Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 31 ALLT frá því Jóhannes úr Kötlum og Tryggvi Magnússon gerðu litlu bókina, Jólin koma, árið 1932 hafa Grýla og jólasveinarnir fylgt íslensk- um börnum í frásögn í bundnu máli. Auðvitað er þjóðsagan um Grýlu og jólasveinana miklu eldri en þessi ljóðagerð Jó- hannesar, en hann formaði söguna í auð- veld ljóð og gaf út á að- gengilegri bók. Tryggvi teiknaði svo sígildar myndir til að undir- strika útlit og einkenni hvers og eins. Margar útgáfur og frásagnir af lífi þessa liðs hafa kom- ið fyrir augu íslenskra barna í áranna rás, og lengi vel þótti við hæfi að hræða börn með Grýlu og jólakettinum sem einnig var í hópi þessara ófreskja. Brian Pilkington hefur nú gert nýja jólasveinabók og myndskreytt af sinni alkunnu snilli. Grýla er að sjálfsögðu ferleg, og Brian býður upp á ólíkar myndgerðir af henni eft- ir þeim lýsingum sem til eru af henni. Í sumum frásögnum var Grýla sögð hafa þrjú augu, eða sex eyru – allt til að gera hana sem fer- legasta. Hann sýnir hvernig hún gæti litið út með þrjá hausa og fimm- tán hala. Ekki eru heldur þjóðsög- urnar sammála um hversu marga af- komendur hún átti. Í sumum heimildum eru þeir taldir 88 en í þessari bók eru þeir taldir þrettán eins og við eigum að venjast í sam- ræmi við ljóðagerð Jóhannesar úr Kötlum. Jólasveinarnir í þessari bók eru sýndir með sín séreinkenni sem myndlistarmaðurinn hefur búið þeim. Stúfur er sætur karl með hnút á skegginu, tungan á Þvörusleiki er mjög löng enda þarft verkfæri fyrir mataröflun sveinsins og Gluggagæg- ir hefur fengið sér gleraugu og kíki til að auðvelda sér skyldustörfin. Auk ljóðanna, sem koma úr bókinni Jólin koma, hefur höfundur bætt við sínum eigin at- hugasemdum, t.d. um laufabrauðsbakstur, skyrgerð og pylsu- vagna, sem allt er vel kunnt nútímabörnum. Jafnvel er Þorlákur helgi nefndur í sam- bandi við Þorláks- messu og getið um hvenær hann var tek- inn í dýrlingatölu sem verndardýrlingur Ís- lendinga. Höfundur tengir þannig gamla tímann og þann nýja með þessum litlu athugasemdum og smámyndum sem undirstrika þessa tvenna tíma. Í myndum Brians er alltaf stutt í það skoplega og jólasveinar hans eru margir bráðfyndnir og aulalegir. Jólakötturinn er hins vegar aldeilis hryllilegur og Grýla og hennar lið líka grimmdarleg í meira lagi. Jólasveinabók BÆKUR Barnabók Vísur: Jóhannes úr Kötlum. Myndir og laust mál: Brian Pilkington. Íslensk þýðing: Sigþrúður Gunnarsdóttir. Mál og menning, 2001. 26 s. JÓLIN OKKAR Brian Pilkington Sigrún Klara Hannesdóttir Í NÝÚTKOMINNI bók Brunos Monsaingeons, Sviatoslav Richter: Notebooks and Conversations (Princeton University Press, 2001), þreyttist hinn aldni píanósnillingur aldrei á að undirstrika væntum- þykju sína í garð tónverka Josephs Haydns og sérstaklega tíundaði hann hvað eftir annað mikið álit sitt á píanósónötum tónskáldsins. Richter taldi þær hafa fallið í skuggann á sónötum Mozarts og hafi það verið óverðskuldað því pí- anósónötur Haydns séu síst lakari verk. Richter, sem lést árið 1995, var reyndar aldrei í vafa um að sónötur