Morgunblaðið - 11.12.2001, Page 29

Morgunblaðið - 11.12.2001, Page 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 29 SÚ breyting hefur orðið á græn- lensku landstjórninni, að Atass- ut hefur komið í staðinn fyrir Inuit Ataqatigiit sem samstarfs- flokkur Siumuts. Slitnaði upp úr samstarfi tveggja síðarnefndu flokkanna vegna deilna um launahækkun til þingmanna. Í samstarfssamningi nýja landstjórnarmeirihlutans segir, að stefnt skuli að því að auka arðsemi í sjávarútvegi; að verð- lagning selskinna verði endur- skoðuð og að kjör námsmanna og aldraðra verði bætt. Að auki á að skipa nefnd til að endur- skoða launakjör þingmanna. Það vakti mikla óánægju á Grænlandi er þingmenn hækk- uðu við sig launin en það var gert fyrir frumkvæði frá Siumut og naut stuðnings þingmanna Atassuts, sem þá var í stjórn- arandstöðu. Rökin fyrir hækk- uninni voru þau, að þing- mennskan ætti að vera fullt starf í Grænlandi sem annars staðar og launin í samræmi við það. Ebóla-sýking í Gabon STARFSMENN Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, WHO, staðfestu á sunnudag að ebóla- veirunnar hefði orðið vart í Vestur-Afríkuríkinu Gabon. All- ir þeir ellefu sem greindust hafa látist af völdum veirunnar. Veirusýkingin virðist bundin við Ogooue Ivindo, afskekkt hér- að í norð-austurhluta landsins. Hópur sérfræðinga WHO var sendur til Gabon fyrir helgi til að staðfesta grun um veirusmit og hélt annar hópur til landsins í gærkvöldi honum til aðstoðar. Fyrsta verk sérfræðinganna verður að einangra þá sem sýna einkenni sýkingar og þá sem hafa komist í snertingu við hina smituðu. Einnig verður reynt að aðstoða yfirvöld í Gabon við að hefta frekari útbreiðslu veirunn- ar, sem ekki er vitað til að hafi orðið vart frá því að 224 manns létust í Úganda á síðasta ári. Ebóla er með skæðari veiru- sýkingum og látast að jafnaði um 50–90% þeirra sem sýkjast. Mál flug- áhugamanna fyrir dóm SAKSÓKNARI gríska ríkisins lagði í gær fram skýrslu sína í meintu njósnamáli breskra og hollenskra flugáhugamanna. Fólkið, tólf Bretar og tveir Hol- lendingar, hefur gist grísk fang- elsi frá því í upphafi nóvember- mánaðar, en það var sakað um njósnir eftir að hafa verið hand- tekið fyrir að fylgjast með grísk- um herflugvélum. Samkvæmt grískum lögum er með öllu bannað að mynda þar- lendar herflugvélar eða punkta niður skráningarnúmer þeirra. Segja grísk yfirvöld að þau hafi varað fólkið við í þrígang án þess að það hafi látið segjast. Lögfræðingar hópsins eru vongóðir um að einhver hluti hans verði látinn laus í næstu viku. Fyrst mun þriggja manna dómstóll þó leggja mat á hvort fólkið verði ákært fyrir njósnir eða minniháttar brot. STUTT Ný land- stjórn á Græn- landi ÞING Kosovo var sett í gær og er það í fyrsta sinn í 12 ár sem fulltrúar allra þjóð- arbrota í héraðinu eiga þar fulltrúa. „Þetta er söguleg stund,“ sagði Hans Hækkerup, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, við þingsetninguna. Búist er við, að Ibrahim Rugova, hinn hófsami leiðtogi stærsta flokksins, Lýðræð- isbandalags Kosovo, muni mynda stjórn í héraðinu. Lýðræðisbandalagið hefur þó ekki nægan þingstyrk til að mynda meiri- hlutastjórn einn síns liðs og þarf því stuðn- ing annarra flokka. Hér er Hans Hækkerup klappað lof í lófa en það er Rugova, sem er fyrir miðju með blátt um hálsinn. Þingsetning í Kosovo AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.