Morgunblaðið - 11.12.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 11.12.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 62% jákvæð í garð sér- framboðs eldri borgara TÆP sextíu og tvö prósent lands- manna eru jákvæð gagnvart hugs- anlegu framboði eldri borgara í næstu bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum ef marka má nýja könn- un PricewaterhouseCoopers sem gerð var fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík. Konur eru ívið jákvæðari í garð sérframboðs, eða um 71,6% á móti 52,3% hjá körlum. Þá er fylgið áberandi minnst meðal bænda, eða um 30%, en 78,3% ósérhæfðs starfs- fólks eru jákvæð í garð sérframboðs og 75,8% starfsfólks í sjávarútvegi. Könnunin var gerð í september og var úrtakið 800 manns á aldrinum 18–89 ára. Svarhlutfall í þeim spurn- ingum, sem lagðar voru fyrir, var að jafnaði um 600 manns. Einnig var spurt um viðhorf fólks gagnvart baráttu samtaka eldri borgara fyrir bættum lífskjörum og voru 93,5% aðspurðra jákvæð í henn- ar garð, en aðeins 2,6% neikvæð. Rúm 60% þeirra sem svöruðu höfðu tekið eftir baráttu eldri borgara fyrir bættum lífskjörum á síðustu sex mánuðunum en könnunin gaf til kynna að þar væri einkum um eldra fólk að ræða, yngra fólk var líklegra til að segjast ekki hafa tekið eftir baráttu þeirra. SÍMINN og Íslenska sjónvarps- félagið, sem rekur m.a. SkjáEinn, hafa undirritað samning um dreif- ingu á sjónvarpsmerki SkjásEins um allt land eftir ljósleiðara, auk þess sem SkjárEinn fær aðstöðu fyr- ir senda og loftnet í húsnæði Símans. Samkvæmt samningnum verður dreifikerfið byggt upp í þremur áföngum. Fyrsta áfanga á að ljúka í næstu viku og geta þá sjónvarps- áhorfendur séð dagskrá SkjásEins í Vestmannaeyjum, á Höfn, Egils- stöðum, Húsavík, Reyðarfirði og Borgarnesi. Á næstu vikum er síðan gert ráð fyrir að Stykkishólmur, Ólafsvík, Búðardalur, Sauðárkrókur, Seyðisfjörður, Ólafsfjörður, Eski- fjörður, Neskaupstaður, Djúpivog- ur, Vík og Hvolsvöllur bætist í hóp- inn. Með samningnum ætlar Íslenska sjónvarpsfélagið að tryggja aðgang landsbyggðarinnar að SkjáEinum á næstu árum og er reiknað með að stærstu þéttbýlisstaðirnir nái út- sendingum fyrir jól, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Skjá- Einum. Fyrir undirritun samnings- ins náði SkjárEinn til Akureyrar, Selfoss, Hveragerðis, Ísafjarðar, Siglufjarðar, Suðurnesja og höfuð- borgarsvæðisins. Í fréttatilkynningu segir að dreif- ingin fari fram með nýrri og öflugri tækni en áður hafi þekkst. Tæknin útheimtir minni bandvídd en áður hefur tíðkast og mun vera sambæri- leg þeirri tækni sem notuð verður fyrir stafrænt sjónvarp. Þá felur þessi nýja tækni í sér aukin mynd- gæði og stöðugra merki. Síminn og SkjárEinn semja um dreifingu með ljósleiðara Sex þéttbýlisstaðir bætast við fyrir jól Morgunblaðið/Golli Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Sím- ans, og Árni Þ. Vigfússon, sjónvarpsstjóri SkjásEins, skoða samninginn. EYÞÓR Arnalds, stjórnarformaður Títans hf. og forstjóri Íslandssíma, segir að ekki standi til að höfða mál gegn Landssímanum hf. í kjölfar ákvörðunar samkeppnisráðs um að sekta Landssímann um 40 milljónir vegna þess að Landssíminn hafi mis- notað markaðsráðandi stöðu sína