Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FLÓTTAMENNIRNIR þrettán, sem fundust látnir eða meðvitundar- litlir í flutningagámi á Írlandi á laug- ardag, voru líklega að reyna að kom- ast til Englands, að því er írska lögreglan greindi frá í gær. Ástand hinna fimm þeirra, sem fundust á lífi, var í gær talið vera stöðugt. Flóttafólkið fannst þegar vöru- flutningabílstjóri opnaði gáminn á bílastæði í bænum Wexford í suð- austurhluta Írlands, í um 48 km fjar- lægð frá höfninni í Waterford, þar sem gámurinn kom að landi. Írska lögreglan hefur fyrir milli- göngu Alþjóðalögreglunnar, Inter- pol, óskað eftir aðstoð lögregluyfir- valda í Belgíu, Þýskalandi, Ítalíu og Tyrklandi við rannsókn málsins. Ekki var ljóst í gær hvert þjóðerni flóttamannanna væri, en getgátur voru uppi um að þeir væru frá Tyrk- landi, Albaníu og Alsír. Írska lögregl- an telur að gámurinn hafi verið send- ur með lest 30. nóvember sl. frá Mílanó á Ítalíu til Kölnar í Þýska- landi, þangað sem hann kom 2. des- ember. Sama dag var hann sendur til Zeebrugge í Belgíu. Þar var gámnum komið um borð í flutningskip, sem lagði úr höfn 4. desember og kom að landi í Waterford tveimur dögum síð- ar, á fimmtudag í síðustu viku. Talsmaður írsku lögreglunnar sagði að svo virtist sem glæpamenn, sem sérhæfa sig í smygli á fólki, hafi komið flóttafólkinu fyrir í gámnum, hugsanlega í Belgíu. Sagði hann að svo virtist sem fólkið hefði talið sig vera á leiðinni til hafnar í suðurhluta Englands, en þá hefði ferðin einungis tekið tvo daga. Þess í stað var fólkið lokað inni í gámnum í fimm daga. Þeir fimm sem komust lífs af eru sautján ára piltur, þrír karlar á fer- tugsaldri og fertug kona. Að sögn lækna höfðu þau orðið fyrir súrefn- isskorti, ofkælingu og ofþornun, en voru á batavegi í gær. Átta flóttamannanna létu lífið: fjórir karlar, ein kona og þrjú börn, sennilega á aldrinum fjögurra til tólf ára. „Hræðilegur harmleikur“ Bertie Ahern, forsætisráðherra Ír- lands, sagði á sunnudag að um væri að ræða „hræðilegan harmleik“ og að allt kapp yrði lagt á að koma höndum yfir þá sem bæru ábyrgð á dauða flóttamannanna. Dómsmálaráðherra Írlands, John O’Donoghue, sagði að ef eftirlifendurnir sæktu um hæli á Írlandi myndu yfirvöld fjalla um mál þeirra af „skilningi og mannúð.“ Fimm flóttamann- anna á batavegi Reuters Lögreglumaður gætir flutningagámsins, þar sem átta flóttamenn fundust látnir á laugardag. Hugsanlegt að flóttafólkið, sem fannst í gámi á Írlandi, hafi talið sig vera á leið til Englands TÍU ár eru liðin síðan leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Burma, Aung San Suu Kyi, hlaut friðar- verðlaun Nóbels. Hún er nú í stofufangelsi herforingjastjórnar- innar í Rangoon. Flokkur Suu Kyi fékk rúmlega 80% atkvæða í þing- kosningum árið 1990 en herforingj- arnir ógiltu niðurstöðuna. Fjöldi friðarverðlaunahafa með þá Jose Ramos-Horta frá Austur-Tímor og Desmond Tutu, erkibiskup frá Suður-Afríku, í broddi fylkingar, komu á laugardag fram á útifundi við þinghúsið í Ósló þar sem þess var krafist að Suu Kyi fengi frelsi og lýðræði yrði komið á í Burma Meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn var Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, sem heimsótti Suu Kyi í Rangoon 1998 og Sein Win, forsætisráðherra út- lagastjórnar flokks Suu Kyi. Sýnt var myndband með ávarpi Suu Kyi en bandinu var smyglað frá Burma. Hún sagði ekki auðvelt að starfa við þessar aðstæður en sagðist hafa trú á að mannkynið gæti tekið framförum þótt hún og stuðningsmenn hennar viður- kenndu um leið veikleika sína. „Við göngum í gegnum eldraun og langar til að biðja vini okkar að hjálpa okkur að sigrast á veikleik- unum jafnt sem hörku og óréttlæti andstæðinga okkar,“ sagði Suu Kyi. Einnig flutti Madeleine Al- bright, fyrrverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, ávarp með aðstoð fjarsambands frá Wash- ington. Tónlistarmennirnir Bono og Sinead O’Connor fluttu með hjálp fjarsambandsins lög með textum sem tileinkaðir voru Suu Kuyi. Samtímis útifundinum voru haldnir stuðningsfundir í nær 40 öðrum borgum víða um heim og bein útsending var á Netinu. Tutu, sem ekki er sjálfur maður hávaxinn, sagði að Suu Kyi væri lítil vexti en „í siðferðislegu tilliti er hún risi sem sumir stórir karlar eru dauðhræddir við, þótt þeir séu gráir fyrir járnum“. Suu Kyi hefur stutt viðskipta- bann á herforingjastjórnina og hef- ur slíkum aðgerðum verið beitt af hálfu nokkurra ríkja. