Morgunblaðið - 11.12.2001, Page 16

Morgunblaðið - 11.12.2001, Page 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TALNINGA- VOGIR Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is  Léttu þér vinnuna í talningunni!  Auðveld í notkun  Vog á fínu verði Hafðu samband eða skoðaðu www.eltak.is Sjómannafélag Eyjafjarðar Fundarboð Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður haldinn í Skipagötu 14, 4. hæð, (Alþýðuhúsinu), fimmtudaginn 27. desember 2001 og hefst kl. 11.00 f.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, verður gestur fundarins. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar HALLDÓR Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, segir fjárlög, sem afgreidd hafa verið á Alþingi fyrir næsta ár, áhyggjuefni fyrir starfsemi FSA. Ársfundur FSA var haldinn í gær og fór Halldór yfir starfsemina á liðnu ári en vék síðan að horfum fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir flötum niður- skurði sem nemur 1% eða 25 millj- ónum króna og þá sagði Halldór að verðlagshækkanir sem ekki voru bættar á yfirstandandi ári flyttust óbættar til næsta árs og virkuðu því í reynd eins og flatur niðurskurður. Fjárveiting til nýbyggingar FSA er minnkuð úr 35 milljónum í 10 milljónir. Halldór sagði þá lækkun ekki í neinu samræmi við samkomu- lag sem gert var í desember á síð- asta ári um framkvæmdir við suð- urálmu sjúkrahússins og samkomulag um flýtifjármögnun við Íslenska erfðagreiningu. Sam- komulagið gerði ráð fyrir að fjár- veitingar til nýbyggingar yrðu a.m.k. jafnháar á næstu árum og verið hefði undanfarin ár. Halldór nefndi einnig að við loka- afgreiðslu fjárlaga hefði verið sam- þykkt fjárveiting, 8,8 milljónir vegna bakvakta læknis í tengslum við sjúkraflug frá Akureyri. Þjónustan mun flytjast til Reykjavíkur „Það er því ljóst að fjárveitingar næsta árs lækka að raungildi ef ekki tekst að finna leiðir til að styrkja reksturinn og tryggja áframhaldandi uppbyggingu þjón- ustunnar,“ sagði Halldór og benti á að FSA væri langstærst sjúkrahúsa utan Reykjavíkur og væri ætlað mikilvægt hlutverk í heilbrigðis- þjónustu á Norður-og Austurlandi og á sumum svæðum á landsvísu. Það væri sérgreinasjúkrahús og varasjúkrahús landsins alls. „Það er því nauðsynlegt að fjárveitingar til sjúkrahússins séu í samræmi við þá starfsemi og þá þjónustu sem sjúkrahúsinu er ætlað að veita á hverjum tíma,“ sagði Halldór og benti á að FSA þyrfti að gera ráð fyrir aukinni starfsemi á næsta ári. „Við hljótum að velta fyrir okkur hvað gerist ef þjónustan sem óskað er eftir er ekki veitt á FSA. Svarið við því er einfalt: Þjónustan er og verður í boði í Reykjavík, innan og/ eða utan veggja sjúkrahúsa þar. Við hljótum að leita allra leiða til þess að gera það kleift að sú þjónusta sem mögulegt er að veita á FSA verði þar í boði og okkur verði gert kleift fjárhagslega að standa fyrir henni,“ sagði Halldór. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagðist vel skilja að menn hefðu áhyggjur af fjárhag sjúkra- hússins, en straumhvörf hefðu orðið í ríkisfjármálum og ekki úr eins miklu fé að spila og áður. Benti hann á að fjármagn hefði verið auk- ið vegna liðskiptiaðgerða á árinu og 80 milljónum króna bætt við á næsta ári. Þá hefði einnig komið meira fé vegna sjúkraflugsins, en það styrkti sjúkrahúsið enn í sessi sem miðstöð sjúkraflugs á landinu. Nýr tengigangur frá hjúkrunar- deildinni Seli og að sjúkrahúsinu var formlega tekinn í notkun á árs- fundinum í gær og fékk heilbrigð- isráðherra þá tækifæri til að klippa á sinn fyrsta borða. Frumraun hans í þeim efnum tókst vel. Fram- kvæmdir við ganginn hófust á síð- asta ári og var þeim að mestu lokið í ágúst. Tengigangurinn er 27 metra langur. Heildarkostnaður við gang- inn og nauðsynlegar húsnæðis- breytingar nema 31,7 milljónum króna, en þar af er kostnaður við lyftu 7 milljónir króna. Framlög Framkvæmdasjóðs aldraðra vegna verkefnisins nema um 16 milljónum króna og er þess vænst að sjóðurinn muni að mestu greiða kostnað við ganginn. Forstjóri FSA á ársfundi spítalans Niðurskurð- urinn veldur áhyggjum Morgunblaðið/Kristján Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, opnar nýjan tengi- gang milli hjúkrunardeildar Sels og FSA með því að klippa á borða á miðjum ganginum. Hjá honum stendur Halldór Jónsson, forstjóri FSA. SEX umsóknir bárust um starf fjár- málastjóra Íþróttabandalags Akur- eyrar en ráðið verður í stöðuna frá og með næstu mánaðamótum. Einn