Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ U NDANFARNA daga hafa verið sett í Bandaríkjunum og Frakklandi ný lög sem rekja má til hryðjuverkanna 11. september 2001 og fela í sér rýmkaðar heimildir lög- reglu til rannsóknaraðgerða. Svipað- ur lagabálkur er nú í undirbúningi í Þýskalandi og verður lagður fyrir þingið í Berlín á næstu dögum. Sömu sögu er að segja frá Bretlandi. Lög þessi snerta mikilvæg atriði í refsi- réttarfari viðkomandi ríkja. Dregnar eru nýjar markalínur milli rann- sóknarheimilda lögreglu annars veg- ar og persónuréttinda hins vegar. Enginn dregur í efa að tilefnið er ær- ið en hins vegar vekur hinn mikli flýtir sem lög þessi eru afgreidd í ugg um að afleiðingarnar til lengri tíma litið hafi ekki ætíð verið hugs- aðar til enda. Bæði Mary Robinson, mannrétt- indafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, og Walter Schwimmer, framkvæmda- stjóri Evrópuráðsins, hafa varað við því að grípa til svo harkalegra að- gerða að grundvallargildum lýðræð- isríkja sé stefnt í voða. Þannig minnti Schwimmer nýlega á það í ræðu að Mannréttindadómstóll Evr- ópu hefði í dómi frá árinu 1978, sem snerist um viðbrögð í Þýskalandi við hryðjuverkum Rauðu herdeildanna og Baader-Meinhof-samtakanna, sagt að hætta væri á að löggjöf gegn hryðjuverkum gæti „grafið undan eða jafnvel tortímt lýðræði undir því yfirskini að vernda það“. Auðvitað verði að tryggja að löggjöf sé í sam- ræmi við þarfir samtímans. Það kunni að vera nauðsynlegt að rýmka tilteknar heimildir lögreglu sem feli aftur í sér skerðingu á ferðafrelsi og friðhelgi einkalífs. „Hins vegar verða allar slíkar aðgerðir að vera sniðnar eftir þeirri sérstöku hættu sem þeim er ætlað að afstýra, þær verða að vera í réttu hlutfalli við ógn- unina sem þeim er ætlað að fyrir- byggja. Og síðast en ekki síst, ef við viljum komast hjá því að setja á fót lögregluríki, þá verður að ætla dóm- stólum hlutverk við að afstýra mis- beitingu valds,“ sagði Schwimmer (sjá ræðu framkvæmdastjórans 8. október 2001, http://www.coe.int/T/ E/Secretary_General/). Til verndar föðurlandinu Í lok október samþykkti öldunga- deild Bandaríkjaþings með 98 at- kvæðum gegn einu lög um baráttu gegn hryðjuverkum sem kallast „Uniting and Strengthening Amer- ica by Providing Appropriate Tools Required to Intercept and Obstruct Terrorism Act of 2001“ (USA PATRIOT Act). Lögin gengu þegar í gildi við undirskrift George W. Bush forseta hinn 26. október 2001. Lögin innihalda fjölmörg ákvæði þar sem rýmkaðar eru heimildir til eftirlits með fjarskiptum og auðveld- aður er aðgangur að persónuupplýs- ingum. Eini öldungadeildarþing- maðurinn sem skarst úr leik var demókrati frá Wisconsin, Russ Fein- gold, sem lýsti því yfir að: „Varð- veisla frelsisins er ein af ástæðunum fyrir því að við heyjum þetta stríð gegn hryðjuverkum. Við töpum stríðinu án þess að hleypa af einu skoti ef við fórnum frelsisréttindum borgara Bandaríkjanna.“ En hvaða ákvæði er hér um að ræða nánar tiltekið? Það er ekki ein- falt að gera í stuttu máli grein fyrir efni laganna, en frumvarpið var 342 blaðsíður á lengd. Mörg ákvæðin snerta heimildir til eftirlits með fjar- skiptum, þar með talið tölvupósti og netnotkun. Ákvæðin eiga það sam- merkt að draga úr eftirliti dómstóla með aðgerðum lögreglu og rýmka heimildir leyniþjónustu til eftirlits án þess að hefðbundar reglur um sakamálarannsókn eigi við en þær taka að jafnaði hæfilegt tillit til frið- helgi einkalífs og réttar manna til að teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Þá fela lögin í sér strangari reglur um útlendingaeftirlit. Þannig má halda útlendingi í gæslu í allt að viku án þess að ákæra sé borin fram ef ástæða er talin til að ætla að hann ógni þjóðaröryggi. Eins