Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 1
MIKIL gleði ríkti í Japan í gær eftir að fréttist að Masako, krónprinsessa Japans, hefði í fyrrinótt alið stúlku- barn en þetta er fyrsta barn Masako og krónprinsins Naruhito eftir átta ára hjónaband. Kepptust íbúar Tók- ýó við að ná sér í eintak af dag- blöðum gærdagsins, sem höfðu að geyma fréttir af barnsburðinum. Bæði Masako, sem er 37 ára, og barninu heilsast vel og vó stúlkan 3,1 kg, skv. upplýsingum lækna. Naruhito var viðstaddur fæðinguna en krónprinsessan ól barnið á keis- aralegu sjúkrahúsi. Almenningur virtist láta sér í léttu rúmi liggja að um stúlkubarn var að ræða en lög keisaraættarinnar gera ekki ráð fyrir að stúlka geti tekið við krúnunni. Vildu stjórnmálamenn ekki viðurkenna að nú væri kominn upp mikill stjórnlagavandi enda gæti Masako enn átt fleiri börn. Margir hafa þó léð máls á lagabreyt- ingum og nýleg skoðanakönnun sýndi að 55,2% Japana sáu ekkert því til fyrirstöðu að kona yrði keis- ari. Aðeins 7,9% voru því andsnúin. Japanir í sjöunda himni Reuters MORGUNBLAÐIÐ 2. DESEMBER 2001 277. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Öldungur án ellimerkja 12 10 Endasleppt frelsi? Nálægðin er nauðsynleg 24 ferðalögSteinþorpið Saint Émilion bílarMitsubishi börn Jólaálfar á fjallinu bíóPotterland Sælkerar á sunnudegi Gómsætur aðventudögurður Haraldur Örn Ólafsson klífur hæsta fjall Evrópu Prentsmiðja Morgunblaðsins BÓKAJÓL Mikið hefur verið skrifað um börn á jólum og við jólaundirbúning. Skapti Hallgrímsson rýndi í nokkrar bækur og kíkti á hvernig hátíðin og und- irbúningur hennar fara fram á síðum þeirra. Sunnudagur 2. desember 2001 B Tillögur um uppbyggingu hátæknigarðs í Urriðaholti í Garðabæ eru vel á veg komnarÍSFÉLAG VESTMANNAEYJA MIKIL tíðindi urðu í stjórnmálum í Taívan í gær þegar Taívanar gengu að kjörborðinu og kusu sér nýtt þing. Leit allt út fyrir að Kuomintang- flokkurinn myndi tapa meirihluta á þingi í fyrsta skipti en Kuom- intang hefur verið ráðandi afl í taív- önskum stjórn- málum allt frá því að landið rauf tengsl sín við stjórnina í Kína árið 1949. Þegar búið var að telja um 80% at- kvæða hafði DPP-flokkur Chen Shui- bian, forseta Taívans, tryggt sér 37% atkvæða. Kuomingtang hafði 31% fylgi og Alþýðuflokkurinn 20%. Sam- stöðuflokkurinn hafði 9%. Höfðu full- trúar flokks Chens þegar lýst yfir sigri í kosningunum. Þáttaskil urðu með forsetakjöri Chen í fyrra enda var það í fyrsta skipti sem Taívanar kjósa sér forseta frá öðrum flokki en Kuomintang. Fyrir kosningarnar í gær hafði Ku- omintang meira en helming þingsæta en DPP ekki nema um þriðjung. Ljóst var hins vegar að á þessu yrði breyting. Mun það líklega gera Chen auðveldara fyrir að stjórna landinu en meirihluti Kuomintang á þingi hefur reynst honum erfiður ljár í þúfu. Stjórnvöld í Kína fylgdust einnig grannt með úrslitum kosninganna í gær en þau hafa óttast að Chen tæki frekari skref í átt að formlegu sjálf- stæði Taívan ynni flokkur hans sigur í þingkosningunum. Tímamótakosn- ingar í Taívan Chen Shui-bian BURHANUDDIN Rabbani, fyrr- verandi forseti Afganistans og leið- togi Norðurbandalagsins, sagðist í gær geta fallist á myndun eins konar „sérfræðingaráðs“ til að fara með stjórn mála í Afganistan til bráða- birgða en nú standa yfir viðræður