Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR reiknanlegur, ekki vígamaður að upplagi en nógu frændrækinn til að gera það sem hann telur réttast að gera. Sá seinni er gjörhugull, var um sig, tekur ekki meiri áhættu en nauð- syn krefur. Yfirbugaður í lokin geng- ur hann í klaustur. Þótt þessa heims ríkidæmi hafi ekki náðst skal ekki útiloka að annars sé að vænta í næsta heimi. Bygging sögunnar er sérkennileg. Kaflarnir eru heitnir eftir persónum sögunnar og frásögnin lögð þeim í munn til skiptis milli kafla. Þessu fylgir að atburðir, jafnvel þeir sömu, eru skoðaðir mörgum mismunandi augum. Þetta gæti gengið upp en gerir það ekki alls kostar hér. Í sög- unni gerast válegir atburðir sem kalla á ákveðna byggingu og úthugs- aða framvindu. Þótt persónurnar stígi bráðlifandi fram er samhengi þeirra við söguframvinduna óljóst. Flétta atburðanna felur í sér fátt sem kann að koma á óvart. Þrátt fyrir voðaverk og viðbjóð líður sagan áfram eintóna og án þess að rísa og hníga. Sagan er ekki eins spennandi og atburðir hennar gefa tilefni til. Það hefur ekki verið algengt hjá rithöfundum að sækja efnivið í skáld- skap sinn til fornbókmenntanna. Það má teljast miður. Óvinafagnaður er hér gleðileg undantekning. Meðan fullyrt er að samhengi sé í íslenskum bókmenntun frá öndverðu til vorra tíma hljóta íslenskir rithöfundar að láta á það reyna með því að nýta bók- menntaarfinn sem ögrun til nýrra verka. Rithöfundar mættu að þessu leyti fylgja fordæmi Einars Kárason- ar með Óvinafagnaði. Ingi Bogi Bogason 1. „Bókabransinn er eins og leik- húsbransinn í tíunda veldi. Ég hef haft mjög gaman af að fylgjast með viðbrögðunum við bókinni. Þau eru öfgakennd til beggja átta.“ Hlín Agnarsdóttir rithöfundur býr við Bergstaðastræti í íbúð þeirri sem Kristinn Reyr rithöfundur bjó í um áratuga skeið. „Það er frábær andi í þessari íbúð og útsýnið er engu líkt.“ Það eru orð að sönnu, Tjörnin og húsin við Tjarnargötuna ásamt Fríkirkjunni og ráðhúsinu blasa við til hægri handar og allt Reykjanesið á vinstri hönd. 2. „Fyrsta hugmyndin að sögunni kviknaði eftir að ég var búin að lesa ævisögu Esra Péturssonar geðlækn- is. Ég ætlaði mér alltaf að skrifa ýkjusögu, búrlesku, af því ég sá enga aðra leið til að fjalla um þetta öfgafulla söguefni mitt.“ Hlín hefur tileinkað sér háðskan stíl í verkum sínum; henni lætur vel að gagnrýna samfélagið með þeim hætti. Leik- ritin Láttu ekki deigan síga, Guð- mundur, Konur skelfa og Svanna- söngur báru þessum stíl gott vitni. „Ég hef þess háttar húmor að þessi stíll hefur hentað mér vel.“ Hún fellst ekki á að að þetta sé vörn hennar gegn því að opna hjarta sitt upp á gátt. „Ég held að tilfinn- ingahlaðinn stíll eigi ekki greiða leið að okkur, enda vandmeðfarinn. Okk- ur lætur betur að tala um tilfinn- ingamálin í háðskum og kaldhæðn- islegum tón. Í okkar heimshluta er það veikleikamerki að sýna sársauka sinn.“ 3. Adda Ísabella er þerripía að eigin sögn. Það má lesa það sem frjálslega útleggingu á þerapisti en sjálf skil- greinir hún sig sem píu sem þerrar tár skjólstæðinga sinna. Hún tekur semsagt fólk í meðferð og ekkert sérstakt um það að segja nema tvennt; hún hefur ekki lært neitt til þess arna og viðtölin fara fram í rúmi hennar þar sem skjólstæðing- arnir leggja höfuðið á kodda til fóta hjá henni og hjala viðstöðulaust. Í þessu felst ekkert kynferðislegt eins og okkur er auðvitað tamast að álykta, svo að því leyti er Adda Ísa- bella mjög fagleg í nálgun sinni. 