Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 33 tískuskartgripir Laugavegi s. 511 4533 Kringlunni s. 533 4533 Smárinn s. 554 3960 Mikið úrval af Tískuskartgripum NOKKUÐ óvenjuleg myndlistar- sýning hangir nú uppi í innri forsal Háskólabíós, en á sýningunni getur að líta málverk, olíupastelmyndir og klippimynd sem málarinn Sveinn Björnsson vann við gerð myndarinn- ar Málarinn og sálmurinn hans um lit- inn sem sýnd er í sal 5. Sýningin er óvenjuleg fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er hún hengd upp í óhefð- bundnu rými, myndirnar eru ekki unnar við eðlilegar aðstæður og í texta með myndunum er vísað í bíó- myndina þannig að til að njóta mynd- anna til fulls þurfa listunnendur að sjá hana líka. „Málarinn og sálmurinn hans um litinn“ er leikin heimildarmynd þar sem Sveinn Björnsson leikur sjálfan sig og fylgst er með stökkbreytingu sem varð á listsköpun hans eftir sýn- ingu á Kjarvalsstöðum árið 1989. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð við þeirri sýningu fannst málaranum hann vera að staðna og hóf hann því leit að leið út úr þeim fantasíuheimi sem hann var þekktur fyrir og hafði áunnið sér viðurkenningu fyrir. Sú leit kostaði mikil átök, jafnvel upp á líf og dauða, eins og það er túlkað í myndinni. Að lokum kastar Sveinn frá sér penslin- um og pallettunni og fer að smyrja litnum beint úr túpunni á strigann með spaða og upp frá því vann mál- arinn eingöngu útfrá litnum sjálfum og sótti innblástur í hið mikla málverk skaparans, náttúruna. Mér hefur alla tíð þótt Sveinn vera athyglisverður málari og nokkuð sér á báti og staðfestir bíómyndin það. Vegna þess við hvaða aðstæður myndirnar á sýningunni eru unnar, þ.e. gagngert vegna kvikmyndatöku, með tilheyrandi mannskap, ljósum og tækjum í kring, er ekki auðvelt að horfa myndirnar sömu augum og þær myndir sem listamaðurinn vann við eðlilegar aðstæður, en honum þókn- aðist best að vinna einn á nóttunni með huldukonuna að baki sér. Þannig má segja að verkin á sýningunni séu sambland af leikmunum og alvöru listaverkum, munurinn er eingöngu sá að málarinn er hinn raunverulegi listamaður, þar sem hann leikur sjálf- an sig í myndinni. Ég er hrifinn af nýja stíl Sveins þó að óhlutbundnu olíumyndirnar nr. 9, 10, 11 og 12 séu ekki hans bestu af því taginu. Sýnt er frá því þegar Sveinn tekur til við að láta gamlan draum rætast og myndskreyta passíusálma Hallgríms Péturssonar í olíukrít. Eru þær myndir fallegar og ná tengingu við hið trúarlega, enda var Sveinn sam- kvæmt myndinni trúmaður góður. Á miðri leið eftir að hafa fengið vitrun í draumi leggur hann hinsvegar pass- íusálmana til hliðar og fer aftur út í ol- íumálverkið og málar seríu af upp- risumyndum sem eru þær athyglisverðustu á sýningunni, ekki síst vegna þess hve persónulegar þær eru. Spurningar um líf og dauða, upp- risu og eilíft líf, leita á Svein enda hrjáir hann mikið heilsuleysi þegar þarna er komið sögu. Í upprisumynd- unum leyfir Sveinn sér að verða dálít- ið fígúratífur aftur eftir að hafa farið alla leið yfir í flata „abstraksjón“. Sem myndlistarsýning er sýningin því miður afar slæm sökum þess að myndirnar eiga í vök að verjast fyrir upplýstum gosdrykkjasjálfsölum, frumskógarplöntum og upplýstum bíóskiltum og efast ég um að lista- maðurinn hefði verið ánægður með upphengið. Málverk af þessu tagi krefjast meiri rór og rýmis, ekki dug- ir að að þeim sé þrengt úr öllum átt- um af ólíklegasta dóti sem tilheyrir nútímaneyslumenningu. Til að bæta úr þessu hefði mátt hengja þær á frístandandi spjöld úti á gólfi til að gefa þeim meiri frið og nauðsynlegt andrými. Bíómál- verk MYNDLIST Háskólabíó Opið alla daga. Til 17. desember. MÁLVERK SVEINN BJÖRNSSON Þóroddur Bjarnason Upprisan (l) eftir Svein Björnsson. HNOÐRI litli er lítill og sætur and- arungi sem býr á Tjörninni í Reykja- vík. Öll börn hafa gaman af dýrum, og þau ættu auðveldlega að geta samsvarað sig Hnoðra. Hann syndir óvart í burtu frá mömmu sinni og systkinum, og af forvitninni til að kanna heiminn lendir hann í æv- intýrum, líkt og gæti t.d komið fyrir barn í stórmarkaði. Gott er að allt endar vel, og börn læra að stundum er gott að þora, en um leið þarf mað- ur að vera var- kár. Einnig að samsvara sig við Önnu litlu sem fer niður á tjörn og tekst að lokka ungann til sín, því það er gaman að halda á dýrum og eiga þau að vinum. Það er líka gagn og gaman að því að kynna íslensk dýr og skemmtileg hugmynd að endurskapa hina klass- ísku stemmningu niðri á tjörn sem allir Íslendingar þekkja. Myndirnar eru fallegar og raun- verulegar, þótt litirnir mættu vera sterkari. Hnoðri er fín persóna í barnabók og getur væntanlega í framtíðinni lent í fleiri ævintýrum. Mér finnst að fleiri tilfinningar hefðu mátt bærast innra með and- arunganum. Það er ekkert smá mál að láta stóran svan bíta í stélið á sér og átta sig þá á því að maður er bú- inn að týna mömmu. Það er hræði- leg lífsreynsla. Mér finnst því að Anna Vilborg hefði stundum mátt taka skýrar og sterkar til máls, sér- staklega á þessum hápunkti. Þrátt fyrir smávægilegar at- hugasemdir finnst mér þetta lítil og sæt saga, þar sem tilganginum að vekja áhuga og gleðja hina allra minnstu lesendur, er án efa náð. Ævintýri á Tjörninni BÆKUR Barnabók Eftir Önnu Vilborgu Gunnarsdóttur. Mál og menning 2001. 18 bls. HNOÐRI EIGNAST VINI Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.