Vísir - 15.04.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 15.04.1980, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 15. apríl 1980 síminn er86611 Spásvæöi Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjöröur, 3. Vestfiröir, 4. Noröurland, 5. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suöausturland, 8. Suövest- urland. veðurspá dagsins Gert er ráö fyrir stormi á Suö- vestur-, Faxaflóa- og Breiöa- fjaröarmiöum. Um 350 km VSV af Reykjanesi er 982 mb. lægðsem hreyfist NNA. Veöur fer aftur aö kólna þegar kem- ur fram á morguninn. Suövesturland til Breiöafjarö- ar: Allhvass eöa hvass S og sums staöar stormur á miöum og rigning i fyrstu, en slöan SV kaldi meö slydduéljum. Vestfiröir: SA og S stinnings- kaldi eöa allhvasst, rigning I fyrstu en slöan SV-kaldi og slydduél. Noröurland: Allhvöss S-átt, viöa dálitil rigning, einkum sunnan til I fyrstu en siöan SV-kaldi og slydduél vestan til. Noröausturland: S-stinnings- kaldi og skýjaö en þurrt aö mestu fram eftir degi en siöan SV-gola eöa kaldi og léttir til. Austfiröir: Allhvass S og rign- ing fram eftir degi, S-kaldi en bjart til landsins, skúrir á miöum. Suöausturland: S-átt, sums staöar allhvöss, og rigning fram eftir degi, siöan SV-kaldi og slydduél. veðrið hér og har Klukkan sex f rnorgun: Akureyri skýjaö 7, Bergen skýjaö 4, Helsinki þokumóöa 3, Kaupmannahöfn rigning 6, Osló þoka 0, Reykjavik rign- ing 5, Stokkhólmur þokumóöa 6, Þórshöfn hálfskýjaö 5. Klukkan átján I ger: Berlin heiöskfrt 17, Feneyjar þokumóöa 15, Frankfurt heiö- skirt 20, Nuuk snjókoma -5-4, Londonskýjaö 18, Luxemburg heiösklrt 20, Mallorca skýjaö 15, Montreal alskýjaö 9, New Yorkskúrir 10, Parisheiösklrt 18, Rómskýjaö 17, Malagaal- skýjaö 16, Vln heiöskirt 12, Winnipeg skýjaö 14. Loki segir tlyftingafréttum Tlmans f dag segir, aö einn lyftingamanna hafi átt I baráttu viö 600 grömm. Ekki er nú staðiö I neinum stórátökum á þessum lyftingamótum. „Samið í trassi við Alpýðusambandlð” - segir Grímur Jonsson á ísafiröi „Okkur''skilst, aö Karvel Páimason hafi komiö til Bolvik- inga i gær og þeir hafi undirrit- aö undir hans forystu samning viö Guöfinn Einarsson, Hvort sá samningur hefur vcriö sam- þykktur af vestfirskum útgerö- armönnum veit ég ekki, en hitt veit ég, aö hann var undirritaö- ur I algeru trássi viö Alþýöu- samband Vestfjaröa”, sagöi Grimur Jónsson, stjórnarmaöur i Sjómannafélagi tsafjaröar i morgun. „Ekki var deilt um nokkurt átriöi I þessum samningi. Þarna var um aö ræöa fritt fæöi, sem var eitt af þeim fáu málum sem útgeröarmenn og sjómenn voru sammála um hvernig mætti leysa, svo ekki var Karvel þar að vinna neinn sigur fyrir Bol- vikinga. 1 þetta samkomulag Bolvikinga vantar hins vegar veigámikilatriöi, sem ekki voru deilumál lengur, eins og til- kynningaskyldu skipstjóra um tekiö fri. Þaö er greinilegt, aö þegar Karvel Pálmason undirbjó þennan samning, hefur hann ekki einu sinni haft samráö viö þá menn, sem voru fulltrúar bolviskra sjómanna á samn- ingafundunum á Isafirði. Það viröist vera, aö þær hvat- ir, sem á bak viö lágu hjá Karvel, væru að sýna alþjóö aö hér kæmi Karvel Pálmason og leysti deilumál, sem aörir heföu ekki ráöiö viö, meö einum smelli. Aö mlnu mati var þaö eina sem Karvel geröi, aö láta Bolvlkinga skrifa undir ekkert. Hafi veriö hnútur á þessu samningsmáli fyrir þá eru núna komnir á þaö tveir stórir rembi- hnútar. útgeröarmenn lita sjálfsagt á þetta sem nokkurs konar sigur og veröa fastari fyrir. En viö bökkum ekki með nein atriöi, sem viö teljum mikilvægt aö komi fram, svo fyrirsjáanlegt er aö þessi samn- ingur Karvels Pálmasonar mun lengja deiluna, en ekki stytta”, sagöi Grimur Jónsson. —ATA W mtT | 1 »X ' Irif ¥ \ ' , w