4. „Auðvitað er þetta fáránlegt. Þetta á að vera fáránlegt. En þetta er dæmigert fyrir margt í okkar samfélagi. Dæmigert fyrir amatörismann í mörgu sem hér er gert. Amatörismi í merkingunni skortur á fagmennsku. Mig langaði til að skrifa um amatörismann í mannlegum samskiptum, um landa- mæraleysi og óljós mörk, bæði per- sónuleg og félagsleg. Fjölmiðlarnir eru komnir inná gafl (upp í rúm) hjá okkur um leið og þeir fá áhuga og það verður oft svo neyðarlegt í þess- ari smæð okkar. Einkalíf og op- inbert líf rennur saman og það ein- kennir marga umræðuna í íslensku samfélagi. Við erum enn að nema land í þessum skilningi.“ 5. „Amatörisminn í umfjöllun okkar um listir birtist í því að geðsaga listamannanna skiptir okkur meira máli en verkin þeirra. Hið sama á við um gagnrýnendur. Ef okkur líkar ekki við umfjöllun þeirra þá er bók- menntaleg eða leikhúsleg blindni þeirra útskýrð með brengluðu geði. Við förum inn í fólk að vild. Ég kalla þetta félagsleg og menning- arleg sifjaspell. Rótin að þessu ligg- ur kannski í fáfræði skólakerfisins þar sem okkur er hvorki kennt að ræða hugmyndir og fjalla um hugtök né skilgreina og tjá tilfinningar. Umræðan verður ævinlega persónu- leg og ófagleg fyrir bragðið.“ 6. „Kosturinn við að skrifa skáld- sögu umfram leikrit er að í skáldsög- unni leyfist manni að hafa eins margar persónur og manni dettur í hug og koma á jarðskjálfta eftir geð- þótta. Í leikritum verður maður helst alltaf að spara. Spara leikara og spara sviðsmyndir. Í skáldsög- unni ræður maður líka öllu sjálfur. Þar er enginn leikhússtjóri, enginn leikstjóri, enginn leikmyndahönnuð- ur, engir leikarar að argast í manni. Nei, ég segi bara svona. Þetta er bara allt öðruvísi. Það er hægt að leyfa sér miklu meira. 7. „Annars get ég sagt þér það að núna þegar bókin er komin út er ég farin að hugsa um annað.Hver veit nema ég opni hjarta mitt þar. Klakastíflan er brostin.“ Menningarleg sifjaspell HLÍN AGNARSDÓTTIR „Samfélag okkar einkennist af því að við drögum engin mörk í persónulegum sam- skiptum.“ eftir Hávar Sigurjónsson  Salka bókaútgáfa hefur gefið út skáldsöguna Hátt uppi við Norðurbrún eftir Hlín Agnarsdóttur. SÖGUSVIÐ nýrrar skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur er Pap- eyri, „vinabær“ rússneska skáldsins Antons Tsjekovs (1860–1904). Kvóta- kóngurinn í bænum finnur upp á því að reisa glæsilegt Jöklaleikhús á eigin kostnað til þess að heiðra skáldið – og sjálfan sig. Frumsýna á Kirsuberja- garðinn eftir Tsjekov, með karlmenn í öllum aðalhlutverkum. Í sögunni segir frá tveggja ára undirbúningi vígslusýningarinnar; ástum og örlög- um fólksins í bænum meðan á öllu þessu stendur; hönnun og smíði húss- ins og þrotlausum leikæfingum með alls konar uppákomum óborganlegra persóna. Beatrís Mánadóttir, hvíslari og að- stoðarleikstjóri, er sögumaður. „Það fer vel á því að konur séu hvíslarar. Hvísli bara endalaust“ (bls. 180), seg- ir móðir hennar, beiskur og sjálf- hverfur drykkjusjúklingur sem beitir fólk andlegu ofbeldi. Beatrís býr yfir hæfileikum sem eru arfur úr uppeld- inu: Hún er samningamaðurinn, diplómatinn sem tekst alltaf að gera gott úr öllu og hafa alla góða. Þessir hæfileikar hennar nýtast óspart í þágu leikhússins þegar blíðka þarf skapharðar prímadonnur og stífsinn- aða kostunaraðila. En Beatrís á í