Vísir - 08.04.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 08.04.1980, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 8. april 1980 20 Umsjón: Illugi Jökulsson GOÐIR GESTIR KOMIA I DAG: IRIS MURDOCH OG EIGINMADUR HENNAR FLYTJA FYRIRLESTRA í ARNAGARÐI Það eru góðir gestir sem sækja islendinga heim i dag. Rithöfundurinn heimsfrægi, Iris Murdoch, og eiginmaður henn- ar, John Baylay, prófessor I enskum bókmenntum við há- skóiann í Oxford, koma hingað til iands i dag og verða fram á laugardag á vegum Háskóla is- lands og breska sendiráðsins. Vegur Irisar Murdoch hefur farið hraðvaxandi I bókmennta- heiminum hin siðari ór og hlaut skáldsaga hennar The Sea, The Sea, sem út kom 1978, mikið lof og að auki Booker-bókmennta- verðlaunin. Nú er bráðlega væntanleg ný bók eftir hana sem heitir Nuns and Soldiers. Hún fæddist i Dublin á Irlandi árið 1919 en gekk i skóla í Eng- landi og útskrifaðist frá Oxford með próf i klassískum bók- menntum og bókmenntasögu. Siðar lagöi hún svo stund á heimspeki við skólann i Cam- bridge og gaf árið 1953 út sina fyrstu bók sem fjallaði um heimspeki Jean-Paul Sartre, „Sartre, Romantic Rationa- list”. Siðan hefur Iris Murdoch gef- ið út einar 20 skáldsögur og að auki nokkur leikrit. Meðal þekktustu bóka hennar má nefna Under the Net (1954), A Severed Head (1961), The Nice and the Good (1968), Bruno’s Dream (1969), A Fairly Honourable Defeat (1970), The Black Prince (1973), Henry and Cato (1976) og svo The Sea, The Sea. Iris Murdoch hefur, auk bók- arinnar um Sartre, gefið út nokkur rit um heimspeki og haldið marga fyrirlestra um þau margslungnu mál. Henni hafa og verið veittir heiðurs- doktorstitlar við ýmsa viöur- kennda háskóla fyrir bók- menntastörf sin og heimspeki. Eiginmaöur hennar, John *----------------— Iris Murdoch, hinn hemsfrægi rithöfundur, mun gista ísland á næstunni ásamt manni sinum Bayley, er nú bókmennta- prófessor við Oxford einsog áð- ur segir og er hann þekktur rit- höfundur og gagnrýnandi i Eng- landi. A fimmtudaginn kemur mun John Bayley halda framsögu- ræðu i Arnagarði um „The Novel” en siöan verða almenn- ar umræður og mun Iris Mur- doch m.a. taka þátt I þeim. Um- ræðan hefst klukkan 17.15 og fer fram I stofu 201 og er öllum heimill aðgangur. Daginn eftir á sama tima og sama stað mun svo Iris Mur- doch flytja fyrirlestur um heim- speki sem hún kallar „The Truth of Art”. Lesley-Ann Down og Harrison Ford, elskendurnir i „Hanover Street’ Astlr I rústum Stjörnuhfó: Hannover Street Leikstjóri og höfundur handrits: Peter Hyams Kvikmyndataka: David Watkin Aðalhlutverk: Harrison Ford, Lesley-Ann Down og Christopher Plummer. Bandarisk, árgerð 1979. „Kaffið er best upphitað i átt- unda sinn” sagði brúarvinnu- verkstjórinn og lét skerpa undir könnunni. Eitthvað þessu likur er smekkur framleiðenda „Hann- over Street”, a.m.k. hafa ásta- málin á hvita tjaldinu oft verið I svipuöum dúr og i páskamynd Stjörnubíós. Harrison Ford leikur David Halloran, ósköp sætan kana, sem reyndar er i banda- riska flughernum. Hann hyggst taka sér far með strætisvagni i Lundúnaborg á þvl herrans ári 1943, en keppir um sæti viö indæla enska dömu, Margréti Sellinger, sem leikin er af Leysley-Ann Down. Þau fá sér tesopa saman er Þjóðverjar varpa sprengjum I nágrenni testofunnar og meöan borgin stendur I ljósum logum stelur flugkappinn fyrsta kossin- um. I þessari mynd uppskera framleiðendur það sem þeir sá til, — gamlar lummur. Seinni heimsstyrjöldin er smæsti vandinn sem angrar elsk- kvlkmyndir Sólveig