Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Á HVERJU hausti bætast nokkr- ir nýliðar í hóp íslenskra rithöfunda og er spennandi að fylgjast með verkum þeirra, ekki síst þeirra sem eru ungir og (vonandi) upprenn- andi. Jón Atli Jónasson, höfundur smásagnasafnsins Brotins takts, er tæplega þrítugur að aldri og hér er um að ræða hans fyrstu bók. Segja má að Jón Atli sýni ákveðið áræði með því að hefja ferilinn með smá- sögum því að eins og allir vita eru það yfirleitt skáldsögurnar sem mestrar hylli njóta hjá lesendum – sem og í bókmenntaumræðunni. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort íslenska smásagan sé á leið inn í nýtt blómaskeið, a.m.k. hefur smásagnasöfnum fjölgað á útgáfu- listum undanfarinna ára og í ár eru þau óvenjumörg. Þá hafa þrenn smásagnasöfn orðið hlutskörpust í keppnum um bókmenntaverðlaun á allra síðustu árum (Sumar sögur eftir Elínu Ebbu Gunnarsdóttur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 1997, Vargatal eftir Sigfús Bjartmarsson hlaut DV- verðlaunin árið 1998 og Gula húsið eftir Gyrði Elíasson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2000). Einnig má minna á að smásagnasafn Þór- arins Eldjárns Sérðu það sem ég sé? trónaði í efstu sætum metsölu- listanna árið 1998. Einnig má halda því fram að smásagan hafi tekið ýmsum breytingum á undanförnum árum og ýmsar tilraunir hafi verið gerðar með formið sem slíkt. Nefna mætti örsöguna og stuttar tengdar frásagnir sem erfitt er að mæla út frá hefðbundnum stöðlum smá- sagna (Vargatalið er gott dæmi um slíkt). Brotinn taktur hefur að geyma ellefu sögur sem sumar tengjast lauslega í gegnum persónur og söguefni. Allar sögurn- ar fjalla um ungt fólk, brugðið er upp stutt- um svipmyndum úr lífi þeirra fremur en að um eiginlega atburða- rás sé að ræða. Í mörgum sagnanna er sjónarhornið bundið við ungan karlmann sem lýsir upplifun sinni af umhverfinu. Hugsanir hans og til- finningar virðast oft á skjön við „veru- leikann“, hann á erfitt með að standa undir væntingum umhverfis- ins og þjáist af óljósri sektarkennd. Margar sögurnar miðla tilfinningu fyrir tilgangsleysi tilverunnar, unga fólkið er firrt á margs konar hátt; firrt tilfinningalega, firrt frá nátt- úrunni, firrt frá sjálfu sér. Þótt efniviður sagnanna sé því tvímæla- laust alvarlegur eru frásagnirnar þó oftast með gráglettnum undirtóni; stutt í húmorinn og kaldhæðnina. Sögur Jóns Atla eru kannski ekki byltingarkenndar hvað form og efn- istök snertir en engu að síður má segja að í þeim kveði við nýjan tón sem aðallega er fólginn í því að þær lýsa reynslu þeirrar kynslóðar sem nú er á milli tvítugs og þrítugs og miðla þeirri reynslu á tungumáli sem ekki hefur borið mikið á í ís- lenskum bókmenntum. Þetta er vel skrifaður texti á „hlutlausu“ tungu- máli; án stíltilþrifa, myndmálsbeit- ing í lágmarki og yfirbragðið afar raunsæislegt. Málfar allra sagnanna er hversdagslegt og orðfærið kunn- uglegt úr tali ungs fólks í dag með öllum sínum enskuslettum og vís- unum til kvikmynda og tónlistar; persónur „tjatta“, „dissa“, „chilla“ og „beila“ þegar það á við. Jón Atli fer þó vel með slíkar slettur, þær eru aldrei yfirgnæfandi heldur falla eðlilega inn í samtöl og lýsingar. Þessi stíll er í andstöðu við þann stóryrta, ýkta orðaleikjastíl sem gjarnan hefur verið notaður til þess að lýsa veruleika ungra Íslendinga