Morgunblaðið - 11.12.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.12.2001, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 27 AFSLAPPAÐUR og að því er best verður séð harla kátur rifjar Osama bin Laden upp – í samræð- um sem teknar voru upp á mynd- band – hversu ánægður hann var með hryðjuverkin 11. september, og lýsir því yfir að þau hafi verið miklu betur heppnuð en hann hefði þorað að vona. Bandarískir embættismenn greindu frá þessu á sunnudaginn. Af myndbandinu má ennfremur ráða að sumir flugræningjanna hafi ekki vitað að sendiförin myndi enda með dauða, sagði bandarískur embættismaður sem ekki vildi láta nafns síns getið. Bin Laden, sagði embættismað- urinn, „er skemmt vegna þess að sumir þessara manna héldu að þeir væru einungis að taka þátt í flugráni.“ Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefur séð hluta myndbandsins. Hann sagði að bin Laden láti í ljós nána þekkingu á árásunum á World Trade Center og Pentagon, svo „ekki leikur nokkur vafi á ábyrgð hans“ á til- ræðunum. „Þetta höfum við alltaf vitað,“ sagði Cheney í sjónvarps- viðtali sl. sunnudagsmorgun. „En þetta er enn ein sönnunin fyrir því að hann ber ábyrgð á því sem gerðist.“ Auk Cheneys staðfestu Paul Wolfowitz, aðstoðarvarn- armálaráðherra, og Richard Myers, forseti bandaríska her- ráðsins, að þetta myndband væri til, en blaðið Washington Post greindi fyrst frá því sl. sunnudag. Bandaríkjastjórn hefur enn ekki ákveðið hvort myndbandið verður gert opinbert til þess að kveða niður efasemdir, sem látnar hafa verið í ljósi sums staðar í araba- heiminum, um ábyrgð bin Ladens á tilræðunum. Cheney kvaðst ekki vita hvort það væri ráðlegt að sýna mynd- bandið opinberlega. „Það verður einhver, sem þekkir þetta betur en ég, að komast að niðurstöðu um það,“ sagði Cheney í þættinum Meet the Press á sjónvarpsstöð- inni NBC. „Okkur hefur ekki ver- ið neitt sérstaklega í mun að hleypa honum að í sjónvarpi meira en nauðsynlegt er … en ég býst við að við myndum reiða okkur á álit sérfræðinganna á því hvort ráðlegt væri að birta [myndbandið].“ Myers sagði að varnarmála- ráðuneytið væri að rannsaka myndbandið til þess að ganga úr skugga um hvert upplýsingagildi þess væri. Síðan yrði ákveðið hvort það yrði gert opinbert. Myndbandið fannst í húsi í borg- inni Jalalabad í Afganistan eftir að talibanar eða al-Qaeda-liðar, sem höfðu búið í húsinu, flýðu þaðan í skyndi. Embættismenn segja að á myndbandinu megi sjá bin Laden í einkasamræðum við mann sem virðist vera íslamskur klerkur. Mennirnir ræða saman á arab- ísku, og ekki hefur allt sem þeir segja enn verið þýtt á ensku, en að sögn embættismanna gortar bin Laden af þeirri eyðileggingu sem hlaust af því er flugvélarnar flugu á World Trade Center- turnana í New York. Bin Laden segir við viðmælanda sinn, að hann hafi vonast til að fella turnana fyrir ofan árekstursstað- ina, og að þeir skyldu báðir hrynja til grunna hefði verið óvænt ánægja. Hrun turnanna „óvænt ánægja“ Enn óvíst hvort myndband, er sagt er taka af all- an vafa um sekt bin Ladens, verð- ur gert opinbert Reuters Dick Cheney talar um Osama bin Laden í þættinum Meet the Press á sunnudagsmorguninn. Washington. The Los Angeles Times. JOHN Walker, Bandaríkjamað- ur sem tekinn var höndum þar sem hann barð- ist við hlið talib- ana í Afganist- an, er í varðhaldi á bandarískri her- stöð í suður- hluta Afganistans uns bandarískir ráðamenn skera úr um örlög hans. Walker, sem er tvítugur, særðist í fangauppreisn í norðurhluta lands- ins en hundruð hermanna talibana auk liðsmanns bandarísku leyni- þjónustunnar létu lífið í uppreisn- inni. Walker þjáðist af vökvaskorti þegar hann kom á herstöðina á föstudag, en er núna við ágæta heilsu, að sögn hersins. Skotsár á fæti hans er einnig að lagast. Bandarískir landgönguliðar hafa hafið byggingu fangelsis í eyði- mörkinni við herstöðina, sem hefur hlotið nafnið Camp Rhino, fari svo að fleiri hermenn talibana eða al- Qaeda verði hnepptir í varðhald. Enn sem komið er, er Walker eini fanginn í fangelsinu. Bandarísk hermálayfirvöld hafa sagt Walker vera „vígvallarfanga“ en ígrunda að skilgreina hann sem „óvinastríðsfanga“ eða „ólöglegan bardagamann“ líkt og leyfilegt er samkvæmt ákvæðum um stríð gegn hryðjuverkum. Bandaríkjamenn reisa fangelsi í Afganistan John Walker – og flú ræ›ur hva› gjafirnar kosta! Nú getur flú gert öll flín jólainnkaup á einum sta› og komi› fleim sem flér flykir vænt um skemmtilega á óvart me› n‡stárlegri gjöf frá Íslandsbanka. Gjöfina fær›u í fallegri gjafaöskju. Gef›u gjöf sem vex! innkaupin í Íslandsbanka Íslandsbanki – flar sem gjafirnar vaxa! Rennibekkir Bandsagir Borvélar Fræsarar Loftpressur ÚRVAL AF NÝJUM OG NOTUÐUM VÉLUMHvaleyrarbraut 18-20, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 5055. Fax 565 5056. JÁRNSMÍÐAVÉLAR —www.idnvelar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.