Byggingasamvinnufélag ungs fólks, Byggung, samþykkti á aöalfundi sinum i gærkvöldi aö leggja félagiö niöur, ef lóbir fást ekki. Fram- kvæmdum viö Boðagranda lýkur um næstu áramót, en i þessu húsi eru nær 100 Ibúöir. (Vfsismynd GVA) Handknattleikssambandið rukkar Ríkisútvarpið: Krefst 5 millj. „Þvi miöur er máliö komiö í þann farveg, aö óhjákvæmilegt viröist aö stefna rikisfjölmiðl- unum vegna þessa”, sagöi Július Hafstein, forseti Hand- knattleikssambandsins, I sam- tali viö Visi. Handknattleikssambandiö hefur faliö lögfræöingum aö inn- heimta um fimm milljónir króna hjá rikisfjölmiölunum vegna sjónvarps- og útvarps- lýsinga frá handknattleiks- leikjum f vetur, en aö sögn Júll- usar hefur H.S.l. ekki tekist aö frá réttmætar greiöslur fyrir þetta efni. Július sagöi aö ekki heföi veriö búiö aö ganga frá samn- ingum H.S.Í. viö rlkisfjölmiöl- ana þegar keppnistimabiliö hófst Ihaust, og siöan heföu þeir dregiösambandiö á samningum þannig, aö engar greiöslur hafi fengist fyrir efniö. „Það veröur ekkert gefiö eftir I þessu máli af okkar hálfu og við munum óska eftir stuöningi Iþróttasambandsins. Fram- undan er að l.S.Í. geri ramma- samning viö útvarp og sjónvarp um flutning á iþróttaefni, en viö munum fara fram á, aö sá samningur veröi ekki geröur, fyrr en þetta mál er til lykta leitt”, sagði Júllus. „Ég hef ekki heyrt um þessa kröfu.en ég tel hana ekki meö öllu óeölilega”, sagöi Höröur Vilhjálmsson, fjármálastjóri útvarpsins. „Astæöan fyrir þvi aö ekki hefur veriö samiö viö sérsam- böndiner sú, aö viö leituöum til stjórnar ÍSI um aö hún aflaöi sér heimildar til aö semja fyrir öll sérsamböndin. Þessi mál voru komin I algjört óefni, þvi samningar voru orönir svo margir og flóknir. Viö vildum beita nútimalegri vinnubrögö- um en ekki skeröa hlut eins eöa neins. En þvi miöur hafa samn- ingamir við lSIgengiö ákaflega hægt”. Regnúogasilungurinn að Laxalðni: Fiskurinn skai drepinn en hrognin flutt út „Okkur hafa borist pantanir fyrir á þriöja hundraö milljónir frá ýmsum Evrópuiöndum og það merkilega er aö þaö hafa veriö gefin út heilbrigöisvottorö vegna hrognanna þrátt fyrir aö drepa eigi regnbogasilunginn” sagöi SkúliPálsson á Laxalóni I samtali viö VIsi. Skúli sagöi aö nú væri verið aö kreista regnbogasilunginn en hann sagöist ekki vita hversu mikiö af hrognum fengist eöa hvort þaö nægöi upp I pantanir. Ekkert væri amast viö útflutningi á þessum hrognum, þrátt fyrir aö fyrirskipun heföi komiö um aö drepa allan regnbogasilungs- stofninn, en alls væru nú um 100 þúsund fiskar af þeim stofni á Laxalóni. Þá kvaöst Skúli búast viö þvi aö þingskipuö nefnd er rannsaka átti regnbogasilunginn skilaöi áliti mjög fljótlega og þá yröi væntan- lega tekin endanleg ákvöröun um örlög regnbogasilungsins. — HR Dýrasta kvlkmynd fsiandssðgunnar: Kostnaður við Snorra er áætiaður ytir 200 milijönlr „Kostnaöaráætlun vegna kvik- myndarinnar um Snorra Sturlu- son hljóöar nú upp á liölega 200 milljónir meö útlögöum og föst- um kostnaði. Upphaflega áætlun- in var 120-130, en hækkunin stafar af vlsitöluhækkunum”, sagöi Helgi Gestsson I samtali viö VIsi i morgun. Helgi hefur meö fjár- máiahiiö kvikmyndarinnar aö gera. Tökur á þessari dýrustu kvik- mynd fslenska sjónvarpsins frá upphafi eru ekki enn hafnar. Helgi kvaöst gera ráö fyrir, aö kostnaður hækkaöi enn vegna vlsitöluhækkana, en aö ööru leyti væri áætlunin býsna raunhæf og þvi kæmi vart til annarra hækk- ana. Samkvæmt öðrum heimildum VIsis er siöasta kostnaöaráætlun 200 milljónir frá þvl I nóvember og hafa slöan oröiö talsveröar hækkanir. Norðmenn og Danir munu taka þátt I kostnaöi viö gerö myndarinnar, en greiöa þó aðeins brot af heildarkostnaði. —IJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.