Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 1
284. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 11. DESEMBER 2001 KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær þegar hann tók við friðarverðlaun- um Nóbels að réttindi einstak- lingsins væru þyngri á metunum en réttindi ríkja. „Menn ættu ekki lengur að nota fullveldi ríkjanna sem skjöld fyrir gróf mannréttindabrot,“ sagði frið- arverðlaunahafinn. Hann bætti við að þegar réttindi einstaklingsins væru virt að vettugi endaði það oft „með ósköpum fyrir heilu þjóðirn- ar“. Friðarverðlaununum var að þessu sinni skipt milli Annans og Sameinuðu þjóðanna. Forseti alls- herjarþingsins, Han Seung-Soo frá Suður-Kóreu, tók við þeim fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna. Öld er liðin síðan Nóbelsverð- launin voru afhent í fyrsta sinn. Reuters Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fylgist með blysför í miðborg Óslóar í gærkvöldi. Setur rétt einstak- linga ofar rétti ríkja Ósló. Morgunblaðið.  Risi sem stórir karlar/28 TVÆR ísraelskar herþyrlur skutu flugskeytum á bíl nálægt borginni Hebron á Vesturbakkanum í gær. Að sögn palestínskra lækna létu tveir drengir lífið í árásinni, annar 3 ára og hinn 13 ára, auk þess sem fimm manns særðust. „Tvær þyrlur komu og við heyrð- um sprengingu,“ sagði Ahmed Qa- wasmeh sem varð vitni að árásinni. „Allir þustu út úr búðum sínum og bílum til að sjá hvað hefði gerst. Þá heyrðum við aðra sprengingu og allir hlupu í átt að bílunum til að aðstoða þá sem særðust.“ Ísraelsher sagði að árásin hefði verið gerð til að vega félaga í Jihad- samtökunum, Mohammed Ayoub Sidr, sem var meðal hinna særðu. Vopnahléstilboði hafnað Að sögn heimildarmanna miðar hægt í friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna. Anthony Zinni, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagði á sunnudag að þeir fengju frest þar til í dag til að draga úr ofbeldis- aðgerðunum; að öðrum kosti mundi hann hætta milligöngu. Harðlínuhópar á borð við Jihad greindu frá því á sunnudag að þeir mundu hætta sjálfsmorðsárásum sínum, ef Ísraelar hættu loftárásum á palestínsk skotmörk. Ísraelsmenn höfnuðu boðinu og kveðst ísraelska leyniþjónustan hafa upplýsingar um að hóparnir hafi frekari árásir í hyggju í norðurhluta Ísraels þar sem 11 særðust á sunnudag er maður sprengdi sjálfan sig í loft upp. Börn láta lífið í árás Ísraela Hebron. AP, AFP. AFGANSKIR herflokkar og banda- rískar herflugvélar gerðu í gær harðar árásir á liðsmenn hryðju- verkasamtakanna al-Qaeda í Hvítu- fjöllum í austurhluta Afganistans þar sem Osama bin Laden kann að vera í felum. Afgönsku herflokkarnir réðust á sveitir al-Qaeda í Milawa-dal eftir harðar sprengjuárásir bandarískra herflugvéla á hella og göng í Hvítu- fjöllum. Einn foringja hersveitanna, Haji Zahir, sagði menn sína hafa náð öllum dalnum á sitt vald nema tveim- ur eða þremur stöðum þar sem liðs- menn al-Qaeda hefðu varist með sprengjuvörpum. Annar herforingi, Mohammed Amin, sagði að hersveit- irnar hefðu náð „mikilvægum birgðagöngum og tveimur stjórn- stöðvum“ al-Qaeda á sitt vald. Talsmaður bandaríska herráðsins í Washington staðfesti að bandarísk- ar sérsveitir væru á svæðinu til að aðstoða afgönsku hersveitirnar. „Bardagarnir eru allharðir,“ sagði talsmaður bandaríska varnarmála- ráðuneytisins, Victoria Clarke. „Þeir liðsmenn al-Qaeda sem veita enn mótspyrnu eru mjög harðskeyttir.