Vísir - 09.04.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 09.04.1980, Blaðsíða 2
vtsm Miövikudagur 9. aprfl 1980 Fylgdist þú meö Skákþingi islands? Anna Gúrrý Einarsdóttir, nemi: Nei, ekki neitt. Ég hef engan á- huga á skák. Alfreð Flóki, myndlistarmaöur: Ég var mikill áhugamaöur um skák hér i eina tíð, en hef ekki haft tima til aö sinna henni upp á síðkastið. Skákpælingarnar „slúttuðu” með Boguljuboff og Aljeheine. Margrét Hilmarsdóttir, nemi: Nei, ég hef ekki áhuga á skák. Halldór Guðmundsson, nemi: Já, svona aöeins. Ég hef nokkuö gaman af skák og hef meöal ann- ars teflt fyrir minn skóla. Skúli Skúlason nemi: Nei, en ég hef stundum gaman af skák — ég bara nennti ekki aö fylgjast meö þessu móti. Þaö er eins meö hesta- mennsku og önnur tómstundaá- hugamál manna aö mjög mis- miklu fórna þeir til þess, bæöi af fé og fyrirhöfn. Segja má aö þaö sé naumast á færi annarra en tekjuhárra manna aö eiga hest- hús meö nokkrum hestum i, á- samt besta fáanlegum útbúnaöi, sér til gamans eingöngu. En likt og i ööru „sporti” má fá flest þaö sem til þarf I mismunandi gæöa- og veröflokkum, og fyrr getur veriö gott en þaö allra besta. Þóer óhætt aö fullyröa aö hestamennska getur aldrei orö- iö ódýrt „sport”, a.m.k. ekki I þéttbýli, þar sem allar aöstæöur' til dýrahalds eru dýrari en i sveitum. Þaö er betra aö kaupa taminn hest Þegar byrjandinn hefur aflaö sér undirstööuþekkingar og er ákveöinn i aö halda lengra, þarf hann aö eignast hest. Verö á heppilegum hesti fyrir byrjend- ur er nú um f jögur hundruö þús- und krónur. Hægt er aö fá ódýr- ari hesta — allt niöur I 250.000 krónur — en þeir hafa oftast ein- hverja galla, sem byrjandanum er ofvaxiö aö tjónka viö. Slik kaup geta þvi leitt af sér leiö- indi, jafnvel tjón, sem erfitt veröur aö bæta úr. Einnig er hægt aö fá dýrari hesta, jafnvel miklu dýrari, en þeir eru þá oft- ast búnir sérstökum hæfileik- um, sem byrjandinn hefur hvorki þekkingu né reynslu til aö fara meö og nýtast honum þvi ekki. ótaminn hestur er ráögáta Hér hefur veriö talaö um tamda hesta og undir öllum kringumstæöum er byrjandan- um ráölegt aö kaupa taminn hest, þvi þá getur hann vitaö meö nokkurri vissu aö hann kaupir hest viö sitt hæfi. Ötam- inn hestur er alltaf nokkur ráö- gáta og sjaldnast er hægt aö segja fyrirfram meö nokkurri vissu hvernig reiöhestur hann veröur fulltaminn. Auk þess veröur hann eigandanum oft dýrari en hinn. Viö getum áætl- aö aö tveggja til þriggja vetra foli kosti 150-200 þúsund krónur Hann þarf aö ala i eitt til tvö ár áöur en tamning getur hafist og þaö getur kostaö svipaö, eöa 150-200 þúsund á ári. Þá er kom- iö aö tamningunni, sem kostar nú 90-100 þús. á mánuöi, og iág- marks tamningartimi er tveir til þrir mánuöir, getur oröiö meira. Aðstoð við unga tamningamenn Ofter þaö aö börnum eöa ung- lingum er gefiö folald, sem þau vilja af skiljanlegum ástæöum ekki láta frá sér fara. Barniö og hesturinn alast þá stundum upp saman og umgangast mikiö, og leika sér saman. Slfkt er báöum hollt og vel getur svo fariö aö unglingurinn geti fulltamiö hestinn meö aöstoö kunnáttu- manna. A siöustu árum hafa sum hestamannafélög, a.m.k. félögin 1 Reykjavlk og Hafnar- firöi, efnt til leiöbeiningastarf- semi fyrir litt- eöa óreynda tamningamenn, þar sem þeir koma reglulega saman meö hestinn sinn til kennara sem segir þeim til og metur árang- urinn af starfi þeirra. Góðir kaupmenn Viöa um landiö er menn aö finna sem versla meö hesta. Flestir eru þeir tamningamenn eöa hafa sllka i þjónustu sinni. Óhætt er aö ráöleggja byrjend- um aö snúa sér til þeirra I kaupahugleiöingum, þvl þeir hafa reynslu til aö velja viö- skiptavini sinum hest viö hæfi. Þeir leggja lika áherslu á aö hjálpa samviskusamlega viö valiö, þaö er aöeins I viöskiptum sinum hvorir viö aöra, sem þeir beita hinni gamalþekktu iþrótt hestaprangaranna. Þá vantar hesthús Nú er byrjandinn búinn aö kaupa sér hest. Næst er aö út- vega hús og fóöur fyrir hann um veturinn og hagagöngu yfir sumariö. Hestamannafélagiö Gustur I Kópavogi býr best aö ungum byrjendum meö vetrar- fóörun, þar sem undirritaöur þekkir til. Félagiö hefur I húsum sinum nokkra bása, sem þaö leigir unglingum, sem ery aö byrja. Hver byrjandi getur fengiö bás þar I tvo vetur. A vegum félagsins er tamninga- maöur, sem jafnframt hefur þaö hlutverk aö gefa morgun- gjöfina I félagshúsunum, en unglingarnir gefa sjálfir seinni gjöfina, undir umsjón og leiö- beiningu tamningamannsins. önnur félög, t.d. Fákur I Reykjavik og Sörlu I Hafnarfiröi og ef til vill einhver fleiri eiga hesthús þar sem hægt er aö fá leigt pláss, en a.m.k. hjá Fák fá eigendur ekki aö gefa hestunum sinum sjálfir, eba hiröa þá aö ööru leyti. Annar kostur er aö útvega sér bás 1 einkahesthúsi og annast hiröingu sjálfur. Þá þarf aö út- vega sér hey og koma þvl I hlööu. Ekki er þó ráölegt fyrir ungan byrjanda aö taka á sig þá ábyrgö, sem umönnun hestsins fylgir, nema hafa áöur tryggt sér aöstoö reynds manns. Kostnaðurinn Kostnaöurinn vib fóörun og hiröingu hests hefur um mörg hófatak 2. Þáttur undanfarin ár veriö talin áiika mikill og aö reykja einn pakka af sigarettum á dag. Enginn ætti aö vera I vandræöum meö aö velja. Munurinn er greinileg- ur. Eftir nokkur ár er reykinga- maðurinn fölur og niöurdreginn og farinn aö heilsu en hinn er hress og sprækur af útiveru og áreynslu og umgengni viö hest- inn. — S.V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.