Morgunblaðið - 11.12.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.12.2001, Qupperneq 32
LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÁLDSAGA Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna, er eitt þeirra verka sem tilnefnd eru í ár til IMPAC Dublin bók- menntaverð- launanna. Til- kynnt verður í mars á næsta ári hvaða sex sögur keppa um verð- launin. Úrslitin liggja síðan fyrir í maí. Um eitt hundr- að bókasöfn víðs vegar um heim tilnefna til verð- launanna, þar á meðal Borgar- bókasafn Reykjavíkur sem sent hef- ur tilnefningu frá upphafi verð- launanna 1996. Verðlaunin eru veitt fyrir skáldsögu á ensku, frumsamda eða þýðingu. Steinunn Sigurðardóttir rithöf- undur situr í dómnefnd í ár ásamt fimm öðrum höfundum, þeim Mich- ael Holroyd frá Bretlandi, Jennifer Johnston frá Írlandi, Audrey Thom- as frá Kanada og George Volpi frá Mexíkó. Nálgast má upplýsingar um til- nefndar bækur á Borgarbókasafni Reykjavíkur og á vefsíðu safnsins. www.borgarbokasafn.is. Um það bil helmingur tilnefndra bóka eru til á safninu og fleiri væntanlegar. IMPAC-verðlaunin Slóð fiðrild- anna tilnefnd Ólafur Jóhann Ólafsson Steinunn Sigurðardóttir Grensáskirkja Landsvirkj- unarkórinn og Landsbankakór- inn halda sameig- inlega aðventu- tónleika kl. 20.30. Einsöngvarar eru Þuríður G. Sig- urðardóttir og Þorgeir J. Andr- ésson. Hljóðfæra- leikarar: Jón Bjarnason á píanó og Guðni A. Þorsteinsson á harmoniku. Stjórnendur kóranna eru Páll Helgason og Björn Thorarensen. Súfistinn, Laugavegi Dagskrá helguð bókinni Ljóð ungra skálda 2001 hefst kl. 20. Einnig fá gestir og gangandi tækifæri til að lesa sín uppáhaldsljóð eftir lestur skáldanna. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Þorgeir J. Andrésson BRESKU Turner-verðlaunin voru veitt listamanninum Martin Creed á sunnudagskvöldið. Verk Creeds nefnist Work 227: The lights go- ing on and off, eða Verk 227: ljósin kveikt og slökkt, og sam- anstendur af tómu herbergi með ljósum sem flökta á fimm sek- úndna fresti. Listamaðurinn varar fólk við að leita eftir of djúpri meiningu í verki sínu, sem vakti misjöfn við- brögð þegar það var kynnt ásamt öðrum tilnefningum í Tate- safninu í síðasta mánuði. Nokkrir sýningargesta gengu út og sögðu verkið ekki þess virði að vera til- nefnt til þessara virtu verðlauna. Aðrir, sem líta verkið jákvæðari augum, segja það hins vegar vera yfirlýsingu listamannsins gegn neysluhyggju og söfnunaráráttu. Turner-verðlaunin hafa oft ver- ið umdeild, m.a. fyrir fílamykju- verk Chris Offilis og óhreint rúm Tracey Emins. Að sögn breska dagblaðsins Daily Telegraph þyk- ir Verk 227 þó óvenju sérkenni- legur vinningshafi og líklegt til að vekja umræður um framtíð- arhorfur verðlaunanna. Verðlaunaupphæðin nemur ein- um 20.000 pundum, eða tæpum þremur milljónum króna. Creed hlýtur Turner-verðlaunin Reuters Martin Creed í verki sínu Verk 227: ljósin kveikt og slökkt. EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir í ávarpi í bókinni Íslensk knattspyrna 2001 að í hugum margra ljúki knatt- spyrnuárinu á Ís- landi ekki fyrr en bókin komi út. Það má til sanns vegar færa því um er að ræða eina heimildarritið um íslenska knatt- spyrnu á ári hverju. Bókin Íslensk knattspyrna kom fyrst út 1981 og er þetta því 21. bókin í bókaflokknum en Víðir