í Bonn í Þýskalandi um framtíð Afg- anistans. Sagði Rabbani að hann hefði tjáð Lakhdar Brahimi, sátta- semjara Sameinuðu þjóðanna, að sérfræðingaráð 12–25 manna væri vænlegur kostur og kvaðst Rabbini reiðubúinn til að sætta sig við að Mo- hammed Zahir Shah, fyrrverandi konungur Afganistans, ætti sæti í ráðinu. Fyrr um daginn höfðu fulltrúar Norðurbandalagsins í Bonn látið hafa eftir sér að þeir myndu hugs- anlega skrifa undir samkomulag jafnvel þó að Rabbani hefði ekki lagt blessun sína yfir það. Rabbani hefur í vikunni reynst tregur til að tilnefna menn í vænt- anlega bráðabirgðastjórn og vill að Afganar sjálfir fái það hlutverk að tryggja frið í landinu en ekki erlend- ir friðargæsluliðar. Fulltrúar Vest- urveldanna eru hins vegar mjög áfram um að samkomulag náist um myndun bráðabirgðastjórnar og hringdi Brahimi í Rabbani á föstu- dagskvöld og hvatti hann til að sýna sveigjanleika. Fulltrúar SÞ höfðu áður hafnað óskum sendinefndar Norðurbanda- lagsins um tíu daga frest svo hægt væri að bera málin undir Rabbani og aðra leiðtoga Norðurbandalagsins, sem staddir eru í Kabúl. Harðar árásir á Kandahar Bandarískar herþotur létu í gær sprengjum rigna yfir Kandahar í Suður-Afganistan en borgin hefur verið höfuðvígi talibana og er nú eitt af þeirra síðustu vígjum í landinu. Ennfremur voru gerðar árásir á staði í Kandahar-héraði sem sagðir eru meðal felustaða liðsmanna al- Qaeda hryðjuverkasamtaka Sádí- Arabans Osama bin Laden. Sögðust talibanar hafa skotið niður eina af herþotum Bandaríkjamanna yfir Kandahar en þær fregnir voru born- ar til baka. Aukinn þrýstingur á Norðurbandalagið Kabúl, Quetta í Pakistan, Bonn. AFP, AP  Óttast að/10–11 Reuters Afganar fylgjast með hanaati á útimarkaði í Kabúl. Hanaat var bannað í Afganistan meðan á valdatíma talibana stóð í landinu. FYRIRTÆKI og verslanir í Danmörku fá óvæntan jóla- glaðning frá stærsta banka landsins, Den Danske Bank, fyrir þessi jól. Hefur bankinn tilkynnt að hann muni hér eftir taka þjónustugjald í hvert skipti sem fyrirtæki og versl- anir leggi fé inn á reikninga sína. Frá þessu segir í Jyllands- posten í gær. Kemur fram að til að byrja með muni þjón- ustugjald aðeins tekið af fyr- irtækjum en einstaklingar sleppa enn um sinn. Hefur þjónustugjaldið verið ákveðið tíu danskar krónur, eða um 120 ísl. kr., og er því ætlað að mæta kostnaði vegna talningar fjár. Reglurnar munu gilda fyrir öll útibú Den Danske Bank en jafnframt fyrir BG Bank. Unibank er einnig sagð- ur undirbúa samskonar gjald- töku. Um þrjátíu þúsund verslanir og þúsundir veitinga- og kaffi- húsa munu frá og með áramót- um þurfa að greiða þetta gjald fyrir að leggja fé inn á eigin reikninga og reiknast mönnum til að ef farið sé hvern virkan dag í bankann sé um að ræða kostnað upp á meira en 2.500 danskar krónur á ári, eða næstum 30 þúsund ísl. kr. Borgi fyrir að leggja inn fé ENGLAND leikur í „dauðariðlinum“ – F-riðli – í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Suður-Kóreu og Japan næsta sumar. Með Englendingum í riðlinum eru Argentínumenn, sem eru taldir sigurstranglegastir á HM, Svíar og Nígeríumenn. Heimsmeist- arar Frakka leika upphafsleik HM gegn Senegal föstudaginn 31. maí. Dregið í HM í knattspyrnu  HM-dráttur/36 ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.