Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 19

Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 19 Höggborvél Kress 5.895 kr. ( jólaverð) Vöfflujárn 4.395 kr. Samlokujárn 4.436 kr. Brauðrist Tao 4ra sneiða 3.995 kr. Blandari 2 .995 kr. Matvinnsluvélar Moulinex, verð frá 6.995 kr. Raclette með grilli fyrir 8 manns 9.995 kr. Stingsög Hitachi FCJ55V 5.995 kr. ( jólaverð) Harðir pakkar …í Húsasmiðjunni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 16 18 8 12 /2 00 1 Hleðsluborvél Robust 14.4V, 2 rafhlöður, taska, hleðslutími 1 klst. 11.995 kr. ( jólaverð) Sporjárnasett Stanley 5 stk í tösku 4.495 kr. ( jólaverð) Bitboxsett, Skrúfj.bitar, toppar og borar samtals 112 stk í tösku 4.595 kr. ( jólaverð) MEÐ gleðiraust og helgum hljóm er heiti á aðventutónleikum jólatón- leika Kvennakórs Suðurnesja og söngsveitarinnar Víkinganna, sem haldnir verða næstkomandi miðviku- dag og fimmtudag. Fyrri tónleikarnir verða á morgun í Safnaðarheimilinu í Sandgerði og þeir síðari á fimmtudag í Ytri-Njarð- víkurkirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 bæði kvöldin. Stjórnandi er Sigurður Sævarsson og undirleikari Ragnheiður Skúla- dóttir. Á efnisskránni eru jólalög og kirkjutónlist frá ýmsum tímum. Tón- leikarnir eru fyrsta samstarfsverk- efni kóranna. Með gleði- raust og helg- um hljóm Sandgerði/Njarðvík ÞAÐ er alltaf hátíðarstund þegar kveikt er jólatrénu frá Hirtshals, vi- nabæ Grindavíkur í Danmörku, og svo var einnig síðastliðinn sunnu- dag. Þrátt fyrir leiðindaveður mættu bæjarbúar flestir á athöfn- ina, að minnsta kosti þeir sem eiga ung börn. Barnakór Tónlistaskóla Grindavíkur söng nokkur lög auk þess að syngja með jólasveinum sem létu sig ekki vanta. Í huga margra er þessi tendrun formleg byrjun á jólaundirbúiningum sem þó var víða löngu hafinn. Að þessu sinni gerði Kári Grind- víkingum grikk, eins og öðrum Suðurnesjamönnum, því að föstu- dag braut vindurinn þriðjunginn ofan af jólatrénu auk þess að leika það á margan hátt illa. Nú voru góð ráð dýr og við blasti að bjarga þurfti jólunum. „Ég held að þeir sem sáu um uppsetningu á trénu hafi verið fengnir til að bjarga mál- unum. Hvort það voru settar á jóla- tréð einhverskonar spelkur eða það límt á einhvern hátt veit ég ekki. Það voru þó einhverjir að gantast með það að þetta væri ekki jólatré heldur límtré,“ sagði Einar Njáls- son, bæjarstjóri. Einnig tókst að kveikja á jólatrjám í Keflavík og Garði um, helgina en í þeim bæjum þurfti að fá ný tré í stað þeirra sem eyðilögðust í rokinu. Jólasveinarnir sem heimsóttu Grindvíkinga trufluðu Einar, bæj- arstjóra í miðri ræðu og þegar slík- ir gestir koma er erfitt fyrir unga Grindvíkinga að hlusta á ræðu og því hlupu flestir krakkanna til sveinkanna þannig að ræðan varð mjög stutt enda erfitt að keppa við jólasveina um athygli unga fólks- ins. Kveikt á „jólalímtré“ Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Grindavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.