Morgunblaðið - 09.12.2001, Page 49

Morgunblaðið - 09.12.2001, Page 49
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 49 VEGNA yðar, Íslendinga í Dan- mörku, ákvað ég að skrifa nokkur orð um sóknarprest frá Selfossi, sem yður var sendur að skipan Skálholtsbiskups. Biskupinn ákvað sjálfur að senda séra Þóri Jökul Þorsteinsson, af því að biskup taldi hann hæfastan. Ótrúlega minnir þetta á Krukkspá, um Skálholts- biskupa síðari tíma, er miklar deilur urðu út af því, að herra Sigurður Sigurðarson, Skálholtsbiskup, leyfði sér að velja sjálfur prest og fara ekki eindregið eftir vali þriggja presta. Þar sem biskupar eru yfirmenn, prófasta og presta, er það furðulegt, ef biskup má ekki hafa síðasta orðið. Eða eru lög til þess að hann eigi sjálfur ekki atkvæðisrétt? Sem sóknarbarn séra Sigurðar Sigurðarsonar á Selfossi nokkuð mörg ár tel ég hann hafa til að bera allt sem einn prest má prýða, enda var hans mjög saknað hér á Selfossi, þótt sjálfsagt væri að unna honum þess að verða vígslubiskup Skál- holtsumdæmis. Ég var sóknarbarn séra Þóris Jökuls Þorsteinssonar frá því að hann var kosinn lögmætri kosningu á Selfossi. Séra Þórir Jökull hafði verið sóknarprestur í 2 ár að Grenj- aðarstað, vígður þangað. Séra Þórir Jökull hefur reynst syrgjendum afar vel og heyrði ég sagt að hinn ungi sóknarprestur hefði reynst sérlega innilegur og styrkjandi á slíkum stundum. Auk þess get ég við missi einkasonar borið séra Þóri Jökli sérlega gott vitni. Séra Þórir Jökull framkvæmir öll prestverk mjög fallega. Hann er góður ræðumaður, hefur fallega söngrödd og tón eftir því. Allt þetta þekkir fyrrverandi sóknarprestur, nú Skálholtsbiskup. Herra biskup Sigurður Sigurðar- son er framúrskarandi ræðumaður. Hann hefur afburða fagra söngrödd, eins tón og tal. Bæði hann og séra Þórir Jökull eru hlýir menn, koma sérlega vel fyrir, eru kennimann- legir og fara fremur hægt og hljótt. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ E.B. Tel ég enginn prestur sé hæfari til þess að velja sóknarprest en herra biskup Sigurður Sigurðarson. Eðlilegt er að hann leggi t.d. mikið upp úr sálusorgun. Því að sjálfur er hann mikill og góður sálusorgari. Þekki ég það af eigin reynslu. Lík- legt er að sá hæfileiki sé meðfædd- ur, þótt tilsögn í því skaði ekki. Sú spurning kom meðal læri- sveina Jesú, hver þeirra væri mest- ur. Jesús vissi, hvað þeir hugsuðu í hjörtum sínum og tók lítið barn, setti það hjá sér og sagði við þá: Hver sem tekur við þessu barni í mínu nafni tekur við mér og hver sem tekur við mér tekur við þeim, er sendi mig. Því að sá sem minnst- ur er meðal allra, hann er mestur. Lúk. 9.47 og 48.v. Páll postuli bað kristna bræður að vera hver öðrum fyrri til að veita hinum virðingu. Ég óska Íslendingum í Danmörku til hamingju með séra Þóri Jökul Þorsteinsson sem sóknarprest. Þótt hans sé saknað hér. Bót í máli er það, að ennþá hefur Selfoss-söfn- uður verið sérlega heppinn með sóknarprest, áður hér að góðu kunnan, séra Gunnar Björnsson, rúmt vetrarskeið. Hann er snilling- ur í sellóleik, það sama í ræðugerð og framsögn, mikill söngvari, svo og í tóni. Lærður í söng og tónlist. Hann er hlýr maður og hugljúfur í viðkynningu. Séra Þórir Jökull fékk hann áður hingað í sinn stað er hann fór til Englands til guðfræðináms. Blessunaróskir til séra Þóris Jök- uls Þorsteinssonar í nýju starfi og til hans nýja safnaðar. RÓSA B. BLÖNDALS, Grænumörk 1, Selfossi. Hver er mestur? Frá Rósu B. Blöndals: 15.30 Grýla og einn af jóla- sveinunum verða syngjandi kát um alla Kringlu. 17.00 Jólagaman í Borgar- leikhúsinu. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Miðasala við þjónustu- borð Kringlunnar og í BORGARLEIKHÚSINU, 500 kr. miðinn. Kringlan er… www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 16 18 6 1 2/ 20 01 …í jólaskapi NÝTT KORTATÍMABIL Dagskráin í dag: ehf - heildverslun Gott úrval af yndislegum bolum úr ull/silki og ull/bómull. Margar stærðir og gerðir. Ítölsk gæði. Frábærar jólagjafir. Háholti 14, 270 Mosfellsbæ, sími 586 8050, fax 586 8051 - Netfang: mirella@isl.is Útsölustaðir: Fína ehf. Mosfellsbæ, Árbæjarapótek Reykjavík, Daman Reykjavík, Gullbrá Reykjavík, Ceres Kópavogi, Paloma Grindavík, Apótek Borgarness, Apótek Ólafsvíkur, Heimahornið Stykkishólmi, Fatabúðin Ísafirði, Apótek Blönduóss, Ísold Sauðárkróki, Verslunin Klakkur Vík. Opnunar Í tilefni opnunar stærri og glæsilegrar verslunar ver›um vi› me› fjölbreytt tilbo› í desember. Dagana 7. - 9. bjó›um vi› 20% afslátt af öllum kvenskóm. Opi› í dag frá 13-17. 20% Afsláttur af öllum kvenskóm t i lbo› Hamraborg 3 • 200 Kópavogi • s: 554 1754 Dömuilmvatn kr. 1.690 Dömugjafakassi kr. 1.575 Herrarakspíri kr. 1.650 Herragjafakassi kr. 1.775 Vincent Van Gogh Ilmurinn í ár á tilboðs- verði í apótekinu þínu Ótrúlegt tilboðsverð í apótekinu þínu kr. 3.900 hver pakkning Gjöf fyrir 15-25 ára Snyrtibudda + Förðunarburstasett + Perlupúður + 3 glosspottar + 3 semelíutattú Gjöf fyrir 25-45 ára Snyrtibudda + Lúxus húðhreinsir + Dagkrem + Varalitahulstur Gjöf fyrir 45-75 ára Snyrtibudda + Dagkrem + Augnkrem + Naglalakk + Naglaklippur snyrtivörur HELGI FILIPPUSSON ehf HEILDVERSLUN Tunguhálsi 7. Sími: 567 1210 Margt fallegt til jólagjafa á góðu verði Glös - Kerti - Borðar - Silkiblóm - Jólavörur - Skreytingarefni og margt fleira Verið velkomin Opið virka daga 13-18 laugard. og sunnud. 11-17 til 22des. Lager- sala í Árbæ að Tunguhálsi 7.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.