Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 B 5 BÆKUR From th e North Coast of Icela nd Valgarð ur Egil sson Waiting for the South Wind WAITING FOR THE SOUTH WIND Valgarður Egilsson Tilvalin gjöf handa vinum heima og erlendis. Aðeins kr. 2450.- BÓKAÚTGÁFAN LEIFUR EIRÍKSSONHT H HÖ NN UN GUÐBERGUR Bergsson hefur sent frá sér sína þriðju ljóðabók sem heitir Stígar og minnir á vegi mannsins, lífsleið hans. Fyrsta ljóða- bók höfundar kom út fyrir 40 árum og hét því hógværa nafni Endurtek- in orð. Um þessa bók hefur verið óþarflega hljótt enda Guðbergur þekktari sem skáldsagnahöfundur. En engum sem les þessa fyrstu bók dylst að Guðbergur býr yfir miklum ljóðrænum hæfileikum. Mörg ljóðanna eru hreinar perlur en einn- ig má sjá hugleiðingar og tilhneig- ingu til heimspekilegra vangaveltna. Önnur ljóðabók skáldsins kom út árið 1978 og hét Flateyjar-Freyr. Hún var af allt öðrum toga og bar merki hins svokallaða nýraunsæis, þar sem þjóðfélagsádeila fær aukið vægi. Ljóðstíllinn er opinn og mælskur og drepið á ýmis dægur- mál. En í Flateyjar-Frey eru einnig vangaveltur um listina og mátt orðs- ins, forna frægð og fleira. Stígar er fáguð bók og efnismikil, ljóðin eru greinilega ort á löngum tíma. Hönnun er frumleg, bókin er mjög breið og stutt og hentar að því leyti vel hinum löngu ljóðlínum Guð- bergs. Yrkisefnin eru margvísleg en mest áberandi eru vanga- veltur um dauðann, hverfulleikann, ástina og fegurðina. Af þess- ari upptalningu má sjá að Guðbergur yrkir um hin raunverulegu verð- mæti lífsins; eilífðar- málin vega þyngra í Stígum en dægurmál- in. Skáldið forðast allar einfaldanir eða eins og segir í ljóðinu Valdið: „Á lífinu eru ýmsar hliðar / og engin talin framhlið hússins.“ Ljóðið fjallar um tungumálið og valdið. Skáldið segir að valdbeiting sé ekki þess sterka hlið, en í „hinum eilífa óskapnaði örl- ar á hinni sönnu tungu“. Við dauð- ann mun tungan þagna og er því í lok ljóðsins lýst á eftirminnilegan hátt: „Tungan sem hrærði hluti og menn týnist í grósku þagnar og tóms.“ Í ljóðinu Dyr fjallar Guðbergur um þann vanda að þýða lífið yfir á skiljanlegt tungumál: „Við erum stöðugt að þýða lífið úr þúsund tungum á þúsund tungumál.“ Mörg ljóðanna í Stígum fjalla um dauðann með ýmsum hætti. Hið skorinorða ljóð, Ég hef aldrei elskað jökla, birtir afdráttarlausa af- stöðu efasemdar- mannsins: Ég sætti mig við að dauðinn sé alger en hvorki tákn né von um endurholdgun. Þetta er fráleitt óbeit á gangi lífsins. Ég sætti mig bara við lögmál þess. Ég hreyfi mig í fjötrum, þess vegna er ég frjáls. Í ýmsum öðrum ljóð- um bókarinnar leyfir Guðbergur sér að tæpa á öðrum möguleikum. Í ljóðinu Svarta skýið er fjallað um óskirnar sem „eru til þess að þær rætist aldr- ei en verði hugsanlega fullnægt“. Óskin hættir auðvitað að vera ósk um leið og hún rætist. En Guðberg- ur leggur eftirfarandi ósk í munn annars manns og segist um leið ekki vita hvort vit sé í eftirfarandi orðum: „Þótt líkamanum sé eðlilegt að deyja, þá deyr hann aldrei. Og þótt hann dæi myndu djöflar hans ekki deyja með honum.