Vísir - 09.04.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 09.04.1980, Blaðsíða 8
VtSIR Miðvikudagur 9. aprfl 1980 8 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfö Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Fríða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guömundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 14.800 á mánuöi Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Verö f lausasölu Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. .240 kr. eintakiö. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Síöumúla 14, simi 86611 7 linur. prentun B|a6apref|t Rússneskar rannsóknir wm, Þriöjudagur 8. aprd 1980. 81. tbl. 70. árg. íslenskum jarOvísindamðnnum llnnsl nóg komlð al lelOangurshónum irá Rússlandl: Fa Russar ekki leyfi til rannsókna hér í ár? Forsvarsmenn Náttúru- Iræöistofnunar Islands og fleiri Islenskir vlsinda- menn hafa lagt til við veslllrðir: Rannsoknarráö rikisins, að hérlendis I sumar. Rússar stunda rannsóknir fyrir leiöangrar rússneskra hafa sótt um leyfi fyrir vestan. noröan og austan. jarövisindamamanna fái þrjá rannsóknarleiöangra m*n«ku vfsindamennfrnir ekki að stunda rannsóknir á þessu ári sem eiga aö benda a aö Rússar haíi stundaö mjðg yflrgripsmiklar rannsóknir. sem nái yfir flest sviö jarövls- inda. sem hér hafi veriö stunduö llér hafi verlö um IS rússneskir vfsindamenn aö jafnaði sföasUiö- In nlu sumur. Hins vegar sé erfitl aö meta árangurinn af þessum rannsóknum þar sem ritgeröir og bækur um þær séu á rússnesku Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Vfsír hefur aflaö sér. hefur Náttúrufrcöistofnunin bent á. aö Rússar múni hafa flutt mikiö magn náttúrugripa meö sér úr landi án þess aö nokkurt eftirlit hafi veriðhaft meö því, eins og þó Verkfalls- heimildir Frétt Vfsis um rannsóknarstörf Rússa hér á landi i heilan áratug upp um fjöli og firn- indi hefur vakiö óskipta athygli. Skyldi einhverjum hafa dottiö I hug, ab þessar rann- sóknir beindust að fleiru en islenskum steingervingum? Skyldi það vera f þágu friðar og hlutieysis að stórveidin stundi njósnir sinar sem mest óáreitt ? Á sama tíma og það er hin mesta fásinna að gera sam- jöfnuð með stjórnmálalegum hugsjónum sem Bandaríkin og Sovétríkin eru fulltrúar fyrir, þá er það sömuleiðis út í hött að draga fjöður yfir þá staðreynd, að bæði þessi stórveldi reka þá markvissu stéfnu, að auka áhrif sin og tryggja stöðu sína hvar- vetna í heiminum. Litla Island er þar ekki undanskilið. Um langan aldur hef ur varnar- stöðin við Keflavík verið ímynd þeirrar bandarísku heimsveldis- stefnu sem bláeygir friðarsinnar hafa séð ofsjónum yf ir, og þegar mikið hef ur legið við á hinn kant- inn hefur Rússagrýlan verið dregin fram. Rússneska grýlumyndin hefur þó í seinni tíð fallið í heldur grýttan jarðveg, þar sem hún hef ur aðallega orðið raunveruleg í Afghanistan og öðrum f jarlæg- ari löndum, en látið lítið á sér kræla á norðlægari slóðum. En stórveldapólitík og átök um völd og áhrif snúast ekki einvörð- ungu um hernaðarleg yfirráð og njósnir beinast ekki alfarið að leyndarmálum utanríkisþjónust- unnar. Og nú er komið á daginn að það er f leira að varast en her- mang og varnarstöðvar. Blessuð Rússagrýlan hef ur birst okkur úr heldur óvæntri átt. Sovétmenn hafa árum saman sent hópa svokallaðra vísinda- manna til Islands undir því yfir- skyni, að þeir væru að gera rann- sóknir á steingervingum hér og hvar um landið. Einhverjum kynni að hafa dottið í hug að til- gangurinn væri annarrar og alvarlegri gerðar. En ekki Is- lendingum. I græskuleysi og barnalegri auðtrú hafa íslensk stjórnvöld ávallt veitt góðfúslega leyfi sitt til hinna rússnesku rannsókna. 