Morgunblaðið - 15.11.2001, Side 17

Morgunblaðið - 15.11.2001, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 C 17  Lóa Dögg Pálsdóttir hefur verið ráðin for- stöðumaður bókhalds hjá Íslandspósti. Hún er stúdent frá Fjölbrauta- skólanum við Ármúla og með BS próf í rekstr- arfræðum frá Við- skiptaháskólanum á Bifröst. Hún fékkst við ýmis sölu- og skrif- stofustörf hjá Heklu hf. frá 1989-1999 og var ráðin sem sérfræðingur í bókhaldi Ís- landspósts hf. árið 1999.  Sigurjón Baldursson hefur verið ráðinn yf- irmaður dreifingar á al- mennum pósti á höf- uðborgarsvæðinu. Hann er loft- skeytamaður og símrit- ari að mennt. Sigurjón vann sem SAP stöðv- arstjóri á Reyðarfirði, Eskifirði og í Nes- kaupstað og er kvæntur Önnu Jenný Wil- helmsdóttur. Þau eiga tvö börn.  Skúli Rúnar Árnason hefur verið ráðinn stöðv- arstjóri á Akureyri. Hann er kvæntur Örnu Jak- obínu Björnsdóttur.  Tryggvi Þorsteins- son hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flutn- ingamála Íslandspósts, en undir það fellur flokk- un, flutningur og dreif- ing sendinga. Tryggvi er verkfræðingur með meistaragráða frá DTH í Kaupmannahöfn. Hann er 36 ára, giftur og á þrjú börn.  Vilhjálmur Sigurðs- son hefur verið skipaður deildarstjóri frímerkja- sölu hjá Íslandspósti. Hann var innkaupastjóri Íslandspósts frá 1998 til 2000, deildarstjóri bögglaþjónustu innan- lands og á milli landa frá 1997 til 1998, fulltrúi á markaðsdeild Póst- og símamálastofnunar frá 1996 til 1997, fékkst við skrifstofustörf og prent- iðn hjá Prentsmiðjunni Eddu frá 1988 til 1992 og var fulltrúi í innflutningsdeild Sambands íslenskra samvinnufélaga frá 1978 til 1987.  Þorgeir Ingvason hefur verið ráðinn stöðv- arstjóri í fyrirtækjapóst- húsi Íslandspósts. Þor- geir hefur gagnfræðapróf frá Reykjaskóla og hefur starfað sem stöðv- arstjóri fyrirtækisins í Mosfellsbæ og Pósthússtræti. Hann hóf störf hjá Pósti og síma í desember 1967 á Tollpóststofunni, Hafnarhúsinu. Hann er kvæntur Guðrúnu Þorgeirsdóttur banka- gjaldkera. Klapparstíg 44, sími 562 3614 HÚSASKILTI Pantið tímanlega til jólagjafa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.