í samningi við Hafnarfjarðarbæ. „Þetta var ekki skaðabótamál heldur spurning um grundvallaratriði,“ segir hann um kröfu Títans um að samkeppnisráð tæki á viðkomandi máli varðandi umræddan samning. Eins og greint var frá hefur sam- keppnisráð komist að þeirri niður- stöðu að í samningi sem Landssím- inn hf. gerði við Hafnarfjarðarbæ um síma- og gagnaflutningsþjónustu felist alvarlegt brot á samkeppnis- lögum. Með samningnum hafi fyr- irtækið misnotað markaðsráðandi stöðu sína og hefur samkeppnisráð gert fyrirtækinu að greiða 40 millj- ónir króna í sekt til ríkissjóðs vegna brotsins. Fjarskiptafélagið Títan hf. lýsti yfir áhuga á verkefninu og sendi bæjaryfirvöldum tilboð en þau ákváðu að taka tilboði Landssímans. Títan er dótturfyrirtæki Íslands- síma en Eyþór Arnalds segir að reksturinn hafi verið sameinaður og öllum viðskiptum sé sinnt af starfs- fólki Íslandssíma. Hann segir það ánægjuefni að samkeppnisráð hafi tekið á málinu og með þeim hætti sem raun ber vitni, því mjög skýrt sé kveðið á um brotið og upphæð sekt- arinnar segi sitt. Landssíminn hafi lengi verið á gráu svæði og fótað sig með þeim hætti inn á samkeppnis- umhverfið. Íslandssími hafi haft nokkrar áhyggjur af því að þarna væri verið að fara á svig við lög og því sé mjög ánægjulegt að tekið skuli á lögbrotunum með þessum hætti. Það sé mjög jákvætt. Hann segir að Íslandssími hafi talið að fleiri mál hafi verið á gráu svæði og þau verði skoðuð mjög al- varlega í ljósi þess hvað samkeppn- isráð hafi tekið fast á umræddu máli. Eyþór Arnalds segir að nýtt útboð verði opnað hjá Hafnarfjarðarbæ í byrjun janúar og bendir á að þar sem Íslandssími hafi haft tækifæri til að standa að útboðum á jafnræð- isgrundvelli, eins og t.d. hjá Ríkis- kaupum, hafi fyrirtækið komið mjög sterkt út. Í því sambandi nefnir hann að Íslandssími hafi fengið rík- isspítalana í símaviðskipti til sjö ára og Íslandspóst, bæði varðandi gagnaflutninga um allt land og síma- viðskipti. Svipaða sögu megi segja varðandi þau sveitarfélög sem hafi leitað til beggja fyrirtækjanna en Ís- landssími hafi fengið Reykjavíkur- borg, Garðabæ og Seltjarnarnes sem viðskiptavini. Útboð séu í bí- gerð hjá fleiri aðilum en í Hafnar- firði hafi dótturfyrirtækið Títan att kappi við Landssímann og þá hafi þetta mál komið upp. „Við töldum að þarna væri verið að brjóta lög með einum eða öðrum hætti og það er grundvallaratriðið,“ segir Eyþór Arnalds. Hann segir að ekki standi til að höfða skaðabótamál gegn Landssímanum. „Ég held að það yrði miklu ánægjulegra að ná Hafn- arfjarðarbæ í viðskipti en við útilok- um ekkert.“ Ekki verður höfðað mál gegn Símanum Forstjóri Íslandssíma um niðurstöðu samkeppnisráðs ATVINNUMENNIRNIR Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve, sem keppa fyrir Íslands hönd, unnu til gullverðlauna á opna ástralska meistaramótinu í standard-dönsum sem haldið var í Melbourne í Ástralíu nýlega. Adam og Karen unnu núverandi áströlsku meistarana. Adam sem er Ástrali hefur alltaf keppt fyrir hönd síns lands þar til fyrir þrem- ur árum að hann hóf að dansa við Karen, en Adam á m.a. marga eldri Ástralíumeistaratitla að baki. Þóttu þau dansa mjög vel og ástr- alska sjónvarpið tók upp keppnina sem sjónvarpað