Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 37 30% afslá t tu r ÚTSALAN hefst mánudag kl. 9.00 við Laugalæk NORÐMENN verða yfirleitt furðu- lostnir þegar þeir komast að raun um að sala á hvalkjöti er talin afar alvar- legur glæpur í Hollandi og að há- marksrefsing við því er sex ára fang- elsi og allt að milljón gyllina sekt,“ segir Coen F. Mulder, sem kennir refsirétt við Háskólann í Amsterdam. Mulder hélt fyrirlestur á málþingi dómsmálaráðuneytisins á dögunum um bætta samvinnu lögreglu. Í fyr- irlestrinum fjallaði hann um vanda- mál sem spretta af mismunandi menningu landanna. Í máli hans kom fram að ólík refsilöggjöf Evrópulanda endurspeglar mismunandi siðferðis- mat íbúanna og ólík viðhorf þeirra til lífsins. „Fólk í þeim hluta Hollands þar sem ég bý hefur ekki sama álit á fóst- ureyðingum og líknardrápi og íbúar Bæjaralands. Viðhorf þeirra til kláms eru önnur en Norðmanna og þau eru ólík viðhorfum Svía til vændis,“ sagði Mulder. Það ætti því að vera deginum ljósara að algild löggjöf eða einhvers konar samevrópsk refsilöggjöf myndi ekki leysa vandamál sem skapast vegna grundvallarmunar á skoðunum og gildum. Tilraunir til að þvinga sið- ferðilegum gildum eins lands yfir á annað væru dæmdar til að mistakast. Mulder er algerlega andvígur til- lögu framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins um breytingar á reglum um framsal sem felast í svokallaðri evrópskri handtökuskipun. Sam- kvæmt tillögunni verður aflögð kraf- an um svokallað tvínæmi refsingar við framsal, þ.e. að brot verða að vera refsiverð bæði í landinu sem fer fram á framsalið og í landinu þar sem hinn meinti glæpamaður dvelur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Mulder að næstum allir sérfræðingar í þessum málum í Hollandi væru and- vígir því að krafan um tvínæmi refs- ingar yrði aflögð enda myndi það skapa allskyns vandamál. Norðmenn gætu þá væntanlega farið fram á að löglegir seljendur kannabisefna, svo- kallaðir „kaffihúsaeigendur“, yrðu framseldir til Noregs hefðu þeir selt Norðmönnum fíkniefni. Hollendingar gætu á móti óskað eftir því að allir sem selja hvalkjöt til Hollands yrðu framseldir þangað. Jafnvel svissnesk- ir bankamenn væru ekki óhultir fyrir kröfum Hollendinga um framsal á grundvelli þess að þeir væru þátttak- endur í samsæri gegn hollenskum skattayfirvöldum. Mulder segir að verði tillagan samþykkt gæti ekki nokkur dómari stöðvað slíkar fram- salskröfur. Upphaflega var gert ráð fyrir því að evrópska handtökuskipunin næði til Schengen-landanna en lagaþjón- usta ráðherraráðs ESB lagðist gegn því. Verði hún samþykkt er þó líklegt að Íslandi og Noregi, sem eru innan Schengen-svæðisins en ekki aðilar að ESB, verði boðið að gerast aðilar að handtökuskipuninni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins væri óraunhæft að hafna slíku boði. Tillag- an verður rædd á fundi ráðherraráðs- ins 6. og 7. desember. Það er þó ekki eingöngu mismun- andi refsilöggjöf sem getur gert lög- reglumönnum erfitt fyrir, að sögn Mulders. Ólíkar aðferðir lögreglu við að framfylgja lögunum geta einnig sett strik í reikninginn og hið sama má segja um mismunandi forgangs- röðun hjá lögreglu, ólíkt skipulag og ólíkt réttarkerfi. Enn sé þó von og Mulder nefndi samvinnu norrænu lögregluembættanna sem dæmi um vel heppnaða samvinnu þrátt fyrir menningarlegan mun á milli land- anna. Að hans mati getur slík svæð- isbundin samvinna leyst flest þau vandamál sem upp koma. Lögregla forgangsraðar í sam- ráði við heilbrigðisyfirvöld Hollendingar hafa löngum verið þekktir – jafnvel alræmdir – fyrir stefnu sína gagnvart sölu á kannabis- efnum, sem er leyfileg gegn því að seljendurnir uppfylli viss skilyrði, og neyslan er ekki refsiverð. Aðspurður segir Mulder að frjáls- legri viðhorf til kannabisefna hafi alls ekki valdið vandamálum í Hollandi. „Við lítum á þetta sem minniháttar vandamál. Áfengisneysla veldur lang- mesta vandanum, neysla á sterkum fíkniefnum stendur henni langt að baki. Kannabisefni eru síðan enn neð- ar á listanum.“ Mulder segir reyndar að til séu mjög nákvæmar reglur sem segja til um hve þungan dóm viðkomandi fái fyrir að selja ákveðið magn af kannabisefnum. „En í reynd sinnir lögreglan þessum málum ekki nema þegar í óefni stefnir,“ segir Mulder. Í Hollandi sé litið á kannabisneyslu sem heilbrigðis- og efnahagslegt vandamál. Lögreglan þurfi að fást við alvarlegri brot, s.s. vopnuð rán, nauðganir og sölu og neyslu á sterkari fíkniefnum, og forgangsraði verkefn- um sínum í samvinnu við hollensk heilbrigðisyfirvöld enda geti lögregl- an ekki starfað óháð öðrum þáttum samfélagsins. Telji heilbrigðisyfirvöld að kannabisneysla sé að fara úr bönd- unum þá grípi hollenska lögreglan til sinna ráða. Skattalögreglan afar öflug Þá segir Mulder að fremur sé litið á sölu kannabisefna sem efnahagslegt vandamál. Sölumenn kannabisefna séu ólíklegir til þess að gefa hagnað- inn af sölunni upp til skatts og það sé vandamál skattayfirvalda. Sé fólk að græða með ólögmætum hætti geti það ógnað efnahagslegum stöðug- leika og þá láti hin mjög svo öfluga skattalögregla til sín taka. Þegar hann er spurður um hvort löggjöf í fíkniefnamálum hafi valdið því að Holland, þó sérstaklega Amst- erdam, sé orðin að e.k. dreifingarmið- stöð fyrir ólögleg fíkniefni bendir Mulder á að Rotterdam sé ein helsta höfn Evrópu og þar fari um gríðar- mikill farmur, mestallur löglegur en auðvitað megi búast við að ólögleg efni séu flutt þangað líka. Þetta valdi því að skattayfirvöld og tollgæsla sé afar öflug í Hollandi. „Baráttan gegn verslun með fíkniefni er efnahagsleg barátta, í engu ólík baráttunni gegn ólöglegri vopnasölu eða alþjóðlegum fjársvikum,“ segir Mulder. Coen F. Mulder segir viðhorf til afbrota mjög mismunandi eftir löndum Andvígur tillögum um nýjar fram- salsreglur Morgunblaðið/GolliCoen F. Mulder, kennari í refsirétti við Háskólann í Amsterdam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.