Haydns hæfðu honum mun betur er samsvarandi verk Moz- arts. Píanóverk Haydns einkennast af frumleika og áræðni, frjálslegu tónmáli og sveigjanleika í hryn- formum og oft er kímnin stutt und- an. Þetta eru verk sem hiklaust eiga erindi til flytjenda og tónlist- arunnenda. En samt eru þeir ekki ýkja margir píanóleikararnir sem tekið hafa þau upp á sína arma. Reyndar má í flokki þeirra telja stórsnillinga á borð við fyrrnefnd- an Sviatoslav Richter, Alfred Brendel, Leif Ove Andsnes og Jenö Jandó. Það er því sérstakt ánægjuefni að nú skuli bætast við hljóðritanir Eddu Er- lendsdóttur á nokkrum píanóverkum Haydns. Á þessari nýju geislaplötu Eddu eru tvær píanósónötur, nr. 35 og 47, auk tveggja tilbrigðaverka. Fyrra tilbrigðaverkið, Arietta með 12 tilbrigðum í Es- dúr (Haydn samdi ann- að verk með sama heiti í A-dúr, Hob XVII: 2), var líkast til samið 1774. Það seinna, And- ante með tilbrigðum Hob XVII: 6, er nokkuð óvenjulegt verk með tveimur aðalstefjum og tilbrigðum við bæði stefin sem leikin eru í pörum. Verkið samdi Haydn eftir að hann hafði kynnst nýjungum í píanósmíði í Lundúnum 1790. Lausleg athugun leiðir í ljós að af báðum þessum ágætu verkum er aðeins til ein hljóðritun á mark- aðnum. Edda leikur bæði tilbrigða- verkin af miklu tæknilegu öryggi og ljær tilbrigðunum hverju um sig sinn eigin karakter. Sónöturnar tvær eru nokkuð ólíkar. Sú fyrri, nr. 35, var líkast til samin um 1780 og er gáskafullt verk sem sýnir Haydn í sinni björtustu mynd. Són- atan nr. 47 er mun alvarlegri eins og strax má heyra í upphafstón- unum. Edda Erlendsdóttir virðist finna sérstakan samhljóm í verkum klassísku tónskáldanna, en það hef- ur áður mátt heyra á diski hennar með píanóverkum CPE Bachs og nú með verkum Haydns. Tæknilegt öryggi er sjálfgefið í geisladiska- útgáfu nú til dags og það hefur Edda til að bera í ríkum mæli. Tæknilegt öryggi þýðir ekki bara að vera fær um leiftr- andi hröð sýningar- atriði heldur líka að hafa vald á dýnamík, hafa fallegan og áhrifaríkan áslátt og laða fram hin ólíku blæbrigði sem tón- skáldið ætlaði sér. Öll þessi atriði finnst mér einkenna leik Eddu í þessari Ha- ydnveislu. Því veisla er það. Það skal viðurkennt að við fyrstu hlustun voru áhrifin ekki sterk. En Haydn leynir sannarlega á sér og frekari kynni skipta sköp- um. Þetta er tónlist sem þrengir sér inn og gerir mann háðan. Og vart er hægt að hugsa sér trúverð- ugri flutning. Hljómþýð og eðlileg upptaka Hreins Valdimarssonar skemmir ekki fyrir. Þegar hlustað er á þessa geisla- plötu er maður í góðum félagsskap. Í skugga Mozarts TÓNLIST Geislaplötur Edda Erlendsdóttir spilar Joseph Haydn: Píanósónötur nr. 35 í As- dúr Hob XVI: 43 og 47 í h-moll Hob XVI: 32. Aríetta með 12 tilbrigðum í Es-dúr Hob XVII: 3. Andante með tilbrigðum í f- moll Hob XVII: 6. Píanóleikur: Edda Er- lendsdóttir. Hljóðritun: Hreinn Valdimars- son. Upptökustaður og tími: Hásalir, Hafnarfirði, febrúar 2001. Heildarlengd: 64’13. Útgáfa: ERMA 200.004. EDDA ERLENDSDÓTTIR Edda Erlendsdóttir Valdemar Pálsson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.