Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á TÓLFTA starfsvetri Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna var s.l. sunnudag efnt til jólatónleika á hennar fasta stað í Neskirkju við þokkalega aðsókn. Tvö velþekkt síð- vínarklassísk verk voru efst á skrá, og lék hinn ungi píanisti Jón Sig- urðsson einleik í því fyrsta, 1. Píanó- konsert Beethovens í C-dúr Op. 15 (strangt til tekið nr. 2). Jóni hafa mér vitandi ekki gefizt mörg tæki- færi til að koma fram með hljóm- sveit, enda mátti ugglaust að miklu leyti rekja til rútínuleysis nokkur áberandi mistök í leik hans, einkum skömmu fyrir kadenzur 1. og 3. þátt- ar. Engu að síður átti píanistinn ýmsa góða spretti innan um, og vakti ekki minnsta eftirtekt sem afar sjaldséð er meðal starfsbræðra hans hérlend- is, að hann skyldi sjálfur vera skrif- aður fyrir einleikskadenzu 1. þáttar. Kadenzan var svolítið skondin smíð, en þó rennilega saman tengd. Eins og vera bar var hún að mestu unnin úr stefjaefni konsertsins, og hefði komið jafnvel enn betur út, hefði hún verið leikin af meiri yfirvegun og spilarinn gefið hendingarmótun aukinn tíma. Ákveðið eirðarleysi, ef þá ekki beinlínis stress, skemmdi svolítið fyrir, eins og reyndar víðar í þessu glæsilega verki. E.t.v. stakk þó mest í eyrun hvað tríóluhreyf- ingar aftarlega í miðþætti náðu litlu svifi sakir sérkennilegs „úm-pa-pa“ rytma í vinstri hendi, sem undirr. man ekki til að hafa heyrt fyrr á nefndum stað. Hljómsveitin lék margt vel á mælikvarða reyndra áhugamanna, og var kannski helzt til lýta hvað erfiðlega gekk að hemja trompetleikinn í styrk. Básúnur bættust við í Ófullgerðu sinfóníu Schuberts næst á eftir, án þess að fjölgaði neitt í fámennri strengjasveitinni á móti, enda varð styrkjafnvægið enn óhagstæðara þar en áður. Hraðaval stjórnandans var í varfærnislegasta kanti í báðum verkum, og fló oftar en einu sinni fyrir manni hvort ekki hefði verið óhætt að greikka aðeins sporið. Ekki sízt í sinfóníunni, sem þrátt fyrir undrafögur stef er furðukyrrstæð í sér, einkum í samanburði við drif- mikla efnisframvindu Beethovens. Fyrir vikið jaðraði sumt við að verka þunglamalegt. Sem rúsínur í pylsuenda voru þrjú fremur ósamstæð jólalög í meðför- um Fífu Jónsdóttur, Dóru Steinunn- ar Ármannsdóttur, Steinunnar Sof- fíu Skjenstad og Regínu Unnar Ólafsdóttur. Fyrst söng lítil hnáta veikum rómi Ég sá mömmu kyssa jólasvein (T. Connor). Síðan sungu þrjár eldri og öllu hljómmeiri stúlk- ur terzett í Ég undrast, Drottinn, dásemd þína (Jónas Tómasson) og loftbelgslag drengjanna þriggja úr Töfraflautunni, sem eftir tilkomu ís- lenzks texta Valdimars Briem virð- ist núorðið talið með jólalögum. Loks var sungið Í Betlehem er barn oss fætt með almennri þátttöku við- staddra. Í dag er glatt… TÓNLIST Neskirkja Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Beethoven: Píanókonsert nr. 1. Schubert: Sinfónía nr. 8. Tvö lög eftir Connor og Jónas Tómasson í úts. Ingvars Jónassonar auk terzetts úr Töfra- flautu Mozarts. Jón Sigurðsson, píanó. Stjórnandi: Ingvar Jónasson. Sunnudag- inn 9. desember kl. 17. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÞAU eru nokkur menningar- tímaritin sem hafa komið og farið á síðustu árum, og erfitt hefur virst að halda gangi í slíkri út- gáfu. Það er þó langt frá því að vera uppgjafartónn í öllum þeim sem hafa áhuga á menningar- blaðamennsku. Í sumar hóf nýtt menningartímarit, Fálkinn, göngu sína, og ritstjóri þess, Ragnar Halldórsson, segir blaðið hafa farið miklu betur af stað en hann hafði búist við. „Auðvitað rennum við svolítið blint í sjóinn með þetta, en ég hef trú á því sem við erum að gera. Mér þóttu við- tökurnar góðar, og ég var hissa á því hvað þær voru afdrátt- arlausar.“ Ragnar segir að nafnið á blaðinu hafi haft góð áhrif, en þeir sem eru komnir af sárasta ungdómsaldri muna margir eftir gamla Fálkanum, sem gefinn var út um árabil. „Nafnið vakti mikla forvitni og varð til þess að áhugi fólks á blaðinu var strax mikill.