verður um alla Ástralíu á jóladag. Adam og Kar- en hafa undanfarnar vikur verið í Ástralíu að kenna og undirbúa sig fyrir þessa keppni. Alls kepptu 48 pör í flokki atvinnumanna. Unnu gull- verðlaun LÖGREGLAN í Hafnarfirði var kvödd að gistiheimili í bænum á sunnudagsmorgun. Þar voru sex ungmenni um tvítugt handtekin en þau eru grunuð um neyslu fíkniefna. Hald var lagt á lítilræði af efnum og tæki til neyslu þeirra. Um helgina var brotist inn í tvo vörugáma og sófa stolið úr öðrum þeirra. Málin eru í rannsókn. Grunur um fíkniefnaneyslu á gistiheimiliÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingamála telur að umdeild stækkun á byggingarreit fyrir hús Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, við Skeljatanga 9 hafi ekki verið óeðli- leg. Hefur úrskurðarnefndin því hafnað kröfum íbúa í nágrenni lóð- arinnar, sem kröfðust ógildingar ákvarðana borgaryfirvalda um deili- skipulagsbreytingar vegna lóðar Kára. Grunnflötur hússins er 535 fm eft- ir að byggingarreiturinn var stækk- aður um 11 m til suðurs og 8 m til austurs. Töldu kærendur reitinn of stóran þar sem stærð fyrirhugaðrar byggingar væri ekki í samræmi við það sem gert gert væri ráð fyrir í skilmálum og samræmdist ekki nær- liggjandi húsum. Úrskurðarnefndin taldi að breyt- ingin sem gerð var á byggingarreitn- um væri minni háttar og því hafi ver- ið heimilt að fara með málið eftir undanþáguheimild 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/ 1997 svo sem gert var. Þrjár kærur sem bárust úrskurð- arnefndinni fjölluðu um deiliskipu- lagsbreytingar á lóðinni og hefur nú verið tekin afstaða til þeirra. Fjórða kæran barst hins vegar vegna útgáfu byggingarleyfis á lóðinni og mun málinu í heild sinni því ekki ljúka fyrr en í næstu viku þegar vænst er úrskurðar nefndarinnar í því máli. Úrskurðað vegna lóðar Kára Stefánssonar Stækkun byggingar- reits ekki talin óeðlileg MAÐUR sem starfaði sem dyravörður á skemmtistaðnum Sportkaffi við Þingholtsstræti hefur verið dæmdur í sjö mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás en hann tók mann hálstaki fyrir utan skemmtistað- inn í desember í fyrra. Hann sneri manninn niður og hélt honum föstu taki þar til maður- inn missti meðvitund. Skýrslur vitna um aðdrag- andann voru að mestu leyti sam- hljóða. Héraðsdómi þótti sannað að maðurinn hefði lent í ýfingum við annan mann fyrir utan skemmtistaðinn umrætt kvöld. Réttmætt hafi verið af dyra- vörðum að hafa afskipti af mönnunum og hindra að til átaka kæmi. Á hinn bóginn hefði dyravörð- urinn farið langt út fyrir það sem aðstæður kölluðu á þegar hann tók manninn hálstaki og hélt honum niðri þar til hann missti meðvitund. Dómurinn taldi alþekkt að hálstak gæti valdið verulegu heilsutjóni og jafnvel dauða manns og að dyra- vörðurinn hefði mátt gera sér grein fyrir hættunni. Dyravörðurinn var því sak- felldur fyrir sérstaklega hættu- lega líkamsárás og dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Að auki var hon- um gert að greiða manninum 100.000 krónur í miskabætur auk málskostnaðar. Jón Finnbjörnsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Dyravörður sakfelldur fyrir lík- amsárás

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.