Alþýðublaðið - 20.03.1922, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.03.1922, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Khöfa, iS. marz. MensMkar Tiðnrkenna SoTjetstjórnina. Frá Moskva er símað að Mensi vikaflokkurinn — hægri jafnaðar- mannaflokkurinn rússneski — hafi nú viðurkent sovjetstjóraina, sem lögiega stjórn Rússlands, af þvf þeir vilji styðja þá gegn rúning- arráðagerðum erlends auðvalds. Finme npprelatin. Uppreistarmennirnir. í Fiume hafa lýst yfir hernaðeinveldi. Khöfa 19 marz. flhsndi dæmdnr. Ghandi (fóringi sjálfstæðisraanna á Indlandi) hefir (af Bretam) verið dæmdur f 6 ára fangeisi. Hernaðarsbaðabætnrnar. Þýskaiand hefir greitt áttundu afborgun, þrátt fyrir þtð, þó markið faili stöðugt. «* ' ' Þing annað hYert ár. .Sparnaðarnefndia*. sem líklega hefir í háði hlotið það nafn á Alþingi, flytur þingsályktunartill. f sameinuðu þingi um það, að þvf verði breytt f stjórnarskránni, að þing sé haldið árlega. Tillagan var til umræðu á laug- ardaginn og flutti Vigurklerkurinn langa ræðu um það, hve van hugsað hefði verið margt á þingi, meðan .fullveldisvíman* hefði stað- ið í blóma sfnum. Meðal annars þótti honum Iftil ástæða til þess, að það skyldi standa f stjórnar- skránni, að halda þing árlega. Vildi hann sanna, að þess væri engin þörf með þvf, að benda á, að eins íá aukaþing hefðu verið haldin áður en þetta ákvæði var sett. Ýmislegt fleira tók hann fram í ræðu sinni, sem bénti á, að .fullveldisvfman" er farin að renna aí honum. Forsætisráðherra taldi tillöguna meinlausa, en benti á að breyting á þessu atriði f stjórnarskránni gæti Ieitt af sér að upp risu allar deilurnar, sem sofnuðu með end- anlegri samþykt síðustu stjórnar- akrár. Bjarni frá Vogi kvað framsögu- mann ali stórtækan, er harm vildi lýsa trausti sinu, ekki að eias með fráförnum stjórnum, heldur einnig með þessari stjórn og eftirkomandi stjórnura. Kvað það liggja. f til lögunni, að minna traust væri borið til þingsins f heiid en stjórnar. G. Björnsson þótti tiilagan íara of skzmf, fyrst hreyft væri við þessu. Þótti sem áður helði verið kastað höndum of mjög að stjórn arskránni. Tillagan var ioks saraþykt og vfsað til ánnarar umræðu með allœikium meirihluta, en svo er að sjá, sem hún muni tæpast lengra fara; enda má svo segja, að litill mundi spárnaður að því, að fara nú þegar á ný, að breyta ákvæði, sem nýsett er f stjórnar skrána, og engin reynsla er komin á. Og misráðið virðist það vera, ef fara ætti nú aftur að taka upp gamla lagið, með tveggja ára fjár lögum og öllu þvf tjáraukalaga- fargani, sem þvf fylgir. Un ðaginn og veginn. Hllly kom af veiðum i gær með 15 þús. fiskjar. Hefir lagt á iand alls i8*/a þús. Ensknr togari kom hingað í gær með mann, er hafði brent sig á andliti. Terkamannafél. Hlíf f Hafnar- firði kaus á fundi sfnum sfðastl. fimtudag fjóra fulitrúa til sam- bandsþingsins. Kosntngu hlutu: Davfð Kristjánsson trésmiður, bæjarfulltrúi, Ágúst Jóhannesson kennavi, Kjartan Ólafsson verka maður og Gfsli Kristjánsson verka- maður, bæjarfulltrúi. Fisksala Alþýðuíélaganna selur nýja ýsu á 17 aura lh kg. og þyrskling á 12 aura. Okeypis tannlækningar Há skólans hjá Yilb. Bernhöft, Póst- hússtræti kl. 2 á þriðjudögúm. Ur Hafnarflrði. — Togararnir Menja og Ymir fóru á saltfiski, hinn fyrri á föstudaginn, hiun síðari á laugardaginn Enski tog. arinn Valdarf sem á að leggja upp hjá Bóklaus fór á veiðar laugardagskvöld — Mótorbáturinn Skaftfellingur kom að austan að sækja salt og fór aftur laugardag, vfst austur f Vík. — Stúlkubarn á íjórða ári dóttir Magnúsar Böðvarsson bak- ara handlegsbiotnaði á föstudags- kvöld. — Skeratun Tjaldaféiagsins var þvf miður ekki vel sótt, og var þó vel til hennar vandað og fór hún ágætlega fram — Mótorbáturinn Grótta kom á föstudag og mótorb Báran á laugardag, báðir af Akureyri. Eiga þeir að ganga á handfærafiskirí úr Hafnarfirði og leggja upp hjá Geir Zoega. — Hinrik Hansen, aldraði mað- urinc, sem alasaðist um daginn, er nú nokkuð á batavegi. — Halldór Jónsson cand, phil. hélt miög fróðlegan alþýðufyrir- lestur í gær, náttúrufræðislags efais. Skemtnn Jafnaðarmannafélags- ins á laugardagskvöldið til ágóða fyrir Félagsfræðasafnið fór ágæt- lega fram. Kvensögfélagið Freyja söng uffidir stjórn Bjarna Péturs- sonar. og var með réttu gerður góður rómur að. Var sérstaklega gerður rómur að einu lagi, þar sem mjög fögur kvennrödd söng sóló f. Stefán B. Jónsson hélt stuttan fyrirlestur og sagði frá vinnuskifta (lábour exchange) fé- lagi f Kanade o. fl. sem mjög var fróðlegt að heyra um. Sigurður súkkulaðisali söag góðar gaman- vísur, og söng þær ágætiega eins og hann er vanur. Dansinn fór fram stórslysalítið. A eftir lenti f handalögmáli milii einhverra ölv aðra manna og lcgreglunnar. Var einn settur í járn og voru margir reiðir yfir því hvað lögreglan hefði gengið fram hranalega. Jafnaðarm.félagsfandur er á miðvikudagskvöld kl. 8 uppi. — Komið nú með 25 nýja meðlimi SeagnU kotn í morgun með 17—18 þúsund fiskjar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.