Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Læknirinn kemur heim þegar yður hentar Tímapantanir frá kl. 8-20 • Sími 821 5369 Fast verð vitjunar er kr. 3.900 Einkaþjónusta heimilislæknis Guðmundur Pálsson sérfræðingur í heimilislækningum ÞAÐ glömpuðu ófá augu á Austurvelli á sunnudag þeg- ar jólaljósin voru tendruð á Óslóartrénu en þetta var í 50. sinn sem vinaborg Reykjavíkur, Ósló, færir borgarbúum tré að gjöf fyrir jólin. Það var Elísabet Lind Mattíasdóttir, átta ára, sem kveikti ljósin en hún er af ís- lenskum og norskum ættum. Tónlistarflutningur var í höndum Lúðrasveitar Reykjavíkur, Dómkórsins, Borgardætra og skátakórs- ins, að ógleymdum jólasvein- unum og hyski þeirra sem einhverra hluta vegna hafði villst niður í byggðir nokkr- um dögum fyrir áætlaðan komutíma. Fjöldi fólks var sam- ankominn í miðbænum til að upplifa stemmninguna, kíkja á jólasveinana, hlusta á jóla- lög og ekki síst að sjá glitr- andi dýrðina þegar ljósin voru kveikt á tólf metra háu trénu. Er næsta víst að ein- hverjir hafa fengið jólafiðr- ing í magann enda er það fyrir marga ómissandi hluti af jólaundirbúningnum að koma við á Austurvelli þenn- an árvissa dag sem jólatré borgarinnar skrýðist jóla- búningnum. Morgunblaðið/Golli Það var vissara að hjúfra sig upp að pabba þegar jólasveinarnir birtust því þeir geta verið pínulítið hræðilegir á stundum. Morgunblaðið/Golli Það vantaði ekkert upp á athyglina hjá smáfólkinu þegar hópur rauð- og hvítklæddra bræðra birtist á sviðinu. Morgunblaðið/Golli Þessir karlar tóku for- skot á sæluna og komu á Austurvöll á sunnudag. Óslóartréð í jólabúninginn Miðborg GERA má ráð fyrir að end- urbætur á Geysishúsinu muni kosta vel á þriðja hundrað milljóna króna, að sögn framkvæmdastjóra Minjaverndar. Ekkert hef- ur verið ákveðið með fram- tíðarnýtingu hússins. Morgunblaðið greindi frá því á laugardag að Hitt hús- ið, menningar- og upplýs- ingamiðstöð ungs fólks, þyrfti að flytja úr Geysis- húsinu hinn 1. október á næsta ári samkvæmt samn- ingi sem Reykjavíkurborg og Minjavernd hf. gerðu með sér í fyrra. Að sögn Þorsteins Bergs- sonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar, er ákvörðun- ar um framtíð hússins að vænta snemma á næsta ári. „Menn eru rétt byrjaðir að setjast niður og velta fyrir sér hvernig framtíðarafnot- um hússins verður hagað og hvernig menn vilja standa að endurgerð þess. En það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður ofan á. Þegar upp er staðið munum við að sjálfsögðu gera þetta hús glansandi þannig að það muni sóma sér vel og verði ekki síðra útlits en Ísafoldarhúsið er í dag.“ Vilja lifandi hús með ríkulegt starf Hann telur ósennilegt að húsið muni hýsa safnastarf- semi af einhverju tagi. „Það hefur a.m.k. ekki verið mik- ið í umræðunni. Það er fyr- irliggjandi að núverandi af- notasamningur rennur út á næsta ári og það er ekkert útilokað að Hitt húsið verði áfram í húsinu að hluta. Við viljum helst hafa þetta lif- andi hús með ríkulegt starf og á jákvæðum forsend- um.“ Fyrir liggur að talsverð- ar endurbætur þarf að gera á húsinu. „Geysishúsið er í heild sinni 1.500 fermetrar eða nálægt því. Það þarf að gera ansi mikið við það til þess að það svari þörfum nútímans og þeim sjónar- miðum sem við viljum hafa hvað útlitið snertir því hús- inu var breytt geysimikið á sínum tíma. Það má fast- lega gera ráð fyrir að kostn- aður við endurbætur húss- ins verði vel á þriðja hundrað milljóna,“ segir Þorsteinn. Ekki vitað um nýtingu Geysishússins Miðborg Morgunblaðið/Golli MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkur hefur samþykkt að gamla ÍR-húsið, sem stóð á Landa- kotstúni, verði flutt á Árbæjarsafn og endurbyggt þar við torgið nyrst á safnsvæðinu. Vill nefndin að húsið verði notað sem sýningarhús fyrir sýningar um leiki barna, íþróttir og tómstundastarf í borginni. Í samþykkt nefndarinnar kemur fram að þetta er lagt til í kjölfar þess að í ágúst í fyrra óskaði borgarráð eftir því að menningarmálanefnd, í samráði við Minjavernd, fyndi hús- inu hlutverk og staðsetningu til frambúðar. Þá var óskað eftir því að nefndin leitaði leiða til að fjármagna framkvæmdir þar að lútandi. Nefndin gerir ráð fyrir að haft verði samráð við íþróttafélög og ÍTR um þær sýningar sem í húsinu yrðu. Áætlaður kostnaður við flutning hússins og gerð sökkuls er 7,7 millj- ónir og yrðu viðgerðir og endurbæt- ur á húsinu unnar á safninu á næstu árum innan fjárveitinga þess. Var byggt árið 1897 Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, formanns menningarmálanefndar, varð þetta niðurstaða nefndarinnar eftir ítarlega könnun á möguleikum. „Við teljum að með því að fara með húsið í Árbæjarsafn sé það leið til að varðveita það auk þess sem við get- um nýtt það til að gera skil íþróttum, leik barna og tómstundum í borg- inni. Það er nýbúið að gera samning við leikskólana um að Árbæjarsafn sinni þeim þætti og láti ekki allt gleymast sem heitir leikir og leik- föng. Eins vitum við að íþróttirnar eiga sér mikla og merka sögu í borg- inni og tómstundastarf almennt.“ Húsið var reist sem kaþólsk kirkja árið 1897 og stóð við Túngötu, nokkru neðar en Kristskirkja er nú, að því er kemur fram í bókinni Reykjavík, sögustaður við sund eftir Pál Líndal. Eftir vígslu Kristskirkju árið 1929 var húsið flutt vestur fyrir gamla prestsetrið í Landakoti. ÍR fékk svo afnot af húsinu og var það notað sem íþróttahús eftir það. Nú stendur það hins vegar á tunnum á hafnarbakkanum við Faxagarð og bíður þess að ákveðið verði um afdrif þess. Guðrún segir að framtíð hússins, sem er í eigu borgarinnar, sé mik- ilvæg, ekki síst fyrir kaþólska og íþróttahreyfinguna sem vilji sjá hús- ið komast í örugga höfn. Nú geti það ekki beðið öllu lengur á hafnarbakk- anum og hún sé hrædd um að verði ekkert að gert sé hætta á að það fari á frekari þvæling. ÍR-húsið á Árbæjarsafn Morgunblaðið/Golli Gamla ÍR-húsið bíður flutnings við Faxagarð en nú eru uppi hugmyndir um að flytja það á Árbæjarsafn. Stendur á tunn- um við höfnina á Faxagarði Landakotstún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.