Vísir - 18.04.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 18.04.1980, Blaðsíða 12
vism Föstudagur 18. aprll 1980 12 Verkföll eöa samningar? Í Fréttaljósinu er gerd úttekt á stödunni í samningamálunum Auk þ ess er í blaöinu pistill Aöalheiöar Bjarnfreösdóttur, Ritstjórnarpistill, Helgarpopp Sandkassinn og fleira... :v:§!w:§Í: „Poppið var auð vitað bara bernskubrek,, Áskell Másson í Helgarviðtali „Ert þú ekki Rann veig og Krummi?” — Spjallað við Rannveigu Jóhannsdóttur A hverfanda hveli — Allt sem þú þarft að vita um þessa gömlu og sigildu mynd, sem nú er sýnd í einu kvikmyndahúsanna ðregla hefur ekki veriD mér fótakefli á 10 ára keppnisfeiil Fyrir skömmu skrifaöi Sæmundur óskarsson, for- maöur Skíöasambands Islands, grein i Visi, þar sem hann vegur aö skiöamönnum á einstaklega ósmekklegan hátt. Ég er þar sérstaklega nafngreindur á- samt Siguröi Jónssyni, 10 ára sklöaferill minn troöinn i svaöiö meö dylgjum um óreglu og drykkjuskap. Þá er oröalag greinar Sæmundar svo loö'iö, aö allir skiöalandsliösmennirnir liggja undiir grun. T.d. talar hann um aö ekki sé minnsta á- stæöa til aö sýna „sumum pilt- anna tiltrú aö þessu leyti” og á þar viö áfengisneyslu. Undir þessu getég ekki setiö þegjandi. Fyrst vil ég snúa mér aö fjár- málunum. Sæmundur segir aö aldrei hafi veriö variö ööru eins fé til skiöalandsliösins og undanfarin tvö ár. 1 byrjun ársins 1979 fór ég I æfinga og keppnisferö um Miö- Evrópu i einn mánuö. SKl borg- aöi ekki eyri af kostnaöi viö þá ferö. I nóvember sama ár fór ég i keppnisferö til ltaliu. Fæöi, húsnæöi, lyftugjöld og feröa- kostnaö greiddi ég sjálfur. Siöan fórum viö Siguröur Jónsson á- samt Arna Þór Árnasyni I keppnis- og æfingaferö i janúar sl. Guömundur Söderin var þjálfari, en Sæmundur farar stjóri. Sjálfur greiddi ég fæöi, húsnæöi, lyftugjöld utan keppna og farseöla. 1 tveim siöastnefndu feröun- um sá SKl um kostnaö vegna þjálfara og fyrir A-landsliöiö var greitt aö fullu. Viö i B-liöinu nutum einnig góös af bilaleigu- bilum, sem hvort eö er heföi þurft aö taka fyrir A-liöiö. Ef Sæmundur kallar þetta fjár- austur I mig þá veit ég ekki hvaö peningaaustur er. Þaö skal hins vegar tekiö fram aö Skiöaráö Akureyrar hefur stutt mig meö ráöum og dáö þennan tima, bæöi móralskt og meö peninga- styrkjum, sem nema um 300 þús. kr. Engin áfengisneysla i ferðinni Þá vil ég vikja að áfenginu, sem Sæmundur vill telja undir- rót þess leiöinlega mórals, sem skapast hefur milli hans og ski'ðamannanna. Sannleikurinn er sá, aö i þessum feröum var ekki haftáfengium hönd. Sæm- undur óskarsson hefur heldur aldrei haft ástæöu til þess aö hafa afskipti af áfengisneyslu hjá mér I keppnisferöum. A- fengi eöa óregla hefur heldur aldrei veriö mér fótakefli i ski'öaíþróttinni á minum 10 ára ferli. Þess vegna þykir mér það hart aö fá þaö framan i mig frá forystumanni skíöaiþróttar- innar i lok keppnisferils mins, aö þaö heföi fyrir löngu átt aö vera búiö aö vikja mér úr lands liöinu af þessum sökum. 