Sigurðsson hefur komið að þeim öllum nema þeirri fyrstu. Að venju er fjallað um allt það markverðasta sem gerðist í íslenskri knattspyrnu á árinu. Efsta deild karla, Símadeildin, fær mesta rýmið sem fyrr en einnig er greint frá gangi mála í Símadeild kvenna, neðri deildum karla og kvenna, bikar- keppni karla og kvenna, landsleikjum Íslands, Evrópuleikjum félagsliða, yngri flokkum og sagt frá íslenskum leikmönnum og þjálfurum erlendis. Tölfræðilegar upplýsingar eru um fé- lög og leikmenn, lengri viðtöl eru við Gunnlaug Jónsson, fyrirliða Íslands- meistara ÍA, Margréti Ákadóttur, fyrirliða Íslandsmeistara Breiða- bliks, og Ásgeir Sigurvinsson, lands- liðsnefndarmann KSÍ, en styttri við- töl við fyrirliða eða aðra leikmenn allra liða í Símadeild karla. Þá er það nýmæli að birt eru úrslit í öllum leikj- um í öllum aldursflokkum og loka- stöður í öllum mótum á vegum Knatt- spyrnusambands Íslands á árinu. KSÍ og Skjaldborg gerðu með sér samstarfssamning hvað þetta varðar og þar með hættir KSÍ sambærilegri útgáfu á úrslitum, sem fylgt hefur ársskýrslu sambandsins. Við þetta stækkar bókin um 16 síður og er stærri en áður eða 192 síður og þar af 48 síður í lit eins og undanfarin ár, en hún er prentuð í Lettlandi eins og í fyrra. Víði Sigurðssyni fer fram með hverri bók og hann gerir góða bók betri með stöðugt betri myndum og uppsetningu og framsetningu allri. Til þessa hefur bókin verið í föstum skorðum en nú hefur hann breytt nið- urröðun efnis lítillega, fært saman það sem vissulega á heima í sama kafla, og eru þær breytingar af hinu góða því þær gera einfalda leit að efni enn einfaldari og aðgengilegri. Höfundur er nánast alfarið hættur að skrifa að leikur hafi unnist 0-2 eða 1-2 á útivelli heldur segir réttilega að lið hafi unnið 2-0 eða 2-1 og er það vel. „Breiðablik náði að knýja fram sigur í hörkuleik í Eyjum og tvö mörk með mínútu millibili komu Kópavogslið- inu í 3-1,“ (bls. 93) hljómar enda miklu betur, burtséð frá úrslitunum, en „Tindastóll hafði betur í botnslag á Dalvík og skildi heimamenn eftir í fallsæti. Eftir að Dalvíkingar minnk- uðu muninn í 1-2...“ (bls. 67). Í raun er lítið hægt að setja út á þessa bók, en auðvitað má alltaf gera betur. Efstu deildir karla og kvenna heita Símadeild karla og Símadeild kvenna, en réttu nöfnin eru höfð í sviga í byrjun viðkomandi kafla, eins og í bókinni í fyrra, en annars ekki notuð. Úrvalsdeild skrifað í staðinn sem fyrr. Bikarkeppni KSÍ – Coca- Colabikar karla og Bikarkeppni KSÍ – Coca-Colabikar kvenna er yfir- skrift umfjöllunar um bikarkeppnina, en rétta nafnið, þ.e. Coca-Cola bikar karla og kvenna, hefur ekki áður ver- ið notað í bókinni. Það er vandræða- legt að fara í kringum þessi nöfn eins og köttur í kringum heitan graut og eðlilegt að kalla hlutina réttum nöfn- um hverju sinni. Þetta er efnismikil bók og ástæða er til að þakka Víði Sigurðssyni fyrir að halda utan um tölfræði knatt- spyrnunnar með þessum hætti, en þess má geta að hvergi annars staðar en á heimasíðu KSÍ hefur verið farið rétt með allar áhorfendatölur á leikj- um Símadeildar karla í sumar. Sam- anburður á uppgefnum áhorfendatöl- um frá félögunum, sem birtust eftir leiki deildarinnar í Morgunblaðinu, og opinberum tölum KSÍ, sem Víðir Sigurðsson styðst við í bókinni, sýnir að uppgefnar tölur eftir leiki voru að- eins réttar í 28 tilvikum af 90. Fyrir þá sem vilja hafa hlutina á hreinu lýk- ur knattspyrnuárinu því ekki fyrr en Íslensk knattspyrna kemur út. Eina heimildarritið um íslenska knattspyrnu BÆKUR Íþróttir Eftir Víði Sigurðsson. Skjaldborg, 2001. 