Vísir - 12.04.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 12.04.1980, Blaðsíða 16
VlSIR Laugardagur 12. april 1980 Laugardagur 12. april 1980 9Islendingar snobba fyrir menntamönnum og listamönnmn segir Þurídur Pálsdóttir söngkona í helgarviötali ,/Listamenn sérstök manngerö? Nei. Ekki sannir listamenn. Þeir eru mjög venjulegt fólk og margir stærstu listamenn semég hef kynnst skera sig úr í viðkynningu fyrir þaö eitt aö þeir eru litillátari og Ijúfari en gengur og gerist. Hinsvegar þekkist það að fólk sem kemst i kynni viö listsköpun temur sér ýmis- konar áérvisku í þeirri trú að það sé /,listamanna- legt". Konan sem segir þetta hefur umgengist inn- lenda og erlenda listamenn frá blautu barnsbeinúNán- ustu skyldmenni hennar í báðar ættir hafa verið þekktir listiðkendur, eink- um á tónlistarsviðinu. f aðir hennar þeirra þekkt- astur en hann var einn af virtustu mönnum þjóðar- innar. Sjálf hefur hún um árabil verið í fremstu röð islenskra óperusöngvara og hefur sungið aðalhlut- verk í tuttugu og átta óperum sem hér hafa verið f luttar. Þetta er ÞurfAur Pálsdóttir. Helgarblaöiö ræddi viö Þuriöi aö heimiii hennar I Vatnsholti eina kvöldstund seinast I marsmánuði. „Helduröu að þii ratir ekki? Þetta er rétt hjá Sjómannaskól- anum” sagöi hún viö mig I sim- ann þegar viö vorum aö mæla okkur mót. Hún kemur sjálf til dyra glaö- leg og blátt áfram og visar mér upp á næstu hæö. Þaö sem strax vekur athygli manns eru mál- verkin. Þaö fyrsta blasir viö i ganginum aö baki Þuriöar þegar hún opnar huröina, siöan á veggjunum viö stigann, uppi á pallinum og inni i stofu, alls- staöar eru málverk eftir þekkta listamenn og einnig nokkur meö upphafsstöfunum ÞP. „Já, ég skal segja þéraö ég ætlaöi aö veröa málari en ekki söngvari. Mér þótti óskaplega gaman aö teikna og mála og vildi sinna þvi af fullri alvöru Ég fór I Handlöa og myndlistaskólann og mörg af þessum málverkum eru eftir stráka sem voru skóla- bræöur mínir þar og eru nú orönir frægir listmálarar. Hinsvegar snerust mál þannig aö ég afréö aö fara heldur I söng- og tónlistar- nám og tónlistin hefur siöan veriö mitt aöalstarf. Ég hef málaö I hjáverkum og aöeins fyrir sjálfa mig og fjölskyldu mlna.” Af Ijúflingakyni Þegar Þuriöur „debuteraöi” á sinum tlma fékk hún mjög lof- samlega dóma og einn gagnrýn- andi skrifaöi aö hún væri af ljúfl- ingakyni. Þaö mun ekki ofsagt aö tónlist hefur skipaö hærri sess I þeim fjölskyldum sem aö henni standa en gengur og gerist. Faöir hennar var tónskáldiö og orgel- leikarinn Páll Isólfsson, og afi hennar Isólfur Pálsson tók sig upp frá tólf börnum þegar hann var fertugur aö aldri og sigldi til Danmerkur að læra hljóöfæra- smlöar. Aöur haföi hann veriö organisti I kirkjunni á Stokkseyri og bræöur hans á undan honum. Eftir aö hann kom aö utan settist hann aö I Reykjavlk, opnaöi fyrstu hljóöfæraverslun landsins og vann viö aö smlöa orgel og stilla píanó. Hann var einnig tón- skáld og þekktur fyrir fyrir lækningar. Móöuramma Þurlöar Jórunn Norömann sem var efnuö kona missti mann sinn og geröi þaö sem fátitt var á þeim timum, hún kostaöi öll börn sln til listnáms. Dóttir hennar Asta Norömann læröi dans og var fyrsta kona sem sýndi og kenndi ballett hérlendis og Katrin Viðar og Jórunn Norömann voru þekktir píanókennarar. Jón Norömann sem dó ungur, var I námi I planó- leik I Þýskalandi og kynntist þar Páli Isólfssyni og bauö honum aö búa heima hjá sér þegar þeir komu heim frá námi. Þannig kynntust foreldrar Þurlöar. „ Ef þú ert listamaður og vinstri sinnaður þá er það