Vísir - 01.04.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 01.04.1980, Blaðsíða 1
Skuldasöfnunin eykst um 98%: RIKW SUER N0 liN 1 I I I B ■ NEMA 115 MILLJORBUM Skuldasöfnun rikisins á þessu ári mun ekki verða undir 115 milljörðum króna, en megin- hluti hennar byggist á erlendum lántökum. Lántökur rikisins i fyrra námu 58miiljörðum króna og er þetta 98% hækkun milli ára, cða tvöföldun. 1 fyrradag voru drög að láns- fjáráætlun A — og B hluta fjár- laga kynnt fyrir fjárveitingar- nefnd og þingflokkunum. Þar kemur fram að skuldasöfnun rikissjóös sem tengist beint fjárlögum hækkar úr 10,7 mill- jöröum króna i 36.5 millj. kr., sem er 247% hækkun. Erlendar lántökur fyrir A - og B hluta fjárlaga voru i fyrra 5.6 millj. kr. en verða nú 21.3 millj. kr. Innlendar lántökur námu i fyrra 5.0 millj. kr. skv. fjárlög- um en verða nú 15.1 millj. kr. Ekki er gert ráð fyrir aö láns- fjárætlun i heild verði lögð fyrir Alþingi fyrir páska, en framan- greindar tölur liggja þó i megin- dráttum fyrir. Af 115 milljöröum má áætla að erlendar lántökur veröi ekki undir 95 millj. kr. ístjórnarsáttmála núverandi rikis segir: Erlendar lántökur verði takmarkaðar eins og kostur er, og aö þvi stefnt að greiöslubyröi af er- lendum skuldum fari ekki fram úr u.þ.b. 15% af útflutningstekj- um þjóöarinnar á næstu árum”. B B B B B B B 1 J 'Kát™ jrtisw llL * * 'fllfrll * j Vörubifreiö fór fram af bryggju á Patreksfirði á dögunum. Var veriö að aka salti úr vöruflutningaskipi þegar stýrisútbúnaöur bifreiöarinnar bilaði. Rakst hún á bryggjupoila og valt siðan út af bryggjunni og féli I sjóinn. Bilstjóranum tókst að stökkva út úr vörubifreiðinni og varð honum ekki meint af. Agúst Björnsson á Patreksfirði tók þessa mynd þegar verið var að draga bflinn upp úr höfninni. Aliar upplVslngar á elnum siað: Toivubanki lyrm söluskrá ,,Við erum byrjaöir aö skrifa út söluskrá fyrir fasteignasaia og opnum skrifstofuna hjá okkur strax eftir páska”, sagði Kristján Gislason, en hann og Ólafur Torfason hafa stofnað fyrirtækið Upplýsingaþjónustan. Aö sögn Kristjáns verður Upp- lýsingaþjónustan tölvuvædd og tekur aö sér að safna framboðs- og eftirspurnarupplýsingum fyrir fasteignasala og koma þeim I tölvu. Siöan eru skrifaðir út fyrir- spurnarlistar fyrir almenning. „Almenningur getur þá komiö til okkar og til dæmis spurst fyrir um þriggja herbergja ibúð i Breiðholti. Þá fáum viö fólkinu i hendur lista með upplýsingum um allar þriggja herbergja Ibúöir sem eru á söluskrá, Vilji menn skoða einhverja sérstaka Ibúð betur er visað á viðkomandi fast- eignasala á fyrirspurnalistun- um”. Kristján sagði, að Upplýsinga- þjónustan myndi ekki verða sölu- fasteisna aðili, heldur eins og nafniö bendir til einungis upplýsingamiðlari. Fyrir þjónustuna þiggur Upplýs- ingaþjónustan ákveöið gjald af fasteignasölunum fyrir hverja Ibúð eða hús, sem sett veröur á skrá hjá þeim. „Þessi þjónusta verður ókeypis fyrir almenning að öðru leyti en þvi, aö borga verður eitthvað ó- verulegt pappirsgjald”. Ennfremur sagði Kristján, að undirtektir fasteignasalanna hefðu verið mjög misjafnar, sum- ir hefðu verið mjög hrifnir en aðr- irekkieins. Þess vegna hefðu for- ráöamenn Upplýsingaþjónust- unnar ákveöið aö gefa þjónustuna fyrsta hálfa mánuöinn og láta reyna á það, hvort almenningur kynni að meta þjónustuna. „Þaö verður fyrsti hálfi mán- uðurinn.sem sker úr um það.hvort þessi tilraun okkar heppnast. Ef almenningur kann ekki aö meta þetta veröum viö vlst að taka ó- sigri”. —ATA AukaDlað um páska og lermlngar Senn liður að páskum og bænadagar fara I hönd. Fermingar eru hafnar og standa eins og venja er til langt fram á vor. Af þessu tilefni fylgir VIsi I dag sérstakt páska- og fermingarblað og kennir þar margra grasa um páskahald og það er lýtur að fermingunni. Það er æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar sem annast hefur efni þessa blaös og er þaö gert aö beiöni Visis. Miðaldra hjón í gæsluvarðhaldi: Ræktuðu kannabis og seldu „Viö vitum enn ekki nákvæm- lega hversu umfangsmikil þessi starfsemi hefur verið, né hve lengi þetta hefur viðgengist, en giskum á a.m.k. 4-5 mánuði,” sagði Ólafur Grashólm, rann- sóknariögreglumaður, I samtali við Visi i morgun. Rannsóknarlögregla rlkisins hefur nú upplýst að um nokkurt skeiö hefur blómaverslun ein hér i Reykjavik ræktaö kannabisjurtir, sem nautnalyfiö marjúana var slðan unnið úr. Taliö er að það hafi slðan verið selt útvöldum hópi viðskipta- vina fyrir rúmlega 15 þúsund krónur grammið. Skv. heimildum sem Visir telur áreiðanlegar komst upp um þessa starfsemi er rosknum hjónum sem keypt höfðu jurt i . versluninni þótti hún gerast æði grunsamleg. Tilkynntu þau lögreglunni um málið I siöustu viku og i ljós kom að vegna mis- taka eigendanna hafði ein kannabisjurtin verið seld út. Eigendurnir sem eru hjón á miöjum aldri, hafa nú verið úr- skurðaðir i 30 daga gæsluvarð- hald og einn annar maður aö auki. Heimildir Visis segja aö I versluninni hafi fundist allt að 20 kannabisplöntur og auk þess 3-400 grömm af fullunnu marjú- ana. ólafur Grashólm vildi ekki staðfesta þaö i morgun. — IJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.