192 síður. ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2001 Steinþór Guðbjartsson Víðir Sigurðsson AÐSTREYMI forvitinna tón- leikagesta, þ. á m. álitlegur hópur starfssystkina sólistans í Sinfóníu- hljómsveit Íslands og utan, kolsp- rengdi hefðbundinn tveggja til þriggja tylfta áheyrendafjöldann þegar nýjasta listmúsíkin á í hlut á fimmtu tónleikum af sex á vegum Caputs í Hafnarhúsinu á laugar- dag. Varð af drjúg töf meðan sífellt þurfti að sækja fleiri stóla. En þeg- ar spilverkið loks gat hafizt, og sér- staklega þegar langt var liðið á fyrsta verk dagskrár, hvarflaði smám saman að manni hvort fleiri hefðu, aldrei þessu vant og eftir á að hyggja, komizt að en vildu. Því þó að aðeins einn hlustandi forðaði sér út áður en rúm þriggja kortéra löng Melódía Atla Heimis Sveins- sonar fyrir víólu „og aðrar hljóð- lindir að vild“ hafði silazt sitt skeið á enda, fór löngunin eftir að fylgja téðu fordæmi snemma líka að naga undirritaðan. Enda gerðist sárafátt athyglivert miðað við óhemju tímalengd verks- ins, a.m.k. í eyrum þess er hér rit- ar. Hvorki í heild né þaðan af síður í löngum tónaröðum víólunnar, fyrst í stórstígum tónbilum, síðan í smástígari. Allra sízt í rytmísku til- liti, þar eð langflest þrammaði óbreytt áfram á miðlungshraða í sömu jöfnu lengdargildum, rofnum af mislöngum þögnum endrum og eins. Nokkur innskot með pizzicato, tvígripum, glissandói, flaututónum og tremólósargi dugðu hvorki til að skerpa framvindu né brjóta efnið nægilega upp, enda kom það manni frekar fyrir sjónir sem langdregið uppkast en fullklárað verk. Tilviljunarkennt dangl einleikar- ans og höfundarins utan í uppstillt tam-tam, gong, marimbu og málm- gjöll við undirleik tónbands í seinni hluta – að virtist upptöku af víólu- fyrripartinum eða a.m.k. skyldu efni – gerði varla betur en að stytta augum áheyrenda stundir. Burtséð frá hve merkilega lítið var um eig- inlega framúrstefnueffekta fyrir ví- óluna, minnti útkoman öðrum þræði á „ódetermínískar“ uppá- komutónsmíðar 7. áratugar, og ekki einu sinni hetjuleg einbeitni og innlifun víóluleikarans gat hleypt teljandi lífi í stykkið. Séu væmnar kvikmyndir vestan hafs stundum flokkaðar eftir vasaklúta- fjölda, mætti hér eins tala um þriggja geispa verk að áhrifamætti. Nema ef bæri að taka tónlistinni sem tímalausri innhverfri íhugun að austurlenzkum sið. Sá trans lét þó einhverra hluta vegna á sér standa í mínu tilviki. Líkt og fyrri daginn tefldu tón- leikarnir í Hafnarhúsinu fram mestu andstæðum milli fyrsta og annars verks, því óhætt má kalla að Tveir (1992) eftir Svein Lúðvík Björnsson hafi kunnað sér maga- mál. Í þessu stutta þvíþætta ör- verki birtist margfalt myndrænni og eftirminnilegri melódísk tjáning en í undangengna atriðinu, og það á fimm sinnum skemmri tíma. Helzt komu upp í hugann ofureinbeitt pensilstrok japansks hækuskálds, þar sem hugurinn hefur flysjað burt allt hismi löngu áður en ljóðið er fest á blað. Í svipmikilli túlkun Guðmundar lifnaði við afstrakt en hrífandi lítið skáldverk í