Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 6
Formaður Sklðasambands íslands, Sæmundur Oskarsson, ritar hinn 10. þessa mánaöar grein i Visi og Dagblaðiö. Að minni hyggju er geinin svo fyrirlitleg, þegar haft er i huga að hér er um að ræða leiðtoga ungs fólks, að ekki er hægt með nokkru móti að láta henni - osvarað. Það hefur lengi verið vitaö að samband landsliðsmanna og formanns stjórnar Skiða- sambandsins hefur ekki verið upp á það besta og nægir i þvi sambandi að visa til siðasta Skiðaþings. Tilefni fyrrnefndrar blaða- greinar mun hinsvegar vera blaðaviðtöl við Hauk Jóhanns- son, núverandi Islandsmeistara I stórsvigi, og Sigurð Jónsson, Islandsmeistara i svigi. 1 þess- um blaðaviðtölum er ekki tiund- að af hverju óánægja þeirra stafar. Hins vegar lýsir Sigurður þvi yfir, að hann muni ekki keppa á vegum Skiða- sambandsins meðan áöur- nefndur greinarhöfundur er formaður þess. Aður en lengra er haldið, er rétt að fram komi, að undirrit- aður er mágur Sigurðar Jóns- sonar og að Siguröur býr á heimili undirritaðs, þegar Sigurður er hérlendis, þar sem foreldrar hans eru búsettir erlendis. Þar að auki er málið mér skylt vegna þess að á nýloknu Skiðaþingi á Akureyri var ég kœinn i stjórn Skiða- sambandsins. Til fróðleiks vil ég upplýsa, að kvöldið áður en hin dæmalausa grein formannsins birtist I Visi og Dagblaöinu var fyrsti stjórnarfundur nýkjörinnar stjórnar. A þessum fundi voru mættir sex stjórnarmeðlimir, auk formanns, sem sá ekki ástæðu til að segja þeim frá umræddri grein, sem hann undirritaði þó sem formaður SKl. Ef til vill segir þessi framkoma meira en mörg orð. Um leið og ég nú ræði nokkur atriði úr grein Sæmundar Óskarssonar sem blaöamaður Dagblaðsins gefur yfirskriftina „Landsliösmenn sakaöir um fylleri”, en sem er þó fyrst og fremst sviviröilegur rógur um Sigurð Jónsson, mun ég drepa á nokkur atriöi úr ferli Sigurðar sem skföamanns. Sæmundursegir: „Aldrei fyrr hefur sá afburöa efnilegi skiða- maður Sigurður Jónsson fengið annaö eins tækifæri til að þróa hæfileika sina á erlendri grund. 1 allan fyrravetur var hann kostaður af SKl til að æfa og keppa meðsænska landsliðinu”. Vill Sæmundur með þessu segja, aö honum sé ókunnugt um, að eftir Ólympíuleikana 1976 þar sem Sigurður Jónsson náði góðum árangri, býöst hon- um fyrir milligöngu Þóris Jóns- sonar, fyrrverandi formanns SKÍ, og Hákonar Ólafssonar þáverandi formanns, að æfa og keppa með sænska landsliðinu. Hóf hann þær æfingar haustið 1976. Þann vetur tók Sigurður þátt í mörgum mótum með sænska landsliðinu. A mörgum þessara móta náði hann mjög athyglis- verðum árangri og má i þvi sambandi nefna sigur á tveim sterkum FIA mótum, annað var haldið i Frakklandi en hitt I Noregi. A þessum tima var Sigurður álitinn einn af 2 lfk- legustu sigurvegurum á Evrópumeistaramóti unglinga, sem fór fram i Júgóslaviu. Aðeins einn keppenda þar var með betri FIS punkta en Sigurður og það var Búlgarinn Popangelov, sem i dag er einn besti svigmaður heims. Nokkrum dögum fyrir keppn- ina