umsækjenda óskaði nafn- leyndar er aðrir umsækjendur eru; Annetta Mönster, Akureyri, Áslaug Magnúsdóttir, Akureyri, Gunnar Ragnars, Akureyri, Tómas Ibsen, Ísafirði, og Valdemar Valdemarsson, Akureyri. Að sögn Þrastar Guðjónssonar, formanns ÍBA, er stefnt að því að ráða í stöðuna fyrir næstu helgi. Sex umsækj- endur um stöðuna Fjármálastjóri ÍBA DEILDIR Rauða kross Íslands á Norðurlandi eru nú að safna hann- yrðaefnum sem send verða til Rauða krossins í Lesótó. Þar munu konur á vegum Rauða kross- ins vinna ýmsan varning úr hrá- efninu til styrktar heilsugæslu- stöðvum félagsins þar. Þessi árlega hannyrðasöfnun, sem nú fer fram í fimmta sinn, er liður í vinadeildasamstarfi Rauða kross deilda á Norðurlandi við Rauða krossinn í Lesótó. Fyrirhugað er að safna góðum efnum og efnisafgöngum notuðum og ónotuðum, svo sem gluggatjöld- um, garnaafgöngum, tölum, prjón- um, nálum og öðru sem hægt er að nýta við hannyrðir. Í Lesótó munu konur búa til ýmsar söluvörur úr efnunum. Kon- urnar hafa nokkrar tekjur af sinni vinnu til framfærslu fjölskyldna sinna en að meginhluta fer ágóð- inn til reksturs heilsugæslustöðva sem deildir á Norðurlandi hafa stutt á undanförnum árum og þjóna samtals um 20 þúsund manns á svæði þar sem annars er enga læknisþjónustu að fá. Í stöðv- unum er mest áhersla lögð á fyr- irbyggjandi aðgerðir eins og bólu- setningar, mæðraskoðun og ungbarnaeftirlit. Þeir sem vilja gefa hannyrðaefni eru beðnir að snúa sér til svæð- isskrifstofa Rauða kross Íslands á Norðurlandi. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Norðurlandi Safna hann- yrðaefnum fyrir Lesótó STJÓRN Kísiliðjunnar hefur styrkt Björgunarsveitina Stefán í Mývatnssveit með 150 þúsund króna fjárframlagi næstu þrjú ár- in. Gunnar Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, af- henti Jóni Óskari Ferdinandssyni, formanni Stefáns, staðfesting- arbréf og fyrsta ársstyrkinn við athöfn í húsi Björgunarsveit- arinnar í vikunni, en um leið færði Gunnar Örn Björg- unarsveitinni þakkir fyrir mik- ilvæg störf þeirra í samfélags þágu. Stefnir í metár Gunnar Örn gat þess að rekstur Kísiliðjunnar gengur nú afar vel, þannig stefnir í metár framleiðslu á kísilgúr og verður þá farið fram úr framleiðslumeti frá 1987. Þetta tengist hagstæðu útflutningsverði vegna lækkaðs gengis krónunnar. Verulegt áhyggjuefni er á hinn bóginn mikil hækkun flutnings- gjalda hjá Eimskipafélaginu, sem snertir harklega alla flutninga til og frá dreifbýlinu. Á haustdögum bauð stjórn Kísiliðjunnar öllum starfsmönnum ásamt mökum þeirra í helgarferð til Edinborg- ar. Var farið í tveim hópum þann- ig að starfsemin raskaðist ekki af þessum sökum. Við verksmiðjuna starfa 45 til 50 manns og er hún langstærsti vinnustaður í Mý- vatnssveit Björgunarsveitin Stef- án hefur starfað í Mývatnssveit síðan um 1965 og haft með hönd- um björgunarþjónustu á víðlendu landssvæði. Félagar í sveitinni eru 48 og þar af eru 32 virkir fé- lagar. Útköll á árinu 2.000 voru milli 70 og 80 talsins. Sveitin á ýmsa góða að, en aðalbakhjarl hennar í gegnum tíðina er Slysa- varnadeildin Hringur sem ætíð hefur stutt duglega við starfsem- ina með fjáröflunum, ekki síst í jólamánuðinum. Kísiliðjan hf. hef- ur einnig alla tíð reynst björgunarsveitinni haukur í horni og stutt við starfsemina með rausnarlegum fjárframlögum. Fær styrk frá Kísil- iðjunni Morgunblaðið/Birkir Fanndal Jón Óskar Ferdinandsson og Gunnar Örn Gunnarsson við bifreiðina. Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit ÁRNI Þór Freysteinsson hefur verið ráðinn innkaupastjóri Akur- eyrarbæjar, en um er að ræða nýtt starf hjá bænum. Innkaupastjóri hefur yfirumsjón með útboðum bæjarins og innkaupum á rekstrar- vörum. Innkaupastjóri heyrir undir fjármálasvið bæjarins. Þá hefur Jónas Vigfússon verkfræðingur hefur verið ráðinn verkefnastjóri á gatna- og holræsasviði Akureyrar- bæjar, en það heyrir undir tækni- og umferðarsvið bæjarins. Jónas kemur til starfa innan tíðar. Hann tekur við af Ólafi H. Baldvinssyni. Nýr inn- kaupastjóri Akureyrarbær AÐVENTUSAMVERA eldri borg- ara verður í Glerárkirkju á fimmtu- dag 13. desember kl. 15. Gestur í þessari samveru verður séra Pétur Þórarinsson prófastur. Félagar úr kór Glerárkirkju syngja undir stjórn Hjartar Stein- bergssonar. Að venju verður helgi- stund í upphafi samverunnar. Boðið verður upp á veitingar Glerárkirkja Aðventusamvera eldri borgara VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.