tónum sem leiftur um nótt, og langaði mann helzt að fá að heyra það strax aftur, enda engu ofaukið. Ef áfram heldur sem hingað til fer Sveinn að hasla sér völl sem aðalmíníatúristi yngri kynslóðar, og ekki hægt að segja annað en að fari honum vel. Burðugasta tónverk dagsins var þó án efa Sónata Pauls Hindemith Op. 25 nr. 1 frá 1922. Kom það að vísu ekki á óvart, þar eð þýzka tón- skáldið (1895–1963) var ekki aðeins eitt hið fremsta á 20. öld, heldur einnig víóluleikari sjálfur sem gjör- þekkti möguleika hljóðfærisins og kunni að meta sérkenni hins furðu- mikla tónsviðs þess, jafnt í duls- veipaðri dýpt sem í hvassri hæð. Guðmundur Kristmundsson fór á miklum kostum í þessu krefjandi en líka gefandi verki. Hann var mælskur og skorinyrtur í inngangi og II. þætti, gæddur heimspeki- legri tilfinningadýpt í III. og lék eins og með sjálfan skrattann á hælunum í „moto perpetuo“ IV. þættinum, sem auðkenndur er af höfundi „tónfegurð er aukaat- riði“[!], en hafði samt betur – þökk sé leiftrandi bogatækni. Fínallinn, „Langsam, mit viel Ausdruck“, var nákvæmlega svo, mótaður af gegn- músíkalskri innlifun, og engin furða að væri bravóað á eftir við raust. Lokanúmer dagsins var hin að sögn óspilandi Sequenza VI frá 1966 eftir ítalska módernistann Lu- ciano Berio. Hér kom bogatæknin sannarlega ekki í síðri þarfir, en þó að tremóló á streng væri kannski mest einkennandi fyrir stykkið í heild, kenndi líka annarra tækni- grasa. Mest á óvart kom þó höf- undur með hinu heillandi „sotto voce“ niðurlagi verksins, þar sem ólgandi ástríðurnar fjara út við dúnmjúk demparastrok líkt og barnagæla, og bar þar vel í bæti- fláka fyrir einstaka langdregna staði í undangengnum hamagangi, þó að sum tvígripin í lokin hefðu kannski mátt vera jafnari. Verkið útheimti fram að því verulegan skaphita af flytjanda, sem hinn dagfarsprúði lágfiðlari lét ómældan af hendi, án þess í neinu að missa tökin. Eftir stóð með pálmann í höndunum frábær víóluleikari sem fáir hérlendir kollegar yrðu líklegir til að skora á hólm héðan í frá með þennan persónulegasta meðlim fiðlufjölskyldunnar að vopni. Þriggja geispa melódía TÓNLIST Listasafn Reykjavíkur Atli Heimir Sveinsson: Melódía (frumfl.). Sveinn Lúðvík Björnsson: Tveir. Hindem- ith: Sónata Op. 25,1. Berio: Sequenza VI. Guðmundur Kristmundsson, víóla, slag- verk; Atli Heimir Sveinsson, slagverk. Laugardaginn 8. desember kl. 16. EINLEIKSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÞÝÐINGASETUR Háskóla Ís- lands stendur fyrir verkefninu Menningarmiðlun í ljóði og verki dagana 14.-16. desember. Um er að ræða fjölþjóðlega ljóðahátíð sem Hugvísindastofnun HÍ, þýð- ingasetur hugvísindastofnunar og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur halda í tilefni af ári tungumálanna í Evrópu í samvinnu við nokkra aðila hérlendis, meðal annarra Lesbók Morgunblaðsins. Í tengslum við þessa hátíð var hald- in ljóðaþýðingarsamkeppni í sam- starfi við Lesbókina og bárust gríðarlega mörg ljóð í þá keppni en dómnefnd vinnur nú við að fara yfir þýðingarnar (um er að ræða hundruð ljóða sem þýdd hafa verið af og á íslensku úr og á fjölmörg tungumál) og verða verðlaun veitt á ljóðahátíð í Borgarbókasafni á sunnudag kl. 18. Menningar- miðlun í ljóði og verki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.