Vísir - 18.04.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 18.04.1980, Blaðsíða 16
VlSIR Föstudagur 18. aprll 1980 Umsjón: Axel Ammendrup Loöinn og brosandi — þannig þekkir fólk Ivan Rebroff. Rebroff kemur á morgun: Rðdd hans spannar fimm áttundir - br(r hljómleikar I Reykjavik og hljómleikalerð um landið fyrirhuguð Eins og Visir skýrði frá fyrir nokkrum vikum mun Ivan Rebroff halda nokkra hljómleika á íslandi i april. Hann er væntanlegur til landsins klukkan 17 á morgun og mun hann — ásamt bala- laikahljómsveit sinni — halda þrenna hljómleika i Háskólabiói. Þeir fyrstu verða á miðvikudaginn, siðan á föstudaginn og þeir þriðju á laugardaginn. Miðasala á tónleikana hófst i gær i Háskólabiói og Bókaverslun Eymundssonar. Þá hefur Ivan Rebroff áhuga á aö feröast um landiö og halda hljómleika, og mun hann þvi veröa á íslandi eitthvaö fram í mai. Nú þegar eru ákveönir hljómleikar 1 Vestmannaeyjum, Akranesi og i Njarövlkum, og til greina kemur aö halda hljóm- leika á fleiri stööum, eins og t.d. á Seyöisfiröi, Stykkishólmi, Skaga- firöi og Siglufiröi. Rebroff, sem er af rússneskum ættum, fæddist I Berlin áriö 1931. Þessi tveggja metra hái bassa- söngvari er hvaö frægastur fyrir gifurlegt raddsviö, sem taliö er aö spanni tæpar fimm áttundir. Hann hefur veriö hafinn til skýj- anna jafnt af gagnrýnendum sem almenningi og hér á landi uröu plötur hans vægast sagt mjög vin- sælar. Rebroff var viö fiölunám áöur en hann sneri sér aö söngnámi, en frumraun hans á óperusviöinu var þegar hann söng Don Basilio I Rakaranum I Sevilla I Frankfurt- óperunni áriö 1962. Þar sló hann I gegn og söng aöalkarlhlutverkin I Frankfurtóperuni næstu tvö árin. Á næstu árum öölaöist hann glfurlega frægö og var eftirsóttur i útvarps- og sjónvarpsþætti um alla Evrópu og hann hélt fjölda- marga hljómleika. Ariö 1969 hlaut Rebroff mikiö lof fyrir túlkun sina á Tevye i franskri útgáfu á Fiölaranum á þakinu og ári slöar kom hann fyrst fram I New York, og einnig þar sló Rebroff öll aö- sóknarmet. Ivan Rebroff býr nú nálægt Frankfurt og helgar sig tónlist og lestri — auk þess sem hann lltur eftir heilli hjörö af ýmiss konar gæludýrum. Mia Farrow og Tom Conti i „Vltahring”. Efnisrýp hringur iÍh wm ■ ■ ■ ■■líl Regnboginn: Vitahringur Leikstjóri: Richard Loncraine Kvikmyndun: Peter Hannan Handrit: Dave Humphries Aöalleikarar: Mia Farrow, Keir Dullea og Tom Conti. Ensk-kanadlsk, árgerö 1978. Regnboginn sýnir nú hrollvekj- una „Vltahring”. Þar segir af ungri konu sem hefur mistekist hrapallega aö bjarga ungri dóttur sinni frá bana. Eftir lát barnsins er konan ekki lengur heil á geös- munum og myndin fjallar um óra hennar og undarleg uppátæki. Efni myndarinar er þvl sem næst eins fáfengilegt og veröa má. En spennan magnast stööugt eftir þvi sem atburöarásin veröur ruglingslegri og ótrúlegri. Miu Farrow, sem leikur ungu konuna, tekst ákaflega vel aö túlka sálsjúka manneskju. En þaö er ekki Mia Farrow ein sem sýnir ágæta framistööu I „Vlta- kvikmyndir Sólveig K. Jónsdóttir skrifar hring”. 011 tæknivinna viö mynd- ina er ákaflega vel af hendi leyst. Lýsing og myndataka er oft á tíö- um áhrifamikil, enda ljósi og Einkunn: 5.0 skuggum óspart beitt til aö ná fram hughrifum hjá áhorfandan- um. Hljóö er ákaflega þýöingar- mikill þáttur i hverri hrollvekju og þaö er notaö af kænsku eins og annað sem snertir tækni I „Vlta- hring”. Þegarlitiöerá alla þá afbragðs vinnu sem lögö hefur veriö 1 „Vltahring” er illt aö þurfa aö segja aö myndin sé I heild ákaf- lega lítils viröi. Handrit myndar- innar er þess konar heilaspuni aö vart finnst nokkur gild ástæöa fyrir því aö velja slíka sögu til kvikmyndunar. Handritiö ber aö auki glögg merki þess aö vera soöiö upp úr nokkuð langri skáld- sögu. Auövitaö má hafa gaman af góöum vinnubrögöum sem snúa aö tæknihliö kvikmyndar, en eftir ööru er heldur ekki aö slægjast I „Vltahring”. —SKJ Arni Tryggvason og Bjarni Steingrimsson I hlutverkum Estragons og Vladimirs I „Beðiö eftir Godot”. Vfsismynd: GIsli Sigurgeirsson. Ætlaðl að verða s|ó- maður en ekki leikarí” - Spjaiiað við Árna Tryggvason, sem tekur pált í irumsýnlngu Leikfðlags Akureyrar I kvöld ,,Ég steig fyrstu sporin á leiksviði þegar ég var i Borgarfirði eystra og Jón Björnsson, kaup- félagsstjóri þar hvatti mig eindregið ti að snúa mér að leiklistinni”, sagði Arni Tryggvason, leikari, i samtali við Visi. 1 kvöld stendur Árni i ströngu á fjölunum i Samkomuhúsinu á Akureyri, þar sem hann biður eftir Godot. Árni leikur gestaleik meö Leikfelagi Akureyrar I þessu verki, en I staö hans kemur Þrá- inn Karlsson aö noröan til Þjóö- leikhússins og leikur I Smala- stúlku Siguröar málara. „Annars ætlaöi ég mér nú aö veröa sjómaöur, en ekki leik- ari”, sagöi Árni. „En eftir aö ég byrjaöi meö leikfélagi Reykjavlkur 1947 varö ekki aftur snúiö. Eg sagöi þó ekki skiliö viö sjóinn. Ég er Hrlsey- ingur, þar eigum viö hjónin athvarf og þaöan geri ég út yfir sumartímann — á meira aö segja min eigin bát.” Hvernig er aö starfa meö Leikfélagi Akureyrar. „Jú, þetta er allt I lagi, hér er ágætis fólk og gott aö vera. Ann- ars er munurinn ekki mikill, leikarar eru alls staöar eins og leikhúsiö hér á Akureyri er ekki ósvipaö Iönó. Ég held aö þetta sé mjög jákvæö stefna, aö skipta svona leikurum milli at- vinnuleikhúsanna. Þetta er góö tilbreyting fyrir okkur og ekki síöur fyrir áhorfendurna”, sagöi Árni. G.S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.