Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFyrsta mark Helga Vals gulls ígildi fyrir Peterborough / B5 Óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá knattspyrnudeild Leifturs / B1 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM ÚRSKURÐARNEFND um upp- lýsingamál hefur vísað frá kæru blaðamanns Morgunblaðsins vegna synjunar lögreglustjórans í Reykjavík og dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins um að veita honum aðgang að bréfi ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans í Reykjavík um framkvæmd ákveðinnar húsleitar. Telur meirihluti nefndarinnar, Ei- ríkur Tómasson og Valtýr Sigurðs- son, málið utan verksviðs síns en Elín Hirst skilar séráliti og telur að taka hefði átt kæruna til efnis- legrar meðferðar. Úrskurðarnefndin telur umrætt bréf fyrst og fremst lúta að rann- sókn tiltekins opinbers máls og samkvæmt fyrstu málsgrein 2. gr. upplýsingalaga verði synjun um að- gang að því ekki kærð til nefnd- arinnar. Beri því að vísa kærunni frá. Í umræddri lagagrein segir m.a. að lögin gildi ekki um þinglýs- ingu, lögbann, nauðungarsölu og fleira „né heldur um rannsókn eða saksókn í opinberu máli“. Í séráliti Elínar Hirst kveðst hún ósammála þeirri niðurstöðu meirihluta nefnd- arinnar að vísa málinu frá. Telur hún að í hinu umbeðna bréfi sé m.a. að finna almennar leiðbein- ingar um undirbúning og fram- kvæmd húsleitar og hefði því átt að taka kæruna til efnislegrar með- ferðar. Málsatvik eru þau að blaðamað- ur Morgunblaðsins fór fram á það 15. nóvember sl. við lögreglustjór- ann í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytið að fá aðgang að umræddu bréfi ríkislögreglu- stjóra. Varðar það framkvæmd húsleitar að kvöldi 23. apríl 2001 en samkvæmt gögnum málsins svipti húsráðandi, rúmlega fertugur karl- maður, sig lífi með skotvopni með- an á húsleitinni stóð. Báðir aðilar synja beiðninni og vísa til þeirrar greinar upplýsingalaganna að gögn um rannsókn eða saksókn séu und- anskilin gildissviði laganna. Einnig er bent á að málið varði sjálfsvíg manns og aðgangur að gögnum kunni því að varða einkahagsmuni fjölskyldu hans. Einnig komi fram í bréfinu atriði er varði starfsmann eða starfsmenn lögreglunnar og geti það því einnig varðað einka- hagsmuni þeirra. Þau atriði séu enn til skoðunar, að því er fram komi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar segir að þótt í umræddu bréfi sé vikið að verklagi lögreglu og vinnu- aðferðum við húsleit almennt séð snúist það fyrst og fremst um framkvæmd umræddrar húsleitar sem gripið hafi verið til í þágu rannsóknar opinbers máls. Því sé það álit úrskurðarnefndar að um sé að ræða skjal sem lúti fyrst og fremst að rannsókn tiltekins op- inbers máls. Ekki staðið rétt að undirbún- ingi og framkvæmd húsleitar Ríkissaksóknari telur ekki ástæðu til að rannsaka frekar vinnubrögð lögreglu varðandi hús- leitina. Hún tengdist rannsókn lög- reglu á fíkniefnamáli en grunur lék á að fíkniefni væru framleidd í íbúð mannsins. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir að embættið hafi gert úttekt á umræddri húsleit. Niðurstaða hennar var sú að ekki hefði verið staðið rétt að undirbún- ingi og framkvæmd húsleitarinnar í ýmsum veigamiklum atriðum. At- hugasemdir sem ríkislögreglustjóri gerði við húsleitina voru raktar í sjö liðum í bréfi til lögreglustjór- ans í Reykjavík. Haraldur vildi ekki gefa frekari efnislegar upplýs- ingar um athugasemdirnar en vís- aði á lögreglustjórann í Reykjavík. Meirihluti telur mál- ið utan sviðs laganna Úrskurðarnefnd um upplýsingamál klofnar í afstöðu til kæru um afhendingu bréfs ÞEGAR björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Víkverja í Vík og Lífgjöf í Álftaveri gengu fjörur vegna leitar að skipverj- anum sem saknað er af Ófeigi, rákust þeir á heldur óskemmti- legan reka á fjörunum. Tölu- verðu magni af sláturúrgangi, þ.e mör, gor og öðrum úrgangi í stórum klumpum, hefur skolað á land á Höfðabrekkufjöru austan við Múlakvísl og allt austur á Mýrnafjöru í Álftaveri. Að sögn Birgis Þórissonar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands hafa áður borist kvartanir út af þessu. Hann telur líklegast að sjórinn sé farinn að brjóta fram- an af gömlum gryfjum þar sem sláturúrgangur frá sláturhús- unum sem voru í Vík í Mýrdal var grafinn en í þeim var hætt að slátra fyrir nokkrum árum. Ekki er ljóst á þessu stigi málsins hvað gert verður í málinu en Birgir segir mjög slæmt að láta varg- fugl dreifa þessu út um allt og því nauðsynlegt að grípa til að- gerða sem fyrst. Hyggst hann ræða við yfirdýralækni og sveit- arstjórn. Sláturúrgangur urðaður í fjörunni fyrir 20 árum Hafsteinn Jóhannesson sveit- arstjóri í Vík segir að slát- urúrgangur hafi verið urðaður frammi í sandi, þ.e. niðri í meln- um við fjöruborðið, fyrir meira en 20 árum og landbrot hafi gert það að verkum að úrgangurinn hafi farið út í sjó og þannig ein- hvern veginn eftir fjörunni en hann hafi ekki heyrt um það í nokkur ár. Fyrir mörgum árum hafi úrgangur verið hreinsaður upp fyrir framan Vík, en í mikl- um sjógangi hverfi þetta mjög fljótt. Hann segist ekki eiga von á sérstökum aðgerðum vegna þessa nema heilbrigðiseftirlitið geri eitthvað í málinu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Andrés Pálmason björgunarsveitarmaður við einn úrgangsklumpinn. Sláturúrgangur um allar fjörur Fagradal. Morgunblaðið. ÞRÍR menn lentu í sjónum þeg- ar Svanborg SH fórst við Önd- verðarnes á föstudagskvöld. Lík Sæbjörns Vignis Ásgeirssonar skipstjóra fannst á sunnudags- kvöld. Sæbjörn var fæddur 6. september 1961. Hann bjó að Ennisbraut 21 í Ólafsvík. Sæ- björn lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Tveggja skipverja af Svan- borgu er enn saknað. Þeir eru Vigfús Elvan Friðriksson stýri- maður og Héðinn Magnússon sem var fóstursonur hans. Vigfús var búsettur að Brúarholti 51 í Ólafsvík. Hann var fæddur 5. október 1953. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Héðinn Magnússon var búsettur að Vallholti 7 í Ólafsvík. Hann var fæddur 9. maí 1970. Héðinn lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Vigfús Elvan Friðriksson Héðinn Magnússon Sæbjörn Vignir Ásgeirsson Nöfn skipverja á Svanborgu VÍÐTÆK leit að tveimur skipverj- um, sem hefur verið saknað síðan á föstudag er Svanborg SH 404 fórst við Skálasnagavita á Snæfellsnesi, hefur ekki borið árangur. Síðdegis á laugardag fannst lík eins skipverja. Allt að 100 björgunarsveitarmenn af Vesturlandi og höfuðborgarsvæð- inu hafa verið við leit á landi, auk björgunarskipsins Bjargar. Leitar- svæðið nær frá Arnarstapa inn fyrir Ólafsvík. Allir bátar á sjó frá Rifi og Ólafsvík hafa tekið þátt í leitinni, en leit á sjó gat ekki farið fram í gær vegna veðurs. Rok og rigning gerði leitarmönnum erfitt fyrir í gær, auk þess sem leitarlandið er erfitt yfir- ferðar. Á sunnudag var send kafara- sveit frá Slysavarnafélaginu Lands- björg sem ætlaði að freista þess að kafa við flakið en vegna veðurs hefur það ekki verið hægt. Um tugur björgunarsveitarmanna átti að halda áfram að ganga fjörur á leitarsvæð- inu í nótt. Landhelgisgæslan leitaði úr lofti og sjó um helgina. Svanborg SH Leitað við erfið skilyrði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.