mjög fint. Ef þú ert listamaður og sjálfstæðismaður — er betra að þegja yfir því." Móöir hennar Kristln Norö- mann læröi einnig og kenndi siöan planóleik. Listamannaheimili „Móöir mln var mjög sérstök kona” segir Þuriöur. Hún var vel menntuö og haföi margvlsleg áhugamál, spilaði til dæmis mikiö bridge og samdi I þvl kennslubók. Hún gætti þess jafnan aö faöir minn heföi friö til aö vinna og bar mikla viröingu fyrir list hans. Þaö segir sig sjálft hvaöa áhrif þetta hefur haft á störf hans. Auk þess kenndi hún á pianó sem kom sér vel fyrir afkomu heimilisins, þvl þau voru mjög fátæk. — Jafn- vel á þeirra tima mælikvaröa. Væru einhverjir peningar aflögu voru þeir notaöir til aö feröast. Margir helstu listamenn bæjar- ins voru tlöir gestir á heimilinu og einnig gistu oft hjá okkur erlendir listamenn. Mér eru sérstaklega minnisstæö Nordahl Grieg og Gerd Grieg sem voru miklir vinir foreldra minna. Davlö Stefánsson frá Fagraskógi kom einnig mikiö til okkar en hann var sérstaklega yndislegur maöur. Ragnar I Smára var eiginlega daglegur gestur og Jón Stefánsson og Nlels Dungal voru I hópi nánustu vina. Ég held ég megi segja aö faöir minn hafi verið ljúfur og vinsæll maöur og móöir mln var eins I viömóti viö alla — fátækustu saumakonu bæjarins og forsætis- ráöherrafrúna. Hún léát eftir langvarandi veikindi, sem hún lét kosti þrjá klukkutima á hverju kvöldi. Pianóiö var rétt viö höföa- gaflinn á rúminu mlnu og þaö hvarflaöi aldrei aö manni aö gera neina athugasemd. Þegar hann samdi tónlistina viö Gullna hliöiö lá ég veik og fylgdist meö hvernig lögin uröu til. Raunar fylgdumst viö meö öllu sem hann samdi og þegar hann samdi franska menú- ettinn I Myndabók Jónasar Hall- grlmssonar, varö ég ákaflega hrifin af laginu og hann gaf mér þaö og kallaði þaö „Menúett til Nlní.” Feimin við Laxness Myndabók Jónasar Hallgrims- sonar var flutt I fyrsta skipti sem listamannaþing var haldiö hér árið 1944. Ég var þá sautján ára gömul og söng kossavlsur Jónasar viö lag fööur mlns. Hall- dór Laxness valdi textann I bók- ina og ég kynntist honum þarna en haföi kannast viö hann frá þvl ég var smástelpa því hann var vinur móöur minnar og alltaf veriö ákaflega hrifin af honum” — Afhverju? „Mér fannst bara svo mikiö til hans koma. Viö mamma mættum honum stundum á götu og þá var hann svo kurteis viö mig og talaöi við mig eins og ég væri dama þó ég væri bara krakki. Hann er llk- lega eini maöurinn sem ég hef veriö feimin viö og ég er þaö raunar ennþá” Þuríður með föður sínum, Páll Isólfssyni. þó aldrei buga sig, aöeins fjörutlu og fimm ára gömul. Fylgdist með þegar lögin urðu til. A þessum tlmum voru gesta- komur meö allt öörum hætti en nú er. Fólk kom I heimsókn án þess aö gera boö á undan sér og þaö þótti bara sjálfsagt. Þaö boröaöi og jafnvel gisti ef þannig stóð á. Viö krakkarnir vorum heldur ekki rekin fram úr stofunni og enn slöur vorum viö puntuö upp og sýnd gestunum. Viö snæddum meö þeim,viö okkur var rætt og þetta var bara eðlilegur hluti af heimilislifinu. Pabbi æföi sig alltaf aö minnsta Söng fyrst opinberlega ellefu ára — Hvenær söngstu I fyrsta skipti opinberlega? „Þaö var I barnaleikriti I út- varpinu þegar ég var ellefu ára. Ég var valin af þvi ég gat sungiö. Ég var mikiö hjá Isólfi afa og ömmu Þuriði á Frakkastignum þegar ég var stelpa og hún var fyrsta manneskjan sem haföi orö á þvi aö ég heföi góöa rödd. Hún brýndi fyrir mér aö passa hana þegar ég var á gelgjuskeiöinu þvi hún taldi aö stúlknaraddir væru viökvæmar á þeim aldri ekki siöur en drengjaraddir. Ég