verður heimilt að láta útlending sæta örygg- isgæslu um óákveðinn tíma ef af ein- hverjum ástæðum er ekki hægt að vísa honum úr landi. Lögin auka heimildir lögreglu til að fylgjast með notkun Netsins. Hingað til hefur lögregla getað feng- ið upplýsingar hjá símafyrirtækjum um hvaða símanúmer hafi tengst á tilteknu tímabili án þess að þurfa að sýna fram á meira en að þær upplýs- ingar „skipti máli“ fyrir sakamála- rannsókn. Nú verður hægt á sömu forsendum að fá upplýsingar um hvaða heimasíður tiltekinn netnot- andi hafi heimsótt á tilteknu tímabili sem felur óneitanlega í sér ennþá viðkvæmari persónuupplýsingar. Ennfremur veita lögin alríkislög- reglunni FBI aðgang að persónu- upplýsingum í fórum einkaaðila. FBI þarf einungis að tilkynna dóm- stóli að slík rannsókn eigi sér stað og að upplýsingarnar geti skipt máli. Þar er því ekki um að ræða mikið eftirlit af hálfu dómstóla. Einnig er liðkað fyrir því að mis- munandi leyniþjónustur skiptist á upplýsingum. Þá hafa mannréttindasamtök gagnrýnt að nýju lögin kunni að víkka svo skilgreiningu á hryðju- verkum að meðlimir venjulegra bar- áttusamtaka eins og Greenpeace kunni að falla þar undir ef þeir ger- ast sekir um aðgerðir sem stofna lífi manna í hættu. Mannréttindasamtök eins og Am- erican Civil Liberties Union (ACLU) hafa lýst því yfir að þau muni verða mjög á varðbergi og fylgjast með því hvernig lögin verða framkvæmd. Það hljóti að vera hægt að tryggja öryggi borgaranna án þess að skerða um of frelsisréttindi þeirra. Slík samtök hafa þó ekki gef- ið til kynna að lögin verði borin undir dómstóla til að láta reyna á stjórn- skipulegt gildi þeirra. Bendir það til að menn áliti að lögin endurspegli einfaldlega nýjan veruleika sem verði að sætta sig við. Öryggi í daglegu lífi Í Frakklandi hafði lengi verið í undirbúningi lagabálkur um öryggi í daglegu lífi (loi sur la sécurité quotidienne). Eftir atburðina í Bandaríkjunum í september síðast- liðnum var ákveðið að bæta inn ákvæðum sem vörðuðu sérstaklega fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hryðjuverkum. Voru lögin samþykkt 31. október 2001. Líkt og í Banda- ríkjunum ríkti mikill einhugur um þessi viðbótarákvæði, þrettán tals- ins, og einungis einn þingmaður var á móti, Noël Mamère úr flokki græn- ingja. Kvaðst hann ekki sáttur við að hryðjuverkamenn, útlendingar og smáafbrotamenn væru settir allir undir sama hatt. Nýju lögin fela í sér meðal annars að lögreglu er heimilað að leita í bif- reiðum án dómsúrskurðar. Þá eru húsleitarheimildir rýmkaðar. Rýmk- aðar eru heimildir öryggisvarða til að leita á fólki á opinberum stöðum eins og stórmörkuðum og hefur ver- ið haft í flimtingum að þetta sé liður í að „einkavæða“ löggæsluna. Lögin þrengja að fjarskiptaleynd. Þannig verður heimilt að krefja net- þjónustufyrirtæki um að þau geymi gögn um umferð (svokallaðar log- skrár) í allt að eitt ár. Persónuvernd Frakklands (CNIL) hafði lagt til að ekki yrði gengið lengra en að heimila slíka geymslu í þrjá mánuði en allt kom fyrir ekki. Eins fela lögin í sér að skylda má fyrirtæki sem búa til eða nota dulkóðunarforrit fyrir fjar- skipti til að láta dulkóðunarlykil af hendi við lögreglu. Kunnáttumenn á sviði tölvuglæpa hafa gagnrýnt þessi ákvæði fyrir að vera fremur haldlaus í baráttunni við hryðjuverk (sjá „Comment hacker Matignon et Elysée avec ou sans LSQ…“, www.transfert.net). Engum tölvu- þrjóti sem hefði hryðjuverk í huga myndi til dæmis detta í hug að skilja eftir sig slóð á Netinu enda sé hægð- arleikur að fela hana. Þá taki lögin ekki nægilegt tillit til þess að margir noti dulkóðun án þess að geta síðar látið lykilinn í té af fullkomlega lög- mætum ástæðum. Aðgangur að persónuupplýsingum Þjóðverjar hafa talið sér skylt að