Vísir - 15.04.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 15.04.1980, Blaðsíða 2
vtsm ÞriAjudagur 15. aprll 1980. Telur þú aö þær stöðugu hækkanir bensin-verös, sem hafa átt sér staö aö undanförnu, veröi til þess aö einkabílum landsmanna fækki? Pétur Hjálmtýsson, nemi: Nei, ekki býst ég viö þvi, aö minnsta kosti ekki strax. En þaö veröur þegar bensiniö hækkaö enn frek- ar. Hilmar B. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Hampiöjunnar hf.: Ég álit,aö ef bensin heldur áfram aö hækka eins og þaö hefur gert aö undanförnu, þá fari menn alla- vega Ut I þaö aö kaupa minni bila. Óöinn Sigvaldason, véiamaöur: Nei, þaö kemur alveg I sama staö niöur vegna þeirra kauphækkana, er fylgja i kjölfar bensinhækkan- anna. Frank Róbertsson, vélamaöur: Nei, þaö held ég ekki. — Ég hef enga skýringu á þvi, hvers vegna ég tel þaö vera svo. Bjargey Ingólfsdóttir, neml: Ég efa, aö bilaeigendur eigi eftir aö láta þaö hafa mikil áhrif á sig. Ekki var margt um viðskiptavinina á benslnstöövunum hér I borg og mun llklega ekki veröa næstu daga, eftir þvl sem starfsmenn bensinstöövanna segja. FÍB efnir tii upplýsingaherferðar: Matvðrur munu hækka í kjðlfar bensínhækkunar Eftir talsveröar vangaveltur og margra vikna töf hefur rfkis- stjórnin enn einu sinni lagt biessun sfna yfir hækkun benslnverös, I þetta sinn úr 370 krónum i 430 krónur og nemur hækkunin þvl 16,22%. Starfsmenn á bensfnstööinni Laugavegi 180 tjáöu okkur Visismönnum, aö töiuvert minna heföi verið aö gera hjá þeim á sunnudaginn en virka daga. Aftur á móti heföi veriö nóg aö gera viö afgreiðslu á benslni upp úr klukkan þrjú I gær, þann dag sem benslnveröiö hækkaöi. Sögöu þeir aö fólk væri hætt aö hamstra bensin og aö svo virtist sem aö menn væru orðnir alveg tilfinningasljóir fyrir bensinhækkunum. Upplýsingaherferð FíB „Þaö sem viö munum gera I málinu, er ekki aö stofna til mótmælaaögeröa, heldur höfum viö ákveöiö aö vera meö upplýs- ingarherferö. Þaö gerum viö til aö sýna fram á hve þessi stöö- uga hækkun á bensínveröi er óholl fyrir þjóöarbúiö”, sagöi Sveinn Oddgeirsson fram- kvæmdastjóri FIB, er Visir spuröi hann hvaö þeir I félaginu hygöust gera vegna hækkunar- innar. „Frá sama tima I fyrra hefur benslniö hækkaö um 109,75% en I aprilmánuöi 1979 kostaöi bensinlitrinn 205 krón- ur. Þaö er meiri hækkun heldur en var á árinu 1979, þvi aö þá hækkaöi bensiniö um 104,4% og þótti nú nóg”. Sveinn Oddgeirsson framkvæmdastjóri FIB bendir hér á skeyti, sem hefur að geyma tölur um benslnverö I hinum ýmsu löndum. Dýrastur er bensinlltrinn I Portúgal.fyrir utan tsland aö sjálf- sögöu. Vegageröar rikisins. Bensin- hækkunin er aö hluta til komin vegna erlendra hækkana, viö þvi er ekkert aö gera. En þaö sem viö erum aö berjast fyrir er aö fá afnumdar þessar sjálf- virku hækkanir innan bensin- verösins sjálfs, auk þess aö fá aukiö fé til vegaframkvæmda. — Vegasjóöurinn hefur veriö i miklu fjársvelti aö undan- förnu”, sagöi Sveinn. „Já, þaö veröur aö segjast, aö viö leigubilstjórar höfum alltaf minna og minna aö gera og á- standiö versnar stööugt, þaö er oröiö Iskyggilegt”, sagöi Ivar Nikulásson leigubifreiöarstjóri hjá Hreyfli. „Sjálfur ek ég bensinbíl, sem ég nú hugsaö mér aö leggja. — Fyrir helgi fengum viö leigubil- stjórar 14% hækkun launa, en það segir ekkert upp i bensín- hækkunina. Leigubilataxtinn fylgir alls ekki þeirri verðbólgu er rikir I landinu. Arið 1978 var kostnaöur vegna benslns 21% af brúttóinnkeyrslu, en var áriö 1979 tæp 30% og veröur liklega enn meiri i ár. Ég fer meö svona 10-15 lítra af bensini á dag, og þaö kostar sinn skilding — þetta er oröiö leik- araskapur. A siðastliönum fjór- um árum hefur leigubllum fækkaö um 60-90”, sagöi lvar. Hvernig hafiö þiö hugsaö ykk- ur aö standa aö þessari upplýs- ingarherferö? „Upplýsingarherferöin á meöal annars aö skýra út fyrir stjórnvöldum, hvaöa leiöir þau geti notaö til aö koma I veg fyrir þessar eilifu bensínhækkanir. Þá munum viö einnig upplýsa almenning um, hvaö þaö kosti aö keyra bil hér og erlendis, miöaö viö kaupgetu manna I hverju landi. Lægst er verðiö á bensinlitr- anum I Austurríki, 237 krónur. 1 V-Þýskalandi kostar hann rúmar 256 krónur, en fyrir utan ísland, þá er bensinlftrinn dýrastur i Portúgal þar sem hann kostar 344,81 krónu. Ég hef ekki tölur yfir veröiö á bensin- litranum á Norðurlöndum. Teija má þó vist aö bensiniö sé töluvert ódýrara þar en hér heima — ég tala af gamalli reynslu”, sagöi Sveinn. „Allar matvörur eiga eftir aö hækka á næstunni vegna aukins flutningskostnaöar. Sem dæmi má nefna, aö ef dlsillltrinn hækkar um 10 krónur, þá hækk- ar tonniö af áburöi til bænda um tæpar 400 krónur, vegna þessa aukna flutningskostnaðar. A timabilinu frá janúar til október hækkaöi bensínverö um 95% en á sama tima hækkaöi kaup verkamanns ekki nema um 28,75%. Þaö tekur verkamann á Islandi 12 mínútur aö vinna fyrir þessum dýra lltra en aö- eins 3 mlnútur hjá verkamann- inum I Svíþjóö”. Þaö jákvæöa viö þessa hækk- un er aö meira fé rennur nú til „Leigubllum hefur fækkaö um 60-90 á siöastliönum fjórum árum”, segir Ivar Nikulásson leigubllstjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.