“ Ragnar segir að þó að nafnið sé gamalt, og forsíða fyrsta tölu- blaðsins hafi verið ákveðin til- vísun í gamla Fálkann með teikn- aðri mynd, þá sé nýja Fálkanum ætlað að sinna nýjum hlutum og nýjum samtíma. Hámenning og lágmenning Eitt af viðfangsefnum Fálkans verður fjölbreytni menningar- innar og segir Ragnar að þar á meðal verði vangaveltur um það hvað sé hámenning og hvað lág- menning. Þar verði mörkin teygð, til þess að kanna hvað felist í hug- takinu menning og hvað sé leyfi- legt innan þeirra marka. „Við vilj- um vera yfirtónar, en ekki undirtónar,“ segir Ragnar og á við það að Fálkinn ætli sér að ekki að vera „neðanjarðarblað,“ en þó viljum við vera í sambandi við allt litróf menningarinnar og víkka sjóndeildarhringinn eins og hæfi- legt er.“ Auk ritstjórans er tveggja manna ritnefnd við blaðið en hana skipa þau Salvör Nordal og Matthías Johannessen. Þegar hann er spurður um það hvort Fálkinn verði með fasta penna á sínum snærum, eða hvort leitað verði á ný ritmið í hverju tölu- blaði, segir Ragnar að Fálkinn hafi sérstakan áhuga á að heyra frá listamönnunum sjálfum. „Við viljum ekki leita til sama fólksins og þú finnur í öllum öðrum miðl- um, og þó svo að við séum bæði með Hilmi Snæ Guðnason og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur í öðru tölublaði, þá viljum við líka reyna að leita til fólks sem er minna þekkt. Það eru engin viðtöl í blaðinu, – það byggist fyrst og fremst á pistlum. Þó gæti verið að við endurskoðuðum það eitthvað og yrðum hugsanlega með eitt viðtal á ári eða svo, en það verða þá mjög sérstök viðtöl. Það er líka spennandi að leita til einstaklinga sem eru næmir fyrir umhverfi sínu og geta deilt með okkur upp- lifun sinni á því, eins og Mariko Margrét Ragnarsdóttir gerir með grein sinni frá Japan í öðru tölu- blaði. Við erum ekki akademískt blað, en viljum leggja mikla áherslu á upplifunarþáttinn, bæði í listinni og í umhverfinu.“ Horft á menninguna í óvæntu ljósi Umfjöllun um tónlist er til vitn- is um þetta, en í Fálkanum er bæði fjallað um tónleika og geisladiska, án þess að um beina gagnrýni sé að ræða. Skrifunum er ætlað að upplýsa lesandann um stemmninguna og upplifunina sem fylgir hlustun á tónlist. Ljós- myndun sem listgrein fá rúmt pláss í Fálkanum og kvikmyndir einnig, þó með öðrum hætti en venjulega. Heimildaljósmyndun er hugtak sem er kannski ekki enn ýkja kunnuglegt, en í öðru tölublaði eru þessari grein gerð nokkur skil í mynd og texta eftir Sigurð Jökul Ólafsson ljósmynd- ara, sem hefur sérhæft sig í þess- ari grein ljósmyndunar. Ragnar segir að reynt verði að horfa á menninguna í óvæntu ljósi. Í því sambandi nefnir hann umfjöllun blaðsins um bjórsmökkun. „Það eru mörg góð blöð með umfjöllun um vín sem þátt í umfjöllun um mat og sælkerasiði, en okkur fannst spennandi og óvenjulegt að setja bjórinn í sviðsljósið.“ Ragnar segir Fálkann ekki eiga í samkeppni við „glanstímaritin“. „Þau eru mjög fín, en Fálkinn er bara allt öðru vísi blað. Tímarit Máls og menningar er líka mjög gott menningarblað, en það er samt öðru vísi en Fálkinn. Það er selt í áskrift, en Fálkanum er dreift ókeypis, og við erum í raun- inni ekkert að velta því fyrir okk- ur hvað aðrir eru að fást við, nema til þess að njóta þess eins og aðrir. Við erum bara að gera eitt- hvað alveg nýtt, án samanburðar. En auðvitað er útgangspunkt- urinn sá að við teljum þörf fyrir svona blað. Við viljum líka að blaðið sé litríkt í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Ef það eru fleiri sem lesa ljóð eftir Baudel- aire prentað á jólapappír eða eitt- hvað því um líkt, þá er það allt í lagi, því eftir sem áður er það sama ljóðið. Þarna erum við að vinna að því sem við köllum fóbíu- leysi sem ég vona að gangi upp.“ Ragnar segir að pappírspæling- arnar séu líka skemmtilegar. „Mér finnst pappírinn næstum of vandaður í blaðinu. Þegar ég sá sýnishorn úr prentsmiðjunni, þá var það prentað á bleksprautu- prentara og saug litinn svolítið í sig, varð meira eins og dagblað. Svoleiðis blað, með ódýrum papp- ír en vandaðri uppsetningu og góðu innihaldi, finnst mér hafa mikinn sjarma; það er blað sem maður brýtur saman og tekur með sér; ekki pappírsins vegna, heldur þess sem í því er.