“ Í ljóði sem nefn- ist Óþörf spurning glímir Guðbergur enn við eilífðarmálin og finnst dauð- inn að vonum helst til snautlegur endir mannlegrar tilveru. Ef það er rétt að maðurinn hverfi inn í myrkur og tilveruleysi að lífinu loknu „hefur þá verið rétt að ala á hverfulli gleði / ef ekkert býr að baki neins og ekk- ert tekur við þegar engu lýkur?“ Margt spaklegt er sagt um feg- urðina í Stígum, en hún er mörkuð hverfulleikanum. Hin fagra náttúra á sér einnig aðra hlið ógnar og tor- tímingar. Í ljóðinu Fegurð og kyrrð segir að andartaks fegurð viti á hefnd frá eðli náttúrunnar. Eitt af einkennum Guðbergs sem höfundar eru mótsagnirnar sem takast á og skapa spennu. Í merku ljóði sem nefnist Í slyddu tímans kemst hann svo að orði um hugsun sína að hún sé „skapandi mótsagnakennd“. Í Stíg- um ber einnig á ýmsum vangavelt- um varðandi listina, listheimspeki mætti einnig kalla það. Sem dæmi má taka ljóðið Eitthvað um fegurð fært í hljóm orða. Þar vitnar Guð- bergur í orð ýmissa spekinga um list og fagurfræði. Eftirminnilegust og mest lýsandi fyrir höfundarverk hans eru þessi orð heilags Ágúst- ínusar: „Fegurð heimsins felst í gagnverkandi andstæðum hans.“ Stígar Guðbergs Bergssonar er stórbrotin, falleg og áhrifamikil ljóðabók. Margt spaklegt er þar að finna um lífið og listina og lesandinn fær innsýn í þá spennu sem tog- streita andstæðnanna skapar. Það er einmitt þessi spenna sem gerir lestur bókarinnar að sjaldgæfri list- rænni nautn. Fegurð heimsins BÆKUR Ljóð Eftir Guðberg Bergsson. JPV útgáfa, 2001. STÍGAR Guðbergur Bergsson Guðbjörn Sigurmundsson SKEMMTILEGAR bækur geta fjallað um margvíslegt efni. Stund- um spinna rithöfundar skemmtileg- an söguþráð, stundum trúlegan, stundum ótrúlegan. En kannski eru skemmtilegustu bækurnar þær sem gefa raunsanna mynd af daglegu lífi venjulegs fólks. Bókin Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonar- son er saga um hversdagslega hluti, sem eru svo ótrúlega skemmtilegir. Bókin segir frá fólki sem býr í blokk í Hólunum. Vigdís eða Vigga, sem er ellefu ára segir söguna og hún er í rauninni lýsing á daglegu lífi séð með hennar augum. Í blokkinni búa margir kynlegir kvistir, sem virðast vera stórfurðu- legir, en þegar lesand- inn fer að velta fyrir sér mannlífinu kemur í ljós að þetta er bara ósköp venjulegt fólk sem gæti átt heima í hvaða blokk sem er. En sumir eru skrýtnari og skemmti- legri en aðrir. Vigga á einn bróður, sem er átta ára og lætur sér detta margt skrýtið í hug. Hann er mikill dýravinur og virðist búa yfir sérstöku að- dráttarafli fjölbreyti- legustu dýrategunda. Þar eru heimilislausir kettir mjög ofarlega á blaði og með- an foreldrarnir eru í vinnunni bjástr- ar hann við ýmislegt sem þau myndu gera alvarlegar athugasemdir við ef þau væru heima. Vigga lýsir líka skólalífinu. Í sög- unni er meðal annars ritgerð um skólann sem hún er í og þar er kennurum og nemendum lýst með hennar augum. Skóla- ferðalag, sem er líklega eins og flest önnur skólaferðalög verður lifandi og skemmtilegt í frásögninni. Ólafur Haukur Sím- onarson hefur um langt árabil verið áberandi í íslensku menningarlífi. Hann hefur skrifað skáldsögur, ort ljóð, skrifað leikrit og