“ Handan Milawa-dals er Tora Bora-dalur, sem er nú síðasti stað- urinn þar sem sveitir al-Qaeda veita enn mótspyrnu. Dick Cheney, vara- forseti Bandaríkjanna, sagði á sunnudag að bandaríska leyniþjón- ustan hefði fengið upplýsingar sem bentu til þess að bin Laden væri í fel- um einhvers staðar í Tora Bora. Bú- ist er við að liðsmenn al-Qaeda veiti harðari mótspyrnu þegar ráðist verður á hellana sem eru enn á valdi þeirra. „Mjög tímafrekt og erfitt verkefni“ Pakistanskir hermenn voru fluttir með þyrlum upp á allt að 4.700 m háa fjallatinda við landamærin að Afgan- istan til að stöðva liðsmenn al-Qaeda ef þeir reyndu að flýja til Pakistans. Þótt bandarískir embættismenn segi líklegast að bin Laden sé í Tora Bora telja þeir einnig hugsanlegt að hann sé í grennd við Kandahar, sem var höfuðvígi talibana þar til þeir flúðu borgina á föstudaginn var. „Þessu er ekki lokið enn,“ sagði Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna. „Stór- ir hópar hryðjuverkamanna al- Qaeda leika enn lausum hala. Þetta verður mjög tímafrekt og erfitt verkefni.“ Hörð átök um hellana í Hvítufjöllum Tora Bora, Kabúl. AP, AFP. Reuters Bandarískir landgönguliðar búa sig undir að fara með þyrlu í átt að borginni Kandahar í Suður-Afganistan. Bandaríkjaher flutti landgönguliða, sem hafa verið um 110 km suðvestan við Kandahar, nær borginni í gær til að geta ráðist á liðsmenn al-Qaeda ef þeir reyndu að flýja. Hermennirnir eru nú um 20 km frá Kandahar.  Baráttan um Tora Bora/26 HLÆGILEGAR þýðingar á ævi- ágripum ítalskra ráðherra yfir á ensku eru síðasta niðurlægingin fyrir stjórn Silvio Berlusconis, for- sætisráðherra Ítalíu, en segja má, að á stuttum valdatíma hennar hafi hvert klúðrið rekið annað. Æviágripin voru birt á heimasíðu stjórnarinnar og þar var talsmanni Berlusconis lýst sem „gjallarhorni“, einn ráðherra sagður vera útskrif- aður frá háskólanum „Munnfylli“ og prófessor kenndur við hnetu. Dagblaðið La Repubblica gerði stólpagrín að þessu skrípamáli en augljóst er, að þýðingarnar voru gerðar með tölvu. Daginn eftir voru þær horfnar af heimasíðu stjórnarinnar og sagt, að þær hefðu bara verið settar inn í „tilrauna- skyni“. Um Gianni Letta, einn helsta að- stoðarmann Berlusconis, sagði m.a: „Ann var lengi formaður upplýs- ingaskrifstofu Landssamtaka ridd- ara vinnunnar og síðan yfirmaður Skrifstofurannsókna og skráningar í stofnanahöll siðvæðingar vinn- unnar.“ Þannig var að minnsta kosti útlegging tölvunnar og um Lucio Stanca byggðamálaráðherra sagði hún: „Samtengdur [þ.e.a.s. kvæntur] og það á tvær dætur. 1965 útskrif- aðist það í hagfræði rétt við háskól- ann Munnfylli í Mílanó.“ Um annan ráðherra, Rocco But- tiglione, var sagt, að hann hefði „útskrifað sjálfan sig“ undir hand- arjaðri „prófessors Gústa á hnet- unni“. Ráðherrar hafðir að athlægi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.