Vísir - 18.04.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 18.04.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Föstudagur 18. april 1980 Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Utgefandi: Reykjaprent h/f Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ólafsson. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Ellert B. Schram Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.800 á mánuöi Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Verö i lausasölu Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. .240 kr. eintakið. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. prentun B|aðaprent Ekki amast við Olafi VOND UPPÁKOMA . laugardag, '-•-mkr« skattborgara. b» nV. twlóun bandarlskr’ • þingmannanefnd sam h< - I vináttuhaimsóki- ,„M og það mun kallað ð þlngmaðurlnn malrlhlutl þ|6ðarlnnar, viljinn. þatla Indsla mil- þingræðis, ákvaðfðað víð hu?i? sam^kkl’ar h^gt’að t«l|a upp vagna pláss an seglr tll sln á ótrúlag- uslu stððum. Það er auð vllað harmsðgulagt þegar framsðknarmaður er I þlng- diplðmatatungu. Fyrlr þlngflokku Alþýðubandatagsins. u—drelllbráfl skrl bandarlskra þlngm.nn. amk.. vw. ! Atlantshaf,. I^sls. - hvSnTg þ7« M.vðSa„daí.o! £ a' t'-tkum Innanrlklv bandalaglnu og haf. hár vlljlnn hafðl brugði.t lið. lml U prlu“?^ kjn. málum. Hvað jetlast svonefnt varnarllð. Svo ef Benedlkt Grðndal. for- kom.n I ^pinbaru 14 ,v»r4ur auðvlfað þangað maður Alþýðuflokkslns. velzlunnl meðamerlsku "TiMír&í: H'^M^kr." ^r.nT^.alr« * bandar?slu7^’sendfnetnd' lHílð JTðu*IÞIðU^r!fðIi *■—lr Alþýðuflokkf *...■. <----------- -Inn? Amerlkónun ákveður öðru vlsi. t... ■ væntanlega ctlað er sem sagt alfarlð It sa papplrlnn, og lemkt Ir .............. sr papplrnum ætlað kveðlð af kjarnl lirlýslngu . Ræöa ólafs Ragnars Grlmssonar I matarboðinu meö bandarfsku þingmönnunum hefur mætt ósanngjarnri gagnrýni. Menn veröa nefnilega aö átta sig á þvi, aö hugsjóna- mennirnir á vinstri kanti stjórnmálanna eru búnir aö taka upp nýjar baráttuaöferöir. Þeim er einkum beitt i matarveisium og hátiöarræöum. Nokkuð umtal hefur orðið um þá uppákomu, þegar ólafur Ragnar Grímsson kvaddi sér hljóðs í matarveislu með banda- rískum þingmönnum til að biðja þá ásjár vegna varnarliðsins. Natósinnar ýmsir hafa hneyksl- ast mjög á þessu framferði þing- f lokksformanns Alþýðubanda- lagsins og kallað þetta „f íf lalega f ramkomu". Þetta er ástæðulaus hamagangur. ólafur Ragnar hefur fullan rétt á því að kveða sér hljóðs í matarboðum ef honum sýnist svo, og vitað er að Bandaríkjamennirnir höfðu gaman af, þótt þeir hafi hrifist meir af málakunnáttu ræðu- mannsins en efnisinnihaldinu. Hvað gerir maður ekki fyrir gesti sína? Hitt er miklu skemmtilegra hvernig þetta atvik varpar skæru Ijósi á hugsjónabaráttu vinstri manna á íslandi og pólitískt at- ferli þeirra. Farnir eru hinir glaðbeittu byltingarmenn með glampa í augum, en í staðinn eru komnir prúðbúnir fyrirmenn. Horfnir eru heitttrúaðir verkalýðsfor- ingar með sigggrónar hendur og lotið bak, en í stað þeirra fara í fylkingarbrjósti uppflosnaðir framsóknarmenn með fágaða framkomu og fína flibba. Þagnaðir eru baráttusöngvar á torgum úti, en í stað þess sóttar snobbaðar matarveislur með hvítvíni og eftirmat. Nú er hneykslast á því, ef ein- hverjum dettur í hug, að samráð skuli höfð við verkalýðshreyf- inguna áður en tillögur eru lagðar f ram, og almennar grunn- kaupshækkanir eru taldar fá- sinna af ráðsettum og ábyrgum ráðherrum. Vinnuveitendasambandið er orðið að helsta bandamanni „stjórnar hinnar vinnandi stétta". Herstöðvarmálið liggur í þagnargildi, en lögð f ram bænar- skjöl í lokuðum umslögum, þegar óvinurinn kemur í heimsókn. Allt eru þetta hin kostulegustu tíðindi, og hefði þótt saga til næsta bæjar í eina tíð. En svo er nú komið örlögum Alþýðubanda- lagsins, að það leggur meir upp úr dúnmjúkum ráðherrastólum en róttækri byltingu. Skyldu ekki gömlu baráttukommarnir snúa sér við í gröfinni, ef þeir fengju vitneskju um að borgaraleg upp- hefð væri