grípa til hertra fyrirbyggjandi að- gerða gegn hryðjuverkum enda virð- ast hafa verið lögð á ráðin um hryðjuverkin í Bandaríkjunum á þýskum stúdentagörðum. Eftir strangar samningaviðræður milli stjórnarflokkanna í Þýskalandi er frumvarp innanríkisráðherrans Otto Schily nú komið á lokastig. Kjarni þessara áforma er að auka samstarf og skipti á upplýsingum milli al- mennrar lögreglu og öryggislög- reglu. Dregið verður úr fjarskipta- leynd og vernd persónupplýsinga í þágu fyrirbyggjandi rannsóknarað- gerða. Þá er ráð fyrir því gert að persónuauðkenni líkt og fingraför verði í persónuskilríkjum. Sam- bandslögreglunni verði og heimilað- ur aðgangur að persónuupplýsing- um bæði hjá opinberum og einkaaðilum án þess að um rök- studdan grun um refsivert athæfi sé að ræða. Þá stendur til að rýmka aðgang leyniþjónustu að gögnum um banka- innistæður einstaklinga og að gögn- um í fórum flugfélaga og póstfyrir- tækja. Loks er gert ráð fyrir hertu eft- irliti með þeim sem sækjast eftir landvistarleyfi í Þýskalandi. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, kristilegir demókratar, er ekki líklegur til að veita mikla mótspyrnu gegn þessum áformum enda hefur hann löngum sett öryggi borgaranna á oddinn. Frjálsir demókratar hafa hins vegar gagnrýnt áformin harka- lega. Þannig er því haldið fram að engin af þessum nýju ráðstöfunum hefði getað komið í veg fyrir hryðju- verkin í Bandaríkjunum. Orðspori Þýskalands sem réttarríkis sé stefnt í voða (sjá t.d. http://www.sued- deutsche.de/aktuell/sz/arti- kel92037.php). Á skjön við mannréttinda- sáttmála Evrópu? Það er ekki erfitt að koma auga á hættuna sem stafar af lagabreyting- um sem þessum sem gerðar eru í miklum flýti undir þrýstingi almenn- ingsálits um að gripið sé til róttækra aðgerða. Þótt svokölluð sólarlags- ákvæði séu bæði í frönsku og banda- rísku lögunum, þ.e. að þau beri að endurskoða innan tiltekins frests, þá er auðvitað hætt við að erfitt verði að draga í land síðar. Löggjöf af þessu tagi felur í sér hættu á að seilst sé lengra en tilefni er til, útlendingar og þá sérstaklega múslímar muni eiga undir högg að sækja, fjarskipta- leynd bíði hnekki og meginsjónar- miðum um vernd persónuupplýsinga verði varpað fyrir róða. Hvaða Evrópuríki varðar vaknar auðvitað spurning um hvort breyt- ingarnar standist gagnvart Mann- réttindasáttmála Evrópu. Breska ríkisstjórnin hefur greinilega áttað sig á þessum vanda því innanríkis- ráðherrann hefur boðað að nýtt verði heimild 15. greinar sáttmálans til skerðingar réttinda á hættutím- um. Nánar tiltekið standi til að setja fram tímabundinn fyrirvara við 5. grein sáttmálans en þar eru taldar upp með tæmandi hætti heimildir til að hneppa menn í varðhald. Breska stjórnin hefur nefnilega í hyggju að setja lög, að bandarískri fyrirmynd, sem heimila gæsluvarðhald útlend- inga um óákveðinn tíma sem grun- aðir eru um aðild að hryðjuverka- samtökum ef ekki er hægt að vísa þeim úr landi (til dæmis vegna þess að framsalssamningur sé ekki fyrir hendi eða vegna þess að viðkomandi bíði ill meðferð í heimaríki). Að óbreyttu kynnu slík lög að stríða gegn 5. grein mannréttindasáttmál- ans. Löggæslan fær frjálsari hendur Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti virðir fyrir sér lögin gegn hryðjuverkum eftir að hafa undirritað þau við há- tíðlega athöfn 26. október. Lögin veita löggæslunni auknar heimildir til húsleitar og rannsóknar á skrám fyr- irtækja á laun og rétt til að hlera símtöl og tölvusamskipti. Höfundur er lögfræðingur á mann- réttindaskrifstofu Evrópuráðsins. Skoðanir sem fram kunna að koma í þessari grein eru á ábyrgð höfundar. Vinsamlegast sendið ábendingar um efni til pall@evc.net. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.