meiddist Sigurður illa i baki oggat þar af leiðandi ekki tekið þátt i þessu móti. Næsta sumar lenti Sigurður i slysi, sem olli þvi, að sumar- æfingar fóru forgörðum. Skiða- æfingar hófust svo ekki að gagni fyrr en um miðjan desember með sænska landsliðinu og æfði Sigurður með þvi fram að Heimsmeistaramótinu 1978. Þar náði hann besta árangri, sem islenskur skiðamaður hefur náð, það er 13. sæti i svigi. Ég tel nauösynlegt aö rifja þessi atriöi upp, þar sem Sæmundur Óskarsson virðist ekki þekkja þessa sögu, þaö er, árin áður en hann tók við forystu Skíðasambandsins. Hins vegar ætla ég honum að kanna fjárútlát Sklða- sambandsins fyrir Sigurð á þessum árum. Kostnaöinn þá báru að stórum hluta velgjörðarmenn hans á Isafirði, faðirhans og aö sjálfsögðu hann sjálfur. Vegna ummæla Sæmundar um kostnaö Skiðasambandsins vegna veru Sigurðar með sænska landsliðinu væri fróðlegt að fá upplýst, hvaða tekjur Skiðasambandið (Sklðasjóður) hefur haft vegna árangurs Sigurðará tveimur fyrrgreinum árum, áður en Sæmundur tók við formannssætinu. Þá vil ég minna Sæmund á, að langflestar flugferðir Sigurðar hefur SKI ekki þurft að greiða. Sæmundur Óskarsson skrif- ar: „I tveimur utanlandsferð- um af þremur, sem formaður- inn hefur verið fararstjóri landsiiðsins I, hefur hann þurft að ávita piltana fyrir meðferð áfengra drykkja”. Og i lok þessara ásakana segir neðanmcds Ingvar Einarsson, sem nú hefur sagt sig úr stjórn Skíðasambandsins, skrifar hér grein þar sem hann svarar ásökunum Sæmundar óskarssonar í garð Sigurðar Jónssonar skíðakappa. Sæmundur: „Sigurður Jónsson hefur á sér sér sérstakt orð i þessum efnum”. Fyrri fullyrðingu Sæmundar er ekki hægt að skilja á annan veg en þann, að landsliðsmenn hafi neytt áfengra drykkja i þessum tveimur ferðum. Seinni fullyrðingin, sem beinist eingöngu að Sigurði, er slik aðdróttun, að maður veröur orðlaus. Þarna er Sæmundur Óskarsson, prófessor og uppal- andi, kominn út á hálan ís og væri fróðlegt að vita, hvað lög- fræðingur segði um slika ásök- un. Þarna er Sæmundur óbeint að segja að Sigurður sé mjög óreglusamur, alla vega er erfitt fyrir fólk að skilja setninguna á annan veg. Það er ekki á minu færi aö sanna i blaöagrein, aö Sæmundur fari meö rangt mál, til þess þyrftu aö fara fram vitnaleiðslur. Ég er þess full- viss, að landsliðsmenn sjálfir munu hrekja fyrri fullyrðing- una, og ég vil i þvi sambandi minna Sæmund á fund, sem haldinn var meö skiðamönnum. Aburðum á Sigurð er ef til vill best að svara með þvi að sklrskota til sænska landsliðs- ins. A fundi með skiðamönnum, sem haldinn var á Akureyri um páskana, var þeirri spurningu beint til Sæmundar, hvort Svlamir hefðu haft eitthvaö út á Sigurð að setja I sambandi við hegðun eða annað. Svar Sæmundar var skýrt: NEI. Nú má spyrja: Heldur nokkur hugsandi maður, að Sigurður Jónsson hafi getað æft og keppt með sænska landsliðinu I fjóra vetur ef hann hefur verið slikur óreglumaður sem Sæmundur vill vera láta? Svari hv.er fyrir sig. Síðastliðið haust, þegar búið var að fella