Morgunblaðið - 11.12.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.12.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÚSFYLLIR var við hjartnæma kyrrðar- og bænastund í Ólafsvíkur- kirkju á sunnudagskvöld. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur, stóð fyrir athöfninni og fór með hugg- unarorð og bænir. Auk þess las séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, sóknar- prestur á Hellissandi, ritningargrein- ar og Kirkjukór Ólafsvíkur söng. Séra Óskar sagði m.a. að þegar jafn sár sorg ríkti sem nú hér í byggð- inni væri samkenndin dýrmæt, vilj- inn til að styrkja hvert annað væri ómetanlegur. Þá minnti hann á að við eigum stóran faðm sem við getum alltaf leitað huggunar hjá. Séra Óskar upplýsti, að Rauði krossinn væri að starfi hér sérstaklega núna og að kirkjan yrði opin þeim sem þangað vildu leita eftir kyrrð og friði. Húsfyllir við bæna- stund Ólafsvík. Morgunblaðið. „ÞETTA hræðilega slys er mikið áfall fyrir okkur og mikil blóðtaka fyrir bæjarfélagið,“ sagði séra Óskar Haf- steinn Óskarsson, prestur í Ólafsvík. Kyrrðarstund var í Ólafsvíkurkirkju á sunnudagskvöld þar sem fjöldi fólks leitaði huggunar í bæn. Á sunnudag opnaði Rauði krossinn fjöldaáfallastöð í Ólafsvík. Óskar sagði að margir hefðu nýtt sér hana. Í ljós hefði komið að veruleg þörf hefði verið fyrir áfallahjálp líkt og hann hefði talið þegar hann óskaði eftir að- stoð. Óskar sagði að mikill samhugur væri meðal fólks í Ólafsvík. „Það er hins vegar þungt yfir öllum. Þessi tími er líka viðkvæmur og erfiður fyr- ir marga.“ Óskar sagði að fólki væri mjög of- arlega í huga að finna þá sem saknað væri. Vont veður var á Snæfellsnesi í gær og skip komust ekki á sjó til leit- ar. Óskar sagði að fyrir marga væri erfitt að sitja aðgerðalausir heima og bíða. Fólki hefði fundist erfitt að geta ekki haldið áfram að leita að vinum sínum. Prestar í nágrannaprestaköllum hafa verið Óskari til aðstoðar frá því Svanborg fórst. Hann sagði að áfalla- hjálparfólk frá Rauða krossinum væri til taks og myndi koma til að- stoðar ef eftir því yrði kallað. Mikið áfall fyrir bæjar- félagið HAFSTEINN Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, segir að í ljós hafi komið bilun í stýrisbúnaði björgunarþyrlunnar TF-LÍF, en bil- unin orsakaði að þyrlan þurfti að snúa við skömmu áður en hún kom að Önd- verðarnesi þar sem dragnótarbátur- inn Svanborg fórst á föstudagskvöld. Hafsteinn sagði að flugmenn þyrl- unnar hefðu ekki gert sér ljóst í byrj- un hvað nákvæmlega var að, en bil- unin hefði verið þess eðlis að útilokað hefði verið að nota þyrluna við björg- unaraðgerðir við þær erfiðu aðstæður sem þarna voru. Þegar flugvirkjar skoðuðu þyrluna hefði komið í ljós að stýrisbúnaður hefði bilað. Hafsteinn sagði að nauð- synlegt hefði verið að panta varahlut í þyrluna og vonaðist hann eftir að hann kæmi til landsins í dag. Hafsteinn sagði að bilunin gerði það að verkum að ekki væri hægt að nota þyrluna í vondu veðri eða í myrkri. Það væri hins vegar hægt að nota hana undir öðrum kringumstæð- um. Hafsteinn sagði að strax og TF- LÍF fór í loftið á föstudaginn hefði verið óskað eftir því að björgunar- þyrlur varnarliðsins yrðu til taks ef á þyrfti að halda. Hann sagði að slíkri beiðni væri iðulega komið á framfæri við varnarliðið þegar um erfiða og tví- sýna björgun væri að ræða. Bilun í stýrisbúnaði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ MIKILL meirihluti full-trúa á formannafundiaðildarfélaga Alþýðu-sambands Íslands sam- þykkti síðdegis í gær að fresta um þrjá mánuði, eða fram í maí á næsta ári, að endurskoða launalið gildandi kjarasamninga. Samþykkt- in byggist á því að verkalýðshreyf- ingin, atvinnurekendur og stjórn- völd taki höndum saman um víðtækar aðgerðir, sem hafa að meginmarkmiði að ná tökum á verðbólgunni, styrkja gengi krón- unnar, lækka vexti og varðveita kaupmátt. Gangi þær ráðstafanir eftir sem um er rætt