“ Í Fálkanum er að finna yfirlit yfir helstu menningarviðburði framundan og segir Ragnar ætl- unina ekki að hafa þetta tæmandi lista yfir allt sem í boði er, heldur eigi listinn að gefa mynd af því helsta. Hann segir lista blaðsins yfir veitingastaði og kaffihús, hins vegar vera þann „mest tæm- andi“ sem völ er á. Forsíða Fálk- ans er föl þeim menningarstofn- unum sem sjá hag sinn í því að kynna sig á forsíðu. Í öðru tölu- blaði var til dæmis ljósmynd frá sýningu Íslensku óperunnar á Töfraflautunni eftir Mozart. „Þannig viljum við að blaðið sé ákveðið verkfæri og að menning- arstofnanir sjái að þetta sé aug- ljóslega hagkvæmur miðill, og geti verið verkfæri fyrir þær til að kynna sig. Blaðið fer líka víða þar sem því er dreift ókeypis.“ Ragnar segir það styrk Fálkans að vera ekki háður sölu, en á móti komi, að það sé ögrun að safna auglýsendum. Annað tölublaðið kom út í fimmtán þúsund eintök- um og lá frammi á ýmsum op- inberum stöðum svo sem mennig- arstöðum og stofnunum, svo semkaffihúsum, veitingastöðum, söfnum, leikhúsum, hótelum, bak- aríum, líkamsræktarstöðvum og víðar, en ekki á skemmtistöðum, skyndibitastöðum og krám, að sögn Ragnars. Jólablað Fálkans kemur út innan skamms. Þar verður litið til þess tíma er Ísland var enn konungsríki, með kóng og drottningu; vakin athygli á umhverfislistaverkum í borginni; tveir myndlistarmenn verða kynntir; Victor Hugo verður í sviðsljósinu og litið verður til menningarróta Bandaríkjanna í fimm borgum. Fjölmargt fleira verður á síðum jólablaðs Fálkans. Morgunblaðið/Ásdís Ragnar Halldórsson, ritstjóri Fálkans. Fálkinn, nýtt menningartímarit, haslar sér völl Upplifunin er lykilorð BLÁSARAKVINTETT Reykjavík- ur og félagar koma saman og halda sína árvissu tónleika undir heitinu „Kvöldlokkur á jólaföstu“ í Fríkirkj- unni við Tjörnina annað kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20.30. Leikin verða lög úr Töfraflautunni, c-moll serenaða Mozarts og partíta fyrir 9 blásara eftir Krommer. Tónlist fyrir blásara, svonefnd „Harmoniemusik“, naut gífurlegra vinsælda á síðustu tugum átjándu aldar fram á fyrsta fjórðung þeirrar nítjándu. Auk Mozarts og Krom- mers sömdu tónskáld á borð við Jo- hann Christian Bach, Haydn og Beethoven verk fyrir stórar sem smáar blásarasveitir. Tónlist þessi blómstraði einkum í Vínarborg þar sem aðallinn kepptist um að hafa í þjónustu sinni blásarahópa, einkum oktetta, tvö óbó, tvær klarínettur, tvö horn og tvö fagott. Fyrir utan frumsamdar tónsmíðar voru umrit- anir á vinsælum óperum, forleikjum eða jafnvel sinfóníum í hávegum hafðar. Efnisskráin nú er ágætur þverskurður af því besta sem í boði var á seinni hluta 18. aldarinnar. Þeir sem koma fram á tónleikun- um eru Daði Kolbeinsson og Peter Tompkins, óbó; Einar Jóhannesson og Sigurður I. Snorrason, klarínett- ur; Jósef Ognibene og Þorkell Jóels- son, horn; Hafsteinn Guðmundsson, Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergs- son, fagott og kontrafagott; og Rich- ard Korn, kontrabassi. Morgunblaðið/Þorkell Blásarakvintett Reykjavíkur æfir Kvöldlokkurnar. Kvöldlokkur í Fríkirkjunni Saga augans eftir Georges Bataille er í þýðingu Björns Þorsteinssonar. Í kynningu segir m.a.: „Saga aug- ans er ein þekkt- asta frásögn heimsbók- menntanna. Ung- lingarnir Simone og sögumaður kynn- ast í strandbænum X ... og takast á hendur ferð inn í innstu myrkur sinna eigin nautna. Í stórkostlega skáldleg- um og súrrealískum texta lýsir sögu- maður kynferðisunaði sínum og hug- renningum. Hér er farið yfir mörk venjulegra, settlegra bókmennta og skapað verk um kenndir sem fæstir þora enn að nefna á nafn. Útgefandi er Forlagið í samvinnu við Tekknó- lamb. Bókin er 123 bls. Börkur Arn- arson hannaði kápu. Verð: 3.290 kr. Skáldsaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.