harðri baráttu innra með sér; hún þarf að taka á öllu sínu til að komast undan sjúku lífs- munstri móður sinnar; hún gerir framtíðar- áætlanir með mannin- um sem elskar hana en hún elskar giftan mann sem elskar aðra mann- eskju … Líkt og í verkum Tsjekovs eru persónur Jöklaleikhússins ást- fangnar en ást þeirra er ekki gagnkvæm eða endar með ósköpum. Þannig er með ást Beatrísar í meinum, óendurgoldna ást Brands á Ljúðmílu og vonlausa ást leikstjórans Dýra Blængs. Flóttaáætlun elskendanna Hnefils og Sóleyjar til Svartaskógar (þar sem Tsjekov dó úr berklum) end- urspeglar tragikómík sögunnar og vekur ýmsar spurningar um ást og fórn. Kynferði og kynhneigð er mjög til umræðu í Jöklaleikhúsinu enda hefðbundnum kynhlutverkum snúið við í uppfærslunni á Kirsuberjagarð- inum. Dýri Blængur er „tvístur og bíbí“ (166), Hugi hinn fagri á báðum áttum og Jósef smyrjari (!) er hommi. Karlmennskan öðlast nýja vídd í sög- unni, allir karlarnir sem leika í Kirsu- berjagarðinum þurfa að gangast und- ir það sem leikstjórinn kallar afkynjun þar sem stefnt er að ein- hvers konar kynleysi (onesex) til þess að hægt sé að lifa sig almennilega inn í kvenhlutverkin: „ … ég vil að þið þrýstið ykkur allir niður á kvenstigið. Það er okkar vinnustig. Afkynjun fyrst til að ná fram kvenkynjun. Síðan trillum við upp og niður kynskalann eftir því sem við á. Og við vinnum út frá konunni, út frá móður alls sem er. Karl- móður kvenmóður barnsmóður. Alls ekki út frá dýrinu í karlinum og karldýrinu“ (155). Dýri Blængur leikstýrir völdum áhugaleikurum sínum með aðferðum Stanislavskíjs sem ganga út á að leikararn- ir verði að skilja leikritið til fullnustu, lifa sig al- gerlega inn í rullurnar og lúta í einu og öllu þeim kröfum sem leiklistargyðjan gerir til þeirra. Brjóstahöld og hæla- skór, sítt hár og lífstykki verða því að- aláhyggjuefni þrekvaxinna glímu- kappa og stórbænda. Kvenkynjunin heltekur þá suma svo hastarlega að hjónalíf leggst alveg niður og horfir til vandræða. Fleiri algildi en kyn- ferði fara á skrið á Papeyri; í öllum látunum eignast menn börn framhjá konum sínum og börn afneita jafnvel mæðrum sínum og taka saman við nýjar. Persónur (leikendur) sögunnar eru stórskemmtilegar og fyndnar í grát- broslegum aðstæðum. Kvótakóngur- inn Vatnar Jökull er bæði óútreikn- anlegur og einfaldur í sjálfsupphafn- ingu sinni. Listamaðurinn Hugi getur ekki heitið neinu öðru nafni, hann teiknar Jöklaleikhúsið af gríðarlegu hugviti og útfærir það á snilldarlegan hátt, allt frá hvíslaragryfju til norður- ljósaþaks. Hann er tragískasta per- sónan í sögunni og fórnar lífinu fyrir listina og ástina. „Lillinn“ er undar- legt fyrirbæri í sögunni, draugur sem birtist af og til í sögunni og virðist ekki hafa annan tilgang en vera gam- aldags fyrirboði eða sýna hjátrú bæjarbúa. Valdi bóksali, þýðandi verksins, er stórfyndinn og kemst ekki til þess að fremja margboðað sjálfsmorð vegna anna. Að lestri lokn- um þekkir lesandinn hvern mann á Papeyri og nágrannasveitum og gæti heilsað þeim eins og gömlum kunn- ingjum. Stíll sögunnar er yfirlætislaus og lúmskt fyndinn, gert er m.a. stólpa- grín að sjálfumgleði og sjálfhverfu leikenda og leikstjóra. Orðaleikir og vísanir, tilsvör og tengingar; allt er þetta vel undirbyggt og útpælt. Stillt er upp andstæðum eins og karl- mennsku og kveneðli; viðkvæmri listamannslund andspænis greddu og gróðahyggju; og drepið