gera menn sér vonir um að verðbólga á næsta ári verði mun lægri en nú er spáð eða á bilinu 2½–3%. Samþykkt með fyrirvara um samþykki SA Samþykkt formannafundarins er þó gerð með þeim fyrirvara að Samtök atvinnulífsins (SA) sam- þykki þær aðgerðir sem snúa að at- vinnurekendum og rætt hefur verið um að undanförnu en stjórn SA kemur saman á hádegi í dag til að ræða fyrirhugaðar aðgerðir. Fulltrúar ASÍ, SA og ríkissjórn- arinnar hafa fundað stíft undan- farna daga um fjölþættar aðgerðir í efnahagsmálum og er samkomulag um öll meginatriði í burðarliðnum skv. upplýsingum blaðsins en allar helstu tillögur um aðgerðir voru kynntar á formannafundi ASÍ í gær. Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, hefur þó komið í ljós að enn standa ákveðin atriði út af borðinu í samskiptum launþegahreyfingarinnar við at- vinnurekendur, ,,varðandi innspýt- ingu inn í samninginn,“ eins og hann orðaði það. Ríkissjóður taki erlent lán og styrki gengi krónunnar Fram kom á formannafundinum að rætt hefur verið um ýmsar að- gerðir á fundum fulltrúa ASÍ, Sam- taka atvinnulífsins og stjórnvalda undanfarna daga. Er m.a. gert ráð fyrir að ríkisstjórnin taki erlent lán til að greiða niður lán innanlands og styrkja gengi krónunnar, eins og ASÍ fór fram á sl. sumar. Þá mun ríkisstjórnin hafa lýst yf- ir, að náist samkomulag sé hún reiðubúin að draga til baka um þriðjung af fyrirhugaðri hækkun tryggingagjalds, sem lögfesta á í tengslum við skattaaðgerðir ríkis- stjórnarinnar fyrir áramót. Rætt hefur verið um að ósk ASÍ að ávinningur þessa verði látinn koma fram í hækkun almennra launataxta um áramótin 2003–2004. Skv. gildandi samningum eiga laun þá að hækka um 2,75% en til um- ræðu er að hækkunin verði 3%, en fulltrúar atvinnurekenda munu þó ekki enn hafa svarað með afdrátt- arlausum hætti hvort þeir fallast á þessa hækkun, skv. heimildum blaðsins. Einnig er gert ráð fyrir að 1% mótframlag vinnuveitenda vegna viðbótarlífeyrissparnaðar verði fest í sessi sem skyldubundið framlag. Gert er ráð fyrir að sett verði viðmiðunarmörk, einskonar rauð strik, í forsendur kjarasamninga í maí og fari verðbólga umfram þau mörk sé hægt að segja launalið samninga upp. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar geti leitt til töluverðrar lækkunar vaxta. Einnig á að herða allt verðlags- eftirlit og samkomulag er um að auka starfsmenntun. Þá liggur fyrir samkomulag inn- an Grænmetisnefndarinnar um af- nám tolla af helstu tegundum inn- flutts grænmetis, eins og greint var frá í Morgunblaðinu um helgina, sem á að leiða til umtalsverðrar lækkunar grænmetisverðs. Er sú aðgerð talin einn af þýðingarmeiri þáttum samkomulagsins. Skiptar skoðanir voru á for- mannafundinum í gær um hvort segja ætti launalið samninga upp í febrúar eða taka höndum saman við ríkisvaldið og atvinnurekendur um aðgerðir. Um 80 manns voru á fundinum og stóð hann yfir í tæpar fimm klukkustundir. Voru líflegar umræður á fundinum en á endanum var samþykkt með miklum meiri- hluta atkvæða að fresta endurskoð- uninni, með fyrirvara um samþykki atvinnurekenda. Að sögn Gylfa telja menn að með þessum aðgerðum og samkomulagi við stjórnvöld og aðila vinnumark- aðarins um tilteknar aðgerðir eigi að skapast forsendur fyrir því að hægt verði að eyða þeirri óvissu sem verið hefur. Menn séu sammála um að láta á það reyna hvort hægt er að skapa þá tiltrú í þjóðfélaginu að hægt sé að ná tökum á verðbólgunni en for- senda þess sé að aðilar nái saman um fjölþættar aðgerðir. Að sögn hans er enn ólokið út- færslu einstakra atriða sem rætt hefur verið um og liggja tillögurnar því ekki fyrir í endanlegu formi. ,,Menn hafa náð saman um ákveðin stefnumið. Enn er eitt atriði eftir, en að öðru leyti sýnist mér að menn séu að ná saman um sameiginlega stefnu þessara aðila og það er af- skapalega mikilvægt innlegg í að koma á meiri stöðugleika í hagkerf- inu og lækka verðbólguna. Breyt- ingin á