Vísir - 12.04.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 12.04.1980, Blaðsíða 12
Laugardagur 12. april 19S0 12 Linda Ronstadt — Mad Love Asylum Records K52210 A sibustu árum hefur Linda Ronstadt vcriö iangvinsælasta kántrirokksöngkona heimsins og piötur hennar selst giska vel. Og þannig er þessu einnig fariö meö nýjustu skffu hennar, hún er nú I einu af efstu sætum bandariska LP- plötu listans. Þessi veigengni kemur aö minum dómi ekki heim og saman viö gæöi plöt- unnar, lagatfnslan hefur aö þessu sinni mislukkast aö verulegu leyti og hugmynda- fátæktin er yfirþyrmandi. Linda Ronstadt hefur gert margt gott um dagana, en þaö er engu likara en eitthvert áhugaleysi hafi gripiö konuna á siöustu tveimur plötum og hún er nánast eins og skugginn af sjálfri sér þegar á heiidina er litiö. Þó reynt sé aö friska upp á plötuna meö þremur lögum Elvis Costello eru út- setningarnar á þá lund aö ferskleikinn er fyrir bf. Graham Nash — Earth & Sky SWAK 12014 Allt frá þeirri stundu aö Graham Nash kvaddi æsku- félaga sina i Holiies fyrir hjartnær tólf árum hefur hann veriö sjálfs sin herra á tón- iistarbrautinni. Samvinnan viö Crosby, Stills og Young var stutt en áhrifamikil og sólóferillinn sem hófst er CSN&Y hættu samstarfinu_ hefur ekki veriö sérlega glæstur. Graham Nash hefur nú um tiu ára skeiö sent frá sér sólóplötur (nokkrar meö David Grosby) og þær hafa fengiö rétt þokka- legar viötökur á sama tfma og Stephen Stills og Neil Young hafa oft á tiöum gert storm- andi lukku. Nýja sólóplata Craham Nash er ekki iikleg til stórræöa og hreint ótrú- legt hversu kauöskar laglinur koma frá þessum merka tón- listarmanni, sem samdi gull- korn eins og „Teach Your Children” og ,,Our House”. Platan hefur fágaö og rólegt yfirbragt en er hreint ekki grfpandi. Sá söngvari sem hefur átt hvað mestri velgengni að fagna síðastliðin tvö til þrjú ár i Bandaríkjunum er án efa popp og country- söngvarinn Kenny Rogers. Kenny er engin nýbóla, hann á langan feril að baki bæði sem sólósöngvari og hljómsveitarmeðlimur. Ekki er nákvæmlega vit- The lst edition A háskólaárum sinum starfaði Kenny meö hinum ýmsu þjóö- lagahljómsveitum og trióum, m.a. The Kirby Stone Four. Einn- ig var hann pianóleikari hjá jazztriói Bobby Doyle. Reyndar haröi hann nokkru áö- ur komið lagi á bandariska vin- sældalistann og hét þaö „Crazy Feeling”. A árinu 1965 kynntist Kenny ná- unga aö nafni Randy Sparks og hann kom honum i kynni viö söngflokkinn The New Christy Minstrels sem hann sjálfur haföi stofnaö, en var nú hættur meö. Þess má geta aö margir þekktir tónlistarmenn höföu starfaö meö New Christy Minstrels eins og t.d. Gene Clark, John Stewart, Barry McGuire og fleiri. Eftir aö hafa starfað meö þeim I rúmt ár ákvaö Kenny aö hætta og ásamt þremur öörum úr Minstrels og trommuleikara aö auki stofnaöi hann The lst Edition. Þau byrjuðu aö spila I klúbbn- um Ledbetters f Los Angeles, en hann var i eigu fyrrnefnds Randy Sparks. Ken Kragen, þáverandi um- boösmaöur hinna frægu Smothers-bræðra heyröi i hljóm- sveitinni og leist svo vel á aö hann fékk þau til að koma fram I sjón- varpsþætti bræöranna. Aöur en vika var liöin höföu þeim borist ótal tilboöum aö spila viðsvegar um Bandarikin og i öll- um helstu tónleikahöllum. Einnig fengu þau tilboö frá hljómplötu- fyrirtækinu Reprise, sem þau tóku. Fyrsta litla plata þeirra „Just dropped in to See What Condition My Condition Is In”, geröi mikla