er á spennuna milli landsbyggðar og höfuðborgar án þess að gera lítið úr öðru hvoru. Andi Tsjekovs svífur yfir vötnum þar sem sagan hvorki predik- ar né kveður upp dóma heldur sýnir venjulegt fólk í amstri hvunndagsins – og grimm örlög þess ráðast á með- an. Sagan endar á hárréttum stað: á hápunktinum. Jöklaleikhús Steinunn- ar Sigurðardóttur er einskonar harmrænn farsi (líkt og leikrit Tsjek- ovs) eða eins og segir í sögunni: „ …ljúfsár dásemd þar sem glens og harmur eru systkin að vega salt“ (31). Glæsileg saga í glæsilegri bókarkápu. Karldýr í Kirsuberjagarði Steinunn Sigurðardóttir BÆKUR Skáldsaga eftir Steinunni Sigurðardóttur. Mál og menning, 2001. 274 bls. Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson. JÖKLALEIKHÚSIÐ Steinunn Inga Óttarsdóttir AF jarðlegum skilningi er eftir Atla Harðarson. Í þessari bók tengir hann saman sið- fræði og verald- arhyggju Davids Hume, þróunar- kenningu Darwins og hugmyndir Al- ans Turing um al- tæka vél. Áður hafa komið út eftir Atla heim- spekiritin Afarkostir og Vafamál. Í kynningu segir m.a.: „Heimspeki er ekki bara hárfínar rökfærslur og skarpleg greining á hugtökum, hún er líka tilraun til að komast að kjarna hvers máls, sjá samhengi sem ekki liggur í augum uppi og tengja saman þekkingu úr ólíkum áttum.“ Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók- in er í kiljuformi, 176 bls. Verð: 2.980 kr. Heimspeki FLÖKKUSÖGUR eru meðal þess skemmtiefnis sem fólk yljar sér við og segir hvað öðru með nýjum nöfn- um og nýjum áherslum árum saman. Nafn sitt draga þær af því að þær flakka manna á meðal, virða engin landamæri en taka sér þegnrétt í hverju landi með nýju yfirbragði. Rakel Pálsdóttir þjóðfræðingur hefur tekið saman skemmtilega bók þar sem flestar af þeim sögum sem gengið hafa fjöllum hærra undanfar- in ár og áratugi eru tíndar til; þær settar í þjóðfræðilegt samhengi og flakk þeirra um heiminn rakið eftir því sem tök eru á. Einkenni flökku- sagna er þó gjarnan það að sjaldnast er hægt að rekja þær heim til föð- urhúsanna, hvernig sagan kviknaði í upphafi er hulið í móðu. Gaman er að velta fyrir sér að í flökkusögum nú- tímans birtist hina aldagamla þörf mannsins til munnlegrar frásagnar og vekur upp spurningar um áreið- anleika munnlegrar geymdar. Bókinni skiptir Rakel upp í ellefu kafla og flokkar sögurnar eftir inni- haldi. Í kaflaheitum er haldið í hinn gamansama og oft á tíðum neyðar- lega tón sem einkennir margar sagn- anna. Margar sagnanna bera með sér fordóma samfélagsins og geta þannig reynst ágætur mælikvarði á hversu umburðarlynt eða þröngsýnt það er á hverjum tíma. Þrátt fyrir fræðilega umgjörð og skýringar á eðli sagnanna er skemmtunin þó helst fólgin í lestri sagnanna sjálfra og upprifjun þeirra sem ýmist eru til þess fallnar að vekja hlátur, ótta eða óhugnað. Bókin er hugsuð til afþreyingar fyrst og fremst en þó fá lesendur innsýn í viðfang þjóðfræði nútímans og sögurnar sjálfar eru staðfesting þess að ótti mannsins við hið ókunna, við að verða að athlægi eða löngunin til að koma fram réttlátri refsingu gegn alls kyns óréttlæti finnur sér farveg í sögum af þessu tagi. Fordómar og fyndni BÆKUR Þjóðfræði eftir Rakel Pálsdóttur. 171 bls. Bjartur Reykjavík 2001. Gutenberg prentaði. Birtingur hannaði kápu. KÖTTURINN Í ÖRBYLGJUOFNINUM og fleiri flökkusagnir úr samtímanum Hávar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.