Jónsdóttir skrifar ■ endurna i „Hanover Street”. Margrét Sellinger er nefnilega gift kona og á eina dóttur barna. Eiginmaðurinn, leikinn af Christopher Plummer, er heið- viröur, rikur, gáfaður og ósköp geðslegur foringi i breska hern- um. Plummer finnur fljótt að eig- inkonan er oröin honum afhuga og býöst til aö fara i hættulega sendiför til Frakklands sem nú er hersetið af Þjóðverjum. Og viti menn, hvern er hægt að senda með honum annan en unga bandarlska flugmanninn. Leik- stjóriog höfundur handrits, Peter Hyams, reynir siðan að auka spennuna i myndinni með þvi að skella Pana Glide myndavélinni uppá hraöskreið farartæki þegar nasistar elta þá félagana Hallor- an og Sellinger. Aður en myndin er hálfnuð er söguþráðurinn orðinn óbærilega kjánalegur. Halloran kemst aö þvi hver Sellinger er i rauninni, en þar sem báðir eru valin göfug- menni getur ekkert skaðað þá, ihvorki nasistar né afbrýöisemi. Halloran kveður Margréti út- grátna (hún er reyndar skælandi mikinn hluta myndarinnar) með orðunum: „Minnstu min þegar þú drekkur te”. Svona einfalt sak- leysi getur e.t.v. dregið áhorfend- ur að myndinni, þó hér sé fram- reiddur útþvældur söguþráður með þykku lagi af ýktri mann- gæsku og mörgum litrum af tár- um. —SKJ GuDný og Phllip Jenklns með Beethoven-tónlelka á Akureyrl - Jenkins hlýtur mjög lofsamiega dóma í Englandi Guðný Guömundsdóttir fiölu- ieikari og Philip Jenkins pianó- leikari halda á næstunni þrenna tónleika á Akureyri og flytja þar allar sónötur Beethovens, 10 aö tölu. Slíkir tónleikar, þar sem mönnum gefst kostur á að hlýða á heilan flokk tónverka, eru vinsæl- ir erlendis og þykja gefa góða mynd af viökomandi tónskáldi. Fyrstu tónleikarnir verða i sal Gagnfræðaskólans á fimmtudag- inn kemur kl. 20.30, þeir næstu á sama stað kl. 17.00 sunnudaginn 13. april og þriðju og siðustu tón- leikarnir verða laugardaginn 19. april kl. 17.00. Einnig er fyrirhug- að að halda þessa tónleika i Reykjavik en það verður auglýst siðar. Þess má geta að Philip Jenkins hlýtur mjög lofsamlega dóma um nýútgefna hljómplötu sina i janú- arhefti timaritsins Records and Recordings og velur tónlistar- gagnrýnandi blaðsins plötu hans hljómplötu mánaöarins. A plöt- unni eru verk eftir Szymanowski, Ravel og Prokofiev. Segir gagn- rýnandinn, Richard Stoker sem mjög er virtur i sinni grein, að plata þessi skipi Philip Jenkins á bekk með allra fremstu pianóleik urum Breta, svo sem John Ogden, Wilde og Milne. Jenkins er nú prófessor í pianó- leik við Royal Academy of Music I London en hann var um árabil pianókennari við Tónlistarskól- ann á Akureyri og kennir þar enn I vetrarleyfum. Guöný Guömundsdóttir og Philip Jenkins munu flytja allar sónötur Beethovens á Akureyri á næstunni. Finnsk laiaiíska a Lofiieiðum Finnsk fatasýning veröur opn- uö á Hótel Loftleiöum á morgun klukkan 17. Veröur þar sýnd nýj- asta fatatiskan i Finnlandi og vörurnar kynntar Islenskum al- menningi og kaupsýslumönnum. Ekki ósvipuð sýning var haldin hér á landi áriö 1976 og þótti tak- ast vel. Þvi ákváðu finnskir fata- framleiðendur að efna til þessar- ar kynningar á vörum sinum og munu alls niu fyrirtæki sýna, á ýmsum sviðum fata- og textiliön- aðar. Sýningin opnar sem sagt á morgun klukkan 17. og veröur op- in til klukkan 20. Stendur hún einnig á fimmtudaginn og um klukkan 18 báða dagana verða tiskusýningar. Þessiföt veröa meöal þeirra sem finnskir fatafram- leiðendur sýna i Kristalsal Hótels Loftleiöa. Karlmannafatnaður frá Finnlandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.