Vísir - 11.04.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 11.04.1980, Blaðsíða 3
3 sjónvarp Sjónvarp ki. 21.50 á laugardaginn: Hann Fiint okkar - Nlósnamynd I gaman- sðmum tón „Ja, hann Flint okkar er yfirburðanjósnari, en I þess- ari kvikmynd er veriö að gera grln að njósnamyndun- um”, sagði Guöni Kolbeins- son þýðandi bandarfskrar njósnamyndar f gamansöm- um dúr, árgerö ’66, sem hef- ur hlotið fslenska heitið „Hann Flint okkar” (Our Man Flint). „Nú, þaö eru brjólaðir vfs- indamenn sem hafa náð yfir- róöum yfir veöráttu og hyggjast ætla að stjórna heiminum með þvf móti. 011 heimsveldin verða felmtri slegin yfir þessum tfðindum og leita dyrum og dyngjum að njósnara til að eiga við þessi sluddmenni og finna bækistöövar þeirra. — Meira að segja njósnari númer 0008 er ekki nógu góður f starfiö. Það er Flint okkar sem tölv- urnar benda á”, sagði Kol- beinn. „Derek Flint er náttúru- lega mikill garpur, æfir karate, stundur hugleiðslu og býr með fjórum konum. Segja má að hann fari á kost- um í myndinni. T.d. getur Flint notaö sfgareettukveikj- ara sinn á 83 mismunandi vegu, sem ýmiskonar vopn og senditæki og svo er lfka hægt aö kveikja sér i sfga- rettu meö honum”. Með aöalhlutverk fara James Coburn, Lee J. Cobd og Gila Golan. Sýning myndarinnar tekur klukkutíma og 45 mfnútur. —H.S Föstudagur 11. april 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjaldan er ein báran stök s/h Syrpa úr gömlum gamanmyndum með Stan Laurel og Oliver Hardy (Gög og Gokke). Sýndar eru myndir, sem gerðar voru meðan Laurel og Hardy léku hvor i sinu lagi, þá er fjallað um upphaf sam- starfsins og sýnt, hvernig persónur þeirra taka á sig endanlega mynd. Margir kunnir leikarar frá árum þöglu myndanna koma við sögu, m.a. Jean Harlow, Charlie Chase og Jimmy Finlayson. Þýðandi Björn Baldursson. 22.15 Kastljós Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson fréttamaður. 23.15 Skonrok(k) Þorgeir Ast- valdsson kynnir vinsæl dægurlög. 23.45 Dagskrárlok Laugardagur 12. april 16.30 IþróttirUmsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Lassie Ellefti þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.50 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Löður Gamanmynda- flokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 20.55 Listasafn skauta- drottningarinnar Heimilda- mynd um listasafnið á Hövikodden i Noregi, sem skautadrottningin fræga, Sonja Henie, og maður hennar, Niels Onstad, komu á fót. Þýðandi Jón Gunnars- son. 21.40 Hreyfingar Stutt mynd án orða. 21.50 Hann Flint okkar (Our Man Flint) Bandarisk njósnamynd i gamansöm- um dúr, gerö áriö 1966. Aðalhlutverk James Co- burn, Lee J. Cobb og Gila Golan. Glæpasamtök hafa á prjónunum áform um að beisla veöriö og beita þvi til að ná heimsyfirráöum. Aö- eins einn maöur, Derek Flint, getur komið f veg fyr- ir ætlun samtakanna. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 23.35 Dagskrárlok Sjónvarp ki. 20 töstudaginn: Hér gefur að sjá kempurnar Gög og Gokke, en þelm mun oft bregða fyrir á skjánum I þessari syrpu af gamanmyndum. Syppa úr gömlum gamanmyndum Gögog „Þetta er syrpa úr göml- um gamanmyndum með þeim Stan Laurel og Oliver Hardy, betur þekktir undir nöfnunum Gög og Gokke. Fyrstu myndirnar eru frá þvf áður en þeir byrjuöu aö leika saman, meðan þeir voru hvor i sinu lagi. Svo er sýnt hvernig samstarfið var til að byrja með. Þeir léku eiginlega ekki beinlfnis sam- an, heldur sem tveir einstak- lingar I nokkrum myndum, en allt f einu fengu þeir þann- ig hlutverk að þeir smullu saman og persónur þeirra fullmótuðust smátt og smátt”, sagði Björn Bald- ursson dagskrórritari og þýðandi gamansyrpunnar „Sjáldan er ein bóran stök” — i svart/hvitu. „1 þessum myndum er ekki eiginlegur söguþráður. Þarna er sagt fró þvf hvernig vinnubrögðin voru við gerð gamanmyndanna fyrir 50-60 Gokke árum. Þá fengu leikararnir skrifuö fyrirmæli, nokkur orð krotuð á krumpað blaö og þeim var sagt að búa til kvikmynd út frá þessum upphafsorðum, þannig að þeir léku alltaf af fingrum fram, ef svo mó segja. — Ekki eru þetta nú allt saman Laurel og Hardy myndir. Eitthvað verður einnig sýnt úr öðrum myndum. Meöal annars kemur mikið við sögu gamanleikari sem nú er að mestu gleymdur, Charlie Chase. Þeir aðrir er koma viö sögu eru m.a. Jean Har- low og Jimmy Finlayson”, sagöi Björn. „Nú, það mó bæta viö aö lokum aö þeir sem hafa gaman af gömlu myndunum ættu ekki að láta þessa fara fram hjá sér”. Sýning myndanna tekur eina klukkustund og 35 minútur. —H.S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.