Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  I SBERG Ltd. hefur einbeitt sér að sölu á ferskum fiski á Humber- side-svæðinu í tæplega 16 ár. Fyr- ir um einu og hálfu ári tóku for- svarsmenn fyrirtækisins ásamt öðrum hluthöfum Fishgate ákvörðun um að byggja nýjan fisk- markað í Hull. Framkvæmdir hóf- ust í janúar sem leið og stóðst öll tímaáætlun en heildarkostnaður- inn við 4.000 fermetra bygginguna nemur um fimm milljónum punda, um 765 milljónum króna. „Fullkomnasti fiskmarkaður í Evrópu“ Magnús Guðmundsson segir að með breyttum aðstæðum á nýjum fiskmarkaði opnist margir möguleikar. Mörg stór fyrirtæki, sem flytji inn fisk til Hull frá öðrum löndum, eigi í erfiðleik- um varðandi flokkun og pökkun í eigin húsum og taki trúlega nýrri aðstöðu fagnandi. „Því reikna ég með að þjónustuþátturinn komi til með að aukast,“ segir hann. Færeyingurinn Jens Christian Olsen er for- stjóri Fishgate og segir hann að byrjunin sé samkvæmt áætlun. Aðalatriðið í fyrstu atrennu hafi verið að styrkja tengslin við núverandi við- skiptavini og síðan að snúa sér að því að stækka hópinn. Arthur Cook, stjórnarformaður, tekur í sama streng en hann sagði við opnunina að fyrsta kafla væri lokið og langur vegur væri framundan. Í því sambandi bendir Magnús á að grunnurinn sé kominn en eftir eigi að byggja ofan á hann. Næstu skref verða þau að byggja upp og styrkja flæði upplýsinga milli kaupenda og seljenda. Nú vinni menn að því að kynna ein- stök vörumerki sem séu byggð á bátsnöfnum eða nöfnum sendenda. Magnús segir að fyrir fjórum árum hafi menn staðið frammi fyrir þremur möguleikum. Í fyrsta lagi að gera ekki neitt og standa í stað. Í öðru lagi að endurnýja gamla markaðinn og í þriðja lagi að byggja fullkominn markað. Nið- urstaðan hafi orðið sú að ef haldið yrði áfram á sömu braut yrði sjálfhætt innan fárra ára, fyrst og fremst vegna þess að ímynd fiskmarkaða í Bretlandi væri það slæm. Sú ímynd hefði ekki breyst mikið ef fjárfest hefði verið í gamla markaðnum og því hefði verið ákveðið að leita nýrra leiða. „Árangurinn er fullkomnasti fisk- markaður í Evrópu,“ segir Magnús. Áður en ráðist var í framkvæmdir var málið m.a. kynnt sjávarútvegsráðherra Breta með það fyrir augum að fá álit hans og stuðning. Magnús segir að í fyrstu hafi hann talið að ekki væri þörf fyrir tvo markaði á svæðinu og hefði vísað til þess að fyrir nokkrum árum hefði verið byggður nýr markaður í Grimsby sem hefði kostað um 13 til 14 milljónir punda. Eftir að hafa farið yfir framlögð gögn hefði hann hins vegar beitt sér fyrir því að ríkisstjórnin styrkti verkefnið sem næmi 20% kostnaðar og látið þau orð falla að þetta væri það eina sem hann hefði séð sem gæti komið iðngreininni á hærra plan. „Auk þess styrkti borgin okkur, menn trúðu og treystu á viðskiptaáætlunina og í kjöl- farið héldum við af stað,“ segir Magnús. Svart og hvítt Það er mikill munur á byggingunni þar sem fiskmarkaðurinn í Hull var þar til í október sem leið og Fishgate fiskmarkaðnum sem opnaður var formlega sl. föstudag eftir að hafa verið notaður til reynslu í tæplega mánuð. Í gamla markaðnum gengu menn út og inn og yfir allt, þess vegna reykjandi, en í þeim nýja fer enginn inn nema í þar til gerðum hvítum hlífðarfatn- aði, hvítum stígvélum, hvítum buxum, hvítum sloppi og með hvítan hatt. Hreinlætið er fyrir öllu á reyklausu svæðinu auk þess sem enginn fer inn nema hann eigi erindi og kaupendur geta ekki valsað eftirlitslausir um sýningar- svæðið að vild heldur hafa klukkutíma fyrir uppboð til að skoða og ákveða í hvaða stæður þeir ætla að bjóða. Í þessu sambandi má nefna að mjög öflugt öryggiskerfi er í byggingunni og eru t.d. 19 eftirlitsmyndavélar. Á gamla markaðnum, sem er nú