niður 2 landsliðsæf- ingar, sem fyrirhugaðar voru fyrir Olympíuleikana, var Sigurður svo óánægður með undirbúninginn að hann hringdi sjálfur, án nokkurra afskipta SKI, til sænska Skiðasambands- ins og spurði hvort hann mætti koma út og vera á æfingu með þeim I októbermánuði, en ekkert slíkt hafði verið ákveðið fyrirfram. Svariö sem hann fékk var þetta: Þú getur fengið aö vera með okkur hvenær sem er, hvar sem er og eins lengi og þú vilt. Sigurður var siðan með Svlun- um I þrjár vikur á æfingu i októ- ber siðastliðnum og borgaði allan kostnað úr eigin vasa. Þetta sýnir vel hugarþel Svianna til Sigurðar. Það er min skoðun, að hafi landsliðsmenn brotið svo frek- lega af sér eins og Sæmundur heldur fram, þá hafi átt að koma hreint fram og visa þeim úr landsliðinu. En jafnframt tel ég, að komi slik vandamál upp, sé það skylda þeirra, sem stjórna, að hafa samband við aðstandendur og skýra málin fyrir þeim áður en ákvörðun um brottvisun er tekin. Meðan Sigurður hefur búið hjá mér hefur Sæmundur aldrei rætt viö fjölskylduna um að ein- hver hegðunarvandamál væri viðaöetja. Þaðer vissulega rétt að margir unnendur skiða- Iþróttarinnar hafa lagt fram „mikið og óeigingjarnt starf og fjárframlög” I þágu iþrótt- arinnar og skiðalandsliðsins. Ég er ekki I neinum vafa um, að Sæmundur Óskarsson er einn af þessum mönnum og ber að þakka hans störf. En hafa þau ekki fyrst og fremst byggst á metnaði hans og áhuga fyrir þessari iþróttagrein, eða sömu forsendum og hjá þeim, sem skara fram úr i Iþróttinni? Gerir Sæmundur sér ekki fulla grein fyrir þvi, hvað þessir unglingarhafa lagt á sig til þess að verða liötækir i landslið? Til fróðleiks ætla ég að birta skrá yfir æfingar Sigurðar haustið 1978, en hann æfði þá með sænska landsliðinu. Astæðan fyrir þvl, að ég vel sér- staklega þetta tímabil, eru stað- hæfingar, sem koma fram I grein Sæmundar. Þar segir meðal annars: „Sigurður stóð varla niður nokkra braut i fyrravetur og kenndi sklðum sinum um’V Þessi skrif Sæmundar sýna vel að minu mati hversu litla innsýn hann hefur I Iþrótt- ina sem keppnisgrein. Æfingar Sigurðar haustið 19 8: Júni: æfd 23 þaraf 16d á sklöum Júll: æfd 16 Agúst æfd 23 þar af 10 d á sklðum Sept: æfd 22 þar af 15 d á sklöum Okt: æfd 24 þar af 33 d á sklöum Nóv: æfd is þar af 12 d á skíöum Des: æfd 24 þar af 18 d á sktðum samtals 150 d 93 d Af þessu má sjá að árangur- inn 1 fyrravetur stafaði ekki af æfingaleysi og hér má bæta við, að þegar um timatöku var að ræða hjá sænska landsliðinu á æfingum á þessum tima, var Sigurður yfirleitt i þriðja sæti, aðeins Stenmark og Stig Strand á undan. Þaö skyldi þó ekki vera að árangurinn hafi aö einhverju leyti veriö skiðunum að kenna. Fróðlegt væri að bera saman fyrrnefnda æfingaskrá og æfingar landsliðsins á þessum vetri. Að lokum visa ég til yfirlýs- ingar Skiðaráðs ísafjarðar I dagblöðum og bið Sæmund Óskarsson að hugleiða, hvort hann hafi nú ekki með niðskrif- um sínum um Sigurð Jónsson og fleiri landsliðsmenn eyðilagt sitt óeigingjarna starf fýrir