vann á barnaheimili á sumrin og tók þá gitarinn minn með mér og hef stundum sagt aö ég hafi veriö brautryöjandi I þvl aö færa þennan þátt inn á barna- heimilin. Þegar ég sagöi krökkunum sögur teiknaöi ég myndir af frásögninni.” Eftir aö myndlistin vék fyrir tónlistinni, undirbjó Þurlöur sig heima I eitt ár og tók slðan inntökupróf I Royal Academy I London. Ekki varö þó úr aö hún lyki námi aö þessu sinni. Hún sneri heim, gifti sig og stofnaöi heimili meö manni sinum Erni Guðmundssyni, eignaöist fyrsta barn sitt af þremur.Kristlnu.og tók ekki upp þráöinn I má minu „Jú þaö voru auðvitaö mikil vonbrigði, en viö geröum nú góöa hluti hér heima. Hér var færö upp hver óperan á fætur ánnarri og auk þess flutt verk meö Sinfónlu- hljómsveitinni. Þaö er dálltiö skrýtið aö stundum er látiö eins og þessir hlutir hafi aldrei gerst. Þaö er talaö um frumflutning á verkum sem viö fluttum hér fyrir fullu húsi fyrir mörgum áruiin. Manni getur nú gramist svona lagað. Um daginn rakst ég I blaöi á ummæli söngvara sem búa hér- lendis en hafa unnið erlendis um árabil, þess efnis aö hér rlkti amatörismi og agaleysi á þessu sviöi. Mér finnst þetta móögun Það getur hvaða strákur sem er orðið ríkur, ýmist fyrir útsjónarsemi eða heppni. aftur fyrr en fimm árum slöar. „Þaö var skemmtileg tilviljun aö Guörún A Símonar, vinkona mln, tók viö Ibúöinni sem ég var búin aö leigja en siöar bjuggum viö saman á Itallu þegar viö vorum þar viö söngnám. Það var fln sambúö”. Þetta fólk eru engir ama- törar „Eitt sinn eftir aö ég var komin heim og farin aö sinna húsmóöur- störfum haföi Róbert Abraham Ottóson samband viö mig og baö mig aö koma I útvarpskórinn, sem ég geröi. Þegar ég svo var komin á kaf I sönginn varö löngunin sterkari til aö læra meira og áriö 1950 fór ég til Italiu I söngnám I eitt ár og skildi eftir heima mann og fjögurra ára barn. Þaö var auövitað ekki auð- veltensamtsem áöurvarþetta ár og námstiminn á Italiu dásam- legur timi og eini tlminn sem ég hef átt algjörlega fyrir sjálfa mig. Mér hefur alltaf fundist gaman aö vinna og hef jafnan tekiö aö mér meira en ég hef komist yfir af óllklegustu verkefnum. Þurlöur hélt konsert þegar hún kom heim frá námi og fékk mjög góöa dóma hjá öllum sem um hann fjölluöu. Hún fór þrisvar eftir þetta til námsdvalar I ttaliu. Þriöja skiptiö fór hún til aö læra hlutverk I La Travita sem henni haföi veriö boöiö aö syngja I Bret- landi, en þegar til átti aö taka fékkst ekki atvinnuleyfi fyrir hana. við þaö fólk Sem hér hefur starfaö aö tónlist viö erfiöar aöstæöur öll þessi ár og búiö allt I haginn fyrir þá sem nú eru aö taka viö. Þetta er stórkostlega fórnfúst og gott fólk og engir amatörar. Þetta eru færir tóhlistarmenn sera vinna yfirleitt fullan vinnudag viö önnur störf. I hópi söngvaranna er fólk eiris og Guömundur Jónsson Kristinn Hallsson, Sigurveig Hjaltested, Guörún A. Slmonar, Guömunda Ellasdóttir og Jón Sigurbjörnsson. Aö ógleymdum Magnúsi Jónssyni sem um tima var I Kaupmannahöfn en hann er ekkert nema lltillætiö þótt hann sé stjarna á heimsmælikvaröa. Einu sinni kom Róbert Abra- ham til min I kaffi og ég spilaði fyrir hann útvarpsupptöku af Don Pasquale sem var sýnt mörgum sinnum fyrir fullu húsi I Þjóöleik- húsinu!. Sinfóniuhljómsveit Is- lands ilék, þaö voru Islenskir söngvarar I öllum hlutverkum og Róbert stjórnaöi. Hann hlustaöi hljóöur á upptökuna og var meö tár 1 augunum þegar henni lauk. Þá sagöi hann „Svo segja menn að hér hafi ekki veriö geröir góöir hlutir!” Þuriöi er mikiö niöri fyrir og bersýnilega misboöiö