands- met, Evrópumet, og nálgast stöðugt heimsmet. P L Mikiti hefur veriB rætt undan- fariB um pðlitiska innrætingu i skólum landsins, sumum hverjum, og eins og alltaf gleBj- ast nokkrir slikum fréttum aBrir hryggjast. Rangt er aB halda þvi fram aB þetta sé eitthvaB nýtt, og ég man ekki betur en slikir tilburBir hafi veriB hafBir uppi, þá ég var I skóla, og er þó æBi vatn runniB til sjávar siBan. Kvöld eftir kvöld gátu menn kapprætt um þaB sem þeir héldu aB væri pólitik, fariB I göngur, látiB henda sér út fyrir eitthvaB sem þeir álitu skoBun sina, en komust sÍBan aB, aB þeir höfBu fengiB lánaB hjá pabba eBa ein- hverjnm kennara. Þetta var gaman, virkilega gaman, og ég sé ekki betur en flestir hafi náB sér eftir nuddiB, eldheitir „kommar” orBnir prúBustu „ihaldsmenn” og öfugt. Vorgárur á fleti sálar verBa venjulega til góBs. Já, vorgárurnar, þessar sem strjúka brumin svo þau springa út. En til er önnur innræting I skólum sem engan veginn verBur viB voriB likt, og mig undrar, aB foreldrar skuli ekki veita þessum Isnálum meiri gaum en þeir virBst gera. Hér á ég viBhina trúarlegu innrætingu sem sumir sértrúarsöfnuBir stunda I æ fleiri skólum. Til þess aB skýra mál mitt nánar skrái ég hér vart vikugamla sögu úr skóla I nágrenni Reykja- vikur. Litill drengur haföi þjáöst af stööugum höfBuverk sem læknar kunnu ekki ráB viö. ABstandendur drengsins fréttu af bónda, fyrirbæna manni, sem þeim var sagt, aB liklegur væri til aö búa yfir þeim hæfileikum aB geta veitt aöstoB. AkveBinn var fundur viö þennan mann. Litli drengurinn gladdist yfir þeirri tilraun sem I vændum var, og I gleöi sinni sagöi hann Á nú ad færa þig djöflinum? frá henni I skólanum. Kennslu- konan vatt sér aö drengnum og þrumaöi yfir bekkinn: Nú, nú, á nú aö fara aB færa þig djöflin- um? Sú var tiöin, aB forheimskaö fólk eignaöi djöflinum allt sem þaö skildi ekki sjálft, elti uppi og brenndi fólk, og geröi þaö jafn- vel i þjónustu einhvers van- skapnaBar sem þaö kallaöi guö sinn. Meira aö segja Kristur sætti þeirri ákúru, aö hann ynni kærleiksverk sin I krafti djöfuls- ins (Lúk. 11:14-28). ViB höfum veriöblessunarlega laus viö þær Helgarþankar sálir sem þykjast ganga meö guö I vasanum, hinn eina sanna og rétta, og geta tekiö hann upp þegar hentar, sýnt hann og gefiö lýsingu á veru hans allri. Já, viB höfum veriö laus viö þetta, en i streituiöu nútimans skjóta æ fleiri slikir upp kollinum, og fara har.stkrumlum um hugi ungs fólks, færa þá i fjötra vit- fiirtsótta.Hver þykist þaB stór, aB hann sé fær um aö segja: Svona, og aöeins svona er guB, og aöeins svona getur hann starfaö? Þú getur aldrei haft yfirsýn yfir neitt nema þaö sem er minna en þú sjálfur. AB halda ööru fram er heimskuhroki. Aö halda þvi fram, aö þú einn skiljir boBskap Krists, er ekki aöeins sjálfgagnrýnislaus hroki, M- 1 ÍHIp j, , heldur sjúkdómur. 1 næstu viku minnist kristinn heimur atburöa sem „egeinnþekkiguBsjúkl- ingar” hrundu af staö. Þaö mætti vera okkur umhugsunar- efni, aö slikum sálum fjölgar á íslandi 20. aldar. Litli drengurinn, sem ég sagBi söguna af, er ekkert einangraB dæmi, þau eru mörg til, og þvi vara ég viö þeim, aö mér er annt um ungt fólk, og mér rennur til rifja aö heyra kvala- stunur þess og sjá angistina sem sýkingin hefir reyrt þaö I. „A nú aö færa þig djöflinum?” spuröi kennslukonan litinn dreng sem var i leit aö likn frá lifsins.lind. ÞaB sem hún átti viö er fáum ljóst, svo er um margt undar- legt oröbragö sértrúarfólks, er þaö ræöir um þaB sem þaö kallarandatrú. Viljir þú fræöast af þvi,þá vellurfroöan úr munni og ber meB sér hol og innihalds- laus orB, en allavega skelfir andatrúin blessaö fólkiö, þaö sem fólk ekki þekkir þaö skelfir venjulega. Þvl var kennslu- konan hrædd um nemánn sinn I höndum bóndans. Enginn, sem á samkomur hans hefir komiö, gæti lygalaust frætt aBra á þvi, aö þar sé djöflinum þjónaö. Hinu neita ég ekki, aö þar er höfö I frammi andatrú. Kristnir ættu vart aö hræöast slikt. Einu sinni var Kristur á tali viö konu nokkra I bænum Sikar i Samariu. Hann var aö fræöa og . þar kom aö hann sagöi um Guö: Guö er andi og þeir sem tilbiöja hann, eiga aö tilbiöja hann i anda og sannleika. (Jóh. 4:24). Hverju skiptir sú trú sam barn- inu þinu er innrætt? Hamingju þess allri. Þaö á þvi aö skipta þig máli, hvort um akurinn fer vorblær gróandans eBa haust- hret dauöans. Islenzka þjóö skiptir þaö aö minnsta kosti máli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.