Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 11
VlSIR Mánudagur 14. april 1980 1 Foreldrar barna, er sækja Hvassaeitisskóla eru orönir æöi langleitir á biöinni eftir aö íþróttahás risi. Foreldraráð Hvassaleitisskóla: Mótmælir harMega frestun á bygglngu fbróttahúss Nvkiöriö foreldraráö Hvassa- Jeitisskóla í Reykjavík mótmæl ir eindregiö þeirri ákvörðun Fræðsluráös, sem kemur fram i fundargerð ráösins frá 3. mars sl., aö fresta enn einu sinni framkvæmdum viö smiði iþróttahúss skólans. Hvassaelitisskólinn hefur verið i smiöum i hart nær tvo áratugi, og er enn ófullgeröur. Smiöi iþróttahússins sjálfs hefur staöiö yfir frá sumri 1976, og bendir nú allt til þess að henni verði ekki lokiö fyrr en á árinu 1981, i fyrsta lagi. 1 öll þessi ár hafa nemendur Hvassaleitisskóla þurft aö sækja leikfimikennslu i nær- liggjandi skólum. Til þess að komast þangað er yfir miklar umferðargötur aö fara, og þeir, sem lengst eiga i skólann, geta veriö allt að hálftima á leiðinni þangað. 1 kjallara iþróttahússins er gert ráð fyrir heilsugæsluað- stöðu, sem engin hefur verið i skólanum öll þessi ár. Þegar skólalæknir kemur til eftirlits þarf stundum að fella niður kennslu i einhverjum bekk til þess að rýma fyrir læknisskoð- uninni. Foreldraráð beinir þeim til- mælum til Fræðsluráðsins, að það endurskoði afstöðu sína til þessa máls, og kanni, hvort ekki séu einhverjar leiðir til fjáröfl- unar til skólabyggingarinnar, sem enn hafa ekki veriö reynd- ar. Ráðið gerir sér ljósa þá miklu þörf, sem er fyrir áfram- haldandi skólabyggingar i Breiðholti, en gagnrýnir hins vegar þá aðferð, að eins vandi sé leystur á kostnað annars. Ef ekki er möguleiki á að endurskoða enn einu sinni byggingaráætlun Hvassaleitis- skóla, og standa við upphaflega ákvörðun um, að skólinn fái iþróttahúsið til afnota haustið 1980, treystir foreldraráð þvf, að Fræðsluráð gæti þess, að alls ekki verði gengið á þá sjóði, sem nú hafa verið hugsaðir til byggingar hússins, og þeir not- aðir I önnur verkefni. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík: Aukin verði hjúkrunar- hjónusta fyrir aldraða Aðalfundurinn treystir því, að framfylgt verði þeim lögum, sem svo kveða á um, að allir þegnar landsins skuli jafnan eiga aðgang að bestu heilbrigöisþjónustu, sem völer á. Aldraðir verði þar á engan hátt afskiptir. Jafnframt bendir fundurinn á, að öldrunardeildir og langlegu- deildir þurfa að vera við helstu sjúkrastofnanir landsins, svo að aldraðir sjúklinar megi njóta þar þeirrar hjúkrunarog hjálpar, sem þeir eiga rétt á eins og aðrir. Aðalfundurinn beinir þeirri ósk til borgar og rikis, að stuðlað veröi að betri upplýsingaþjónustu fyrir aldrað fólk. Einnig að aukin verði hjúkrunarþjónusta fyrir aldraða, 3-4 vikur á ári sem hjálp fyrir þá, sem annast aldr- aða í heimahúsum. Jafnframt tel- ur fundurinn það mikilsvert, sem gert hefur verið fyrir aldraða og hefurþarsérstaklega i huga hina auknu aðstoð til sjálfsbjargar i heimahúsum og smiði ibúða handa öldruöum. Aðalfundurinn beinir þvi til rikis- og borgaryfirvalda að sjá til þess, að ellilifeyrisþegum, sem hafa engar eða mjög takmarkað- ar tekjur, verði ekki fþyngt svo meö sköttum, að þeim sé ókleift að búa i eigin húsnæði. Framfylgiö lögum um aöstoð viö hroskahefta Aðalfundurinn skorar á Félags- málaráð Reykjavikurborgar að auka aðstoö við fjölskyldur barna meö sérþarfir. Aðalfundurinn skorar á Menntamálaráðuneytið aö hlut- ast til um það aö heyrnarskert börn fái notiö sjónvarpsefnis með islensku tali. Skal stefnt að þvi að settir verði textar við islenskt efni. Má þar nefna efni fyrir börn eins og „Stundina okkar” o.fl. Þetta myndi stuöla að þvi að minnka þann aöstöðumun, sem nú er með heyrnarlausum og heyrandi bömum. Aðalfundurinn vill hvetja stjörnvöld til umhugsunar um til- verurétt barna með sérþarfir og hvetur þvi forráðamenn fjöl- miðla að endursýna þáttinn „Svona erum við”, sem sýndur var 30. október 1979. a) Vangefin börn: Eru i fyrsta lagi börn, sem hafa sömu þarf- ir, sama rétt og heilbrigð börn. b) Vangefin börn: Eru ekki sér- hópur, sem ber að meðhcndla á frábrugðinn hátt, sem þýðir venjulega lakari meðferð. Við skorum á fjárveitingayfir- völd að veita allt það fjármagn, sem þarf til uppbyggingar þjón- ustu fyrir vangefin börn. Við skorum á fjárveitingayfirvöld aö veita fé, svo unnt sé að fram- fylgja lögum um aöstoö viö þroskahefta, sem tóku gildi 1. janúar s.l. BMW® gæðingurinn sem allstaðar vekur athygli BMW sameinar kosti sportbíls og þægindi einkabíls, kraftmikill, öruggur, stöðugur í akstri, bjartur og rúmgóður, með þægilegum sætum. Það þekkja allir aksturseiginleika þessa vandaða bíls, en þeir halda flestir að hann sé mun dýrari en hann er. BMW er meira en samkeppnisfær í verði, auk þess sem þú eignast betri bíl en verðið segir til um. BMW - ANÆGJA I AKSTRI AKUREYRARUMBOÐ: Bílaverkst. Bjamhéðins Gíslasonar. Súni: 96-22499 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.