yfir- leitt vakið athygli fyrir skemmtilega og lifandi framsetningu. Bókin Fólkið í blokkinni er þar engin und- antekning. Hann lætur Viggu lýsa því sem að höndum ber og gefur sér talsvert lausan tauminn og lætur margt skrýtið gerast. En þegar mað- ur veltir sögunni síðan fyrir sér er niðurstaðan sú að í raun er sagan um daglegt líf venjulegs fólks. Það sem gerir hins vegar lífið fjölbreytt og skemmtilegt er hversu margvíslegt mannfólkið er. Og líklega erum við öll smáskrýtin, hvert með sínum hætti. Til viðbótar við skemmtilega frá- sögn tekst höfundinum að brydda á hlutum sem eru í raun alvarlegir og hluti af tilveru samtímans, eins og kynþáttafordómum, þunglyndi og fleiru sem menn sjá yfirleitt ekki ástæðu til að fjalla mikið um í bók- um, en er þarna eiginlega sjálfsagð- ur hluti af sögunni. Stundum er sagt að góðar barna- og unglingabækur veki áhuga og ánægju hjá lesendum á öllum aldri. Hafi fullorðið fólk gaman af bókum fyrir börn eru þær góðar. Það á svo sannarlega við um Fólkið í blokkinni. Myndskreytingar Guðjóns Inga Haukssonar setja skemmtilegan svip á bókina, ekki síst lífleg forsíða. Sigurður Helgason Saga um venjulegt fólk Ólafur Haukur Símonarson BÆKUR Barnabók Eftir Ólaf Hauk Símonarson. Myndskreyt- ingar Guðjón Ingi Hauksson. Útgefandi Mál og mynd, Reykjavík, 2001. 132 bls. FÓLKIÐ Í BLOKKINNI TRÖLLASTELPAN Bóla leit fyrst dagsins ljós í Ríkissjónvarp- inu árið 1990 og er nú komin á bók, ellefu árum síðar. Höfund- urinn, Sigrún Edda Björnsdóttir, sendir hér frá sér sína fyrstu skáldsögu og hefur jafnframt kom- ið fram í gervi Bólu frá því hún birtist áhorfendum fyrst. Í bókinni leggja tröllastelpan og Hnútur vin- ur hennar (Gunnar Helgason) í leiðangur frá heimkynnum sínum á Þingvöllum til Reykjavíkur í 17. júní-skrúðgöngu og lenda auðvitað í ýmsum ævintýrum á leiðinni. Þau hitta til dæmis þjóðvegaá á miðjum veginum (hvar annars staðar?), hjálpsaman vörubílstjóra (og gáf- aðasta mann á Ís- landi), hauslausan draug sem reynist vera „Verstúr-Íslend- ingur frá Winnipeg“ og fá þar af leiðandi að smakka tyggjó, sem auðvitað er miklu betra en „þykjustu úr ónýtu bíldekki“. Þegar í höfuðstað- inn er komið verða á vegi þeirra Bólu og Hnúts ýmsar „fastar stærðir“ í miðborgar- lífinu, svo sem tveir fullir kallar með kökudropa, lögregluþjónn með dómaraflautu og síðast en ekki síst „styttukallinn í jakkafötunum“. Þau hitta líka fjallkonu, trúða, tónlistarmenn, skáta og skvísur og smakka pylsur og ís og dansa samba og rokk, eins og lög gera ráð fyrir 17. júní. Með því að skemmta sér yfir fyndinni atburðarás, samleik Bólu og Hnúts og hnyttnum tilsvörum, fræðast börnin einnig um um- ferðarreglur, öryggis- belti, Vesturfarana, Jón forseta og mont- rassa, svo eitthvað sé nefnt, sem auðvitað er vel til fundið. Rauði þráðurinn er hins veg- ar vináttan, því þrátt fyrir öll ævintýrin er alltaf lang skemmtilegast að vera með vinum sínum, eins og segir þegar sögunni lýkur og tröllabörn- in halda aftur heim til Þingvalla. „Mér þótti skemmtilegast að vera með þér,“ sagði [Hnútur] loks alvarlegur, „af því að þú ert svo góður og skemmtilegur vinur.