í dag. Í upphafssögunni, „Töframaðurinn“, er sögumaður 11 ára drengur sem er í ferðalagi með foreldr- um sínum og bróður. Hann fer með föður sínum í bíltúr í þeim tilgangi að kaupa mat, en faðirinn dettur í það, reynir að fá drenginn til að fela drykkjuna fyrir móð- urinni og bregst ókvæða við þegar það tekst ekki. Síðari hluti sögunnar lýsir því hvernig faðirinn eltir drenginn á harðahlaupum í þeim til- gangi að berja hann. Þrátt fyrir „hlutleysi“ frásagnarinnar miðlar hún mynd af óhuggulegu fjölskyldu- mynstri og einrænum dreng sem flýr inn í sjálfan sig á vit ímynd- unaraflsins. Í næstu sögu, „Borð fyrir Báru“, gæti allt eins verið um sama dreng að ræða, þrettán árum síðar. Hann býr með fráskildum, drykkfelldum föður sínum, móðirin hefur fengið sér nýjan mann og bróðirinn er í friðarsveit í Bosníu. Sjálfur reynir hann „að virka mannalegur“ en er „samt meira eins og Palli sem var einn í heim- inum“. Vel mætti álykta að í þess- um fyrstu sögum sé lagður grund- völlur að persónulýsingu sem síðar mætir lesandanum í fleiri sögum. Hér er um að ræða ungan karl- mann, viðkvæman undir skrápnum, sem á erfitt með að staðsetja sjálfan sig í tilverunni. Þetta á til dæmis ágætlega við hinn grátgjarna sögu- mann þriðju sögunnar, „Svart barn“; sögumann fimmtu sögunnar, „Refir og menn“; unga manninn sem rúntar um bæinn, reykir gras og fer í partí í titilsögunni „Brotinn taktur“; eða hinn duglitla fjöl- skylduföður í Grafarvoginum í sög- unni „Hvítur jagúar“ sem ber ör á úlnliðunum og á sálinni. „Refir og menn“ er skemmtileg lýsing á hugsanaferli sem fer af stað í sögumanninum þegar besti vinur hans er að verða faðir. Hvergi er sagt beint út að sögumaður finni fyrir afbrýðisemi, en á hárfínan hátt er lýst blendnum tilfinningum höfn- unar, útilokunar og einmanaleika: „Besti vinur þinn er að verða pabbi og þú bara faðmar hann að þér og heldur honum þangað til hann er að kafna. Kannski komu líka nokkur tár en það er enginn að tala neitt um það. Svoleiðis á það bara að vera og þannig er það hjá þeim. En ekki orð um hitt sem hann var að hugsa. […] Einar hringdi. Nei, Einar og Hanna. Það var þannig núna. Þau tvö í símanum“ (59). Í sögunni „Móðurlandið“ er lýst ferðalagi þriggja ungra manna í Landmannalaugar og því lýst hvernig náttúran er þeim framandi, þeir þekkja hana aðeins af síðum tímaritanna: „Við erum staddir inni í tölublaði af Iceland Review“ (99). Sögumaður hefur nagandi sam- viskubit yfir að þekkja ekki landið sem hann býr í og þeir félagar eru vanari „að vera úti í geimnum með Sigourney Weaver eða á barnum hennar Ally McBeal“ (101) en úti í íslenskri náttúru. Veruleiki kvik- myndanna er sá tilvísanaheimur sem er fyrirferðarmestur í smásög- um Jóns Atla og er það líklega of- urraunsæ lýsing á reynslu hans kynslóðar. Titillinn Brotinn taktur er góður samnefnari fyrir allar ellefu sög- urnar og gefur strax tóninn fyrir þá brotakenndu reynslu sem sögurnar miðla og þá brotgjörnu vitund sem sjónarhorn flestra sagnanna er bundið við. Sögurnar eru misgóðar, eins og gerist og gengur í slíku safni, en þær bestu eru mjög sterk- ar og batna við endurtekinn lestur. Spennandi verður að fylgjast með Jóni Atla Jónassyni í náinni fram- tíð. „ … úti í geimnum með Sigourney Weaver“ BÆKUR Smásögur Eftir Jón Atla Jónasson. Forlagið 2001, 141 bls. BROTINN TAKTUR Soffía Auður Birgisdóttir