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Ramos- Horta hvort hann væri samþykkur þeirri stefnu. Hann sagðist að sjálfsögðu virða skoðun Suu Kyi en yfirleitt vera á móti viðskiptaleg- um refsingum, þær hefðu yfirleitt engin eða öfug áhrif. En meta yrði hvert mál út af fyrir sig og forðast kreddur. Hann hefði til dæmis ekki mælt með því að viðskiptabanni yrði beitt gegn Indónesíustjórn er A-Tímorbúar háðu frelsisbaráttu sína og hann væri fylgjandi því að Bandaríkja- menn afléttu bannin á Kúbu. En hvað með Írak? „Þar gegnir allt öðru máli en um Burma sem ekki ræður yfir neinum gereyðing- arvopnum. Írak hefur tvisvar ráð- ist gegn grannlöndum sínum, fyrst Íran og síðan Kúveit. Ég skal hætta að styðja viðskiptalegar refsingar gegn Írak ef einhver get- ur sannfært mig um að afnám bannsins muni koma börnum og óbreyttum borgurum í Írak til góða, að óbreyttir borgarar þar fái þá brýnustu þörfum sinnt.“ Hann sagðist styðja aðgerðirnar gegn talibönum og Osama bin Laden. „Ég var meðal hinna fyrstu til að mæla með valdbeitingu til að koma talibönum frá,“ sagði Ramos- Horta. Hann sagði stöðu mála á Austur- Tímor nú góða og fólk hefði trú á framtíðinni. Frjálsar kosningar hefðu gengið afar vel fyrir sig og ofbeldið hefði verið kveðið niður. Nær 30% þingmanna væru konur sem væri einstakt í þessum heims- hluta og í íhaldssömu þjóðfélagi eins og í landi hans. Aðspurður sagði hann að samið hefði verið um að friðargæslulið SÞ yfirgæfi land- ið í áföngum, helmingurinn hyrfi á brott þegar á næsta ári. Lýst yrði yfir fullu sjálfstæði Austur-Tímor í maí 2002 en íbúar landsins eru um 800.000. „Við ætlum að bjóða öllum þjóð- höfðingjum heims til okkar af þessu tilefni og vafalaust verður það alger martröð ef allir mæta! En við reynum að sjá vel fyrir þörfum þeirra og viljum að þeir komi allir,“ sagði Jose Ramos- Horta. AP Nóbelsverðlaunahafarnir Jose Ramos-Horta og Elie Wiesel á leið til útifundar í Ósló á laugardag, þar sem þess var krafist að friðarverð- launahafinn Aung San Suu Kyi frá Burma fengi frelsi. „Risi sem stórir karlar óttast“ Friðarverðlaunahafar Nóbels heiðra Aung San Suu Kyi Ósló. Morgunblaðið. FYRSTA tilraunaverkefnið með notkun ódýrra, innfluttra samheita- lyfja gegn alnæmi í Afríku hófst í Nígeríu í gær. Á hersjúkrahúsi í Lagos, stærstu borg landsins, biðu sjúklingar og læknar eftir því að lyfið yrði afhent, eins og rík- isstjórnin hafði lofað. Þau alnæmislyf sem hingað til hafa verið fáanleg í Nígeríu eru sömu sérheitalyfin og seld eru á Vesturlöndum, en mánaðarskammt- urinn af þeim kostar hátt í 75 þús- und naírur, eða tæpar 73 þúsund krónur. Meðallaun í Nígeríu eru um 3.500 krónur. Þeir sem biðu á her- sjúkrahúsinu kváðust hafa heyrt að nígerísk stjórnvöld ætluðu að gera tilraun með ódýr samheitalyf, sem flutt væru inn frá Indlandi, og yrði kostnaðurinn um 38 þúsund krónur á sjúkling á ári. Verða lyfin mikið niðurgreidd af stjórnvöldum. Fyrst í stað mun einungis fámennur hóp- ur sjúklinga fá lyfin, en þegar mest verður eiga um tíu þúsund sjúkling- ar að geta fengið þau. Alls eru um 3,5 milljónir manna í Nígeríu með alnæmi eða sýktir af veirunni er veldur sjúkdómnum. Tilraunaverkefni í Nígeríu Ódýr samheitalyf gegn alnæmi Abuja, Lagos. AFP. HUGSANLEGT er, að Rússar og Bandaríkjamenn muni undirrita nýj- an samning um fækkun kjarnavopna fyrir mitt þetta ár en ágreiningur þeirra um ABM, gagneldflauga- samninginn frá 1972, er sá sami og áður. Kom þetta fram í viðræðum Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ígors Ívanovs, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu í gær. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tilkynntu um verulega fækkun kjarnaodda á fundi sínum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en Pútín vildi þá, að hún yrði ákveðin með samningum en Bush ekki. Nú hafa Bandaríkjamenn gefið eftir hvað þetta varðar og sögðu þeir Powell og Ívanov í gær, að hugsan- lega yrðu samningar um fækkunina undirritaðir fyrir mitt þetta ár. Ív- anov ítrekaði hins vegar, að deilan um fyrirhugað eldflaugavarnakerfi í Bandaríkjunum hefði ekkert breyst en Powell lagði áherslu á, að finna yrði leið til að losna við þá spenni- treyju, sem ABM-samningurinn væri. Úreltur eða hornsteinn stöðugleikans Með ABM var Rússum og Banda- ríkjamönnum bannað að koma sér upp eldflaugavarnakerfi en Banda- ríkjastjórn telur samninginn úreltan og nefnir meðal annars, að í honum hafi ekki verið gert ráð fyrir „óút- reiknanlegum“ ríkjum á borð við Norður-Kóreu og Íran. Rússar halda því hins vegar fram, að samningur- inn sé einn af hornsteinum stöðug- leikans í heiminum. Nýr afvopn- unarsamning- ur í augsýn Rússa og Bandaríkjamenn greinir enn á um ABM Moskvu. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.