fyrir hönd félaga sinna. Mér kemur I hug hvaö þessi bjarta kona meö karakterþokka I svipnum er llk þeirrimynd sem ég hef alltaf gert mér af Onnu á Stóruborg, — sam- spil glaölyndis og skapfestu, höföingjabrags og alþýöleika. Og Þurlöur hefur raunar skoöun á Þuríður í fyrsta óperuhlutverki sínu á Italíu árið 1951. Gilda í Rigoletto. þvi eins og ööru hverjir séu höfð- ingjar á íslandi og hverjir ekki. Það getur hvaða strákur sem er orðið ríkur „Þaö er engin stéttaskipting hér á landi” segir hún ákveöin. „Viö erum öll alþýöufólk, en jafn- framt erum viö öll aöalsfólk og Htum ekki upp til neins. Hér er ekki horft með andagt á peninga menn eins og viöa annarsstaöar og þaö er hlegiö aö þeim sem setja sig I fyrirmannsstellingar af þvi þeir eru vel stæöir. Þaö getur hvaöa strákur sem er oröiö rlkur, ýmist fyrir útsjónarsemi eöa heppni og viö látum okkur fátt um finnast. Aftur á móti snobbum viö fyrir menntamönnum og lista- mönnum. Æöstu menn þjóöarinn ar eru ekki ráöherrar, heldur læknar á spitölum sem er eina stétt landsins sem nýtur ótta- blandinnar virðingar. Hins vegar ætlast Islendingar til aö stjórn- málamenn, — og ég tala nú ekki j um forsetinn, — standi jafnfætis almenningi. Þetta skilja ekki útlendingar.” — Pólitlk? „Já pólitlk. Ef þú ert listamaö- ur og vinstri sinnaöur, þá er þaö mjög fint. Ef þú ert listamaður og Sjálfstæöismaöur er betra aö þegja yfir þvl. Sjálfstæöismenn 1 listamannastétt eru ekki þrýsti- hópur. Þeir eru þetta rólega vinnusama fólk sem starfar aö sinni list hvert fyrir sig. Að vera sjálfstæðismaöur er i raun ekkert annaö en áö vilja vera sjálfbjarga maöur. Þaö er bara einstaklings- hyggja, og einstaklingshyggja er rlk I Islendingum. Annars er oröiö algengast aö gera kröfur til rikisins um alla skapaöa hluti og fólk vill geta gert allt I einu. Viö hjónin bjugg um I tlu ár I þriggja herbergja leiguibúð I kjallara og þegar viö fengum litinn isskáp var haldin mikil veisla. Manni þótti þetta bara sjálfsagt þegar verið var aö læra og láta annaö eftir sér. Hér á landi hafa allir tækifæri og hér eru allir jafnir. Ég geröi mér best grein fyrir þvl þegar ég kynntist ungu fólki á Italiu sem haföi engin tækifæri eöa von til aö ávinna sér þau. Þetta skilur ekki þessi háværi sértrúarhópur hér á tslandi sem heimtar meiri jöfnuö”. Hvaö ég met mest I fari ann- arra? Ég met þaö mest þegar fólk er hreinskiptiö og ég veit hvar ég hef þaö. Kennari af lífi og sál Þurlöur settist á skólabekk þegar hún var 38 ára gömul og „Laxness er líklega eini maðurinn sem ég hef verið feimin við og er það raunar ennþá." lauk tónmenntakennaraprófi þegar hún var fertug. „Mér þykir óskaplega gaman aö kenna. Ég söng mikiö um tutt- ugu ára skeiö og naut þess en nú er ég kennari af llfi og sál. Minn draumur er aö hér skapist banki af góöum röddum á heimsmæli- kvaröa eins og I Svíþjóö. Ég er mjög þakklát fyrir aö hafa þessa söngreynslu i farangrinum, þvi þaö hjálpar mér svo mikiö viö kennsluna. Þetta er eins og ein fjölskylda þarna i Söngskólanum og viö erum meö marga mjög efnilega söngvara. I sumar fór ég til gamla kennarans mlns á ítaliu Linu Pagliughi meö tvo nemend- ur mlna Valgeröi Gunnarsdóttur og Elisabetu Eirlksdóttur. Hún tók þær I söngtima og viö áttum þarna dásamlegan tlma saman. Ég hef mikiö fengist viö kór- stjórn og þaö er kannski þaö skemmtilegasta sem ég geri. Röddin er nefnilega ekki auöveld- asta hljóöfæriö en hún er þaö sem nær best inn I hjörtu fólks. Þvl miöur varö ég aö hætta kórstjórn vegna veikinda I baki, en langar alltaf til aö