Morgunblaðið - 11.12.2001, Page 4

Morgunblaðið - 11.12.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu BMW 330i AT nýskráður 29.06, 2001 Leðurinnrétting, 17¨ álfelgur, sjálfskiptur, ekinn 7.000 km. Ásett verð 4.290,000. Athuga skipti á ódýrari. Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is ENN er ósamið í þremur kjaradeil- um hjá embætti Ríkissáttasemjara. Ekki sér enn fyrir endann á kjara- deilu flugumferðarstjóra og ríkisins en næsti sáttafundur er boðaður á morgun, miðvikudag. Þá er ósamið í kjaradeilu sjúkraliðafélagsins og viðsemjenda vegna sjúkraliða sem starfa hjá SÁÁ á Vogi og í deilu fé- lagsráðgjafa og sálfræðinga við Reykjanesbæ. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari gerir sér þó góðar vonir um að takast muni að ná samningum í þessum deilum fyrir áramót og ljúka þar með þeirri löngu viðræðulotu sem staðið hefur yfir undanfarin tæp tvö ár vegna samninga á almennum vinnu- markaði og hjá hinu opinbera. Gífurlegar annir hafa verið hjá embætti ríkissáttasemjara allt frá því að samningar urðu fyrst lausir á almennum vinnumarkaði um miðjan febrúar árið 2000 og skipta samn- ingafundir þúsundum. Svo mikið hefur annríkið raunar verið að ekki hefur enn gefist tóm til að halda opn- unarhátíð til að kynna mönnum hin nýju húsakynni ríkissáttasemjara að Höfðaborg við Borgartún 21 frá því að embættið flutti þar inn fyrir tveimur árum eða í febrúar árið 2000. ,,Síðastliðin tvö ár hafa verið ótrúlega ströng,“ segir Þórir. Ríkissáttasemjari vonar að takist að ljúka samningum fyrir áramót Ekki ennþá tóm til opnunarhátíðar LEIT að skipverjanum sem saknað er af Ófeigi II VE 325, sem fórst undan Vík í Mýrdal aðfaranótt mið- vikudagsins 5. desember sl., heldur áfram. Um helgina gengu björgunar- sveitir fjörur frá Vík í Mýrdal austur að Skaftá og frá Sólheimasandi aust- ur að Blautukvísl. Leitarmenn fóru fótgangandi og á jeppum. Einnig var flogið yfir leitarsvæðið, allt austur að Ingólfshöfða. Veður var gott til leit- ar, ágætt skyggni og hægur vindur. Í tilkynningu frá Slysavarnafélag- inu Landsbjörg kemur fram að leit- arsvæðið á Skaftársandi er mjög erf- itt yfirferðar og einna helst sé að leita úr lofti. Leit haldið áfram að skipverjanum af Ófeigi YFIRDÝRALÆKNI hefur borist óformleg fyrirspurn um mögu- leika á innflutningi á rjúpum fyrir jólin en vegna lítils framboðs á rjúpu og hás verðs frá veiðimönn- um virðist stefna í skort á þessu góðgæti sem mörgum finnst ómissandi yfir hátíðarnar. Yfir- dýralæknir telur, að óathuguðu máli, að ef flutt væri inn frá t.d. Grænlandi væri mögulegt að af- greiða slíka umsókn fyrir jól. Ekki mikið af dýra- sjúkdómum í Grænlandi Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir að ekki hafi komið formleg umsókn um innflutning á rjúpum en hins vegar hafi starfs- manni hans borist óformlegt sím- tal þar sem spurst var fyrir um hvort talinn væri möguleiki á að flytja inn rjúpur. Voru nefnd lönd eins og Grænland, Noregur, Sví- þjóð og Finnland í því sambandi. Segir Halldór að beina þyrfti slíkri umsókn til landbúnaðar- ráðuneytisins sem síðan færi fram á umsögn yfirdýralæknis. „Við skoðum sjúkdómsástand í viðkomandi landi og förum yfir það hvort það sé einhver hætta á innflutningi.“ Hann segir það fara eftir því um hvaða land er að ræða hversu langan tíma slíkt ferli tæki. „Ég held að í þessu tilfelli, t.d. varð- andi Grænland, yrðum við nokk- uð fljótir að svara því þeir eru ekki með mikið af dýrasjúkdóm- um.“ En eru líkur á að þetta hæfist fyrir jól ef umsóknarferlið færi núna í gang? „Já, ég myndi halda það svona að óathuguðu máli,“ segir Halldór. „Ef þetta væri frá Grænlandi til dæmis, þá værum við nokkuð fljótir að afgreiða það en gætum þurft lengri tíma á eitthvað annað.“ Stefnir í skort á rjúpu fyrir jólin Nokkurrar óánægju gætir meðal kaupmanna vegna verð- lagningar á rjúpu frá veiðimönn- um og segja þeir stefna í skort á rjúpum fyrir jólin ef fram fer sem horfir. Björn Sævarsson, deildar- stjóri hjá Nóatúni segir að versl- unin sé að fá mun minna af fugli en áður. „Menn eiga rjúpur en þær eru bara svo dýrar hjá þeim að ég get ekki keypt þær. Við átt- um 3.000 rjúpur en þær eru bún- ar. Þær voru á 998 krónur ham- flettar en nú eru skotveiði- mennirnir að bjóða þær á 1.000 krónur lágmark. Við bara kaup- um þetta ekki.