vöru- geymsla fyrir timbur, fór hitastigið eftir hit- anum úti og gat farið upp í 20 til 30 stig, en á nýja staðnum, sem er skammt frá, er full- komið kælikerfi sem tryggir að hitinn í geymslurýminu fer aldrei yfir 2 gráður á selsíus og ekki yfir 12 gráður þar sem vinnsla fer fram. Allar kröfur uppfylltar Magnús Guðmunds- son segir að með þessu fyrirkomulagi sé komið til móts við kröfur í Bretlandi sem og kröfur Evrópusam- bandsins í þeim til- gangi að komast inn á stórmarkaðina. „Fé- lag matvörumarkaða í Bretlandi hefur ekki við- urkennt fiskmarkaði landsins og því hafa birgj- ar, sem hafa keypt fyrir þá, beint viðskiptunum annað. Með Fishgate vonumst við til að fá um- rædda viðurkenningu og ná til þessara stóru aðila, því þeir vilja gjarnan kaupa eins ferskan fisk og þeir geta og í eins góðu og tryggu um- hverfi og Fishgate er. Nú geta þeir treyst ferl- inu varðandi meðhöndlunina vitandi það að þeir geta haft aðgang að og rakið réttar upplýs- ingar. Þetta gerist ekki á einni nóttu en við er- um sannfærðir um yfirburði okkar og ætlum okkur að halda þeim.“ Magnús Guðmundsson segir að ímyndin gagnvart stórmörkuðunum sé mjög mikilvæg. Til þessa hafi þeir krafist þess að birgjar hafi keypt fyrir þá fiskinn annars staðar en á fisk- mörkuðunum, þar sem þeir hafi ekki uppfyllt viðhlítandi kröfur, en fyrirkomulagið í Fis- hgate væri þess eðlis að gera mætti því skóna að markaðurinn fengi viðurkenningu. „Við höf- um byggt þennan markað og sniðið hann að þörfum stórmarkaðanna og vonumst til þess að hann opni dyr að nýjum möguleikum.“ Fullkominn búnaður, gæði, hreinlæti og öryggi að rekja upplýsingar Uppboðssalurinn er með 66 sætum og er upp- boðið algerlega rafrænt. Talið var að það yrði ákveðið vandamál þar sem uppboð í fyrra kerfi tóku ekki langan tíma en annað kom á daginn, að sögn Magnúsar, sem segir að kaupendur hafi verið snöggir að tileinka sér tæknina. „Við sáum strax í fyrstu viku að þetta kerfi er til- tölulega fljótvirkara en gamla kerfið,“ segir hann og bætir við að eftir að búið sé að bjóða upp þorsk og ýsu séu aðrar tegundir boðnar upp. Sölukerfið er belgískt og segir Magnús það vera mjög öflugt með það að leiðarljósi að selja rafrænt. Hann segir að kaupendur geti vænt- anlega tengst kerfinu í gegnum símalínur í næsta mánuði og keypt frá Fishgate frá sínum vinnustað. Að sögn Magnúsar flytja Bretar inn um 36.000 tonn af fersk- fiski árlega og þar af um 20.000 til 25.000 til Humberside. Hann segir að stefnt sé að því að selja ekki undir 11.000 til 12.000 tonn- um af þorski og ýsu í Fishgate á næsta ári og 3.000 til 5.000 tonn af öðrum fiski. Mark- aðurinn fær fiskinn fyrst og fremst frá Íslandi en einnig frá Færeyjum, Noregi, Írlandi, Skot- landi og austurströnd Englands. Um 170 tonn voru boðin upp fyrstu vikuna í Fishgate, álíka mikið þá næstu og 240 tonn í vikunni áður en markaðurinn var formlega opnaður. Magnús segir að ástæða þess að fiskur berist víða að sé mikil kaupgeta á Humberside-svæðinu. „Hérna er mikil vinnslugeta og hér er hjartað í fiskviðskiptum í Bretlandi.“ Gæði skipta öllu hjá Fishgate. Áhersla er lögð á öryggi við að rekja feril vörunnar og kaupandinn er þannig upplýstur um hver veiddi, hvar og hvenær. Flokkunar- og vigt- unarbúnaðurinn er frá Marel og er um mjög fullkominn búnað að ræða. Ýsa og þorskur eru t.d. flokkuð í átta stærðir. Í flokkuninni eru þrjár línur; ein fullkomin handflokkunarlína og tvær sjálfvirkar flokkunarlínur, önnur einföld og hin tvöföld. „Stærðarkröfurnar eru misjafn- ar eftir kaupendum en með aukinni flokkun getum við betur sinnt breiðari hópi kaupenda,“ segir Magnús. Þegar búið er að taka fiskinn úr kerunum eru þau þvegin vandlega áður en þeim er skilað en eftir