15 til 20 manna hópur Sovétmanna hefur undanfarin ár ferðast nánast óáreittur vítt og breitt um landið, að mestu eftirlitslaust, og þeir fáu sem hafa haft vitneskju um þessi vísindastörf hafa fyllst vaxandi forundran á þeim ótrú- lega og óendanlega áhuga, sem Rússarnir hafa haft fyrir ís- lenskum steingervingum. En leyfin hafa aftur og aftur verið endurnýjuð, enda geta jarðfræð- ingar ekki vanþakkað slíkan áhuga háþróaðrar vísindaþjóðar. Gallinn hefur hinsvegar verið sá,. að íslenskir vísindamenn, hvað þá aðrir utan Sovétríkjanna, hafa ekki haft erindi af þessu erfiði Rússanna, því þær skýrslur sem vitað er um, eru allar á rússnesku og vel geymdar á vísindaskrifstof unum í AAoskvu. Langlundargeð íslenskra jarð- vísindamanna er nú loks á þrot- um, og þeir telja að kominn sé tími til að Rússarnir staldri við, „enda vandséð hvaða tilgangi þessar yfirgripsmiklu rann- • sóknir þjóni", segir í einni um- sögn þeirra. Fljótt á litið mætti ætla að nú væri gamla Rússagrýlan vakin upp frá dauðum. Svo er þó ekki. Umsagnir jarðvísindamannanna íslensku eru reistar á vísindaleg- • um forsendum. Það skal heldur . ekki getum að því leitt, hvort ■ þeim hafi dottið í hug, að Rúss- arnir hafi rannsakað fleira en steingervinga í þann áratug, sem þeir hafa ferðast um óbyggðir landsins. En hitt er víst, að ís- lenskum stjórnvöldum ætti það að vera nokkurt umhugsunarefni hvort rússneskt ástfóstur á stein- gervingum réttlæti frjáls og óheft rannsóknarstörf af þeirri stærðargráðu sem hérum ræðir. Á sama tíma og athygli heit- trúaðra þjóðernissinna hefur öll beinst að hinni voðalegu varnar- stöð á AAiðnesheiði, þar sem minna ku fara fyrir jarðvísind- um, hafa Rússarnir lættsér kæn- lega bakdyramegin inn í landið og haft sína hentisemi um hvers- konar mótleiki, gegn hinu stór- veldinu. Hvernig væri að friðarsinnar og hlutleysispostular tækju nú upp skelegga andstöðu gegn hin- um rússnesku rannsóknum til til- breytingar? Nema þá að það sé í þágu friðar og hlutleysis að stórveldin stundi njósnir sínar að eigin vild? Skæður faraldur af vestrænum uppruna „1 heilsugæslu er lögð áhersla á að hver einstaklingur taki aukna ábyrgð á heilsu sinni og fjölskyldu sinnar með þvi að móta sjálfur umhverfi sitt og lifsvenjur á heilbrigöan hátt. Herferð gegn reykingum, og sér i lagi gegn útbreiðslu þeirra meöal barna og unglinga, yrði gott dæmi um þaö hvernig fólk getur bætt heilsu sina sjálft með stuðningi og leiösögn yfir- valda”. Þannig komst dr. Halfdan Mahler, framkvæmdastjóri Al- þjóöaheilbrigðisstofnunarinnar að orði i tilefni þess, aö baráttan gegn reykingum var valin sem viðfangsefni Alþjóðlega heil- brigðisdagsins, 7. april. Heilbrigöisráðuneytið Is- lenska hefur i tilefni þessarar baráttu sent frá sér upplýsinga- efni varðandi skaðsemi reyk- inga erlendis og fara hér á eftir nokkrir kaflar úr þvi efni. í þessu sambandi má minna á, að kjörorð Alþjóðlega heil- brigöisdagsins voru aö þessi sinni: Reykingar eöa heilbrigði — þitt er valiö. og kólerufaraldrar i Austur- löndum fjær og bárust smám saman til hins vestræna heims. Þessir