Jón Atli Jónasson B10 er skáld- saga fyrir ung- linga eftir Yrsu Sigurðardóttur. Vorið sem Hall- gerður fermist verða þau tvö fermingarbörn sem skara fram úr í kristilegu hugarfari verð- launuð með Par- ísarferð. Hallgerður ætlar sér að sigra og velur boðorðin tíu til að lifa eftir – þau eru svo sjálfsögð að það er næstum ómögulegt að brjóta þau. Eða hvað? Hér er á ferðinni enn ein skemmtisagan úr smiðju Yrsu sem margir þekkja af fyrri bókum henn- ar; Þar lágu Danir í því, Við viljum jólin í júlí og Barnapíubófinn, Bú- kolla og bókarránið. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 219 blaðsíður. Prent- vinnsla Oddi hf.Leiðbeinandi verð: 2.490 kr. Unglingar Í Mánaljósi – æv- intýri Silfurberg- þríburanna er skáldsaga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Í hvítu höllinni við Gullvoga- stræti búa þríbur- arnir Íris Ína, Ísa- bella og Júlíus hjá foreldrum sínum. Þar hafa þau allt sem tólf ára börn geta óskað sér nema hamingjusamt fjöl- skyldulíf. Fyrir síðustu bók sína, Móa hrekkjusvín, hlaut Kristín Helga Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur. Jean Posocco myndskreytti sögu Útgefandi Mál og menning. Bókin er 217 blaðsíður. Prentvinnsla Oddi hf. Leiðbeinandi verð: 2.490 kr. Börn Í leit að tím- anum er eftir Bergljótu Arn- alds. Hér er á ferðinni ævintýri um tímann. Á sjálfum afmæl- isdeginum ferðast að- alpersónan, Vikt- or, í gegnum veraldarsöguna. Á leiðinni kemst hann í kynni við margar þekktar persónur, eins og Napóleon og Sesar. Hann þarf að berjast við kúreka og sjóræningja, og ekki batnar ástandið þegar hann lendir á tímum risaeðlanna. Útgefandi er Virago. Bókin er 200 bls. Verð: 2.480 kr. Út er komin hjá Máli og menningu bókin Fótbolta- sögur (tala sam- an strákar) eftir Elísabetu Jök- ulsdóttur Fótboltasögur Elísabetar eru ör- sögur sem allar fjalla um knattspyrnumenn og lýsa tilveru þeirra í kringum boltann, í einkalífinu og í hugarheimi sínum. Þetta eru skemmtilegar sögur með orðfæri fótboltans, sumar smellnar, aðrar ljóðrænar, jafnvel heimspeki- legar, en allar skrifaðar af innsæi og næmi sem menn þekkja frá fyrri verkum höfundar. Ef undan eru skildar barna- og unglingabækur hefur knattspyrna ekki orðið mörgum rithöfundum efniviður í skáldskap, hvað þá kon- um sem lengi var lokaður heimur fótboltans. Hin nýja bók Elísabetar er að þessu leyti einstæð í ís- lenskri bókmenntasögu, og þótt víð- ar væri leitað. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 77 blaðsíður. Prentvinnsla Oddi. Leiðbeinandi verð: 3.490 kr. Örsögur heimurinn sem tekur á sig afleiðingar af valdníðslu, kúgun og spillingu þeirra sem stjórna og hafa stjórnað í gegnum aldirnar. Sannleikur- inn er aldrei sagður, menn skálda í eyður og til verður hjátrú og ýkjusögur. Menning- ararfi er eytt en þó ekki af tímans tönn, heldur í tannhjóli valdabaráttu, yfir- gangssemi, græðgi, en þó ekki síður á því altari góðmennskunn- ar sem kallar sig trúboð. Þótt ferðabókin sé skrifuð eins og um eina samfellda ferð sé að ræða, fer því þó fjarri. Hún er steypt saman úr nokkrum ferðum sem spanna tuttugu ár og höfundur vísar oft til þeirra breytinga sem verða á þeim árum. Hann gerþekk- ir það umhverfi sem hann er að lýsa og vefur inn í frásögn sína stuttum og markvissum upplýsing- um úr stjórnmálasögu þorps, hér- aðs, borgar eða svæðis sem eru nauðsynlegar