1 einni áöurnefndri ferö keypti félagi minnáfengi I Frihöfninni á útleiö. Ég geymdi það fyrir hann og Sæmundi var kunnugt um þaö. Hann vissi hins vegar fullvel aö flaskan var aldrei opnuö i feröinni og þaö var ekki landsliösmaöur sem naut henn- ar þegar heim kom. Þetta er eina „áfengisvandamáliö” sem Sæmundur getur bendlaö viö mig. Ég er þó ekki að halda þvi tram, aö ég sé stakur bindindis- maöur. Ég get veriö glaður á góöri stund þegar þaö á viö. Þaö er mitt mál og hefur ékki oröiömér tiltrafala i lifinu. Þaö kemur Sæmundi Óskarssyni heldur ekki viö. Yfirgangur Sæmundur Sáemundur vill stæra sig af þvi aö hafa náö hagstæöum samningum viö skiöaframleið- endur og þannig útvegað okkur frian búnaö. Sannleikurinn er hins vegar sá, aö ég haföi sjálf- ur náö góðum samningum áöur Sæmundurkom til skjalanna og haföi allan búnaö frían. Sæmundur gat þar engu um bætt. Sæmundur náöi til aö byrja meö góöum samningum viö sklðaframleiöendur og naut þar góðs árangurs Siguröar Jóns- sonar fyrst og fremst. Nú er hins vegar heldur betur fariö aö snúast á ógæfuhliöina. Enginn verksmiöja vill lengur borga i þennan fræga skiöasjóö Sæmundar og sumar þeirra neðarnxials Haukur Jóhannsson skiðamaður á Akureyri skrifar hér grein og gerir ýmsar athuga- semdir við hina um- deildu grein Sæm- undar óskarssonar er birtist i Visi fyrir skömmu. vilja ekki einu sinni leggja til búnaö. Mér hafa sagt menn, sem til þekkja, aö þar sé um aö kenna yfirgangi Sæmundar. Sæmundur telur aö þaö slæma andrúmsloft sem hafi skapast sé Imyndaðri óreglu okkar aö kenna. Ég er á annarri skoöun og vii benda á nokkrar ástæður, sem gætu valdiö meinsemdinni. Sæmundur hefur aldrei getaö umgengist okkur eins og full- oröiö fólk. Hann hefur viljað ráöskast meö okkur eins og smábörn og i engu viljað ansa á- bendingum okkar. Það hefur oft tekiö á þolinmæðina hjá mér þeg ar Sæmundur hefur sagt æfingarnar hjá okkur rangar og ætlað aö bæta úr. Jafnvel hefur hann gengið svo langt aö segja þjálfaranum fyrir verkum viö æfingatilhögun. Slikt er óþol- andi frá reynslulausum manni, sem getur varla staöiö skamm- laust á sklðum sjálfur. Meö þessu móti hefur Sæm- undur farið út fyrir sinn verka- hring, sem er hans stærsti feill. Meö þessu og ýmsu ööru hefur hann sjálfur eyöilagt móralinn. Simtöl á segulband Fleira mætti nefna. Sæmund- urhefur t.d. segulband viö sim- ann hjá sér og tekur flest samtöl viö okkur upp á band. Ekki er það beint smekklegt. Éghringdi til hans til að fá skýringar á þeirri grein sem ég hef hér tekið til umræöu. Þegar ég hafði kynnt mig sagöist hann ekkert hafa viö mig aö tala og skellti á. Það atvik lýsir viöskiptum for- mannsins viö okkur slrföamenn- ina betur en mörg orö. Þaö þarf mikinn hæfileika- mann til að stýra sérsambandi innan Iþróttahreyfingarinnar eins og Skíöasanibandinu. Sæm- undur hefur ekki þá hæfileika sem til þarf, þó ég viðurkenni fúslega aö hann er mörgum góö- um kostum búinn. Ég tel hann of þrjóskan og einþykkan til að valda þvi' embættí er krefst per- sónuleika, sem á gott með aö hrifa fólkmeð ólik sjónarmiö til starfa. Þann peréóriuleika hefur Sæmundur ekki. Enn er grein sú er Sæmundur óskarsson reit á dögunum til umræöu á siöum Visis oghefur mál þetta allt vakiðmikla athygli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.