launaliðnum skiptir auðvitað máli en meginatriðið er að ná tök- um á verðbólgunni vegna þess að það er hún sem er að fara illa með kjör okkar fólks, bæði í vöruverðinu sjálfu en einkum og sér í lagi verð- tryggingu lána,“ segir Gylfi. Hann sagði að gengi þetta hins vegar ekki eftir og kæmi í ljós að aðgerðirnar vektu ekki nauðsynlega tiltrú og krónan héldi áfram að veikjast mundi að sjálfsögðu reyna á uppsagnarlið kjarasamninganna í maí. ,,En við teljum að það séu all- ar forsendur fyrir því að okkur ætti að takast að styrkja krónuna í sessi og að hún geti hækkað verulega á næstu mánuðum, þannig að for- sendur og markmið okkar um þró- un verðlags eigi að geta gengið eft- ir. Við erum ekki að framkalla neinn óskalista heldur eru menn að meta stöðuna mjög kalt og raun- hæft og það er alveg ljóst að í þessu felst ákveðið aðhald. Verka- lýðshreyfingin vill sjá að það verði aðhald með versluninni í landinu og að þessar aðgerðir skili sér. Þess vegna varð það niðurstaða í sam- skiptum okkar að setja rautt strik, þ.e.a.s. mjög skýra viðmiðun á verðlag í maí,“ sagði Gylfi. Skiptar skoðanir Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélags Húsavíkur og ná- grennis, var meðal þeirra sem vildu segja upp launalið kjarasamninga í febrúar á fundinum í gær. ,,Að mínu mati eru forsendur brostnar og engin ástæða til að bíða, vegna þess að það er búið að íþyngja heimilunum svo mikið. Í því sam- bandi má benda á að stjórnvöld eru að boða allskonar hækkanir og ætla að skila ríkissjóði með nokkurra milljarða afgangi á sama tíma og okkar fólk er að gefast upp vegna þess að ástandið í þjóðfélaginu er mjög slæmt um þessar mundir. Ég vildi því að menn segðu upp samn- ingum en sú varð ekki niðurstaðan. Maður hlítir því og ég mun því taka þátt í að móta einhverjar tillögur sem bæta hag launafólks,“ sagði hann. Formannafundur ASÍ samþykkti að fresta endurskoðun launaliðar fram í maí Binda vonir við að verðbólga verði 2½–3% á næsta ári Morgunblaðið/Þorkell Grétar Þorsteinsson og Halldór Björnsson rabba við fundarmenn áður en gengið var til dagskrár. ’ Samningum sagtupp í maí ef verð- bólga fer yfir rautt strik. ‘ omfr@mbl.is Formannafundur aðild- arfélaga ASÍ samþykkti í gær að fresta um þrjá mánuði endurskoðun á launalið gildandi kjara- samninga. Í samantekt Ómars Friðrikssonar kemur fram að sam- komulag er í burð- arliðnum um víðtækar efnahagsaðgerðir á milli launþegahreyfingar- innar, atvinnurekenda og ríkisvaldsins. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn þá 10 ára dóttur sambýliskonu hans á ár- unum 1999 og 2000. Dómurinn var fjölskipaður í málinu og var sýkna byggð á tveimur atkvæðum gegn einu. Maðurinn var ákærður fyrir káf á kynfærum stúlkunnar og að hafa fengið hana til að taka um getn- aðarlim sinn. Fyrrnefnda atvikið átti að hafa gerst undir teppi uppi í sófa en seinna atvikið uppi í rúmi hjá ákærða og móður stúlkunnar. Meirihluti dómsins taldi framburð stúlkunnar um meinta kynferðis- lega hegðun ákærða í uppi í rúmi ósennilegan og ekki haldbæran. Varð ekki hjá því komist að líta fyrra atvikið í ljósi þessa og varð trúverðugleiki frásagnar hennar um það metinn minna en ella. Einnig var talið að stúlkan væri óstöðug í framburði sínum og að hún hefði á vissum tíma verið tilbúin að breyta honum, þannig að hann var ekki eins traustur og ella. Meirihlutanum þótti gegn ein- dreginni neitun ákærða sök hans ekki fyllilega sönnuð og sýknaði hann af ákæru ríkissaksóknara. Gunnar Aðalsteinsson héraðs- dómari taldi sök ákærða nægilega sannaða að því er varðaði káf mannsins á stúlkunni en taldi ekki að ákæruvaldinu hefði tekist að sanna önnur ákæruatriði. Meirihluta dómsins skipuðu Guðmundur L. Jóhannesson dóms- formaður og Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari. Viðar Lúðvíksson hdl. var verj- andi ákærða og saksóknari Sigríð- ur Jósefsdóttir. Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.