Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK LEIRLIST Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Guðrún Jónasardóttir — SAMTÖK iðnaðarins mótmæla harð- lega því sem þau kalla bolabrögð Vegagerðarinnar gagnvart jarð- vinnuverktökum í tengslum við útboð á Vestfjarðavegi milli Múla og Vatt- arness í Austur-Barðastrandarsýslu. Samtökin kærðu útboðið, sem Vega- gerðin auglýsti 19. nóvember síðast- liðinn, til kærunefndar útboðsmála, og kröfðust þess að það yrði ógilt og nýtt útboð með breyttum útboðs- gögnum auglýst. Kærunefndin hafn- aði kröfu samtakanna síðastliðinn föstudag. Samtök iðnaðarins efndu til blaða- mannafundar í gær í tilefni af höfnun kærunefndar útboðsmála. Vilmundur Jósefsson, formaður samtakanna, sagði þar að kærunefndin hefði því miður ekki frekar en fyrri daginn séð ástæðu til þess að taka í taumana vegna útboðs Vegagerðarinnar, enda fengi nefndin ekki séð að útboðið bryti gegn lögum um opinber inn- kaup. Hann sagði það kunna að vera rétta niðurstöðu. „Vitað er að verk- efnastaða jarðvinnuverktaka er bág- borin um þessar mundir,“ sagði Vil- mundur. „Þetta útboð ber þess glöggt vitni að Vegagerðin hyggst notfæra sér þetta erfiða ástand með afar ógeð- felldum hætti og neyða verktaka til að bjóða í þetta verkefni á forsendum sem eru alls óboðlegar.“ Fáheyrðir skilmálar Vilmundur sagði að meginástæða þess að Samtök iðnaðarins hefðu kært útboð Vegagerðarinnar væri það ákvæði í útboðsgögnum að engar verðbætur yrðu greiddar fyrstu 24 mánuði verktímans. Að þeim tíma liðnum yrðu hins vegar greiddar verðbætur. Hann sagði óþarft að minna á að spár fagaðila um verð- lagsþróun innan ársins hefðu reynst ótraustar að undanförnu, en sam- kvæmt útboðinu sé jarðvinnuverktök- um ætlað að spá fyrir um þessa þróun tvö til þrjú ár fram í tímann. Þetta væru fáheyrðir skilmálar en þó væri ekki öll sagan sögð, því verktökum væri að auki ætlað að lána Vegagerð- inni hluta verksins vaxtalaust. Ekki væri fyrir fram vitað um skiptingu verksins á milli ára og væri því ekki unnt að segja fyrir um hver lánsfjár- hæðin raunverulega yrði. Erfitt að standa við samninga Fram kom í máli Vilmundar að verktakar hefðu átt í verulegum erf- iðleikum með að standa við gerða verksamninga því kostnaður í þessari grein hefði hækkað mun meira en vísitölur neysluverðs og bygginga- kostnaður segði til um. Það væri al- rangt sem Vegagerðin hefði haldið fram að hrina verðhækkana á þessu sviði væri liðin hjá. Þá væri óvissa um það hvort launalið gildandi kjara- samninga yrði sagt upp. Vilmundur sagði að þrátt fyrir ger- breyttar verðlagsforsendur hefði Vegagerðin ríghaldið í þá reglu að verðbæta ekki verksamninga sem væru til skemmri tíma en tveggja ára. Útboð með þessum hætti endurtaki sig ekki Ólafur Helgi Árnason, lögmaður Samtaka iðnaðarins, sagði á blaða- mannafundinum í gær að niðurstaða kærunefndar útboðsmála væri end- anleg og því mundu samtökin ekkert frekar aðhafast í þessu máli. Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri samtakanna, sagði að þótt þau gerðu ekkert frekar í þessu máli þá vildu þau engu að síður vekja athygli á útboðsforsendum sem væru ber- sýnilega ósanngjarnar og óeðlilegar. Tilgangurinn væri að reyna að koma í veg fyrir að útboð með þeim hætti sem Vegagerðin hefði staðið fyrir endurtæki sig og að reglum um þessi mál yrði breytt. Samtök iðnaðarins mótmæla vinnubrögðum Vegagerðarinnar Notfærir sér erfitt ástand hjá jarðvinnuverktökum Morgunblaðið/Þorkell Frá blaðamannafundi forsvarsmanna Samtaka iðnaðarins í gær. Talið frá vinstri: Árni Jóhannsson hagfræðingur, Ólafur Helgi Árnason lögmaður, Eiður Haraldsson, formaður Félags jarðvinnuverktaka, Vilmundur Jós- efsson, formaður samtakanna, og Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri. ATVINNA mbl.is FYRIRKOMULAG á útboðum Vegagerðarinnar hefur reynst vel, að sögn Helga Hallgrímssonar, vegamálastjóra. Hann segir að eftir að stöðugleiki hafi komist á hér á landi á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar, hafi Vegagerðin hætt að verðbæta verk sem framkvæma ætti á tiltölulega skömmum tíma. Hann segist ekki vilja munnhöggv- ast við forsvarsmenn Samtaka iðn- aðarins, en þeir gagnrýndu vinnu- brögð Vegagerðarinnar í tengslum við útboð á Vestfjarðavegi milli Múla og Vattarness, á blaðamannafundi sem samtökin boðuðu til í gær. Helgi segir að almennt hafi verið talið að vísitölutengingar séu verð- bólguhvetjandi. Vegagerðin sé að fara eftir þeirri almennu stefnu sem verið hafi í þjóðfélaginu að draga úr slíkum tengingum. Hún hafi þó bætt verktökum að verulegu leyti upp hækkun á olíuverði á síðasta ári, þó svo að slíkt hafi ekki verið skylt sam- kvæmt samningum. Sama hafi verið gert á þessu ári. Helgi segir að Samtök iðnaðarins hafi óskað eftir því við Vegagerðina að vísitölutengingar vegna útboða yrðu teknar upp að nýju. Því hafi verið hafnað meðal annars vegna þess að það að verðbólgan sé frekar á niðurleið. Varðandi þá fullyrðingu Samtaka iðnaðarins að Vegagerðin sé að skylda verktaka til að lána henni hluta verksins vaxtalaust segir Helgi að það sé mistúlkun. Vegagerðin setji þök á greiðslur sem stjórnist af fjárveitingum stofnunarinnar. Vel sé hægt að reka viðkomandi verk innan þeirra marka. Ef verktakarnir telji hins vegar hagstætt að fara hraðar í verk þá sé þeim það heimilt. Útboðsfyrirkomulag hefur reynst vel Vegamálastjóri um gagnrýni Samtaka iðnaðarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.