Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BARÁTTAN við að hrekja mörg hundruð liðsmenn hryðjuverkasam- taka Osama bin Ladens, al-Qaeda, út úr djúpum hellum í Hvítufjöllum í Norðaustur-Afganistan verður erfið, tímafrek og sóðaleg, segir liðsforingi andstæðinga talibana og al-Qaeda á svæðinu, Haji Mohammed Zaman. „Staðsetningin er ákaflega erfið,“ sagði hann. „Þetta er svo djúpt inni í fjöllunum.“ Talið er, að bin Laden sé í felum einhversstaðar í Tora Bora-hellun- um, sem eru grafnir allt að 300 metra inn í fjallshlíð, og með honum hátt í tvö þúsund fylgismenn hans. Zaman sagðist vera „100 prósent viss“ um að bin Laden hefðist enn við í hellunum. Bandarískir embættis- menn ítreka aftur á móti að ekki sé vitað hvar nákvæmlega bin Laden sé niður kominn. Yfirlýsingar Zamans um helgina voru ekki í samræmi við fyrri full- yrðingar andstæðinga talibana um að al-Qaeda-liðarnir yrðu flæmdir út á skömmum tíma. Bardagar við Tora Bora hafa nú staðið í um viku, án þess að mikill árangur sé sýnilegur. Smám saman er að koma í ljós hversu flókið mál þessi barátta er. Loftárásirnar nauðsynlegar Síðastliðinn sunnudagsmorgun gerðist það í annað sinn á átta dög- um að bandarískar herflugvélar vörpuðu sprengjum á búðir and- stæðinga talibana og felldu þrjá og særðu aðra þrjá, að því er Zaman greindi frá. Hugarangur hans var augljóst. „Við höfum talað við þá oft- ar en einu sinni,“ sagði hann, „og sagt: Ef þið ætlið að skjóta á eitthvað þá verðið þið að gera ykkur grein fyrir hvar moujahedeen-liðarnir eru og hvar al-Qaeda eru. Eru þetta kjúklingar eða fólk?“ Eftir árásina hörfuðu hermenn- irnir frá búðunum, sem Zaman sagði hafa verið á hernaðarlega mikil- vægri hæð. En hann viðurkenndi að hermenn sínir myndu ekki geta náð Tora Bora á sitt vald án loftárásanna sem dunið hafa á hellunum í rúmar þrjár vikur. „Við þurfum loftárásirn- ar,“ sagði hann. Til þess að reyna að umkringja hellana kvaðst Zaman hafa sent 100 hermenn upp í fjöllin eins nálægt pakistönsku landamærunum og mögulegt væri. Miklir haustsnjóar hafa fyllt fjallaskörðin þar sem eru leiðir inn og út úr Afganistan – en stanslausar loftárásirnar gætu hafa orðið til þess að einhverjir al-Qaeda- liðar hafi engu að síður reynt að komast yfir landamærin. Annars staðar í Afganistan var reynt um helgina að koma á stöð- ugleika eftir að talibanahreyfingin yfirgaf vöggu sína og síðasta vígi, borgina Kandahar í suðurhluta landsins, sl. föstudag. Hamid Karzai, leiðtoga Pastúnaþjóðflokksins og forseta nýskipaðrar bráðabirgða- stjórnar landsins, virtist hafa tekist að koma á sáttum milli tveggja liðs- foringja, sem voru keppinautar. Vakti þetta von um að friður kæmist á í Kandahar, að minnsta kosti. Þótt talibanar hafi látið í veðri vaka að þeir ætluðu ekki að láta borgina í hendur Karzai kom hann þangað á laugardaginn og hóf þegar í stað að koma á viðræðum milli ætt- bálkaöldunga í því skyni að bera klæði á vopnin milli tveggja ættbálka sem báðir voru að reyna að ná völd- um í borginni. Samkvæmt samkomulaginu sem Karzai hafði milligöngu um tekur Gul Agha Shirzai aftur við embætti héraðsstjóra í Kandahar-héraði, sem hann gegndi áður en talibanar tóku völdin 1994. Múllanum Naquibullah, sem uppgjafarsáttmáli talibana gerði ráð fyrir að yrði æðsti maður í borgarstjórninni, var boðin staða hershöfðingja. Naquibullah sagði að hann myndi ekki taka við stöðunni sjálfur, en útnefna mann úr ættbálki sínum. Viðræðurnar fóru a.m.k. að ein- hverju leyti fram í fyrrverandi bú- stað múllans Mohammeds Omars, leiðtoga talibana, en enn er óljóst hvar hann er niður kominn. Í Wash- ington sögðu Dick Cheney varafor- seti, Paul Wolfowitz aðstoðarvarnar- málaráðherra og Richard Myers, forseti bandaríska herráðsins, allir að eftir því sem næst yrði komist væru bæði Omar og bin Laden ennþá í Afganistan. Bandaríkin munu krefjast framsals Cheney sagði að Bandaríkjamenn myndu krefjast þess að fá lögsögu yfir bæði Omar og bin Laden ef afg- anskir hermenn, eða einhverjir aðrir bandamenn Bandaríkjamanna, tækju þá til fanga. Cheney var spurður: Ef annar þeirra næst lif- andi, munum við þá krefjast þess að hann verði framseldur til banda- rískra yfirvalda? Cheney svaraði: „Já.“ Hann var spurður: Enginn al- þjóðadómstóll? Aftur svaraði Chen- ey með einu orði: „Nei.“ Cheney sagði að hernaðaraðgerð- um Bandaríkjamanna í Afganistan myndi ljúka um leið og bin Laden, Omar og aðrir forsprakkar al-Qaeda og talibanahreyfingarinnar hefðu verið felldir eða handteknir. Cheney sagði þó að Bandaríkjamenn myndu veita fjárhagsaðstoð til nýrra stjórn- valda í Afganistan og ef til vill veita aþjóðlegu friðargæsluliði tæknilega aðstoð. Baráttan um Tora Bora verður „tíma- frek og sóðaleg“ Karzai tekst að koma á sam- komulagi um valdaskiptingu í Kandahar Tora Bora, Jalalabad. The Los Angeles Times, The Washington Post. AP Afganskir mujahedeen-liðar, sem berjast gegn talibönum og al-Qaeda, horfa yfir dal í Hvítufjöllum fullan af reyk eftir að bandarískar herflugvélar vörpuðu sprengjum.    #$   %& ()& * +,- &-# /#'0 " +-,"0"  '&    -"# " 1 0"'02#,"0 "#-" "'0 -# , 3#& +"'# " + ' -"0 # #0&0 0'"4   . 5-"0 "" 0 - ""' '3#& &-# -% &# &" !"-.1""0 5#    ! ! 6 ( # ,"0&"0 5"0" 50 60 0 5 '0 ' 0 ( * (7%897/ %0 0: %!"6 3: &- % 8" "#"$%&"$ ' # (  (( ' # ) /#'0 " '  ."- . 0  "' .-"0'& -.1""0 0 & *  ! ;'" "#-< . = * 7- # >  0 &"0 5' " + ( "(   ,  -  (   "(  .*   ( & *  !!/  ! !   ! Afganskir liðsforingjar orðnir heldur svartsýnir á skjótan sigur á al-Qaeda í Hvítufjöllum www.isb.is Ger›u jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.