lukku, svo og fyrsta LP-plata þeirra „The lst Edition”. að hvenær hann er fæddur, en taliö er að hann sé í heiminn borinn í Texas í kringum 1941. Hann sneri sér snemma að tónlistinni og var farinn að syngja opinberlega i heimabæ sin- um aðeins tiu ára gamall. Kenny var aðeins f jórtán Þau áttu hvert hittlagiö á fætur ööru á næstu árum og má þar telja „But You Know I Love You”, „Rueben James” og „Ruby, Don’t Take Your Love To Town”, sem fjallar um fatlaöa striöshetju. En þetta síöastnefnda var stærsta hittlag Kennys fram til 1977. Ariö 1969 var nafni hljómsveit- arinnar breytt i Kenny Rogers Ist Edition og gekk undir þvi nafni, þau tvö ár sem hún liföi. Hljómsveitin var geysivinsæl og ekki sist vegna sjónvarpsþátta i hennar nafni og voru nokkrir þeirra sýndir hérlendis. En áriö eða fimmtán ára gamall er hann gerði sinn fyrsta samning við hljómplötu- fyrirtæki og upp f rá þvi fór hann að starfa víða og með þekktum tónlistarmönn- um. Hann hélt þó áfram skólagöngu og lauk námi frá háskólanum i Houston með gráðu í tónlist og „commercial art". 1971 fóru vinsældir hennar dvin- andi og leystist hún upp þaö áriö. Sólóferill Kennys Er lst Edition leystist upp fór Kenny aö koma fram sem sóló- söngvari. AÖ visu má segja aö siöustu tvö árin meö hljómsveit- inni hafi hann veriö þaö. I fyrstu varö honum litiö ágengt, og fyrsta sólóplata hans undir eigin nafni seldist frekar litiö. En 1976 gaf hann út plötuna „Love Lifted Me” og samnefnt lag af plötunni sló i gegn hjá Country-aðdáendum. Og þar meö var björninn unninn. Ari siðar gaf hann út iagiö „Lucille”, hjartnæmt lag og grátrödd Kennys var til að bræða hjörtu Bandarikjamanna og ann- arra sérstaklega kvenþjóöarinn ar. Og nú var Kenny Rogers orö- inn súperstjarna. Siöan hefur hann gefiö út fjöld- ann allan af plötum á um þaö bil tveimur árum,bæöi einn og svo með söngkonunni Dottie West. Með henni hefur hann gefiö út tvær LP-plötur. Hver platan af annarri þýtur upp i efstu sæti vin- sældalista vestan hafs og þá sér- staklega á Country-listanum. Þetta á bæöi viö um LP-plötur og litlar, en þar á meöal hafa veriö „Daytime Friends”, „Gambler” og „Coward of the County”. Einnig meö Dottie West „When Two Fools Collide”. Kenny var oröinn einn vinsæl- asti skemmtikraftur i Bandarikj- unum og er eftirsóttur I sjón- varps- og útvarpsþætti. Honum hefur boöist aö stjórna eigin sjón- varpsþáttum en þvi hefur hann harölega neitaö, á þeirri forsendu aö sjónvarpsþættir skaöi plötu- söluna. Hann segir: „Ég hef rekið mig á þetta meö lst Edition, og horfiö bara á Donny og Mary Os- mond eöa Sonny og Cher og aöra sem fariö hafa út I eigin sjón- varpsþætti. Þetta fólk hefur horf- iö I fjöldann og plötur þeirra hætt aö seljast af þvi þau sjást of oft”. Kenny hefur hlotið margs kon- ar viðurkenningu fyrir tónlist sina og þar á meöal hin eftirsóttu Grammyverölaun oftar en einu sinni, bæöi einn og svo meö Dottie West. Aö auki má geta þess aö hann lék I sjónvarpskvikmynd, sem gerö var um The Gambler og fór hann aö sjálfsögöu meö aöalhlut- verkið. Einnig söng hann nýlega titillagiö viö kvikmynd er nefnist „Urban Cowboy”. Þaö er greinilegt aö Kenny Rogers er vinsælasta country- stjarna heims um þessar mundir og hann á örugglega eftir aö ylja bandarisku kvenfólki, svo og ööru næstu árin. K.R.K. Gunnar Salvarsson skrifar. 5.0 5.0 Kristján Ró- bert Krist- jánsson skrif- ar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.