“ Hann segir að útsöluverð yrði þá að vera um 1.400 krónur út úr búðinni. Þó sé til í því að fólk sé tilbúið til að kaupa rjúpurnar á þessu verði en aðrir skipti líklega yfir í hreindýr í staðinn. Telur verð veiðimanna vera algjört rán Árni Ingvarsson, kaupmaður í Nýkaupi, segir að eitthvað sé til af rjúpum í versluninni en fram- boðið sé lítið. „Svo virðist sem veiðimenn hafi verið að tala sig saman um að láta þetta ekki frá sér nema á ákveðnu verði sem að okkar mati er algjört rán. Síðasta tilboð sem ég fékk var rjúpa á 1.200 krónur. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það því það þarf tvær rjúpur á mann í matinn.“ Rjúpan sem Nýkaup hefur ver- ið að selja hefur komið héðan og þaðan af landinu, þó aðallega af Norðausturlandi að sögn Árna en allt stefni í skort í verslunum fyr- ir jólin. Spurst fyrir um innflutning á rjúpu Veiðimenn verðleggja rjúpuna hátt til kaupmanna STRIK.IS birti frétt um að með níu smellum væri hægt að komast af heimasíðu lögreglunnar hér í gegnun heimasíðu dönsku lögreglunnar og yfir á danskt tenglasafn, þar sem allt væri vaðandi í klámi. Á Stöð tvö var einnig fjallað um þetta mál í gær- kvöldi og var sú frétt byggð á frétt- inni á Strik.is. Sem kunnugt er tókst fréttamönnum RÚV í sumar að rekja sig beint af grein á Strik.is yfir í hart klám og fór ríkislögreglustjóri fram á lögreglurannsókn í málinu. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir að þessi fréttaflutn- ingur sé afar sérkennilegur að sínu mati. Þá þyki sér undarlegt að frétta- stofa Stöðvar tvö skuli ekki óska eftir skýringum hjá ríkislögreglustjóra áður en hún sendir út fréttina. „Mér þykir þetta ekki góð blaðamennska. Mér sýnist Strik.is viðhafa sérkenni- legar starfsaðferðir í þessu máli og ég velti því fyrir mér hvað búi að baki. Ég bendi sérstaklega á í þessu sambandi að tölvudeild embættisins sendi Strik.is athugasemd strax í gær vegna þessarar fréttar þeirra og óskaði birtingar en þeir sáu ekki ástæðu til að birta þær upplýsingar sem við höfðum aflað hjá dönsku rík- islögreglunni, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.“ Danska lögreglan hafði ekki hugmynd um málið Aðspurður segir Haraldur að haft hafi verið samband við danska rík- islögreglustjóraembættið og þær upplýsingar fengist að danski ríkis- lögreglustjórinn sé með einhvers konar samstarfssamning við dansk- an fjölmiðil, TV3. Danski fjömiðillinn sé hins vegar með tengingu inn á klámsíður. Það sé því fjölmiðill sem er að dreifa klámefninu án þess að danska lögreglan hafi haft hugmynd um eða samþykkt slíkt. „Hjá danska ríkislögreglustjóra- embættinu var okkur tjáð að þeir hefðu ekki haft hugmynd um að TV3 hefði komið upp tengingu inn á klám- síður, þannig að þetta kom þeim al- veg í opna skjöldu og tengillinn ef- laust síðar til kominn. Þarna er það að gerast að danskur fjölmiðill er að dreifa klámi með svipuðum hætti og Strik.is, að því er virðist.“ Haraldur segir að á heimasíðu íslensku lög- reglunnar séu skírskotanir til heima- síðna fjölmargra lögregluliða um all- an heim, s.s. Interpol og Europol, „en ríkislögreglustjóraembættið getur engan veginn borið ábyrgð á því hvernig heimasíður þessara erlendu aðila líta út, svo ekki sé talað um þeg- ar samstarfssamningur er misnotað- ur eins og virðist hafa gerst í Dan- mörku samkvæmt upplýsingum sem við höfum, s.s. frá Interpol og dönsku lögreglunni. Raunar sýnist mér að menn þurfi að vera alveg sérstaklega áhuga- samir um efni sem þetta til þess að geta þefað það uppi með þessum hætti“. Strik.is segir að hægt sé að nálgast klám á heimasíðu lögreglunnar Heimasíða danska ríkis- lögreglustjórans misnotuð ÖKUMAÐUR og farþegi fólksbíls voru fluttir á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir árekstur við flutningabíl á gatna- mótum Suðurlandsbrautar og Faxa- fens um þrjúleytið í gær. Beita varð klippum til að ná þeim út úr bílnum. Ekki var um alvarleg meiðsl að ræða og fékk fólkið að fara heim af slysadeild að lokinni skoðun. Þá voru þrír fullorðnir og eitt ungbarn flutt á slysadeild eftir harðan árekstur á brúnni yfir Reykjanes- braut við Mjóddina í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi er grunur um að annarri bifreiðinni hafi verið ekið gegn rauðu ljósi. Meiðsli voru ekki talin alvarleg en slökkvilið þurfti að beita klippum til að ná öðrum ökumanninum út. Flutt á slysadeild eftir árekstra Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.