Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 16
„Ég er ekki alveg ánægður - með árangurinn á mntlnu”, sagði Guðmundur Sigurðsson eflir mötið „Ég er ekki alveg fullkomlega ánægður meö minn árangur á þessu móti. Ég varö fyrir óhappi, þegar stöngin bilaöi I jafnhöttun- inni og heföi átt aö geta lyft meiru þar,” sagöi hinn 33 ára gamli lyft- ingamaöur, Guömundur Sigurös- son úr Ármanni, eftir mótiö. „Ég er nvl búinn aö vera 19 ár I lyftingum og þetta er minn 10. blandsmeistaratitill. En samt sem áöur er ég ekkert aö hugsa um aö hætta. Þvert á móti stefn- um maöur á Evrópumótiö og siöan á OL-leikana. Þaö má svo gjarnan koma fram, aö ég hreinlega skil ekki, hvers vegna áhorfendur eru ekki fleiri en raun ber vitni. Þaö er ekki litiö atriöi aö hafa marga og hvetjandi áhorfendur. Þaö er erfitt aö keppa viö tölur i bók, en þaö veröa nokkrir keppendur aö gera, sem hafa enga keppni, eru máski einir i sinum þyngdarflokki. En viö eigum oröiö marga snjalla lyftingamenn og æfingaaöstaöan hefur batnaö mikiö, þóaöhún geti alltaf veriö betri,” sagöi Guömundur. — SK RAIÐA HOÐRIN tíl hjálpar heymarskertum Kaupid fjöóur Söludagar: 18., 19. og 20. apríl „Ég þakka ykkur kærlega fyrir mig. Ef til vill stend ég mig betur næst,” gæti Guömundur Sigurösson veriö aö segja á þessari mynd, sem Friöþjófur tók, eftlr aö hann lauk keppni. Hann setti tslandsmet i snörun og áhorfendur, sem voru I færra lagi, öskruöu á hann i griö og erg og hvöttu hann mjög. Guðmundur var maður mótsins Setti ísiandsmet í snðrun og varð fstandsmeistari í 10. skipti tslandsmótiö i lyftingum var haldiö í Laugardalshöllinni um helgina. Mótiö fór ágætlega fram. Eitt tslandsmet var sett á mótinu. Gamla kempan Guömundur Sigurösson Armanni snaraöi 148 kg f flokkl 90 kg þungra keppenda. Ef viö förum yfir helstu úrslit á mótinu, þá sigraöi Valdimar Runólfsson KR f 50 kg flokki. Hann snaraöi 80 kg og jafnhattaöi lOOoglyftiþví samanlagt 180 kg. 1 flokki 67,5 kg sigraöi Viöar Eövarösson IBA. Hann snaraöi 90 kg og jafnhattaöi 120 og lyfti þvi samanlagt 210 kg. t 75 kg flokki sigraöi Freyr Aöalsteinsson ÍBA. Hann snaraöi 120 kg og jafnhattaöi 145 kg og lyfti þvi samanlagt 265 kg. Þar meö var fyrri keppnis- deginum lokiö. I gær hófst siban keppnin hjá „tröllunum”. t flokki 90 kg háöu þeir Guömundur Sigurösson, Armanni og Guögeir Jónsson, KR skemmtilega keppni, sérstaklega þó i snöruninni. Fyrir siöustu lyftu Guömundar haföi Guögeir bætt tslandsmetiö, sem Guömundur átti og var 145 kg, i 147,5 kg. En i slöustu lyftu sinni sannaöi Guömundurhversu snjall lyftingamaöur hann er og setti nýtt tslandsmet, snaraöi 148 kg I aukatilraun, en sú þyngd gildir þó ekki I samanlögöu. 1 jafnhöttun- inni lyfti Guögeir 172,5 kg en Guömundur hóf keppni á 182,5 kg. Hann varö siöan fyrir þvl óhappi aö stöngin, sem lóöin eru á, snerist ekkieins og hún á aö gera. En I staö þess aö biöa meban skipt var um stöng,ákvaö hann ab lyfta og fór létt meö þaö. En þessi lyfta átti eftir aö draga dilk á eftir sér fyrir Guömund. Þegar hann var kominn meö þyngdina hálfa leib upp, þurf ti hann aö snúa stönginni og viö þaö sk'óf hann skinn úr lófa sinum og var ekki svipur hjá sjón eftir þaö, er hann reyndi viö 192,5 kg- Guömundur sigraöi I flokknum, snaraöi 148 kg og I aukatilraun, en I keppninni sjálfri 145 kg og jafn- hattaöi 182,5 og lyfti þvi saman- lagt 327,5 kg sem er 17,5 kg yfir OL-lágmarkinu. 1 100 kg flokki var aöeins einn keppandi, Birgir Þór Borgþórs- son KR og aö sjálfsögöu sigraöi hann. Hann snaraöi 150 kg og jafnhattaöi 187,5 kg og lyfti þvl samtals 337,5 kg. sem einnig er 17,5 kg yfir OL-lágmarkinu. Eftir keppninni I 110 kg ílokkí var beöiö meö þó nokkurri eftir- væntingu. Reiknaö var meö teimur keppendum, þeim Gústaf Agnarssyni og Agústi Kárasyni, báöum úr KR, en þegar keppendur voru vigtaöir var Agúst of þungur (vó 110,70 kg og varö hann þvl aö keppa I 110 kg flokki og þyngri. Gústaf átti I miklum erfiöleik- um fyrir keppnina. Hannvar hálfu kg of þungur hálftlma fyrir vigtun og nú voru góö ráö dýr. En honum tókst aö losa sig viö hálfa kílóiö (sjá nánar annars staöar á siöunni). Honum gekk ekki nægi- lega vel I snörun og lyfti 167,5 kg. Fyrir keppnina haföi hann veriö rétt viö aö lyfta Noröurlanda- metinu, sem er 175 kg. Hann byrj- aöi slöan I 200 kg I jafnhöttuninni og þeim tókst aö lyfta. Hann reyndi slöan viö nýtt Islándsmet 207,5 kg, en eftir nokkra umhugs- un hætti hann viö. Þetta var greinilega ekki hans dagur. Agúst Kárason var ekki miklu heppnari I þyngsta flokknum. Hann meiddist strax I byrjun og varö aö hætta keppni. Jón Páll Sigmarsson sigraöi. Hann snar- aöi 120 kg og jafnhattaöi 150 kg og vakti hann nokkra kátinu meöal áhorfenda, sem voru alltof fáir. Margir hafa eflaust átt von á fleiri Islandsmetum, en þaö ber aö hafa I huga, aö margir af okk- ar bestu lyftingamönnum eru þessa dagana aö undirbúa sig fyrir Evrópumótiö og slöan ólympiuleikana og miöa ekki æfingar slnar viö keppni svo snemma. — SK. „Æidi eins og múkki’ „Ég lenti i erfiöleikum fyrir keppnina, þegar ég uppgötvaöi aö ég var hálfu kg of þungur. Góö ráö voru þvl nokkuö dýr. Ég skyrpti öllu þvi munnvatni. sem ég ramleiddi jafnóöum, og þegar þaö ekki dugöi, þá dýföi ég puttanum ofan i kok og æidi eins og múkki. Eftir þessi átök leiö mér ekki vei, en mér tókst aö losa mig viö þetta hálfa klló og var nákvæmlega 110 kg er vigtunin fór fram." Ert þú ánægöur meö árangur- inn á mótinu? „Já, alveg þokkalega. Þetta er góöur árangur á alþjóölegan mælikvaröa,” sagöi Gústaf. — SK.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.