Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 1
Bókmenntaperla Verðlaunahöfundurinn Guðbergur Bergsson hefur á undanförnum árum unnið einstætt afrek í íslenskum bókmenntum með endurritun sagna sinna. Nú bætir hann „nýjum tíma“ inn í eina af höfuðskáldsögum þjóðarinnar, Önnu. 1992 & 1998 B IR T IN G U R / S ÍA Á milli tveggja heima Ólafur Jóhann Ólafsson talar um Höll minninganna SÖGUSVIÐ Óvinafagnaðar er Sturlunga öld, nánar tiltekið eftir- mál Örlygsstaðabardaga. Sagan er bundin Þórði kakala og hefndum Sturlunga eftir ófarirnar gegn Kol- beini unga. Hámarki ná þeir at- burðir í Flóabardaga, mestu sjóor- ustu sem háð hefur verið á Íslandi fyrr og síðar. Það hefur löngum þótt dirfska þegar rithöfundar og aðrir lista- menn hafa gert sér mat úr íslensk- um fornsögum. Þær hafa þótt ósnertanlegar og öll tilraun til að nýta efnivið þeirra til nýsköpunar hefur jaðrað við goðgá og klám. Þannig hefur verið rætt, með réttu eða röngu, um Mörð Valgarðsson eftir Jóhann Sigurjónsson, Söguna um Sám eftir Per Olof Sundman og Gerplu Halldórs Laxness. Þessir þankar hljóta að koma upp þegar þessi skáldsaga Einars Kárasonar er lesin. Nokkrar spurningar vakna í kolli þess sem hér ritar: Hvernig er hér sagt frá Þórði kakala og verkum hans? Ber stíllinn merki Íslendinga sögu og hinnar eiginlegu Þórðar sögu kak- ala? Svarið er bæði já og nei. Fyrsta málsgrein bókarinnar, sem jafnframt er endurtekin á bókar- kápu, gefur tóninn: „Ég hef kannski ekki ráð á því að fárast yfir ólifnaði, drykkjuskap og slagsmál- um, en ég var samt búinn að fá nóg af því öllu í Niðarósi, því pestar- bæli.“ Þetta minnir meira á orð- færi Íslendings nútímans en mið- alda-Íslendings, sem út af fyrir sig þarf hvorki að vera gott né vont. Stíl sögunnar má gagnrýna fyrir of mikla flatneskju á köflum, hann trufli samsömun við söguöldina sem nauðsynleg verður að teljast. Á móti má segja að stíllinn feli í sér ákveðna einlægni og einföldun sem geri frásögnina aðgengilegri fyrir fleiri. Á hitt er að líta að þótt orð- færið sé að mörgu leyti nútímalegt felur það í sér margt úr frumheim- ildum 13. aldar Það truflar ekki þennan lesanda hér þótt orð- færið tilheyri jafnt 13. og 21. öldinni. Það er þvert á móti styrkur sögunnar að vísa þannig í fornan og nýjan hugmynda- heim. Í upphafi sögunn- ar dvelur Þórður kakali, sonur Sig- hvats og bróðir Sturlu, í Þrándheimi þegar hann fregnar að Kolbeinn ungi hafi stráfellt Sturlunga norður í Skagafirði. Það er ekki mikils að vænta af kakalanum en hann er samt sá eini af bræðrunum sem Kolbein unga grunar að hafi þor og hugsanlegt afl til hefnda. Þórður siglir heim til Íslands og kemur í Gása. Þar er hláleg lýsing á því hvernig tveimur flugumönn- um Kolbeins, sem settir eru til höf- uðs Þórði kakala, skortir kjark að vega hann. Þórður er hundeltur um landið en tekst eigi að síður að safna liði, mestanpart morðingjum og brunnmigum, sem hann hyggst beita gegn Kolbeini unga. Aðdragandanum að falli Kolbeins er lýst, hvernig tilviljun en ekki skipulagning ræður því að öflugt herlið bíður ósigur fyrir búandkörlum og landshornalýð á miðjum Húnaflóa. Söguefnið er þess virði að vera rifjað upp og sett í nýtt samhengi í þess- ari skáldsögu. Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar og Þórðar saga kakala eru nógu stór listaverk til að þola umskrifun í ný verk. Spurningin er bara hvernig tekist hefur til. Persónulýsingar eru mæta vel unnar. Kakalinn og Kolbeinn ungi stíga hér sterkir fram. Sá fyrri ábyrgðarlaus, óhræddur, óút- Reynt á samhengið BÆKUR Skáldsaga eftir Einar Kárason. Mál og menning 2001 – 248 bls. Prentvinnsla: Oddi hf. ÓVINAFAGNAÐUR Einar Kárason ÚT ER komin skáldsag- an Höfundur Íslands eft- ir Hallgrím Helgason. Fremsti höfundur Ís- lands vaknar í brekku í afskekktum dal. Hvar er hann? Er hann lifandi eða dauður? Ekki minnkar undrun hans þegar þungstígur bóndi, tekur hann í fangið og ber hann heim í sitt frumstæða kot, þar sem margt er kunnuglegt. Er hann staddur í eigin höfundarverki? Þessi margslungna og nýstárlega saga leiðir lesandann í ótrúlega ferð um íslensk- an menningarheim liðinnar aldar. Síðasta skáldsaga Hallgríms, 101 Reykjavík, hefur nú komið út í 12 löndum og er orðin ein útbreiddasta íslenska skáldsagan frá upphafi. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 511 blaðsíður. Jón Sæmundur Auðarson gerði kápu. Prentvinnsla Oddi hf. Leið- beinandi verð: 4.690. Höfundur Íslands Hallgrímur Helgason ÚT ER komin skáldsag- an Með titrandi tár – glæpasaga eftir Sjón, sjálfstætt framhald Augu þín sáu mig. Leó Löwe flóttamaður af gyðingaættum kemur til Íslands í seinni heims- styrjöldinni með hatt- öskju er geymir lítinn leirdreng, sem Leó vill fyrir alla muni vekja til lífsins. Til þess þarf hann að leysa ýmsar þrautir og eign- ast um leið ólíklegustu bandamenn og and- stæðinga. Úr verður spennandi ferð um Ís- land eftirstríðsáranna þar sem margar litríkar persónur koma við sögu. Sjón hefur skrifað skáldsögur, ljóð og söngtexta og hlaut vorið 2001 tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir texta í kvikmynd Lars von Triers, Myrkradansaranum. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 187 bls..Guðmundur Oddur hannaði kápu. Oddi prentaði. Leiðbeinandi verð: 4.290 kr. Með titrandi tár Sjón  BÆKUR SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 28.nóvember2001

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.