forystusveit Alþýðu- bandalagsins kærkomnari en valdataka öreigastéttarinnar? Og svo eru sumir lesendur Þjóðviljans að undra sig á því að blaðið sé orðið leiðinlegt ráð- herrablað! Þeir fylgjast bara ekki með, gera sér einfaldlega ekki grein fyrir því, að fram- sóknarmenn og smáborgarar hafa tekið völdin í Allaballanum og blaðið er í takt við þróunina. Ólafur Ragnar hefur auðvitað sama rétt til að ávarpa banda- ríska þingmenn á góðri ensku, eins og Svavar Gestsson til að taka að sér formennsku í Frí- versiunarbandalaginu. Og Ólafur getur með fullri sæmd sent Bandaríkjaþingi bænaskjal eins og Hjörleifur Guttormsson að flytja þakkargjörð til Elkem Spiegerverket. Ölafur Ragnar má með réttu sækja matar- veislur á laugardögum, eins og Þröstur Olafsson og allir hinir ungkommarnir fá að leika valda- menn í ráðuneytum hvern virkan dag. Þetta er ekki spurning um „fíflaiega framkomu" heldur jafna aðstöðu og sama rétt hinnar nýju forystusveitar, til þeirrar upphefðar, sem nú er efst á stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins. Svo lengi sem öreiga- stéttin skilur þann boðskap Ragnars Arnalds að almennar grunnkaupshækkanir séu út í hött og heimtar ekki að haft sé við sig samráð að óþörfu, þá mega menn ómögulega vera að amast við honum Ólafi. Er heyrnin farin að dofna? Vfsindunum fleygir fram og sfálfsagt að leita sérfræðinga ef svo er Hvaö er til bragös ef þú finnur aö heyrnin er farin aö dofna? Þetta hafa þúsundir Islendinga upplifaö, — og flestir, en þvi miöur ekki allir, hafa þegar leitaö til sérfræöinga til aö fá bót meina sinna. Landsmenn allir eiga aögang aö Heyrnar- og talmeinastöö ís- lands, sem er ný stofnun innan heilbrigöiskerfisins, Háls-, nef og eyrnadeild Borgarspitalans i Reykjavik, sem þjónar lands- mönnum öllum. 1 Reykjavik starfa tiu sér- fræöingar I háls-, nef og eyrna- lækningum og tveir sem aöeins sinna eyrnasjúkdómum. Úti á landi er sérfræöinga I þessum sjúkdómum ekki aö finna, þvi miöur. Tæki til heyrnamælinga og rannsókna hafa á undanförnum árum tekiö stórstigum framför- um, þar hefur rafeindátæknin komiö viö sögu eins og viöar og gefur læknunum glöggar upp- lýsingar um heyrn viökomandi sjúklings, og venjulega er unnt aö fá úr þvi skoriö hvert eöli heyrnarskeröingarinnar er og hver orsökin er fyrir henni. Slöar. er reynt eftir megni aö fá viöeigandi læknis-meöferö. Hjá Heyrnar- og taímeina- stööinni er ekki um læknismeö- ferö aö ræöa, en hún er aftur á móti framkvæmd i Borgar- spitalanum, sem er eina sjúkra- hús landsins sem býöur upp á slika læknismeöferö. Samkvæmt lögum eiga Heyrnar- og talmeinastööin og Háis-, nef og eyrnadeild Borgarspitalans aö veröa undir einu þaki meö tlmanum og i sambandi viö hvor aöra. Féleysi heilbrigöisyfirvalda landsins er þess valdandi aö enn bólar ekki á framkvæmd þessa. Er Heyrnar- og talmeinastööin um þessar mundir aö flytja i ný húsakynni I Valhöll (Sjálf- stæöishúsinu) viö Háaleitis- braut. Til Heyrnar- og talmeina- stöövarinnar koma árlega meira en 3000 manns til skoö- unar og er hún I rauninni beint framhald af heyrnardeild stöövarinnar, en er nú rikis- stofnun og þjónar öllum lands- mönnum. Taliö er aö um 200 íslendingar séu meö öllu heyrnarlausir og mállitlir. Heyrnleysingjaskól- inn á öskjuhliö hefur annast uppfræöslu þessa hóps, en þar eru nú um 70 nemendur og hefur öli aöstaöa til kennslu mjög vænkast eftir aö skólinn flutti I hin nýju húsakynni sin fyrir nokkrum árum og veröur ekki Brandur Jónsson skólastjóri Heyrnieysingjaskólans ásamt ungum nemendum annaö sagt en aö þar hafi náöst merkilega góöur árangur. Við framhaldsdeild skólans eru nú 12 nemendur I ýmsum iöngrein- um, sem stefna aö þvi aö fara út á atvinnumarkaöinn sem nýtir og gegnir borgarar. Algengara er þaö aftur á móti aö heyrn deyfist þannig aö til baga sé, og tiigangur sölu Rauðu fjaörarinnar um þessa helgi er einmitt aö koma til liös viö fyrirliggjandi starf gegn þeim vágesti sem „hinn þögli heimur” er fólki. —JBF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.