Vísir - 12.04.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 12.04.1980, Blaðsíða 4
VISIR Laugardagur 12. april 1980 4 Einar Benediktsson hefur alla tíð verið umdeildur, jafnt sem skáld og sem manneskja. Nú, 40 árum eftir dauða sinn, er honum enn i lófa lagið að vekja upp heitardeilurogóvægnar, rétt eins og meðan hann var í fullu fjöri. Aldrei verður honum borið á brýn að hafa verið meðalmenni, hversu sem mönnum þykir annars til um hann. Ríkisútvarpið flytur um þessar mundir nokkra þætti um ævi Einars og störf sem Björn Th. Björnsson hefur tekið saman. Því þótti Vísi hæfi- legt að birta brot úr bók Sig- urðar heitins Nordal um skáldið og er það gert með góðfúslegu leyfi útgefanda, sem er Helgafell, svo og að- standenda Sigurðar. var ætlandi aö sjá sér farboöa. En höfuöstaöurinn var lika fátækur og allt annaö en vænlegur vett- vangur embættislausum lögfræö- ingi. Var fram aö þessu eins dæmi aö nokkur lögfræöingur reyndi aö draga fram lífiö i Reykjavik án málaflutningsréttinda viö yfir- réttinn, eöa nokkurrar fastar stööu, eins og Einar færöist i fang. Hann sótti um ýmis sýslu- mannsembætti árangurslaust en fékk loks málflutningsréttindin 1898, eftir fjögurra ára dvöl i Reykjavik. Árstekjur 25.000 krónur Vitaö er, aö Einar fór, undir eins og hann var kominn til Reykjavikur, aö fást viö þau lög- fræöistörf, sem honum var heimilt aö stunda og munu hafa veriö fábreytt og litt févænleg, en auk þess kaup og sölu fasteigna. Annars fara meiri sögur af öörum störfum hans en brauöstritinu. Samt er haft eftir honum, aö árs- tekjur hans á Reykjavfkurárun- um hafi komist upp i 25 þúsund krónur. Þetta var þá mikiö fé, eins og ráöa má af þvi, aö 1902 seldi Einar stórhýsiö I Glasgow fyrir einmitt þessa upphæö og árslaun ráöherra Islands, frá 1904, voru alls 12000 kr. En jafnvel þótt þessi sögusögn um tekjur Einars kunni aö vera eitthvaö oröum aukin, er áreiöanlegt, aö siöari ár sin i Reykjavik haföi hann allgóö fjárráö og fór ekki dult meö. Þegar hann kvæntist, 1899, stofnaöi hann rikmannlegt heimili eftir þvi sem þá geröist hér á landi. Hann fór i kostnaöar- söm feröalög, bæöi utan lands og innan, ýmist einn eöa meö konu sina, og barst yfirleitt allmikiö á. Einar Benediktsson rúmlega þritugur. Lögfrædi- nám i Kaup- mannahöfn Einar Benediktsson fæddist á Elliöavatni 31. október 1864, af merku foreldri. Faöir hans var Benedikt Sveinsson, dómari i Landsyfirréttinum og skörungur i stjórnmálum, og móöir hans Katrin Einarsdóttir. Þau skildu er Einar var barn aö aldri og bjó Einar lengst af hjá fööur sinum. Hann varö siöan stúdent frá læröa skóla Reykjavikur 1884 og sigldi til Kaupmannahafnar til náms i lögfræöi. Námsferill hans varö slitróttur vegna veikinda og lauk hann ekki námi fyrr en áriö 1892. Vegna ýmissa áhugamála hans utan lögfræöinnar og svo tals- verörar hneigöar til aö njóta lystisemda Hafnarlifsins náöi hann aöeins 2. einkunn og kom honum þaö I koll siöar er hann fór aö leita embættis. Telur Siguröur Nordal þaö hafa haft sin áhrif á örlög hans. Siöan segir Siguröur: „Eins og aö likum lætur, kom Einar til Reykjavikur haustiö 1894 meö tvær hendur tómar. Faöir hans haföi gert vel aö kosta hann til náms og var ekki aflögu- fær fram yfir þaö, enda Einar kominn á þann aldur, aö honum Þaö var þvi alls ekki til þess aö bæta afkomu sina, sem hann sótti um Rangárvallasýslu 1904 og fékk veitingu fyrir henni. Enda lét hann þá svo um mælt, aö em- bættislaunin væru sér ekki meira en hæfilegir vasapeningar”. Framkvæmda- hugur Nú er nauösynlegt aö fara býsna fljótt yfir sögu. Einar var umsvifamikilli Rangárvallaáýslu en lét af sýslumannsembættinu þegar áriö 1907, vegna þess aö hann meiddist fæti og þoldi þvi ekki þau miklu feröalög á hestum sem embættinu voru nauösynleg. Hann fluttist þvi aftur til Reykja- vikur sem á þessum árum var ört vaxandi bær og var þaö mjög aö skapi Einars sem hugöi á stórar framkvæmdir. Siguröur Nordal segir: „Ekki er aö efa, aö hann hafi ætlaö sér aö bera þar riflegri hlut frá boröi en tiltök voru hér heima. En hitt er jafnvist, aö nú hugsaöi hann um annaö og meira: aö færa Islendingum heim i garö þaö stór- fé, sem eitt gat dugaö þjóöinni til viöreisnar. Aöstaöa til aö hrinda þessuáleiöis varallt ofóhægmeö búsetu á íslandi. Einar fluttist þegar haustið 1907 til Edinborgar og átti siöan fjórtán ár lengstum heimili erlendis”. Nú er þess aö geta aö Einar gat litils stuönings vænst af valds- mönnum á Islandi. Hann haföi litla stjórnarhylli og haföi snemma vakiö tortryggni og fjandskap þegar fyrsti orörómur gekk um fossakaup hans. Flýtti Burfell Kraftanlæg Kraftstötion .. . ~~Jt' 7 ~¥~ ■ f - ý- ' (£. Sættwnoert. Virkjunaráform Einars viÖ Þjórsá voru ekkert smásmiði. Þessi uppdráttur aÖ fyrirhuguöu stöövarhúsi lýsir vel metnaöi Titan-fyrirtækisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.