faraldrar stráfelldu mill- jónir manna á leið sinni. Fá- fræði um orsök þeirra kom i veg fyrir að gripið væri til áhrifa- rikra aögeröa. Nú ógnar nýr faraldur heim- inum. Hann á upptök sin hjá vestrænum rikjum og getur ver- ið jafnskæöur og áöurnefndar drepsóttir. Afleiöingar hans eru ekki eins—augljósar og hann breiöist dult út. Samt er orsök þessarar farsóttar þekkt og út- breiösla hennar er dyggilega studd af þeim sem hafa fjárfest I sigarettuframleiðslunni. Stöðvun möguleg Þaö hæfir vel aö áriö 1980 verði timamótaár sem heimur- inn helgar reykingavandamál- inu. Þótt „smitunin” hafi breiðst út og nái nú til allra hluta heims er ennþá unnt að stöðva hana og minnka fjölda þeirra barna sem taka upp ósið- inn og eiga á hættu aö deyja eða veröa örkumla af hans völdum. Aukning sigarettureykinga i hinum vestræna heimi varð þrjátiu árum áöur en menn átt- uöu sig á þvi aö þær eru skaö- legar heilsunni. 1 þróunarrikj- unum er aukningin rétt að hefj- ast. Ef stjórnum þessara rikja tekst ekki að hafa hemil á vá- gestinum, munu þær þurfa aö gera á&tlun um hvernig bregð- ast skuli viö þeim faraldri sjúk- dóma sem örugglega koma I kjölfarið. Alvarlegar afleiðingar Fáir bera skynbragð á tölur um tiöni sjúkdóma af völdum reykinga i ýmsum löndum eöa heiminum öllum. Hins vegar skiljum viö vel þegar talað er um einstaklinga sem i hlut eiga. Þau einstök dæmi, sem fara hér á eftir, eru af sjúklingum á sjúkrahúsi i London en þau gætu hafa gerst hvar sem er. 1 Bretlandi verður lungna- krabbi 36.000 manns aö aldurtila árlega. Um helmingur þessa fólks er á vinnualdri. 1 90% til- fella er orsökin sigarettureyk- ingar. 34 ára gamall vörubilstjóri hafði reykt 40 sigarettur á dag i mörg ár. Þegar hann hóstaði upp blóöi kom i ljós að hann Vestrænn faraldur Aður fyrr byrjuöu svartidauöi Alþjóöaheilbrigöisstofnunin telur auöveldara aö ráöa viö reykinga- faraldurinn en aörar farsóttir sökum þess aö orsök hans er þekkt. hafði óskurðtækt lungnakrabba- mein og dó hann þremur mán- uðum seinna. Ekkja hans varð það þunglynd að hún varð að fara á geðsjúkrahús. Börnin fimm, sem voru á aldrinum frá 5 til 12 ára, varð að skilja að og koma þeim fyrir hjá fósturfor- eldrum. Þýöir þá nokkuð aö hætta aö reykja? Vissulega. Fyrrverandi reykingamenn, sem hafa ekki reykt i 10 ár, hafa þá litlu meiri likur á aö fá lungnakrabbamein en þeir sem aldrei hafa reykt. Um 150.000 manns deyja ár- lega i Bretlandi vegna krans- æðastiflu. Margt þessa fólks er á starfsaldri og álitiö er aö i fjóröungi tilfellanna megi rekja orsökina til reykinga. Undir fimmtugu eru um 10 sinnum meiri likur á að stórreykinga- menn deyi úr hjartaáfalli en þeir sem reykja ekki. Þeir sem hætta að reykja eftir hjartaáfall minnka um helming likur sinar á að fá annaö kast. 47 ára gift kona fékk sáran brjóstverk, er hún var á feröa- lagi i mars 1978. Tveim mánuö- um seinna, þegar hún var komin heim aftur, fékk hún bráða kransæöastiflu en virtist ætla aö ná sér vel aftur. Hún reykti 15 sigarettur á dag, var ráðlagt að hætta en gerði það ekki. Fáein- um vikum seinna dó hún skyndi- lega á heimili sinu. Þá má nefna, að langvinn berkjubólga og lungnaþan eru næstum alltaf af völdum siga- rettureykinga en oft hefur stór- borgarmengun gert illt verra. Eina lækningin er aö hætta að reykja meöan sjúkdómurinn er á byrjunarstigi. 1 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.