Vísir - 18.04.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 18.04.1980, Blaðsíða 2
2 vtsm Föstudagur 18. aprll 1980 Telur þú að samningar náist i Jan Mayen deil- unni á næsta fundi i Osló? Magnús T. A. Magnússon borgar- starfsmaöur: Ég er svo litiö inn i þessu. Er ekki bara best aö spyrja Pétur svarta aö þessu. Breska vikan að Hdtel Loftleiðum: I Guörún Garöarsdóttir húsmóöir: Veistu þaö aö ég spekúlera akkúrat ekkert i þessu. Ég fylgist ekki meö fréttunum af þessu. Ólafur Kristjánsson skólastjóri: Mér skilst aö treglega hafi gengið á fundinum hér og tel að samningar nái ekki alveg saman i Osló. Karitas S i g u r ö a r d ó 11 i r hjúkrunarfræöingur: Ég er frek- ar vondauf um aö samningar ná- ist á næstunni. Siguröur Helgason framkvæmda- stjóri: Ég held ekki. Þeir þurfa allavega aö hittast nokkrum sinn- um i viöbót. Oyez, oyez, hrópar kallari bresku vikunnar. Gimsteina krúnunnar fýsh cflaust marga aö sjá. VEISUIMATUR, PORB Ofi RIMSTEINAR KRÚNUNNAR Það var sannarlega ,,pub” stemning á Vin- landsbar, þegar blaða- menn voru boðaðir þangað til að kynna þeim bresku vikuna að Hótel Loftleiðum. Sveinn Sæmundsson hafði mest orð fyrir gestgjöfum, sem auk hans voru Elisabeth Stephens frá Breska ferðamálaráðinu, Brian Holt frá sendi- ráðinu og Emil Guðmundsson hótel- stjóri á Loftieiðum. Auk þeirra voru mætt þau Sam Avent „pubpianisti” sem spilaði og söng og sagði sögur, og Karolina Price frá Suður-Wales i skrautlegum búningi og með pipuhatt. „Oyez, oyez, oyez” mun hljóma um götur Reykjavikur frá 23. aprll til 2. mai, en þessa daga stendur „Bresk vika” á Hótel Loftleiöum I Reykjavik. Og sá sem kallar og tilkynnir um bresku vikuna er Ray Goode, borgarkallari, en hann kemur frá þeirri fornbresku borg Hastings. Flugleiðir, Breska Feröamálaráöiö, Sendi- ráö Bretlands i Reykjavik og Hótel Loftleiðir standa fyrirr Bresku vikunni sem hefur aö undanförnu veriö vandlega undirbúin. Þá daga sem Breska vikan stendur veröur breskur matur á boðstólum en listafólk i ýmsum greinum kemur fram. „Pub-pianóleikari frá London skemmtir og sýningar verða á gulli og gimsteinum bresku krúnunnar, listaverkum frá Skotlandi og Wales og Vinlands- bar veröur breytt I enskan „pub”. í Blómasalnum verður kalt breskt-borö i hádeginu þá daga sem Bretlandssýningin stendur en frá þvi 25. april til 2. mai veröur breska kynningin I Vik- ingasal aö undanteknum kvöld- unum 28. 29. og 30. april en þau kvöld verður Bretlandskynning- in i Blómasal. Þarna verða á boöstólum breskir drykkir og breskur m'atur. Heiðursgestur á Bresku vikunni verður Magnús Magnússon sjónvarpsmaöur sem mun koma fram á hverju kvöldi. Einn þáttur Bresku vikunnar er ferðakaupstefna þar sem fulltrúar breskra ferðaskrif- stofa og breskra gistihúsa munu ræöa viö islenska starfsbræður sina. Hinn 25. april verður sýn- ing þeirra i Kristalsal Hótels Loftleiða kl. 15.00 en siðari dag- ana i anddyri hótelsins. Auk hótelhringsins Swallow Hotels sem rekur mörg gistihús I Skot- landi og norðanveröu Englandi, verður fulltrúi Grand Metropolitan Hotels sem hafa 23 hótel og gistihús i London þar á meöal eittá May Fair. Þá verö- ur fulltrúi frá Anglo and Conti- nental Educational Group sem hefur á sinum vegum tólf mála- skóla i Bretlandi og einnig frá Anglo World Educational Tld. sem standa fyrir námskeiöum i ensku i Oxford, Cambridge og viðar. Þá varöur fulltrúi frá Woodcock International i Yorkshire sem sér um skipu- lagningu feröa um Skotland, Wales og England og fleira mætti télja. Þá mun stofnun sú sem sér um uppbyggingu í Skot landi og norðanverðu Englandi eiga þarna fulltrúa en meðal annarra verkefna þeirrar stofn- unar er að auka feröamanna- straum til þessara staða. Skemmtiferðir milli Bret- lands og fslands hafa viðgengist um langan aldur og aukist veru- lega eftir tilkomu flugsam- gangna. Hingað koma árlega margir Bretar og ferðast um landið. Breskir feröamenn eru miklir aufúsugestir og mörg lönd keppast um að fá þá i heim- sókn. Fjölmargir íslendingar fara einnig til Bretlands árlega og feröast um landið. Breska 'vikan i Reykjavik er m.a. til þess ætluö aö auka kynni og kynna möguleika á slikum ferðalögum. Margt merkilegt er aö vonum að sjá i Bretlandi, hvort sem fólk kýs aö skoöa stórborgir, kynnast menningar- og listalifi eða njóta fagurrar nátturu sem svo viða er að finna. En allt þetta veröur kynnt á skemmtilegan hátt fyrir þeim, sem leggja leið sina á Hótel Loftleiðir i Bresku vikunni 23. april til 3. mái. -SV 1 I 1 i Magnús Magnússon sjónvarps- maður kemur fram á hverju kvöldi. „Pub-pianistinn" Sam Avent var ekki lengi aö fd forsvarsmenn sýningarinnar tll aö taka lagiö. Frá vinstri:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.