til þess að lesandinn skilji hvers vegna öll þessi hnign- un, hvers vegna öll þessi eymd og hvers vegna ekki er mögulegt að ÞAÐ væri synd að segja að ferðasögur hafi verið í uppáhaldi hjá mér í gegnum tíðina, frekar að ég hafi skussast til að lesa þær þegar ég hef þurft þess og varð því ekkert sérlega upprifin þegar ég fékk í hendur „ferðabók“ þessa. Leist líka illa á það hvað letrið var smátt, sagan þéttskrifuð og bókin löng, velti því fyrir mér fyrstu tuttugu síðurnar hvort ég ætti ekki að hætta við hana – en það var of seint. Ég var föst í því þéttriðna ævintýraneti úr efni, stíl, málfari og frásagnarsnilld sem dugar alltaf til að kyrrsetja mig við leslampann; öllu öðru aflýst. Sólskinsrútan er sein í kvöld hef- ur að geyma sögur úr ferðum Sig- fúsar Bjartmarssonar um bakgarða Rómönsku-Ameríku á árunum 1978 til 1999. Þá bakgarða sem aldrei yrði getið um í túristabæklingum, þótt heimsendir lægi við. Þetta er heimurinn sem er ekki til, jafnvel þótt hann lifi góðu lífi í stórborg- um, vinsælum túristastöðum við ströndina og afskekktum indíána- þorpum uppi í fjöllum. Þetta er snúa gæfuhjólinu við. Slík innskot eru gædd mikilli kímni og byggj- ast á hreint ótrúlegri hæfni til að greina að- alatriðin frá aukaatrið- unum. Það eru engar málalengingar, nema þá helst til að skapa andrúmsloft og skemmta lesandanum. Mannlífslýsingarnar í bókinni eru með ein- dæmum vel skrifaðar. Á ferðum sínum hittir Sigfús aðallega dreggjar mennskunn- ar, fólk sem hefur löngu týnt öllu vitsmuna- og til- finningalífi en lifir þess í stað hvatalífi, með tilheyrandi sjálfseyð- ingu og algerum skorti á sjálfsvirð- ingu. Engu að síður býr þetta fólk yfir sínum fordómum og nær víðast hvar að koma auga á mun á sjálf- um sér og hinum – og þá sjálfum sér til hróss. Á köflum er eins og hann sé að ferðast um svo súrreal- ískan heim að ýmist minnir sagan á fantasíubókmenntir eða martraðir. Málfar sögunnar er enn eitt æv- intýrið. Sigfús hikar ekkert við að nýta orð úr erlendum tungumálum til þess að skreyta frásögn sína og gerir það svo vel að hver setning er girnileg. Hann lagar orðin að ís- lenskum málreglum og sýnir svo ekki verður um villst að þótt ís- lenskan ættleiði þau orð sem henni sýnist, verður hún síður en svo menguð – heldur enn meira djúsí. Slíka list í meðferð máls man ég ekki eftir að hafa séð frá því í bók- um Laxness. Tilfinningin er alger fyrir því hvernig er hægt að auðga málið og lesturinn minnir helst á það að háma í sig úr botnlausum konfekt- kassa. Það þarf býsna góða þekk- ingu á málinu til að brjóta regl- urnar en það þarf ekki síður góða þekkingu til að þenja þær og laga að sinni tjáningaraðferð. Það tekst svo um munar hér. Sólskinsrútan er sein í kvöld er afburða vel skrifað verk um heim sem fæst okkar eiga aðgang að. Hann er heillandi og hættulegur, seiðandi og fráhrindandi, fullur af ævintýrum og eftirminnilegum per- sónum sem lifa þótt þær séu ekki til, búi við götur sem ekki hafa ekki nafn, í húsum sem ekki hafa númer, í þorpum sem hefur verið eytt og fjöllum þar sem ekkert grær nema dauðinn og djöfullinn. Frásögnin er hreinræktuð snilld frá upphafi til enda. Botnlaus konfektkassi BÆKUR Ferðabók Eftir Sigfús Bjartmarsson. Útgefandi: Bjartur 2001. 279 bls. SÓLSKINSRÚTAN ER SEIN Í KVÖLD Sigfús Bjartmarsson Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.