Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 26

Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BARÁTTAN við að hrekja mörg hundruð liðsmenn hryðjuverkasam- taka Osama bin Ladens, al-Qaeda, út úr djúpum hellum í Hvítufjöllum í Norðaustur-Afganistan verður erfið, tímafrek og sóðaleg, segir liðsforingi andstæðinga talibana og al-Qaeda á svæðinu, Haji Mohammed Zaman. „Staðsetningin er ákaflega erfið,“ sagði hann. „Þetta er svo djúpt inni í fjöllunum.“ Talið er, að bin Laden sé í felum einhversstaðar í Tora Bora-hellun- um, sem eru grafnir allt að 300 metra inn í fjallshlíð, og með honum hátt í tvö þúsund fylgismenn hans. Zaman sagðist vera „100 prósent viss“ um að bin Laden hefðist enn við í hellunum. Bandarískir embættis- menn ítreka aftur á móti að ekki sé vitað hvar nákvæmlega bin Laden sé niður kominn. Yfirlýsingar Zamans um helgina voru ekki í samræmi við fyrri full- yrðingar andstæðinga talibana um að al-Qaeda-liðarnir yrðu flæmdir út á skömmum tíma. Bardagar við Tora Bora hafa nú staðið í um viku, án þess að mikill árangur sé sýnilegur. Smám saman er að koma í ljós hversu flókið mál þessi barátta er. Loftárásirnar nauðsynlegar Síðastliðinn sunnudagsmorgun gerðist það í annað sinn á átta dög- um að bandarískar herflugvélar vörpuðu sprengjum á búðir and- stæðinga talibana og felldu þrjá og særðu aðra þrjá, að því er Zaman greindi frá. Hugarangur hans var augljóst. „Við höfum talað við þá oft- ar en einu sinni,“ sagði hann, „og sagt: Ef þið ætlið að skjóta á eitthvað þá verðið þið að gera ykkur grein fyrir hvar moujahedeen-liðarnir eru og hvar al-Qaeda eru. Eru þetta kjúklingar eða fólk?“ Eftir árásina hörfuðu hermenn- irnir frá búðunum, sem Zaman sagði hafa verið á hernaðarlega mikil- vægri hæð. En hann viðurkenndi að hermenn sínir myndu ekki geta náð Tora Bora á sitt vald án loftárásanna sem dunið hafa á hellunum í rúmar þrjár vikur. „Við þurfum loftárásirn- ar,“ sagði hann. Til þess að reyna að umkringja hellana kvaðst Zaman hafa sent 100 hermenn upp í fjöllin eins nálægt pakistönsku landamærunum og mögulegt væri. Miklir haustsnjóar hafa fyllt fjallaskörðin þar sem eru leiðir inn og út úr Afganistan – en stanslausar loftárásirnar gætu hafa orðið til þess að einhverjir al-Qaeda- liðar hafi engu að síður reynt að komast yfir landamærin. Annars staðar í Afganistan var reynt um helgina að koma á stöð- ugleika eftir að talibanahreyfingin yfirgaf vöggu sína og síðasta vígi, borgina Kandahar í suðurhluta landsins, sl. föstudag. Hamid Karzai, leiðtoga Pastúnaþjóðflokksins og forseta nýskipaðrar bráðabirgða- stjórnar landsins, virtist hafa tekist að koma á sáttum milli tveggja liðs- foringja, sem voru keppinautar. Vakti þetta von um að friður kæmist á í Kandahar, að minnsta kosti. Þótt talibanar hafi látið í veðri vaka að þeir ætluðu ekki að láta borgina í hendur Karzai kom hann þangað á laugardaginn og hóf þegar í stað að koma á viðræðum milli ætt- bálkaöldunga í því skyni að bera klæði á vopnin milli tveggja ættbálka sem báðir voru að reyna að ná völd- um í borginni. Samkvæmt samkomulaginu sem Karzai hafði milligöngu um tekur Gul Agha Shirzai aftur við embætti héraðsstjóra í Kandahar-héraði, sem hann gegndi áður en talibanar tóku völdin 1994. Múllanum Naquibullah, sem uppgjafarsáttmáli talibana gerði ráð fyrir að yrði æðsti maður í borgarstjórninni, var boðin staða hershöfðingja. Naquibullah sagði að hann myndi ekki taka við stöðunni sjálfur, en útnefna mann úr ættbálki sínum. Viðræðurnar fóru a.m.k. að ein- hverju leyti fram í fyrrverandi bú- stað múllans Mohammeds Omars, leiðtoga talibana, en enn er óljóst hvar hann er niður kominn. Í Wash- ington sögðu Dick Cheney varafor- seti, Paul Wolfowitz aðstoðarvarnar- málaráðherra og Richard Myers, forseti bandaríska herráðsins, allir að eftir því sem næst yrði komist væru bæði Omar og bin Laden ennþá í Afganistan. Bandaríkin munu krefjast framsals Cheney sagði að Bandaríkjamenn myndu krefjast þess að fá lögsögu yfir bæði Omar og bin Laden ef afg- anskir hermenn, eða einhverjir aðrir bandamenn Bandaríkjamanna, tækju þá til fanga. Cheney var spurður: Ef annar þeirra næst lif- andi, munum við þá krefjast þess að hann verði framseldur til banda- rískra yfirvalda? Cheney svaraði: „Já.“ Hann var spurður: Enginn al- þjóðadómstóll? Aftur svaraði Chen- ey með einu orði: „Nei.“ Cheney sagði að hernaðaraðgerð- um Bandaríkjamanna í Afganistan myndi ljúka um leið og bin Laden, Omar og aðrir forsprakkar al-Qaeda og talibanahreyfingarinnar hefðu verið felldir eða handteknir. Cheney sagði þó að Bandaríkjamenn myndu veita fjárhagsaðstoð til nýrra stjórn- valda í Afganistan og ef til vill veita aþjóðlegu friðargæsluliði tæknilega aðstoð. Baráttan um Tora Bora verður „tíma- frek og sóðaleg“ Karzai tekst að koma á sam- komulagi um valdaskiptingu í Kandahar Tora Bora, Jalalabad. The Los Angeles Times, The Washington Post. AP Afganskir mujahedeen-liðar, sem berjast gegn talibönum og al-Qaeda, horfa yfir dal í Hvítufjöllum fullan af reyk eftir að bandarískar herflugvélar vörpuðu sprengjum.        #$      %&  ()&  *  +,- &-# /#'0 "  +-,"0"   '&       -"# "  1 0"'02#,"0 "#-"  "'0 -#  , 3#&  +"'# " + ' -"0 #  #0&0 0'"4     .  5-"0 "" 0  - ""' '3#&  &-# -% &# &" !"-.1""0  5#        ! ! 6  ( # ,"0&"0 5"0"  50 60 0 5 '0  '  0  ( * (7%897/ %0 0: %!"6 3: &- %  8" "#"$%&"$ '  # (   ((  ' #  ) /#'0 " '   ."- .  0    "' .-"0'& -.1""0 0 & *   ! ;'" "#-< .  = * 7-  # >    0 &"0 5'  " + ( "(     ,    -    (      "(   .*      ( & *   !!/    !  !      !  Afganskir liðsforingjar orðnir heldur svartsýnir á skjótan sigur á al-Qaeda í Hvítufjöllum www.isb.is Ger›u jóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.