Vísir - 01.04.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 01.04.1980, Blaðsíða 2
Þribjudagur 1. april 1980 » • T Starfsemi Húsnæðismálastofnunar á síðasta ári Lánaði 15,7 miiiiarða til ðyggingalramkvæmda Er umstangið kringum fermingarnar gengið út í öfgar? Halldóra Sigurjónsdóttir, húsmóöir: Já, þaö er of mikið borið i þær. Valdis Siguröardóttir, nemi: Já — hvers vegna? — bara, mér finnstþetta orðið allt of dýrt. Fólk leggur of mikiö i veislurnar. Ágústa Richard, nemi: Ég veit það eiginlega ekki, en ég held samt aö fólk leggi of mikið á sig. Viðar Bjarman, húsvöröur: Já, ég myndi segja þaö. Fólk leggur bæði of mikla vinnu og peninga i fermingarveislurnar. Ólöf Guðbrandsdóttir, húsmóöir: Já, tilgangurinn vill oft gleymast, þaö að unglingurinn er að stað- festa skirnarheit sitt. A árinu 1979 námu lán- veitingar Húsnæöismálastofn- unar rikisins samtals 15.663.7 milljónum króna til byggingar, og/eða kaupa á 5183 Ibúðum. Var hér um að ræða lán- veitingar úr Byggingarsjóöi rikisins og Byggingarsjóði verkamanna sem og af hinu sér- staka framlagi rikissjóös til nýbyggingar ibúða I staö heilsu- spillandi húsnæðis. Lánveitingar úr Byggingar- sjóöi rikisins námu samtals 14.602.0 milljónum króna til byggingar og/eða kaupa á 4854 ibúöum. Var þar um að ræða venjuleg ibúðarlán úr Byggingarsjóði, framkvæmda- lán, er breyttúst i föst lán á árinu og lán veitt af hinu sér- staka framlagi rikissjóðs til nýbyggingar ibúða i stað heilsu- spillandi húsnæðis, sem lagt er niöur. Lánveitingar þessar skiptust þannig (sjá töflu A): Milljarður til verkamanna Á árinu 1979 námu lánveit- ingar úr Byggingarsjóöi verka- manna samtals 1.061,7 millj- ónum króna. Þar af voru 1.026.0 millj. kr. veittar til smiði 317 ibúöa i nýjum verkamannabú- stööum og 35.7 millj. kr. vegna endursölu 12 eldri ibúða. Lánin fóru til 12 sveitarfélaga. Frá þvi að lögin um Byggingarsjóö verkamanna og verkamannabústaði tóku gildi vorið 1970 hefur veriö hafin bygging á samtals 918 ibúðum I verkamannabústöðum i 26 byggðarlögum i landinu. Meiri- hluti þessara ibúða er i notkun, um sl. áramót voru 350 Ibúðir i byggingu i verkamannabú- stöðum i landinu. Hækkun um 67% A árinu 1979 komu til útborg- unar lánveitingar úr Byggingar- sjóði rikisins samtals aö Ijar- hæð 14.938.5 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess, að á árinu 1978 komu til útborgunar 8.949.7 milljónir króna. Nemur þvi aukningin 67%. Lánveiting- arnar á sl. ári skiptust þannig (sjá töflu B): Astæðan fyrir þvi, að hærri fjárhæð kom til greiðslu á siðasta ári en veittu lánsfé nam, er sú, að á árinu voru greidd lán, sem veitt voru til greiðslu 1978, en voru ekki hafin fyrr en á siðasta ári. Tækniþjónusta Aö venju rak tæknideild stofn- unarinnar umfangsmikla tækni- þjónustu fyrir húsbyggjendur og sveitarstjórnir í landinu. Auk þess var unnið sem fyrr aö al- mennri upplýsingastarfsemi um húsnæðis- og byggingamál og margvisleg fyrirgreiðsla veitt á þvi sviði. Seldar voru teikningar af 133 ibúöum, sem hannaðar hafa veriö á deildinni og fylgdu þeim að venju allar þær sérteikn- ingar, sem þörf er á. Teikningar þessar voru af Ibúðum I ein- býlishúsum, raðhúsum, fjöl- býlishúsum og dvalarheimilum aldraðra. — Tæknideildin annaðist útboð á byggingu 83 ibúða 110 byggðarlögum á árinu og var þar um að ræöa leigu- og söluibúðir sveitarfélaga, skv. sérstökum lögum þar um. Heildarfjárhæð tilboða þeirra er bárust nam u.þ.b. 1.4 milljarði króna eða u.þ.b. 16.86 milljónum króna pr. Ibúð. I Tafla A Veitt lán (frumlán og viðbótarlán) 6.849 millj. kr. 1687 Ibúöír Veitt G-lán til kaupa á eldri Ibúöum 3.838 millj.kr. 2408 Ibúöir Veitt C-lán til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði 118 millj. kr. 49 ibúðir Framkvæmdalán, sem breytt var i föst lán á árinu 1979: Dvalarheimili aldraðra og öryrkja 932 millj. kr. 314 Ibúöir Leigu- og/eða söluibúöir sveitarfélaga 1.551 millj.kr. . 126 Ibúðir Verkamannabústaðir 153 millj. kr. 32 ibúðir Ýmsir framkvæmdaaðilar 1.161 millj. kr. 238 Ibúðir 14.602 millj. kr. 4854 ibúðir Tafla B F-lán, til ibúðabygginga (frumlán og viðbótarlán) G-lán, til kaupa á eldri ibúðum Lán til byggingar á leigutbúðum sveitarfélaga Lán til byggingar á ibúðum i dvalar- heimilum aldraðra og öryrkja Lán til byggingar verkamannabústaða Lán til framkvæmdaaðila Lán til by ggingar FB-ibúöa Lán til útrýmingar heilsuspillandi Ibúða 6.673.7 millj. kr. 3.542.4 millj. kr. 2.154.9 millj. kr. 362.9 millj.kr. 408.9 millj. Ir. 1.301.7 millj.kr. 424.0 millj. kr. 70.0 millj. kr. 14.938.5 millj. kr. ODYRIR L0MIN0 TJAKKAR 1-20 tonna fyrir fólks- og vörubíla Mjög hagstæð verð PÓSTSEIMDUM UM LAND ALLT Bilavörubúðin FJÖÐRIN hff. Skeifan 2 — Simi 82944 ' Verkstœðið sími 83466

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.