vinna við hana. Mál sem aldrei er talað um Annars finnst mér eiginlega gaman aö öllu nema þvo gólf. Mér finnst matargerð mjög skemmti- leg og ég fæ alls konar hluti á heil- ann”, segir Þurföur. „Þegar ég var aö veröa fertug fór ég aö viöa aö mér bókum um breytingaraldurkvenna og þaö er stórmerkilegt aö kynna sér þaö. Þetta er mál sem aldrei er talaö um og sáralltið rannsakaö, ef- laust vegna þess aö karlmenn lenda ekki I þessu. Þetta er heldur ekki gamalt vandamál þvl það er tiltölulega stutt slöan meöalaldur kvenna hækkaöi svo mikiö aö þær fóru aö þurfa aö lifa meö þessu. Máliö snýst I stuttu máli um þaö, aö mikill meirihluti kvenna lendir I hinum mestu óþægindum án þess aö nokkur segi þeim af hverju. Þaö eru ekki nema tlu prósent sem sleppa alveg, önnur tiu prósent veröa öryrkjar. Þaö er mikiö talaö um svitakóf kvenna á breytingaraldrinum en þaö eru kannski saklausustu einkennin. Sýnu verra er aö rannsóknir hafa sannaö aö tuttugu og fimm prósent kvenna um fimmtugt fá Ostero proasia sem lýsir sér þannig aö beinin veröa stökk og þær eru sifellt aö beinbrotna. Ég hef kallaö þetta beinahrörnun og ástand beina hjá þessum fimm- tugu konum er eins og hj4 áttíæö- um karlmönnum. Þaö er margt fleira alvarlegt sem getur hrjáö konur á þessum aldrei, sem oft væri hægt aö ráöa bót á ef'það væri athugaö I tíma. Þetta er stórmerkilegt mál, sem þyrfti aö taka upp og ég væri alveg til I aö taka þátt I þvl. Þetta er nefnilega eitt af þvl sem meö réttu er hægt aö kalla mál kvenna, sem þær sjálfar veröa aö berjast fyrir? Æfing á La Boheme 1955. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Guðrún Á Símonar, Magnús Jónsson, Þuríður, Jón Sigurbjörnsson og Kristinn Hallsson. „Annaö sem er mér mjög hug- stætt” segir Þuriöur, „eru fyrir- bænir og straumar frá fólki. Ég trúi þvi aö þaö sé hægt aö koma miklu til leiöar meö þvi aö hugsa vel til fólks og biöja fyrir þvl og hef raunar oft fengiö staöfestingu fyrir þvi”. — Geturöu nefnt einhverja áþreifanlega reynslu I þessu sam- bandi? „Já, já. Einu sinni var ég ákaf- lega kvalin I fætinum og baö mjög heitt um aö mér væri hjálpaö. Mig dreymdi þá aö til min kæmi læknir og skoöaöi mig. Ég benti honum þá á beinhnúö sem ég var meö fyrir neöan hné og haföi haft I tvö ár og spuröi hvort hann gæti nokkuð losaö mig viö hann. Hann svaraði þvl til aö hann þyrfti aö skera þetta og sagöi mér aö lita undan á meöan. Þegar ég vaknaöi þreifaöi ég á hnénu til aö vita hvort beinhnúö- urinn færi farinn, en hann var á slnum staö og ég hugsaöi meö mér aö þetta heföi bara veriö draumur. En nokkrum dögum siöar var hann horfinn. Mig hefur aldrei dreymt þennan lækni aftur þótt ég hafi oft óskaö þess því þaö fylgdi honum einstaklega góö til- finning. Ég hef óbilandi trú á krafti bænarinnar og þvi aö temja sér góöar hugsanir og beina þeim til annarra. I sögunni „Blómin I ánni” sem Þórarinn Guönason þýddi segir gamall málari aö þaö sé ekki síöur mikilvægt aö rækta þaö sem bærist innra meö manni en blómin I garðinum slnum og þetta er alveg rétt. Maöur á aö tina hvern einasta óvildar arfa úr huga slnum áþur en maöur sofnar á kvöldin, hváö sem þaö er erfitt. Vondar hugsanir I garö annarra ná eflaust til þeirra, en þær skaöa mann sjálfan miklu meira” segir Þuriöur Pálsdóttir og þótt þaö kunni aö vera rétt mat hjá henni aö sannir listamenn séu mjög venjulegt fólk, þá fer ekki milli mála, aö auk þess aö vera sannur listamaöur er hún i besta skiln- ingi þess hugtaks — sérstök manngerð. JM r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.