“ (63) Frásögnina prýða skemmtilegar ljósmyndir af sögupersónum og öðrum sem á veginum kunna að verða 17. júní og eru vitaskuld ómissandi. Hið eina sem stakk kannski verulega í stúf við trölla- gervin og gróf andlitin voru hvítar hendur og fætur og vel hirtar neglur. Mýsnar Dói og Drusla í fylgsni tröllastelpunnar í Al- mannagjá eru jafnframt dálítið „tilraunastofulegar“, sem hvort tveggja fer ekki framhjá glögg- skyggnum börnum. En hvað sem því líður eru Bóla og Hnútur góð og uppbyggileg skemmtun fyrir stóra sem smáa, og eins og þau segja ævinlega sjálf að síðustu: Við hittumst heil! Falleg, fyndin og fræðandi tröllabörn BÆKUR Börn Eftir Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Ljós- myndir Gísli Egill Hrafnsson og Gunnar Gunnarsson. Iðunn, 2001. 64 síður. MEÐ BÓLU Í BÆJARFERÐ Sigrún Edda Björnsdóttir Helga Kr. Einarsdóttir Úr bláu tjaldi er önnur ljóðabók Þórdísar Rich- ardsdóttur. Þórdís hefur bú- ið í Svíþjóð und- anfarin 25 ár og segir m.a. í kynn- ingu: „Þær að- stæður og sú spenna sem skapast við það að lifa og starfa í einu landi en eiga rætur sínar, æskuminningar, ýmsa drauma og lífseiga þrá í öðru, er kveikja að ljóðunum í bókinni Úr bláu tjaldi.“ Höfundur gefur út. Bókin er 50 bls., prentuð í Svíþjóð. Ljóð Ósýnilegar fjöl- skyldur: Seinfær- ar/þroskaheftar mæður og börn þeirra hefur að geyma langtíma- rannsóknir þeirra Rannveigar Traustadóttur og Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur á högum seinfærra eða þroskaheftra mæðra og barna þeirra. Sagt er frá því hvernig mæðr- unum vegnaði í uppeldishlutverkinu, hvaða aðstoð þær fengu frá sínum nánustu eða samfélaginu og að hve miklu leyti þau úrræði sem buðust komu þeim að gagni. Rannsóknin sýnir að þroskaheftir/ seinfærir foreldrar geta búið börnum sínum gott heimili og góðar uppeldis- legar aðstæður ef þeir fá til þess stuðning. Dr. Rannveig Traustadóttir er dós- ent í uppeldis- og menntunarfræði við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hanna Björg Sigurjónsdóttir er stundakennari við sama skóla og doktorsnemandi við Sheffield- háskóla. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók- in er 225 bls. Verð 2.980 kr. Fræði Ísherrann er eftir Jennifer Niven í þýðingu Helga Rúnars Vign- issonar. Í kynningu segir m.a: „Árið 1913 stóð landkönn- uðurinn Vilhjálmur Stefánsson fyrir metnaðarfullum leiðangri norður í Ís- haf á skipinu Karluk. Sex vikum síðar var heimskautaveturinn skollinn á, skipið teppt í ís og leiðangursstjórinn á bak og burt. Í fimm mánuði hraktist skipið um Norður-Íshafið áður en það brotnaði og sökk. Áhöfn og leiðang- ursmenn urðu þar með skipreika á ísnum um miðjan vetur og við tóku ótrúlegir hrakningar þar sem innsta eðli hvers og eins sýndi sig. Með því að nýta sér dagbækur skip- brotsmannanna hefur Jennifer Niven tekist að endurskapa atburðarás þessa afdrifaríka leiðangurs og ör- væntingarfullar tilraunir skipbrots- manna til að komast heim úr auðnum norðursins. Þeir sem komust lífs af urðu aldrei samir.“ Útgefandi er PP forlag. Bókin er 448 bls. Verð: 4.890 kr. Endurminningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.