flokkun og ísun er fiskurinn settur í kassa sem markaðurinn á og kaupendur verða að skila innan tveggja sólarhringa til að komast hjá sektum. Fyrir notkun fara þessir kassar í gegnum kassaþvottavél sem Magnús segir að sé sú fullkomnasta í heimi, en hún er hönnuð af fyrirtækinu Hays Logistics sem Magnús segir að sé sérhæft í öllum umbúðum fyrir breskar stórmatvöruverslanir og sé með um 44.000 manns í vinnu. Vélin þvær 15 kassa á mínútu og eru þeir dauðhreinsaðir, en vélin kostaði um 100 milljónir króna. „Við erum hérna með rannsóknarstofu þar sem taka má sýni af öllu hráefni hjá okkur,“ segir Magnús og áréttar að hreinlætið hafi mjög mikið að segja og sú sýni- lega áhersla sé þegar farin að skila árangri. „Á þessum stutta tíma sem markaðurinn hefur verið opinn hefur hann þegar öðlast sess í nám- skeiðahaldi hjá Safeway-matvöruverslunar- keðjunni en hverju námskeiði starfsfólks lýkur hjá okkur.“ Þegar kerin koma í hús fer fram nákvæm vigtun og er fiskurinn vigtaður sérstaklega og svo ísinn. Allar merkingar á kössunum eru tölvuskráðar og fylgja þær fiskinum alla leið. „Eftir löndun ákveðum við hvaða upplýsingar við ætlum að hafa á límmiðunum á kössunum og þar er mikill sveigjanleiki,“ segir Magnús. Í byggingunni er 20 tonna ísvél sem fram- leiðir ís eftir pöntun. Að lokinni pökkun eru sett 2 til 3 kg af flöguís í hvern kassa, sem inniheld- ur 40 kg af fiski og bendir Magnús á að ekki sé um um það bil vigtun að ræða heldur nákvæma vigtun fisksins. „Þegar á heildina er litið erum við að taka upp gersamlega ný og bætt vinnu- brögð í iðngreininni.“ Magnús Guðmundsson segir að reynt hafi verið að heimsækja sem flesta fiskmarkaði í Evrópu til að skoða hvað aðrir væri að gera með það að markmiði að gera enn betur. „Meg- inmarkmiðið hefur verið að vera faglegastir, flottastir og ná yfirburðum,“ segir hann. Að sögn Magnúsar er markaðssvæðið mjög stórt. Hann segir að mesta neyslan á íslenskum fiski sé í Mið- og Suður-Englandi og kaupendur séu vel meðvitaðir um gæði íslenska fisksins. Neytendur þekki fiskinn, bæði holdafar og lit og kaupendur viti að hverju þeir ganga. „Þetta eru mörg markaðssvæði með mismunandi þarf- ir varðandi stærðir og tegundir en þau eiga það sameiginlegt að byggjast á íslenskum fiski.“ Björt framtíð Hjá Fishgate starfa um 25 manns. Fiskurinn er flokkaður og honum pakkað á kvöldin og nótt- unni, kaupendur mæta um klukkan fimm á morgnana og uppboð hefjast kl. hálf sjö fimm daga vikunnar. Magnús segir að ótal mistök hafi átt sér stað fyrstu vikurnar en menn hafi lært af þeim og framtíðin sé björt. Hann segist sjá fyrir sér aukna sölu á óséðum fiski. „Við sjáum okkur sem ákveðinn miðdepil í framleiðslu og dreifingu hérna í hjarta við- skiptanna,“ segir hann. „Við gerum okkur fulla Hjartað slær í Hull Nýi fiskmarkaðurinn Fishgate í Hull í Englandi sá fullkomnasti í Evrópu og uppfyllir kröfur breskra stórmarkaða Morgunblaðið/Steinþór Fiskmarkaðurinn Fishgate í Hull í Englandi var formlega opnaður sl. föstudag. Stein- þór Guðbjartsson var við- staddur, skoðaði bygginguna og ræddi við Magnús Guð- mundsson, framkvæmda- stjóra sölufyrirtækisins Is- berg Limited í Hull, sem á helmingshlut í markaðnum á móti 11 öðrum hluthöfum, en þar af eru þrír um einn hlut. ............................... „ Þ a ð e r u á k v e ð n a r h ö m l - u r á þ e s s u m v i ð s k i p t u m u m þ e s s a r m u n d i r o g é g h e l d a ð þ a ð s é e k k i o k k u r Í s l e n d i n g u m t i l f r a m - d r á t t a r a ð ú t b ú a e i n - h v e r j a r r e g l u r s e m s t u ð l a a ð þ v í a ð r ý r a g æ ð i í s - l e n s k a f i s k s i n s . “ ...............................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.