skiðaiþróttina á liðnum árum. SKíðaráft ísaflarðar svarar sæmundi óskarssynl Sæmundur æltl að s|á söma sinn I að blðjast afsðkunar Sæmundur Óskarsson, for- maður S.K.I. skrifaði grein i Dagblaðið og Visi þann 10. april, þar sem hann ræðst að skiðalandsliðinu, og þá sérstak- lega einum landsliðsmanni, Sig- urði Jónssyni frá tsafirði. Um þessi skrif viljum við segja þetta: A nýloknu skíðaþingi nú um páskana ásakaði stjórn S.K.I. aðildarhéruð og skiðamenn fyrir að birta ágreining okkar i dagblöðunum, það leysti ekki vandamál, það sundraði kröft- um okkar, og veikti stöðu heildarsamtakanna. Nú bregður svo við, að formaður S.K.I., Sæmundur Óskarsson, skrifar þá ósvifnustu grein, sem lengi hefur sést á prenti. Þessa grein skrifar hann án samráðs við aðra stjórnarmenn sam- bandsins. Það má segja, að með þessari grein sýni hann öðrum stjórnar- mönnum sambandsins slika litilsvirðingu, að ekki veröur við unað, einnig birtir Sæmundur almenningi hug sinn til lands- liðsmanna og þá sérstaklega til Sigurðar Jónssonar, þviað þessi grein er ekkert annað en dylgjur og hrein lygi. Það er okkur verulegt áhyggjuefni, að við stjórnvöl Skiðasambandsins skuli vera maður svo ómerki- legur og illa innrættur, sem Sæ- mundur óskarsson lýsir sér best með þessum skrifum. Við höfum þvi ákveðiöið I samráði við okkar mann i aðalstjórn S.K.I., Ingvar Einarsson, að hann segi sig úr stjórninni. Um þá ástæðu, er Sæmundur telur vera fyrir þvi, að Sigurði hafi ekki gengið eins vel siöastliöna tvo vetur og stefnt hafi verið að, er algjör fásinna.og uppspuni. Sæmundur hefði átt að láta reiðina renna aðeins af sér, áður en hann greip penna i hönd, þvi aðhann veit miklu betur sjálfur. Sæmundurætti að hugleiða það, að árangur Sigurðar hefur ekki veriö eins góður eftir að hann tók við stjórn S.K.l.,þvi að Sæ- mundur hefur lagt miklu meira uppúr þvi að ná peningum út úr sklðafyrirtækjum út á nafn Sigurðar heldur en að hann fengi þá æfingu, sem hann þyrfti og hefur Sæmundur viljað hafa Sigurð eins og eitt peð á tafl- borði sinu, en það er einmitt það, sem Sigurður hefur ekki viljað við una. Skiðaráö Isafjarðar neitar þvl harðlega, að samskipti okkar og Sigurðar séu ekki i góðu lagi, eins og Sæmundur vill gefa I skyn. Við viljum koma því á framfæri, að við eigum Sigurði mikið að þakka, og stuðning sem við höfum veitt honum, höfum við fengið rikulega til baka með góðum árangri hans erlendis sem innanlands.auk að- stoðar hans hér heima. Sklða- iþróttin I heild á honum einnig mjög mikið að þakka. Aldrei hefur Islendingur náð öðrum eins árangri erlendis og enginn hefur auglýst skiða- iþróttina meira en hann. Að lokum viljum við beina þeim tilmælum til Sæmundar Óskarssonar, að hann sjái sóma sinn i þvi að biðja viðeigandi aðila afsökunar opinberlega. Skiðaráð Isafjarðar. , Hreinn Pálsson, Hafsteinn Sigurösson, Garðar Gunnarsson, Eh'as Sveinsson, Davið Höskuldsson, Guðjón Höskuldsson, Samúel Gústafsson. Siguröur Jónsson, sklðakappi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.